Dagur


Dagur - 05.05.1993, Qupperneq 5

Dagur - 05.05.1993, Qupperneq 5
Miðvikudagur 5. maí 1993 - DAGUR - Svar blaðamanns við ósk Knúts Aadnegard - vegna fréttar frá bæjarstjórnarfundi á Sauðárkróki Knútur Aadnegard forseti bæj- arstjórnar á Sauðárkróki hefur sent blaðinu eftirfarandi ósk vegna fréttar í fimmtudagsblaði af bæjarstjórnarfundi á Sauðár- króki 27. apríl s.l., þar sem sagt er að Knútur haft gagnrýnt frétt í svæðisútvarpi „harðlega“ og talið hana „hlutdræga“: „Nú óska ég eftir því að blaðið birti þau ummæli, sem undirritaður á að hafa viðhaft á þessum fundi og var tilefni þessara ályktana blaðamannsins.“ Ummæli Knúts á bæjarstjórnarfundin- um eru eftirfarandi orðrétt: „Kannski er nú það sem kórón- ar þetta allt saman er frétt sem að var nú í Svæðisútvarpinu nú í gærkvöldi. Þar stendur með leyfi forseta:“. Síðan las Knútur fréttina orðrétt og hélt síðan áfram ræðu sinni. „Eg ætla nú ekkert aö eltast við þaó sem stendur í þessari frétt, þar sem er verið að ýja að því aó þarna sé verið að taka upp sömu tillögu nánast og Anna Kristín Gunnarsdóttir lagði fram. Ég veit ekki hvernig í ósköpunum á að koma því heim og saman, hvernig hægt er að lesa það út úr þeim til- lögum sem að bæjarráðió leggur l'ram og svo tillögum Onnu Krist- ínar Gunnarsdóttur. Tillögur bæj- arráðs fjalla um allt, allt aðra hluti.“ Að þessu loknu talaói Knútur um þátt Önnu K. Gunnarsdóttur þar scm hann kallaði hana m.a. „sjálfskipaðan fréttafulltrúa bæjar- Knútur Aadnegard, forseti bæjar- stjórnar Sauðárkróks. ráðsins" og taldi að hún hefði „frætt fréttamann ríkisútvarpsins á þeirri umræðu“ sem fram fór í bæjarráðinu. Þessi ummæli sem hér eru rakin þykir blaðamanni gefa fullt tilefni til að ætla aó Knútur hafi talið fréttina „hlut- dræga“, þótt hann segði það orð ekki upphátt. Til að undirstrika enn frekar hvað blaðamaður á við með að Knútur hafi gagnrýnt fréttaflutning „harðlega" skal hér bætt við enn frekar úr ræðu hans: „En hins vegar er það nú svo aö mér kæmi nú ekki á óvart þó að el' það væri nú skoðað að þá hafi nú fáar sveitarstjórnir á Islandi fengið aðra eins umfjöllun í ríkisfjöl- miðlunum eins og bæjarstjórn Sauðárkróks á síðustu mánuðum, nema kannski borgarstjórn Reykjavíkur og bæjarstjórn Bol- ungarvíkur. Manni hefur ekki allt- af þótt þetta vera hlutir sem væri ástæóa til að gera neina stóra hluti úr. Mér fannst það t.d., ja mér fannst það hálf grátlegt þegar maður heyrði í fyrsta fréttatíma ríkisútvarpsins í morgun, ef ég man rétt var fyrst verið aö tala um hörmungar í Bosníu og hryðju- verkin þar. Næst var sagt frá því að í dag yrði tekin ákvörðun um þaó hvort að skólastjórar grunn- skólans á Sauðárkróki mundu missa þær sporslur sem þeir hefðu. Ef ég man rétt þá var þriðja fréttin um sprengjutilræði í Lond- on. En þctta er nú bara það scm við verðum að búa við og auðvit- að verða fréttamenn aö lifa eins og aðrir og þeir verða að fá að skrifa sínar fréttir eins og þeim finnst vera best og þaó sem þeim finnst vera fréttnæmt. En hins vegar held ég að oft og tíðum þá mættu þeir nú vanda sínar heirn- ildir aðeins betur.“ Blaðamaður sér ekki ástæðu til að draga ályktanir sínar til baka, enda var hann staddur á fundinum og hafði bæöi hljóðupptöku og skrifaða punkta til að styðjast við og telur þessi dæmi sýna að ekki sé farið með fleipur í frétt blaðsins s.l. fimmtudag. sþ Skítkast úr myrkri í þættinum „smátt og stórt“ í Degi hinn 29. apríl sl. er óvenjulega rætið skítkast í Mývetninga þá sem sunnan við vatn búa. Raunverulega ætti ekki að vera ástæóa til þess að svara þessu. En höfundur umræddra orða hefir lík- lega tilcinkað sér það lífsviðhorf ensks málsháttar, sem segir: „Kastaðu bara skít. Það tollir allt- af eitthvað við.“ Kannski gerir skrifari S & S sig að ósannindamanni, þegar hann segist vitna í „brottÖuttan Mý- vetning" er hafí sagt aö „menn virtust hafa gleymt að taka með í umræðuna um hnignun lífríkis vatnsins þá staðreynd, að ekki kæmu ungar úr þeim eggjum, sem búið væri að éta“. Það er næstum því óhugsandi að innfæddur Mývetningur viti ekki, að mjög strangar reglur giltu um eggjatöku. Það er ákveðinn hluti af eggjum hvcrs hreiðurs, scm taliö var ekki bara leyfilegt heldur æskilegt að taka. Ef of mörg egg voru tekin var hætta á því að öndin afrækti. En of mikill eggjafjöldi í hreiörinu gat cins orðið til þess að öndin kæmi ekki upp neinum ungum. Já, þetta vissu Mývetningar, og þeim var fullkomlega umhugað um að varóveita andastofninn. Annað hvort er því höfundur S & S að búa til þessi ummæli eóa þá er um óvenjulcga ómcrkilegan „Mývctning" að ræóa. Hió síðarnefnda mætti kannski álykta af þeim vinsamlegu oróum höfundar, sem hann heldur að sé drepfyndið háð, í þá átt, að það sé ekkert lengra frá Skútustöðum út í Reykjahlíð heldur en frá Reykja- hlíð að Skútustöðum. Þetta er gömul speki sumra Utsveitunga, sem endurspeglar það hugarfar, sem nú varpar þungum skugga á Hjörleifur Sigurðarson. líf Mývetninga. Það viróist sem sé ekki hvarfla að þessu fólki, og þá auðvitað heldur ekki að höfundi S & S, að Skútustaðir eru miðsveitis en ekki í suðurenda sveitarinnar. Ef engir bæir væru lengra frá Reykahlíð heldur en Skútustaðir, þá myndu Suðursveitungar senni- lcga ekki berjast eins ákaft gegn hinni nýju skólastefnu, þótt að vísu finnist þeim þaó undir öllum kringumstæðum svívirðileg sóun á fjármunum sveitarinnar að eyða 120 milljónum í að byggja nýjan skóla, þegar til er í sveitinni á besta stað skóli, sem með litlum tilkostnaði hefði mátt gera algjör- lega fullnægjandi. Eins og er skapar hinn dýri nýi skóli mörg vond vandamál en leysir fá. Umrædd grein ber það meó sér, að höfundurinn er að reyna að ná sér niðri á Mývetningum þótt seint sé, fyrir það að sprengja stílluna í Miðkvísl. Ekki sér höfundurinn þó veruleikann fyrir sínu eigin skít- kasti. I fyrsta íagi er Miðkvísl ekki hliðará Laxár heldur aðalkvísl hennar. í öðru lagi stálu mcnn ekki Dýnamíti heldur tóku það, þar sem starfsmenn Laxárvirkjun- ar á móti öllum lögum höfðu látið það liggja árum saman í algjöru hirðuleysi úti í náttúrunni. Og í þriðja lagi voru það miklu fleiri heldur en Mývetningar, sem þarna voru að verki. Og svo virðist höfundur S & S ckki vita eða vilja vita, að um- ræddur verknaður vakti raunveru- lega hrifningu víða um heim og átti meiri þátt í því heldur en llest annað að vekja menn til umhugs- unar og varkárni, áður en anað er út í það að spilla náttúrunni með vafasömum mannvirkjum. Ritari S & S virðist eitthvað tengdur þeim aðilum, sem á sínum tíma stóóu hér fyrir skemmdar- verkum á náttúrunni. Eflaust hefir einhverjum sviðið að fá ekki aö stunda þá ióju óárcittir. Og nú skal leitað hefnda með aðstoð ómerki- legs „brottllutts Mývetnings", raunverulegs eða ímyndaðs. Stundum getur verið gott að róta upp í hugum rnanna með öfgafullum skrifum. En það eru þó takmörk fyrir því, hvað eitt virðulegt dagblað eins og Dagur á að leyfa sér. Og ef þcssi óvenju- lega rætna og illgjarna grein er í samræmi við mannkosti höfundar- ins, þá gæti verið, að Dagur ætti fremur að fá aöra menn til þess að skrifa grcinar á sína ábyrgð. Hjörleifur Sigurðarson, Grænavatni, Mývatnssveit. ÚTSALA LOPI - BAND Teppi * Peysur ★ Jakkar Verksmiðjuverslun Gleráreyrum, sími 11167 Börn - Unglingar - Aldraðir Sumarbúðirnar við Vestmannsvatn INNRITUN ER HAFIN 1. fl. 8. júní-15. júní, 2. fl. 18. júní-25. júní, 3. fl. 28. júní- 5. júlí, 4. fl. 7. júlí-14. júlí, 5. fl. 15. júlí-19. júlí, börn 7- 9 ára. stúlkur 7-12 ára. börn 7-10 ára. börn 10-12 ára. unglingar13-16ára. Bátsferðir, kvöldvökur, hestaferðir, kirkju- ferð, veiði, sund og margt fleira. Upplýsingar og pantanir í símum 96-27540, 96-26179,' 96-61685 og 96-43545 frá kl. 16.00-18.00 virka daga. Vestmannsvatn 1993. N ikótí nplás tur Kynning á nikótínplástri í Akureyrar apóteki á morgun, fimmtudaginn 6 maí frá kl. 14-18.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.