Dagur - 08.05.1993, Síða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 8. maí 1993
Töfrar dorgveiðinnar eru í öðru fólgnir
Lengi mun það verða svo
um þá, sem eitthvað kunna
með veiðistöng að fara, að
þegar hallar yflr vorjafn-
dægur fer að grípa um sig
hjá þeim löngun til þess að
komast út í náttúruna, að á
eða vatni, og fínna þar þá
lífsstrauma, sem þeir hafa
svo oft áður komist í snert-
ingu við með tilstyrk veiði-
stangarinnar eða dorgpriks-
ins. Veiðin er ekki alltaf
mikil þegar menn eru að
skreppa í þessar vorferðir.
Margir koma alveg tóm-
hentir til baka, en þeir hafa
eigi að síður fundið eitthvað,
sem þeir hefðu ekki viljað
fara á mis við, einhverja lífs-
fyllingu, sem oft verður ekki
útskýrð fyrir neinum öðrum.
Fyrir nokkru vorum viö staddir
hjá Harald Jespersen, bónda að
Engimýri í Öxnadal, þrír félagar
úr Dorgveiðifélagi Islands. För
var heitið að Hraunsvatni til aó
dorga um ís. Aó Engimýri hefur
Harald, ásamt konu sinni Þórunni,
reist lítið snoturt hótel þar sem
viðurgjörningur er hinn besti.
Margt er hægt að gera sér til
dægrastyttingar að Engimýri. Þau
hjón reka hestaleigu og fara með
gesti í lengri sem skemmri ferðir.
Allt um kring eru gönguleióir frá-
bærar og sumar reyna vel á
skrokkinn. Harald hefur umráóa-
rétt yfir veiði í Hraunsvatni og
þangað sækja dvalargestir á sumr-
um til aó bleyta öngul, en nú er
vetur.
*
A æskuslóðum
Jónasar Hallgrímssonar
Við héldum af stað í birtingu.
Kafaldssnjór var yfir öllu. Já, þaö
er harðbýlt í framanverðum Öxna-
dal og í dag skal nýta tækni nú-
tímans. Tólf hjóla vatnabíll er far-
kosturinn og nú er að sjá hvernig
til tekst í brekkunum fyrir ofan
Háls. Björn Sigurðsson, formaður
Dorgveióifélags íslands, er við
stjóm og fer liprum höndum um
stjórnpinnana.
Vió rennum okkur í gegnum
skaflana og undratækið krafsar sig
upp brattann með fjóra innan-
borðs. Bílskelin hans Bjöms er
undratæki. Bjöm hefur siglt á sjó
og á vötnum á undratækinu og nú
flytur það okkur fljótt og örugg-
lega alla leið upp að Hraunsvatni.
Við erum á æskuslóðum lista-
skáldsins góða, Jónasar Hall-
grímssonar, sem er talinn fæddur
aó Hrauni í Öxnadal. Faðir hans,
séra Hallgrímur Þorsteinsson, var
prestur í sókninni árin 1803 til
1816, en drukknaði þá við sil-
ungsveióar. Um þann atburð orti
Jónas síðar:
Þá var ég ungur
er unnir luku
föður augum
Jyrir mér saman;
man ég þó missi
minn í heimi
fyrstan og sárastan
er mér faðir hvarf
Þjóðtrúin segir að jarðgangur sé úr
Hraunsvatni til sjávar „Þórir
þursasprengur nam Óxnadal vest-
anverðan og bjó að Vatnsá. Er það
ömefni glatað, en allt bendir til að
Hraun sé hinn fomi Vatnsárbær. -
Upp frá Hrauni eru brattar brekkur
og harla grýtt land, enda fram-
burður af fomum klofningi fjalls-
ins. Þar eru Hólamir, en Óxna-
dalsá hefur grafið sér veg gegn-
um. Aðeins vesturbrún fjallsins
hefur staðist þetta jarðfall og eru
þar tindar þeir hinir nafntoguðu,
sem skipa fjallseggina og bera við
loft. Þeirra fegurstur og mestur er
Hraundrangi, sem hvert manns-
bam á Islandi þekkir af afspurn,
en fjöldinn, sem fer þjóðleiðina
um dalinn, hefur litið og líður
ekki úr minni. Milli þess, sem enn
stendur af fjallinu og austurbrúnar
hraunsins, áður en rasar mest of-
an, veróur nokkurt undirlendi og
gengur Vatnsdalur þar suður af,
en Þverbrekkuhnjúkur rís að sunn-
an og austan og þrengir að. Þama
uppi í fjallinu er geysistórt og fag-
urt vatn og mjög aðdjúpt. I vatn-
inu er mikil murta og nokkur stærri
silungur. Þjóðtrúin segir að jarð-
gangur sé úr Hraunsvatni til
sjávar, en ekki rennur ofanjarðar
lækur eða á úr vatninu í Öxna-
dalsá,“ ritar sr. Agúst Sigurðsson
frá Möðruvöllum fyrir margt
löngu í Morgunblaðið.
Svo mikil er stundum fórn
þeirra sem fegurð skapa
Flestir Islendingar, sem komnir
Myndir og texti:
Óli G. Jóhannsson
em til vits og ára hafa lesið hið
undurfagra kvæöi Jónasar - Ferða-
lok, og eflaust kunna það mjög
margir. Það er ein af hinum dýru
perlum, sem hann gaf þjóó sinni
og verður lært og lesið af ljóð-
elsku fólki meóan íslensk tunga er
töluð.
Fyrsta erindið kemur mér í
huga þegar mér er litið upp á tind-
ana. Við erum komnir út á ísilagt
vatnið og snjófjúk er með hlíð-
inni. Yfir gnæfa svartir tindamir
og loftið er þrungið án ástar-
stjömu. Vetur konungur er hér við
völd og ég bora gat á ísinn, sem er
um meter að þykkt.
Að bora er býsna strembið.
Borinn er ekki góður og þar sem
ég streða við að ná í gegn rifja ég
upp fyrsta erindið í Ferðalokum.
Ástarstjörnu
yfir Hraundranga
skýla nœturský;
hló hún á himni,
hryggur þráir
sveinn í djúpum dali.
Eg minnist orða íslenskukennar-
ans míns í MA, Ama Kristjáns-
sonar, sem nú er látinn. „Dimm
örlagaský byrgðu lengst af lík-
amsaugum skáldsins sýn til þeirr-
ar stjömu, en hún skein þeim mun
skærar fyrir skáldaaugum þess.
Hún skein alltaf „á bak við ský“.
Og þeim örlagadómi eigum við að
þakka eina dýrustu ljóðperlu ís-
lenskrar tungu. - Svo mikil er
stundum fóm þeirra sem fegurð
skapa“.
Dorg er ekki aðferð
til slíkra aflabragða
Öllum veiðimönnum þykir gaman
að lenda einhvemtíma í stórveiði,
en fæstir mega búast við því oft á
ævinni, enda færi ljóminn af
sportinu hjá flestum, ef silungur
tæki upp á, að láta moka sér upp á
dorg eins og í net. Dorg er ekki
aðferð til slíkra aflabragóa. Töfrar
dorgveiðinnar eru í öðru fólgnir
og þeir eru jafnvel hvað mestir
þegar fiskurinn er nógu var um líf
sitt. Veiðiferð okkar félaga skilaði
ekki miklum afla, en hún gerði
sálinni gott og þá er tilgangnum
náð. ój
PÓSTKORT FRÁ PAU Skúli Björn Gunnarsson
Saknaði lostu rj arðarinnar
íslandi 1. maí 1993.
Kæri vinur.
Langt er um liðið frá því þú
heyrðir frá mér síðast og eflaust
ertu búinn að úrskurða mig dauð-
an, strokinn til Ástralíu eða eitt-
hvað þaóan af verra. Málió er hins
vegar það að ég er kominn aftur
upp á klakann og hef því staðið í
ýmsu stappi síðustu vikur, eins og
gefur að skilja. Nei, minn kæri,
það er ekki eins og þig grunar, að
ég hafi verið geróur útlægur frá
Frakklandi og þaðan af síður, aö
ég haft verið búinn að fá nóg af
rauðvíni. Hinu get ég ekki neitað,
að ég var farinn að sakna fóstur-
jarðarinnar pínulítið og farinn að
þrá að heyra hina hörðu hrynjandi
móðurmálsins, svo ég ákvaó að
drífa mig heim meðan ég heföi
ennþá efni á því. Það kostar
nefnilega ekki svo lítið að fljúga
með allt sitt hafurtask upp til Par-
ísar, yftr Ermasundið og Tjallana
og Átlantshafið breiða allt til
Keflavíkur. En kreditkortin sjá
um sína.
Eitt það síðasta sem ég gerði í
borginni Pau var að fara á rokk-
tónleika með hinum síunga fyrr-
um lögreglumanni og kennara,
gamla jaxlinum sem kominn er á
fimmtugsaldurinn, sjálfum Sting.
Skemmst er frá því að segja, að
tónlistarhöllin var troðfull af ung-
um sem öldnum Pauverjum, enda
ekki á hverjum degi sem slíkar
stórstjörnur láta sjá sig í hinum
fámennari borgum Frakklands.
Munurinn á þessum tónleikum og
tónleikum með franskri stór-
hljómsveit er ég fór á fyrr í vetur
ásamt einungis 500 öðrum tón-
listarunnendum var því gífurlegur.
Þarna mátti sjá jafnaldra goósins
mæta í leðurjökkum og gallabux-
um, meó há kollvik eða skalla,
reykjandi eins og strompa, taka
undir með Stingnum á sinni bjög-
uðu ensku og láta mun verr en
synir þeirra, sem að sjálfsögðu
höfðu verið dregnir með til að sjá
og heyra almennilega tónlist. Þeg-
ar stjaman hóf síóan að stynja
upp nokkrum einföldum
frönskufrösum ætlaði allt um koll
að keyra og mér varð hugsað til
þess, aö ósköp hefði nú verið
gaman ef Frakkamir hefðu klapp-
að svona mikið fyrir mér þegar ég
var að byrja að böggla út úr mér
ekki erfióari orðum en „merci“
eóa „bonsoir".
Hvað um það, tónleikarnir
voru stórkostlegir og á göngu
minni heim um miðnættió í tólf
stiga hita, stóð ég sjálfan mig að
því að syngja fullum hálsi fremur
en raula, lög eins og „Every
breath you take“ og kannski hefur
þaö verið þess vegna sem ég sá
varla nokkurn mann á leiðinni.
Morguninn eftir skilaði ég af
mér leiguhúsnæðinu og dásamaði
eigandinn hreinlæti Islendinga er
hún sá hvemig allt gljáði og ilm-
aði af hreinlæti, rétt eins og í Ajax-
auglýsingu, en á undan mér
höfðu Spánverjar verið í íbúðinni
og skilið heldur illa við. Annars er
það með Spanjólana líkt og Tjall-
ana og Þýskarana, að Frakkar
bera ekki of hlýjan hug til þeirra
og sem dæmi um það má nefna,
að stundum er sagt um þann er
talar lélega frönsku, að hann tali
frönsku eins og spænsk belja.
Eftir að hafa afhent lyklana lá
leið mín á flugvöllinn í Pau og
áöur en dagur var á enda runninn,
sá ég út um kýrauga Flugleiða-
þotu grilla í gráa strönd með
brimi sem fékk hjarta mitt til aó
slá örar. Þegar ég gekk síðan út í
norðan strekkinginn og fimm stiga
hitann hjá Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar, vöknaði mér um augu og
ég sannfærðist eina ferðina enn
um að ekkert jafnaðist á viö þetta
stóra sker í noróri, sem á hírist
ein kvartmilljón af norsk-írsk-
blönduðum afkomendum villi-
manna og þræla. Og ég brosti
breitt og belgdist út af þjóðar-
stolti, er ég sá og heyrði í fjöl-
miðlum að sami gamli barlómur-
inn var enn til staðar hjá þjóðar-
sálinni. Ekkert hafði breyst frá því
ég fór og þó aó augu mín hafí í
vetur opnast örlítið betur fyrir
hinum stóra heimi sem Island er
aðeins lítill partur af, fann ég að
grunnt var á þjóðarrembingi Is-
lendingsins, enda erum við nafli
alheimsins, ekki satt? Og þar sem
ég ætla að halda kyrru fyrir á
þessum miðpunkti næstu vikur og
mánuói, er þetta síðasta póstkort-
ið sem þú færð frá mér í bili.
Þinn vinur,
SBG