Dagur - 08.05.1993, Blaðsíða 11
Fjórtán reyklausir dagar
Krabbameinsfélag Akureyrar
og nágrennis hefur farið þess á
leit við Dag að blaðið birti leió-
beiningar til þeirra sem hættu
að reykja á „Reyklausa daginn"
svonefnda 29. apríl sl. Leið-
beiningar þessar taka til fyrstu
14 daganna. Hér á eftir fara
ráðleggingar sem gilda fyrir tí-
unda, ellefta og tólfta daginn,
þ.e. laugardaginn 8. maí,
sunnudaginn 9. maí og mánu-
daginn 10. maí.
Tíundi dagur
Löngunin í reyk er trúlega ekki
með öllu horfin en hún ætti að
hafa verulega minnkað og vera
orðin aó lítilfjörlegum óróleika
sem oft hverfur alveg. Það ætti
ekki að vera þér erfitt aó láta
tóbakið liggja á milli hluta jafn-
vel þótt freistingin sé ekki með
öllu úr sögunni. Hafðu ætíð á
takteinum eitthvað sem grípur
hugann og notaðu nokkrar
mínútur til að lesa bækling um
sjúkdóma sem eru fylgifiskar
reykinga. Gerðu það aftur og
aftur. Það hressir upp á ásetn-
ing þinn um að standa þig, ein-
mitt nú þegar þú ert í þann
veginn að sigra í orrustunni.
Ellefti dagur
Ef þú byrjar nú aftur að reykja
þá muntu verða fyrir nákvæm-
lega sömu reynslunni og þegar
þú tókst fyrsta sígarettureykinn
- ógleði, öðrum óþægindum og
alls engri fullnægju. En nikótín-
ið er svo lævíst að löngunin
blossar samstundis upp aftur.
Margir telja aö það sé sál-
fræðilega óráölegt að lofa sjálf-
um sér því að snerta ekki
tóbak um aldur og ævi. Þú
þarft ekki heldur að gera það.
Þú getur látið þér nægja að
heita sjálfum þér aó snerta ekki
sígarettu nógu lengi til þess aó
hin ósjálfráða reykingahvöt sé
horfin, það eru einar átta til tíu
vikur í viðbót. Með hverjum
deginum sem líður verðurðu
hressari og nærð betra valdi yf-
ir sjálfum þér. Svo geturðu tek-
ið málið upp aftur þegar þú
hefur náð þér að fullu og ert
oróin frjáls til þess að taka var-
anlega ákvöróun.
Nú kostar það yfirleitt ekki
lengur neitt átak aó vera innan
um fólk sem reykir. Þú hefur
jafnvel efni á aó láta þaó verða
vart við ofurlitla meðaumkun.
En vertu samt ósmeykur við að
vióurkenna fyrir öðrum að þú
sért hættur að reykja og viljir
helst forðast of miklar freisting-
ar. Það ætti ekki aö vera til of
mikils ætlast að biðja vini og
kunningja aó sitja ögn á reyk-
ingalönguninni á þessu tíma-
bili. Það gæti komió dálítió við
þig ef einhver færi að kveikja
sér í sígarettu eða öðru tóbaki
einmitt á þeirri stundu sem þú
fyndir skyndilega til löngunar í
að reykja.
Tólfti dagur
Þegar hér er komið munu lang-
flestir hafa lifað dag sem var
að mestu laus við þá tilhugsun
að fá sér reyk. Til öryggis
skaltu þó lesa vandlega yfir
listann þinn þar sem þú sérð af
hverju þú ákvaðst að hætta að
reykja. Þaó skaóar ekki aó
minna sjálfan sig á hver plága
tóbakið hefur verið í lífi manns,
og sjá í leiðinni hvaö það er
margt sem vinnst við að leggja
þaó alveg á hilluna.
Tímaritið „Heimili og skóli“
Nýlega kom út í Reykjavík
tímaritið „Heimili og skóli“ og
mun það framvegis koma út
tvisvar á ári.
Margir minnast eflaust blaós
mcó sama nafni en Kennarafélag
Eyjatjarðar stóö fyrir útgáfu þess
á árunum 1942-1976, lengst af
undir dugmikilli ritstjórn Hannes-
ar J. Magnússonar skólastjóra.
Dynheimabridds:
Síðbúin úrslit
Eftirfarandi cru úrslit í Dynheima-
bridds 18. og 25. apríl og 2. maí
sl.:
18. apríl:
1. Armann Helgason-
Hjalti Bergmann 143
2. Sigurbjörn Þorgeirsson-
Skúli Skúlason 143
3. Ormarr Snæbjörnsson-
Svcinbjörn Jónsson 137
4. Jón Svcrrisson-
EinarPálsson 125
25. apríl:
1. Armann Helgason-
Hjalti Bergmann 142
2. Jónína Pálsdóttir-
Una Sveinsdóttir 131
3. Tryggvi Gunnarsson-
Örn Einarsson 131
4. Hermann Huijbens-
Jón Sverrisson 126
2. maí:
1. Sveinbjörn Sigurðsson-
Sverrir Haraldsson 206
2. Jón Sverrisson-
Hermann Huijbens 197
3. Magnús Magnússon-
Stefán Stefánsson 193
4. Sigurbjörn Þorgeirsson-
Skúli Skúlason 176
Kvennabridds:
Ólína og Ragn-
heiður sigruðu
Spilaöur var kvennabridds 19.
apríl sl. Urslit uróu sem hér segir:
1. Ólína Sigurjónsdóttir-
Ragnheiöur Haraldsdóttir 125
2. Jónína Pálsdóttir-
Una Sveinsdóttir 122
3. Gissur Jónasson-
Hólmfríður Eiríksdóttir 117
4. Soffía Guömundsdóttir-
Júlíana Lárusdóttir. 116
Síðar tók Kennarasamband
Noróurlands eystra upp þráðinn
og gaf blaðið út allt fram til 1988
að það var formlega lagt niður. Nú
eru það Landssamtök foreldra bama
í grunnskólum, Heimili og skóli
skóli, sem standa að útgáfunni en
ritstjóri er Sigurður Þ. Salvarsson.
Meóal efnis í þessu fyrsta tölu-
blaði má nefna grein um heima-
nám eftir Hrólf Kjartansson;
Brynjólfur Brynjólfsson skólasál-
fræðingur skrifar um einelti;
Stcinunn Jóhanncsdóttir skrifar
um hlutverk Námsgagnastofnunar
og Steinunn Helga Lárusdóttir
skólastjóri skrifar um vinnutíma
kennara. Einnig er fjallað um lest-
ur, kynnt ýmis rit um skólamál,
sagt frá starfi foreldrafélaga og
birt ljóð eftir grunnskólanemend-
ur.
Tímaritið hefur verið sent fé-
lagsmönnum í Heimili og skóla en
þeir eru rúmlega 9000 talsins
hvaðanæva af landinu.
Foreldrar barna í grunnskólum
geta gengið í samtökin Heimili og
skóla en aórir áhugamenn um
endurvaMð
skóla- og uppeldismál geta gerst
styrktarfélagar og fá þá tímaritið
og fréttabréf samtakanna. Nánari
upplýsingar eru veittar á skrifstofu
Heimilis og skóla í Sigtúni 7 í
Reykjavík eða í síma 91-627475.
Menor-fréttir:
Tónleikar í
V.-Húnavatnssýslu
Laugardaginn 8. maí heldur
Kirkjukór Hólmavíkur tónleika í
Félagsheimilinu á Hvammstanga
kl. 16 og sama dag syngur Kirkju-
kór Hólmavíkur í Grunnskólan-
um á Borðeyri kl. 20.
Sunnudaginn 9. maí vcrða vor-
tónleikar nemenda við Tónlistar-
skóla Vestur- Húnavatnssýslu
haldnir í Vesturhópsskóla kl.
14.30 og í Félagsheimilinu á
Hvammstana kl. 17.
Miðvikudaginn 12. maí verða
nemendur tónlistarskólans síðan á
ferð með vortónleika í Bama-
skóla Staðarhrepps Jd. 14.
Tilboð óskast
Vátryggingafélag íslands hf., Akureyri, óskar eft- ir tilboðum í eftirtaldar bifreiðar, sem skemmst
hafa í umferðaróhöppum.
Mazda E 2000 pallbíil .. árgerð 1992
Suzuki Swift 4x4 árgerð 1990
Fiat Tempra SX árgerð 1990
Mazda 323 árgerð 1989
Mazda 323 árgerð 1988
Daihatsu Charade TX .. árgerð 1988
Subaru Justy J12 árgerð 1987
Peugeot 505 GR árgerð 1982
MMC Colt árgerð 1988
Bifreiðarnar verða til sýnis í Tjónaskoðunarstöð VÍS
að Furuvöllum 11, Akureyri, nk. frá kl. 9.00 til 16.00. mánudaginn 10. maí
Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 16.00 sama
dag.
VATRYGGIINGAFELAG
SÍei ÍSLAIMDS HF
Akureyri.
Laugardagur 8. maí 1993 - DAGUR - 11
Sumarbúðir
kirkjunnar við Vestmannsvatn
Börn • Unglingar • Aldraðir
INNRITUN STENDUR YFIR
virka daga frá kl. 16-18. Síminn er 96-27540.
Einnig upplýsingar og innritun á öðrum tímum í símum
96-26179, 96-61685, 96-43545.
Sundlaug Akureyrar
SundnámskeiðJ"
og sundleikskóli
Sundnámskeið fyrir 6 og 7 ára börn hefst 24. maí
og stendur til 16. júní. Námskeiðið verður 15
tímar. Gjald verður kr. 3000 og greiðist í fyrsta
tíma.
Á sama tíma verða sérstakir sundtímar fyrir eldri
grunnskólanemendur.
Sundleikskóli fyrir börn á aldrinum 3ja til 5 ára
verður á þriðjudögum og fimmtudögum eftir kl.
16.00, frá 7. júní til 1. júlí. Sundskólinn verður 8
tímar. Gjald kr. 2.000.
Innritun fer fram í Sundlaug Akureyrar,
sími 12532.
Sumaropnun hefst 15. maí.
Opiö mánud. til föstud. frá kl. 07.00-21.00.
Laugard. og sunnud. frá kl. 8.00-18.00.
Gæðastjórnunarfélag Norðurlands
Aðalfundur - Fundarboð
Aðalfundur Gæðastjórnunarfélags Norðurlands
verður haldinn mánudaginn 10. maí 1993 kl. 20.30 í
húsnæði Háskólans á Akureyri við Þingvallastræti.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningar félagsins.
3. Starfs- og fjárhagsáætlun, ásamt ákvörðun félags-
gjalda.
4. Kosning stjórnar og endurskoðenda.
5. Önnur mál.
I tengslum við aðalfundinn verður haldinn fræðslu-
fundur þar sem Gunnar Aspar, framleiðslustjóri hjá
Útgerðarfélagi Akureyringa, mun sýna dæmi um
myndun liðs þar sem vandamál er leyst með sjö
þrepa aðferð.
Nýir félagar velkomnir.
Kaffiveitingar. Stjórnin.