Dagur - 08.05.1993, Page 8

Dagur - 08.05.1993, Page 8
8 - DAGUR - Laugardagur 8. maí 1993 Hann er mikið í fréttum yfir vetrarmánuðina, birtist gjarnan í dagblöðum eða á sjónvarpsskjá þar sem hann stendur ábúðarfullur við skíðalyftu með derhúfu á höfði og fárast yfir snjóleysi eða hvassviðri. Menn líta jafnvel á hann sem nokkurs konar „snjómann“, enda oft ekki rætt við hann um annað en snjó. ívar Sigmundsson er forstöðumaður Skíðastaða í Hlíðarfjalli, eins og flestum er kunnugt. Undanfarnir vet- ur hafa verið erfiðir fyrir rekstur skíðasvæðisins en loks rofaði til í aprílmánuði síðastliðnum og Hlíðarfjall iðaði af lífi og fjöri og sólbök- uðum gestum. Blaðamaður Dags ræddi við ívar að Andrésarleikunum loknum og umræðuefnið var ekki bara snjór, heldur ferðamál sumar sem vetur og framtíð- armöguleikar á því sviði. ívar er einnig umsjónarmað- ur með Tjaldstæði Akureyr- ar og hann hefur ákveðnar skoðanir á ferðamálum og gagnrýnir það sem honum finnst að betur mætti fara. Um 1500 manns voru í Hlíðarfjalli kringum Andrésar andar leikana, þar af 750 þátttak- endur. Veðrið var einstaklega gott meðan mótið stóð yfir og nægur snjór. Og um páskana var fádæma veðurblíóa og fjöldi manns í Fjallinu. Þá voru haldin mörg mót, m.a. alþjóðlegt skíðamót. Allt gekk nánast eins og í sögu og má því segja að skíðavertíð- inni hafi lokió með glæsilegum hætti eftir strembna byrjun. „Apríl er búinn að vera mjög góður og al- veg einstakt aö fá svona gott veður þegar á þurfti að halda allan mánuöinn. Við fengum helminginn af tekjum ársins núna í apríl og það hefur bjargað því sem bjargað verður. Tveir mánuóir voru algjörlega ónýtir í vetur og það hefði verið mjög slæmt ef aðalvertíðin hefði brugðist líka. Þetta gekk líka alveg ótrúlega vel og nánast engin óhöpp þrátt fyrir þennan mannfjölda. Andrésarleikarnir heppn- uðust í alla staði vel og aðkomufólk sem ég talaði vió var mjög ánægt. Það er ekkert að marka þótt við séum ánægðir, því við erum svo góðir meö okkur, en það er gaman að heyra þetta frá aðkomufólkinu. Auðvitað komu menn með einhverjar ábcndingar um þaó sem betur mætti fara og vió erum tilbúnir til að hlusta á þær,“ sagði Ivar í upphafi spjallsins. - Verður reksturinn hallalaus í vetur? „Nei. Okkur vantar 5 milljónir upp á áætl- aðar tekjur en þetta er þó verulega upp á við miðað við tvo síðustu vetur þar á undan. Maður fær ekkert við þetta ráöið. Reksturinn er lotterí og ég líki honum stundum við loðn- una. Það er ómögulegt að sjá fyrirfram hvaö maður veiðir mikið.“ Almenn blankheit og óblítt veðurfar Snjóleysi hefur verið vandamál í Hlíðarfjalli, eins og víða annars staðar, undanfarna vetur. A nýliðnum vetri var þó nægur snjór en ekki tókst að rífa aðsóknina upp í fyrra horf. „Veóurfarið var meó ólíkindum erfitt í vetur en það eru margar ástæóur fyrir minnk- andi áhuga fólks á skíðaíþróttinni. Ég held að almenn blankheit hljóti að spila þarna inn í þótt veðrið hafi auðvitað mikið að segja. Vió segjum stundum, bæði í gríni og alvöru, að Akureyringar fari ekki á skíði nema þegar er logn og sólskin og púðursnjór niður í fjöru. Þessar kjöraðstæður hafa ekki komið lengi en aðsóknin var góð í apríl og sérstaklega um páskana." ívar sagði að aðkomufólk hafi verið mjög áberandi í Fjallinu, ekki síst um páskana, og Hlíðarfjall væri afar mikilvægt fyrir ferða- þjónustu á Akureyri. Hann vakti athygli á því í frétt í Degi eftir páskana að menn þyrftu að taka höndum saman um þaö á Akureyri aó sjá til þess að ferðafólk hefði eitthvað þangað að sækja um páskana ef ekki viðraði til þess að fara á skíði. Hann sagði að þótt páskamir væru upphaflega trúarhátíð þá væru þeir orðnir viðskiptahátíð fyrir stað eins og Akur- eyri og menn þyrftu að mæta þeirri staðreynd með aukinni þjónustu og rýmri afgreiðslu- tíma. Orð Ivars vöktu mikla athygli og marg- ir urðu til þess að taka undir skoðanir hans, jafnvel menn úr prestastétt. Já, hvað hefói aðkomufólkið gert á Akur- eyri ef ekki hefði viðrað til útivistar? Veðrið er vissulega lotterí og vafasamt aó gera út á vonina um gott veður. Ivar sagði að aðstæður hefðu verið þannig síöasta vetur að ekki hefði verió ráðist í það að halda skíðanámskeið eft- ir að janúar var lióinn því færið hefði verið svo hart og veðrið vitlaust. „Það snjóaói mik- ið í janúar en síðan snjóaði ekkert í Hlíöar- fjalli fyrr en rétt fyrir páska. Þetta er mjög sérstakt.“ Á að bíða uns sundlaugarbyggingunni verðurlokið? Samkeppnin um frítíma fólks hefur harðnað mjög á síðustu árum og Ivar sagði að skíða- íþróttin hefói ekki farið varhluta af því. „Það er yfirfljótandi framboð á tímum í íþróttahús- um og líkamsræktarstöðvum í bænum og má tala um sprengingu á síöustu fimm árum. Fólk sem er íþróttalega sinnað fer einfaldlega í aðra íþrótt ef það kemst ekki á skíði. Umræðan um skíðaíþróttina er ekki sér- lega mikil og mér virðist sem sífellt þurfi að bjóða upp á einhverjar nýjungar og endur- bætur til að halda athygli fólks. Síðustu stór- framkvæmdir í Hlíðarfjalli voru árið 1986 og þá jókst aðsókn verulega. Síðan hefur ákaf- lega lítið verið gert til að bæta aðstöðuna, nánast ekki neitt nema hvað aðstöðu fyrir göngufólk var komió upp.“ - Ertu að segja að þú hafir viljað sjá ýms- ar endurbætur en ekki fengið viðbrögð hjá bæjaryfirvöldum? „Það má orða það svo. Ég er ákaflega ósáttur vió að menn haldi lengi aó sér hönd- um í sambandi vió endurbætur í Fjallinu. Það endar með því að þörfin verður oróin svo knýjandi að verkefnin veróa nánast óviðráð- anleg. Skynsamlegra væri að gera þetta jafnt og þétt á hverju ári í staó þess að safna þessu saman í stóran og dýran pakka. Nú eru menn að tala um það að ekkert verði gert fyrr en lokið verður við sundlaug- arbygginguna sem byrjað verður á núna. En hvenær lýkur henni? Við erum þekktir fyrir það hér á Akureyri að vera lengi með svona verkefni og má til dæmis nefna Iþróttahöllina og áhorfendastæðin við Iþróttavöllinn. Þetta getur tekió áratugi." - En hvaða stórverkefni eru mest knýjandi í Hlíðarfjalli? „Næsta stórframkvæmd er að endurbyggja Skíðahótelið. Það er úr sér gengið og var upphaflega byggt fyrir allt aðra starfsemi en það hýsir. Þaó er Iíka mjög stutt í það að við þurfum að gera eitthvað róttækt í troðaramál- um. Annar þeirra er orðinn 13 ára gamall. Síðan þarf aó gera verulegar endurbætur á aðstöðunni í Strýtu, enda er húsið löngu sprungið og allt of lítið fyrir veitingaaðstöðu og starfsemi Skíöaráðs. Við erum hins vegar þokkalega settir í lyftumálum.“ Eigum að stefna að Evrópubikarmóti Ivar sagði að menn yrðu aö athuga það að þótt skíðasvæðió drægi langflesta að sér í apríl þá skipti það verulega miklu máli fyrir feröaþjónustu á Akureyri. „Fólk kemur til Akureyrar að stórum hluta vegna skíðaað- stöðunnar yfir vetrarmánuðina. Við megum ekki láta það henda okkur að staðna eða dragast aftur úr. Vió vorum með alþjóðlegt skíðamót í apríl og hingaö komu 50-60 erlendir keppendur. Meðal þeirra sem komu var sænskur eftirlits- maður. Hann sagði að við værum búnir að sanna okkur í því að halda alþjóðleg mót og næst ættum vió að stefna að því að halda Evr- ópubikarmót, sem er í næsta klassa fyrir neð- an Heimsbikarmótin. Þá myndum við fá fólk sem er verulega gott á skíöum og þekkt um allan heim. Þessi maður sagði að frá náttúr- unnar hendi væri svæðið einstakt, starfslið og tæknikunnátta væri fyrir hendi og þess vegna mættum viö hugsa hærra. Ef við förum að gera eitthvað svona þurf- um við að endurbæta aðstöðuna þama uppfrá. Þetta yrði að vera samvinnuverkefni Skíða- ráðs og bæjaryfirvalda. Þessi maður er búinn að fara á þrjátíu ára ferli um allan heim og hann kom hingað frá Japan. Ég kynntist hon- um þegar ég var að keppa skíðum 1968 en hann var fararstjóri Svíanna á Olympíuleik- unum. Við höfóum hins vegar ekki sést aftur fyrr en núna.“ og jafnvel fleiri greinar íþrótta. Þetta mót mætti hafa eina helgi á hverju sumri. Við höfum góða aðstöðu hér á Akureyri en við þyrftum að samræma kraftana árið um kring, ekki vinna hver í sínu homi. Hér er að mínu mati komið verkefni fyrir markaðsskrifstofu sem er verið að koma á fót. Hún gæti unnið að því að markaðssetja Akureyri sem eina heild í samvinnu við hagsmunaaðila, svo sem íþróttahreyfinguna, leikhúsið, Sjallann og eigum alltaf að vera best“ - segir ívar Sigmundsson í spjalli um ferðamál sumar sem vetur Andrésarleikar á sumrin og ýmsar uppákomur Við ræddum næst um ýmsar tilbúnar uppá- komur, í framhaldi af því sem ívar sagði um páskavertíðina. „Sem dæmi má nefna að Andrésarleikam- ir eru uppákoma sem er búin til og það koma 1500 manns í bæinn í kringum þá. Nú er ég ekki að segja að það þurfi að búa til fleiri slíkar uppákomur yfir veturinn en það er hægt að gera slíkt á sumrin. Yfir sumarið höfum við búið til fjölmennar uppákomur eins og Esso-mótió og Pollamótið fyrir unga sem eldri knattspyrnumenn og Arctic Open golfmótið. Ég held því fram að íþróttahreyf- ingin sé langstærsti innflytjandi ferðamanna til Akureyrar, það er aö segja ef við horfum fram hjá ferðaskrifstofunni sem skipuleggur komur skemmtiferðaskipa hingað á sumrin. Þaó koma fleiri gegnum þaó apparat, en reyndar eru þetta ferðamenn sem nota Akur- eyri aðeins sem áningarstað á Ieiðinni austur í Mývatnssveit. Ég held að það mætti gera fleiri svona uppákomur. Menn hafa verið að spyrja hvers vegna við höldum ekki líka Andrésar andar leika á sumrin. Það mætti vel hugsa sér að sameina í einu móti frjálsíþróttir, golf, sund hótelin og aðra hagsmunaaóila í ferðaþjón- ustu. Það hefur verið erfitt að fá menn hér til að taka á hlutunum í sameiningu. Þetta hefur reyndar skánað núna eins og Akureyrarátakið sýnir sem var góð kynning á vetrarferðum til Akureyrar. Þar skilaöi Jón Arnþórsson góðu starfi að mínu mati en við höfum sennilega klikkað á því að halda þetta ekki lengur út. Þegar kom að aprílmánuði þá jörðuðu Isfirð- ingar okkur með umfjöllun um skíðavikuna en þá vorum við búnir með peningana í Ak- ureyrarátakið Er Akureyri í raun og veru ferðamannabær? ívar sagði að nýjar uppákomur skiluðu oft ekki neinu fyrstu árin en ekki mætti leggja árar í bát. Það væri frumskilyrói að fólk hefði eitthvað við að vera á Akureyri ef takast ætti að fá það til aó dvelja þar í einhvem tíma. Og meðan útlitið væri svart í atvinnumálum í bænum hlyti aö vera skynsamlegt að efla feróaþjónstuna og kanna þar ónýtta mögu- leika sem gætu reynst vera ljósið í sortanum. „Nú er sumarið að ganga í garð og þá fara menn að tala um ferðamannabæinn Akureyri. En hvað er í rauninni gert til að gera Akur- eyri að ferðamannabæ? Ég held að ástæðan

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.