Dagur - 08.05.1993, Page 9
!
Laugardagur 8. maí 1993 - DAGUR -
fyrir þessari nafngift sé fyrst og fremst sú að
Akureyri er við hringveginn og því heppileg-
ur áningarstaður á leiö manna á einhverja
aöra ferðamannastaði. Gleggsta dæmió er um
skemmtiferðarskipin sem ég minntist á áðan.
Aó vísu veit ég að menn hafa reynt heilmikið
til að fá farþegana til að stoppa hér í bænum
en málið mun vera flóknara en margir halda.
Bæjarfélagið gcrir marga góða hluti sem
koma ferðamönnum jafnt sem heimamönnum
Fjársvelt tjaldsvæði og „Hstabölið“
í Grófargili
ívar sagði að beiðni frá sér um að byggja hús
fyrir salerni og hreinlætisaðstöðu hefði legið
á borði bæjaryfirvalda í mörg ár og nú loks
hefði fengist fjárveiting til að byggja hluta af
húsinu.
„Auðvitað skil ég að ekki séu til peningar
en ef menn eru að tala um það í fullri alvöru
að gera Akureyri að ferðamannabæ þá mega
þeir ekki hugsa svona. Akureyrarbær er að
setja einhverja tugi eða hundruð milljóna í
listabölið uppi í Grófargili. Hverju ætli það
skili fyrir bæjarfélagiö? A sama tíma er ekki
hægt að byggja eitt hús upp á 3,5-4 milljónir
á tjaldsvæóinu.
A síðustu þremur árum gistu liðlega 50
þúsund manns á tjaldsvæðinu og reksturinn
hefur skilað töluverðum hagnaði á þessu
Texti: Stefán Sæmundsson
Myndir: Robyn
til góða en Akurcyrarbær á þrjú mannvirki
scm beinlínis höfða til ferðamanna; Lysti-
garðinn, Tjaldstæðió og Skíðastaði. Þaö þarf
ekki að horfa lengi á þessi mannvirki til að
sjá að þau eru í fjársvelti. Þar sem tjaldsvæð-
ið er á minni könnu get ég sagt að mér finnst
hlægilegt hvernig aðstaóan þar er og aö vió
skulum ekki fá að gera svæðið almennilegt.
Við eigum ekki að vera mcð neitt hálfkák
heldur vera bestir.
Ég er búinn að vera með tjaldsvæóið í ein
tíu ár og það hefur gengið ótrúlega illa að fá
peninga til að gera eitthvað þar. Astæðan hef-
ur yfirleitt verið sögð sú að það eigi að flytja
tjaldsvæðið, Háskólinn eigi að fá þessa lóð.
Það er búið að tala um það í mörg ár að flytja
það en engin lausn á því hvert. A meðan fá-
um við sáralítið að gera þarna. Að vísu stend-
ur til að byggja þarna smávegis í sumar.“
Ivar Sigmundsson er fæddur 5. maí
1942. Eiginkona hans er Kristín
Einarsdóttir og eiga þau þrjú börn,
tvíburana Ómar og Ingvar og dótt-
irin heitir Arna.
ívar er rafvirki að mennt en hef-
ur ekki starfað sem slíkur. Hann fór
að vinna uppi í Hlíðarfjalli strax að
námi loknu og hefur verið þar síð-
an. „Þegar ég var í Gagnfræðaskóla
sagði ég ailtaf að ég ætlaði að vinna
við það að vera á skíðum. Félagarn-
ir hlógu að þessu en það má segja
að ég hafí staðið við það,“ segir ívar
brosandi. Þá hefur hann haft um-
sjón með Tjaldsvæði Akureyrar síð-
astliðinn áratug.
Félagsmálastarf ívars hefur svo
til eingöngu tengst skíðum, bæði hjá
Skíðaráði og svo hefur hann verið í
Andrésarnefndinni frá upphafí.
ívar var keppnismaður á skíðum
á yngri árum og hampaði einum
þremur íslandsmeistaratitlum og
var í Ólympíulandsliðinu 1968. Af
þessari upptalningu má sjá að það
er ef til vill ekkert kyndugt þótt
menn nefni skíði, snjó og ívar Sig-
mundsson í sömu andrá.
■ög-' I
tímabili. Og menn geta leikið sér með tölur
og velt því fyrir sér hvað allt þetta fólk skilur
mikið eftir sig í bæjarfélaginu. Ég veit til
dæmis aó yfir háannatímann, þessar sex vikur
á sumrin, er hver dagur eins og þorláksmcssa
í KEA-búðinni í horni tjaldsvæðisins.
Við erum að fá upp í 300-600 gesti í einu
og þaö gefur auga leiö að þetta fólk hefur
mikið að segja fyrir bæjarfélagið, en ef það er
óánægt með aðstöðuna er ólíklegt að það
komi aftur. Nú er komið nýtt tjaldsvæði
gegnt Akureyri og sá sem rekur það tekur frá
okkur marga gesti. Við þurl'um aó mæta sam-
keppninni með því að vera bestir, vera með
besta tjaldsvæðið.
Lóðin hjá okkur er orðin illa farin, svæðið
allt ógirt og opið og göngustígur í gegn.
Þama geta allir ráfaó um að vild og oft er
mikið ónæði á nóttunni."
Tjaldsvæði í Kjarnaskógi
besta lausnin
- JEn hvað er til ráða?
„Ég vil meina það að ef við ætlum að gera
þetta vel þá verðum við að byggja nýtt tjald-
svæði, þama eða á öðrum stað, eða það sem
ég held að væri einfaldari og ódýrari lausn,
að opna útivistarsvæðið í Kjama í þessar se
vikur á sumrin og leigja þar tjaldstæði á af
mörkuðu svæói. Það er fullt af fólki sem vi
vera þama, utan skarkala bæjarins, þó
vissulega séu margir hæstánægðir með a
vera við hliðina á sundlauginni í hjarta bæjai
ins. En núverandi tjaldsvæði verður oft yfn
fullt.
í Kjama er allt til staðar og ef við fengjui
eitt túnið til að tjalda á í sex vikur þá værui
við búnir að leysa þetta mál á ódýran hátt d;
lítið mörg ár fram í tímann. Þama yrði varsl;
þama eru næg bílastæði, salemi, vatn og al
til alls.“
Ivar ræddi einnig um nýtingu á Kjam;
lundi, húsi Náttúrulækningafélags Akureyra
hugsanlegt heilsuhótel þar, orlofshúsabygg
og fleiri möguleika. Hann taldi að skógræk
armenn þyrftu ekki að óttast neitt þó að leyi
yrói að tjalda á afmörkuðu svæði því gæsl
yrði á staðnum, auk þess sem margir gestir;
tjaldsvæðinu njóta útivistar í Kjamaskóg
hvort eð er og skógar og skógræktarsvæö
væru vinsæl tjaldsvæði víða um land.
- Voru menn ekki að tala um nýtt tjald
svæði á Eyrarlandsholti?
„Jú, það er verið að vinna að því að teikn;
tjaldsvæði á lóð sunnan Verkmenntaskólan
en þetta er ennþá á teikniborðinu og mörg á
þangað til það kemst í notkun. A meðan eig
um við að nota aðstöðuna í Kjamaskógi.“
Snjósleðaferðir, fjallarall og fleira
Við ræddum ýmsar hugmyndir, nýjar og
gamlar, til að cfla ferðaþjónustu á Akureyri.
Listamiðstöð í Grófargili hefur verið töluvert
í sviðsljósinu en Ivar er mjög efins um að
hún komi til með að hafa aðdráttaraf! og kall-
ar þetta listabölió. A hinn bóginn sagðist
hann telja að hægt væri að búa til uppákomu
á menningarsviðinu eins og á íþóttasviðinu til
að laóa fólk til bæjarins. En hugurinn leitaði
aftur upp í Hlíðarfjall, þar sem Ivar sér mikla
framtíðarmöguleika.
„Ég hcld aó Hlíðarfjall sé sá staður sem
eigi eftir að laóa að sér flesta ferðamenn í
framtíðinni. Við erum þama með aðstæður
frá náttúrunnar hendi sem eru alveg einstak-
ar. Þótt Noregur sé mikið skíðaland með há-
um fjöllum þá held ég að þaó séu ekki nema
þrjú eða fjögur svæði þar sem eru með meiri
fallhæð virkjaða við skíóalyftur heldur en viö
höfum héma í Hlíðarfjalli núna. Og það eru
nánast ótæmandi möguleikar til útivcru í
Fjallinu. Til dæmis hefur ekki verið farið út í
það að ncinu gagni að bjóða upp á snjósleða-
ferðir eóa snjósleðaleigu. Snjósleðarall upp á
Hlíðarfjall og niður Hlíóarskálina getur verið
verulega skemmtilegt.
Einnig held ég aó ýmislegt sé hægt að
gera fyrir fólk inni á Glerárdal. Um páskana
voru þarna tugir jeppa á ferð. Það væri ekki
vitlaust að bjóða upp á ferðir á snjóbíl meö
sleða aftan í inn undir Kerlingu, svipað og
gert er uppi á Snæfellsjökli. Ég hugsa að
ferðir inn á Glcrárdal geti orðið vinsælar.
Og það er margt hægt að gera í Hlíðar-
fjalli. Þaó cr ekki útilokað aó í framtíóinni
verði komið upp lýstri göngubraut norðan við
Skíðahótelið og þá fáum við betri nýtingu í
skammdcginu.“
Sumarskíðaaðstaða í framtíðinni?
„Menn mega ekki hugsa þannig aó nú sé búió
að gera eitthvað og engin þörf á framkvæmd-
um næstu árin. Framkvæmdum í Hlíðarfjalli
lýkur aldrei,“ sagði ívar.
Hann sagði að snjóléttir vetur væru ekkert
einsdæmi, til dæmis hefði snjóinn alveg vant-
að 1963-64. Það væri út í hött að leggja árar í
bát þótt veðurfar hefði verið óhagstætt síð-
ustu vetur.
„Veóurfarið hefur breyst, það er alveg
ljóst, cn það er jafnljóst að það kemur snjór
aftur. Og við þurfum ekki að einblína á vetur-
inn. Það cr vel hægt að renna sér á skíðum á
sumrin. A llestum sumarskíóastöðum í Evr-
ópu, t.d. í Noregi, er oróin svo mikil örtröó
að við ættum að geta blandað okkur í barátt-
una. Það er enginn vandi aó vera á skíóum
allt sumarið upp á Hlíðarfjalli í svokallaðri
Strýtu. Einnig er vel hægt að vera á Kaldbak.
Það er alveg klárt mál að innan fárra ára
fara að koma fjölmargar fyrirspumir til okkar
erlendis frá um sumarskíðaaðstöðu. Jöklamir
í Sviss, Austurríki og Noregi eru ásetnir og
þótt mönnum þyki það ef til vill spaugilegt
þá gæti farið svo að ísland, sem er þekkt í
hugum flestra fyrir snjóþunga vetur, yrði
frægast fyrir sumarskíðaaðstöðu. Það er ein-
falt að gera þetta til dæmis á Skálafellsjökli
og Snæfellsjökli og að mínu mati er líka vel
hægt að gera þetta héma,“ sagði Ivar að lok-
um. SS