Dagur - 08.05.1993, Síða 12

Dagur - 08.05.1993, Síða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 8. maí 1993 Konur athugið! Haldið verður 10 tíma reiðnámskeið á vegum kvennadeildar Léttis. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 11. maí kl. 18.30 á Breiðholtsvelli. Kennari verður Kolbrún Kristjánsdóttir. Þátttaka tilkynnist til: Kolbrúnar Kristjánsdóttur, sími 96-61610, Maríu Egilsdóttur, sími 96-23236, Júlíu Sigurjónsdóttur, sími 96-21668. K.D.L. HaUó T95T Alllr þeir sem eru fœddlr '51 eða voru f 2. bekk '66, 3. bekk '67 og 4. bekk '68 f Gagnfrœðaskóla Akureyrar, takið eftir. NO er kom\ð aö Vdv\\ Við œtlum að hiftast f tilefni 25 óranna sem eru liðin fró þvf að við yfirgófum okkar ógœta skóla. Staðun Hamar, höfuðstöðvar Þórsara, 28. maí kl. 20. Dagskró: Matur, skemmtiatriði, dans og djamm. AiWr GAGGÓ-Uœð\ngar, prestar, Watt'torúsatoWat, a\lp\r\Q\smer\n, \öQltaBð\nQat, toœnciut oq s\óraBn\nQar, Invað sem to\ð he\\\ð. toað s\epput enQ\nn. V\ð höfum k\addann\ Wlakar ve\komn\r. Þótttaka tilkynnist fyrir 15. maf til: Árna Gunnars., sími 12080 (12-13), Möggu Stínu, s. 25385, Siggu Finns., hs. 26665, vs. 24222, Öddu Ólafs., s. 21827, Kristjóns Davíðs., s. 24499 ó kvöldin. MÓDEL ’51 rinnar Kryddlegnar bógsneiðar Verð áður 718kr. kg Tilboðsverð 529kr. kg Vínber blá 231kr. kg Jarðarber 200 g 160kr. Kiwi box 1 kg kr. 160 Perur 112kr. kg Munið tvöfalt í Lottó Opið alla daga írá kl. 10-20 Kea Byggðavegi 98 Um starfshætti gæslu- valla Akureyrarbæjar Vegna þeirrar umræðu sem spunnist hefur um starfshætti á gæsluvöllum Akureyrarbæjar tel ég rétt að dagvistadeild geri grein fyrir markmiðum með rekstri gæsluvalla, þeim aðstæðum sem fyrir hendi eru og skýri frá ástæð- um og rökum sem liggja til grund- vallar að breyttum starfsháttum sem m.a. fela í sér niðurfellingu á nestistíma. í Stefnumótun í dagvistamál- um á Akureyri sem samþykkt var af Félagsmálaráði 2. nóvember 1987 segir m.a. svo um starfshætti á leik- og gæsluvöllum: „Á gæslu- völlum er leitast við aö tryggja ör- yggi 2-7 ára bama í útiveru hluta dags. Gæsluvellirnir eru einungis til stuðnings aðstandendum og dagmæórum en koma ekki í stað dagvistar (leikskóla). Þar af leióir að aðstandandi bams þarf ávallt að vera tiltækur meðan bam dvelst á gæsluvelli.“ Akureyrarbær rekur nú 7 gæsluvelli en þeir em Bugðuvöll- ur, Borgarvöllur, Hlíðarvöllur, Byggóavöllur, Lundarvöllur, Leiruvöllur og Eyrarvöllur. I að- sóknarskýrslum fyrir síðustu viku marsmánaðar 1993 kemur í ljós að heimsóknir á gæsluvellina eru samanlagt 765 eöa að jafnaði 153 böm á dag. I síðustu viku apríl- mánaðar eru heimsóknimar orðnar 834 eða 166 böm að jafnaði á dag. Samanborið við sömu vikur á s.l. ári voru heildarheimsóknir í mars 598 og í apríl 762 þannig að'um töluverða aukningu er að ræða milli ára. Aðsóknarskýrslur frá ár- unum 1988-1991 sýna að aðsókn- in rúmlega tvöfaldast frá apríl til júlímánaðar svo að búast má við miklum fjölda bama á gæsluvell- ina í sumar. Aðstæður eru með þeim hætti á gæsluvöllum, að þar sem bömin eru mörg, er aóstaða innanhúss til leikja eða nestisneyslu allsendis ófullnægjandi og nægir e.t.v. að benda á að þessi hús eru frá 22 til 58 fermetrar aö stærð og er þar gert ráð fyrir salernum, starfs- mannaaðstöðu, leiktækjageymslu auk þess rýmis sem bömunum er ætlað. Ingibjörg Eyfells. Sú hefð, sem myndast hefur hér á Akureyri að böm hafi með sér nesti á gæsluvellina er í engum tengslum við markmiðið með rekstri þeirra sem er eins og að of- an greinir að tryggja öryggi bama í útiveru. Bent skal á að í Reykja- vík og Hafnarfirði hefur ekki tíðk- ast að bömin hafi með sér nesti en í Kópavogi er nesti leyft á góð- viðrisdögum yfír sumartímann og er gert ráð fyrir að bömin snæði það utan dyra. Opnunartími gæsluvallanna er ekki innan þess tíma dagsins sem fólk venjulega neytir matar eða frá kl. 13-16 og er því hér um auka- bita að ræða eða eins og komið hefur fram það er „sportió“ við að fara á gæsluvellina að hafa með sér nesti. Okkur á dagvistadeild þykir þetta „sport“ nokkuð dýru verði keypt þegar markmiðið sem er holl og styrkjandi útivera í ör- uggu umhveifi með öðrum krökk- um og undir góðri gæslu er ekki lengur aðalatriðið heldur fer drjúgur tími starfsfólks og bama í það að hópast inn undir þak til þess að neyta matar við misjafnar aðstæður í mörgum tilfellum sitja bömin flötum beinum á gólfínu og matast þannig. Það hefur enda sýnt sig á þessum fáu vikum síðan að starfsháttum gæsluvallanna var breytt að bömin una glöö og hress við leiki sína, þau fá vatn að drek- ka þegar þau eru þyrst, og líður prýðilega. Starfsfólkið hefur betri tíma til að fylgjast með og taka þátt í leikjunum. Þetta leiðir til þess að nú er unnt að bjóða tvegg- ja ára bömum aó dvelja allan opn- unartímann á sumrin, telji foreldr- ar það barninu til góðs, en fram til þessa hefur tveggja ára bömum verið boðið að dvelja allt að 2 klst. í senn. Við hjá dagvistadeild Ieggjum metnað okkar í það að inna þá þjónustu sem okkur er ætlað að veita sem best af hendi og í fullri sátt við bæjaryfirvöld og foreldra. Við teljum að með afnámi nestis- tímans sé hægt að þjóna fleiri bömum betur á gæsluvöllunum, við þær aðstæður sem fyrir hendi eru, og að markmiðin með rekstri gæsluvalla verði frekar náð eftir en áður. Á þessu sumri verður talsverð- um fjármunum varið til endurbóta á útileiktækjum á gæsluvöllum og er það liður í þeirri áætlun að gera gæsluvellina enn meira spennandi og áhugaverða fyrir bömin til úti- veru. 6. maí 1993 Ingibjörg Eyfells. Höfundur er deildarstjöri dagvistadeildar Akureyrarbæjar. Matar- og vínklúbbnr AB: Gæða- könnuná veitinga- húsum Matar- og vínklúbbur AB hefur ákveðið að standa fyrir gæða- könnun á íslenskum veitinga- húsum á meðal meðlima klúbbs- ins undir yfirskriftinni, Gerum gott betra. Gæðakönnunarkort eru send félögum einu sinni í mánuði og fara þau vel í veski. Félagar klúbbsins fylla út gæðakönnunarkort eftir að hafa borðað á veitingastað og senda Almenna bókafélaginu. Dregið verður mánaðarlega úr innsend- ingum og fá heppnir félagar ókeypis máltíó fyrir 2 á góðum veitingastað. Lagt verður mat á nokkra þætti í sambandi við veit- ingahúsin. Matur, þjónusta og um- hverfi fá stjömur í samræmi við frammistöðu auk þess sem heildareinkunn verður gefin yfir heimsóknina yfirleitt. í febrúar næsta ár verður svo valið veitingahús ársins og fær staðurinn sem valinn verður skjöld sem tákn viðurkenningar- innar. Eingöngu verður stuðst við niðurstöður úr gæðakönnuninni og mun persónulegt mat forráða- manna klúbbsins þar engu ráða. Markmið gæðakönnunarinnar er að bæta veitingahúsamenningu á íslandi meó uppbyggilegri gagn- rýni og ábendingum. ---------------------------------------------------------------------------------N AKUREYRARB/ÍR Fóstrur - Þroskaþjálfar Dagvistadeild Akureyrarbæjar auglýsir lausar til umsóknar eftirtaldar stöður: Stöðu yfirfóstru og deildarfóstru við leikskólann Holtakot. Stöðu yfirfóstru og deildarfóstru við leik- skólann Iðavöll. Deildarfóstrustöður við leikskól- ann Lundarsel. Hér er um að ræða 2 stöður. Stöðu þroskaþjálfa við leikskólann Klappir og skóladagheimilin Brekkukot og Hamarkot. Allar nánari upplýsingar gefa deildarstjóri dag- vistadeildar í síma 24600 og viðkomandi leik- skólastjórar/forstöðumenn. Holtakot sími 27081, Iðavöllur sími 23849, Lundarsel sími 25883. Klappir sími 27041. Brekkukot sími 24779 og Hamarkot sími 11830. Laun eru samkvæmt kjarasamningi STAK og Akureyrarbæjar eða Launanefndar sveitarfélaga og Fósturfélags íslands. Nánari upplýsingar um launakjör gefur starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma 21000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar að Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 20. maí 1993. Deildarstjóri dagvistadeildar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.