Dagur - 08.05.1993, Side 17
Laugardagur 8. maf 1993 - DAGUR - 17
Börnin okkar
Kristín Linda Jónsdóttir
„Verður barnið okkar fyrir slysi í sumar?“
- hjálmar og hjðl
Það er vor í lofti, við fínnum það öll, jafnvel þótt kaldir
vindar blási og fannirnar skreyti ijöllin. Þegar vorið og
sumarið leysa veturinn af hólmi verða þáttaskil í lífí barn-
anna okkar. Skólabjallan hringir síðasta tímann út og með
fíðring í maganum og frelsistilfínningu í brjósti skokka
börnin okkar heim á leið og stinga skólatöskunum inn í
skáp. Dagarnir lengjast og tími til útiveru og leikja er
skyndilega orðinn langur, allur heili dagurinn, í stað stop-
ulla klukkustunda milli myrkurs og skólatíma. Það er dá-
samlegt að geta notið sumardaganna til hins ítrasta. Börn
sem búa í sveitum Iandsins telja síðustu klukkustundirnar í
skólanum og bíða þess að komast heim í fjárhúsin til að
taka þátt í ævintýrum vorsins. Önnur börn eru svo lánsöm
að eiga góða að á sveitabæ, frammí firði eða austur í dal,
og fá tækifæri til að komast í snertingu við rætur landsins.
Einhverjir fara í spennandi ferðalag með fjölskyldu eða
vinum, ótal ævintýri gerast. En því miður sýnir reynslan
okkur að í sumar verða börn fyrir slysum. Lítil börn og
stór börn, börnin þín eða mín, hverju þeirra tekst ekki að
komast í gegnum vorið og sumarið óslösuðu? Nöturleg
staðreynd sem óskandi væri að reyndist ósönn. Á íslandi
slasast fleiri börn en í flestum nágrannalöndum okkar,
meirihluti slysanna verða vegna vanrækslu okkar sem full-
orðin erum og vegna ónógra slysavarna. Ef við leggjum
okkar að mörkum í baráttunni fyrir öruggara umhverfi og
fækkun slysa gengur hugsanlega lítið barn heilt til skógar í
haust, vegna árvekni okkar og framtaks, væri það ekki dá-
samlegt?
Slys gera ekki boð á undan sér,
þau veróa við ólíklegustu aðstæð-
ur og konia okkur í opna skjöldu.
En í sumum tilfellum er hættan
ljós og reynslan sýnir að aðgátar
er þörf. Einmitt það á við þegar
börnin segja bless og hjóla hress
og kát frá hcimili sínu. Hjólreiða-
slys eru of algeng og oft alvarleg.
Otal önnur slys svo sem drukkn-
anir, slys í lciktækjum og slys á
feróalögum, þegar börn takast á
við ókunnugt umhverfi, eru verð-
ugt umfjöllunarefni. Þessa dagana
er hjólin koma út úr bílskúrunum
cinbcitum við okkur aö fækkun
hjólreiöaslysa.
Nú er lag
Fyrir fáum dögunt færðu Kíwanis-
félagar á Akureyri og í nágrenni
öllum sjö ára börnum reiðhjóla-
hjálm að gjöf. Þar er urn stórkost-
legt framtak að ræöa og óskandi
að sem flest börn njóti góðs af.
Vissulega gerir hjálmurinn ekkert
gagn heima í hillu en einmitt með
samstilltu átaki sem þessu, þegar
heill aldurshópur fær lijálm á
sama tíma, aukast líkurnar á al-
mennri notkun verulega. Nú er
það okkar foreldranna að sigla í
kjölfarið. Nokkur hundruð nýrra
reióhjólahjálma eru nú í eigu
barna, á þessu svæði, og einmitt
þegar hjólreiðar aukast með vor-
inu er lag að setja ákveðnar reglur
á heimilinu um hjálmanotkun. Ef
við sýnum samtakamátt og fáum
börnin okkar til að taka hjálmana
í notkun núna, ekki seinna, verður
notkunin almcnn og sjálfsögó í
allt suntar. Því almennari sem
notkunin cr því færri börn gleyma
hjálminum hcima, hjálmur á
höfði leikfélagans minnir þau á.
Þaö cr fyrst og frcmst núna þessar
vikur í maí, sem viö foreldrarnir
verðum að hjálpa þeim að venja
sig á að nota hjálminn og gleyma
honum ekki.
Efíst ekki
Á hverju ári þurfa 70 manns á Is-
landi á læknishjálp að halda eftir
hjólreiðaslys. Meira en helmingur
þessara slysa henda börn undir 15
ára aldri. Slysin aukast umtalsvert
frá 8 ára aldri. Höfuóáverkar eru
alvarlegastir. Felst dauðsföll eftir
hjólreiðaslys verða vegna höfuó-
meiðsla og margir skaddast alvar-
lega í slysum af þessu tagi og bera
þess aldrei bætur. Afieiðingar af
miklu höfuðhöggi geta verið höf-
uðkúpubrot, meövitundarleysi um
legri eða skemmri tíma, lömun,
missir á sjón heyrn eða máli. Það
er mikilvægt að verja höfuðið
sérstaklega vel þar er heilinn,
stjórnstöðin okkar! Fullorðinn
einstaklingur getur hlotið höfuð-
kúpubrot og ntikinn heilaskaða ef
hann fær högg á höfuðið á 20 km
hraða. Það er sami harði og við
fall úr lóðréttri stöðu beint á gólf-
ið, fallhraði af hjóli er umtalsvert
meiri. Gírahjól komst að meðal-
tali í 25 km á klst. en gcta aukið
hraðann til dæmis niður brekku
upp í 50 km á klst. Alvarlegir höf-
uðáverkar verða við það eitt aö
detta á kantstcininn framan viö
eigið heimili, það þarf ekki meira
til!
Þá verða hjólreiðaslys
Flest hjólreiðaslys verða seint að
kvöldi einkum á sumrin. Ef barnið
þitt er úti að hjóla seint um kvöld
er því hætta búin. Því þreyttara
sem barnið er því meiri líkur eru
á aó það ráði ekki yið þær aðstæð-
ur sem skapast. Á sumrin leika
börn sér oft úti allan daginn og
veröa mun þreyttari likamlega en
þegar hluti dagsins fer í setu á
Það cr alltaf sárt að detta cn stundum er það ckki aðcins sárt hcldur lífs-
hættulegt.
Barn yngra
en 10 ára
★ Hefur ekki náð fullkomnu
valdi á grófhreyfingum
★ Hefur ekki fullþroskað jafn-
vægisskyn
★ Vantar samhæfmgu í hreyf-
ingar
★ Hefur ekki fullþroskaða
sjón.
★ Hefur takmarkaða hliðar-
sýn.
★ Getur ckki skynjað hraöa og
fjarlægðir ökutækja sem
nálgast það.
★ Þarf að æfa sig mikið að
hjóla áóur en þaó getur
stjórnað hjólinu af öryggi.
★ Þarf að læra umferðarregl-
umar og læra að fara alltaf
eftir þeim.
★ Getur stórslasast á hjólinu
við það eitt að detta af því.
★ Getur stórslasast eða látist
við það að lenda fyrir bíl.
Úr bæklingi Slysavarnafélags
Islands.
Askorun
Frá og meö
mánudeginum
10 maí,
hjóla börnin
okkar meö hjálm!
Gangi ykkur vel.
skólabckk. Ljótustu slysin verða
þegar örþreytt lítil börn eru úti að
hjóla seint á kvöldin. Köllum á
þau inn, tímalega, eigum með
þeim notalega stund. Leggjum
okkar að mörkunt það er lítió
gaman að koma snemma inn ef
pabbi og mamma hanga fyrir
framan sjónvarpið og nenna ekki
einu sinni að líta upp.
Iijálniur getur bjargað barninu
þínu.
Um það bil tvöfalt fleiri dreng-
ir en stúlkur slasast í hjólreiða-
slysum. Algengustu ástæður hjól-
reiðaslysa eru að barnið missir
stjóm á hjólinu til dæmis vegna
hálku, ójöfnu á vegi, galla eóa bil-
unar í reiðhjólinu, tösku eóa poka
sem hangir á stýrinu, skóreima
eða buxnaskálma sem flækjast í
keðjuna. Einnig reynast hjólreiða-
þrautir og torfærur hættulegar og
slys verða þegar böm reiða önnur
böm á hjóli.
Þannig á hjálmurinn að vera
Reiðhjólahjálmur þarf að passa
vel og vera af viðurkenndri geró.
Hjálmurinn á að sitja vel á höfð-
inu, stillió hökuböndin og böndin
sem mætast undir cyrunum, aó-
eins á að vera hægt að koma ein-
um fingri undir bandið þegar
hjálmurinn hefur verið festur. Ef
hjálmurinn haggast á höföi bams-
ins eftir að hann hefur verið fest-
ur er hann of stór. Hjálmurinn á
að hylja höfuðið, ennið gagnaug-
un og hnakkann.
Stóra hjólið
Hjól eru ákaflega vinsæl um þess-
ar mundir, hjól af ýmsum stærð-
um og gerðum; BMX torfæru-
hjól, barbyhjól og tjallahjól. Því
miður er þróunin sú að tvíhjól cru
keypt handa alltof ungum börnum.
Talið er æskilegt að börn byrji að
þjálfa sig á tvíhjólum um sex ára
aldur. Þaó býður hættunni heim
þegar börn niður í tveggja ára ald-
ur geysast um á tvíhjólum með
hjálpardekkjum. Þau komst órú-
lega hratt yfir og eru snögg út á
næstu umferðargötu, ef af þeim er
Iitið, mun sneggri en á þríhjóli.
Þau kunna ekki að bremsa eða
þurfa í það minnsta dýrkeyptan
umhugsunartíma til að fram-
kvæma þá athöfn. Hverjum er
greiði gerður? Margir foreldrar
falla í þá gryfju að kaupa of stórt
hjól handa börnunum sínum.
Mörg slys verða vegna alltof
stórra hjóla. Það er heppilegri lausn
að kaupa notað og yfirfarið hjól
sem ef til vill er ekki eins glans-
andi flott en af réttri stærð og
skipta svo um hjól þegar barnið
stækkar. Slökum þó ekki á örygg-
iskröfum í sambandi vió val á
hjóli og fygjumst reglulega með
að hjól barnanna okkar séu í lagi.
Nær barnið þitt með báða fæturna
niður á jörðina þegar það situr á
hjólinu sínu?
Hjálma á hestakrakka,
konur og karla
Það eru ekki aðeins hjólreiða-
kappar sem þurfa að verja höfuðið
höggum. Nú eru hestamenn að
vakna til meðvitundar um gildi
reiðhjálma, sem til þessa hafa
verið allt of lítið notaðir. Nýlega
samþykkti Hestaíþróttasamband
Islands skyldunotkun rciðhjálma í
fullorðinsflokki í keppni í hesta-
íþróttum en börnum og ungling-
um hefur verið skylt að nota hjálma
í keppni um nokkum tíma.
Fall af hestbaki er tölvert hærra
en úr lóðréttri stöðu á gólfið og
því vissara að verja dýrmætta
höfuðkúpuna og það sem inni fyr-
ir er. Oryggisbúnaður barnanna
verður að vera fýrsta fiokks, öll
reiðtygi í lagi og búnaður traustur.
En hún er áleitin spurningin sem
foreldrar fá frá börnum sínum:
Pabbi, af hverju notar þú ekki
reiðhjálm líka?
Fyrirmyndar hestafjölskylda
fer í hestaferðalag sumarsins vel
undirbúin á vel tömdum og þjálf-
uðum hestum. Allir fjölskyldu-
meðlimir eru æfðir og þjálfaðir
fyrir ferðarlagið, reiðtygin eru
yfirfarin og endurskinsmerkin og
reiðhjálmamir á sínum stað.
Reióleiðir eru valdar af kostgæfni,
við hæfi allra í hópnum, og fjarri
umferó vélknúinna ökutækja.
Greinin er byggð á gögnum frá
Herdísi Storgaard, verkefnisstjóra
hjá Slysavamafélagi Islands.
Næsti þáttur: Áhugamál barnanna eöa foreldranna?