Dagur - 08.05.1993, Side 22

Dagur - 08.05.1993, Side 22
22 - DAGUR - Laugardagur 8. maí 1993 POPPSÍÐAN Magnús Geir Guðmundsson Nakinn svartur sannleikur Hljómsveitir skipaðar þeldökk- um tónlistarmönnum og reynd- ar þeldökkir einstaklingar ein- nig hafa ekki verið ýkja áber- andi í rokkheiminum gegnum tíðina og er þá sérstaklega átt við það kraftmikla rokk sem nú er svo vinsælt. Auðvitað hafa verið til undantekningar á borð við meistara Jimi Hendrix, en í heildina hefur svörtum tónlist- armönnum gengið illa að öðl- ast viðurkenningu í rokkinu, öf- ugt við nær allar aðrar tónlist- arstefnur. Á allra síðustu árum hefur þó verið að rofa til í þess- um efnum meó tilkomu Living Colour ekki síst sem átt hefur stóran þátt í að brjóta niður tor- tryggnimúra gagnvart svörtum rokkurum. Þá má einnig nefna hljómsveitir á borð við Bad Brains og 24-7 Spyz sem náð hafa að vekja athygli. Ekki má svo heldur gleyma Prince sjálf- um, en hann á tvímælalaust líka þátt í frjóvgun svarts rokk- Naked Truth. Svartir sveinar á uppleið. Úr ýmsum áttum Eftir miklar vangaveltur og óvissu er nú loks von á nýrri plötu frá söngvaranum og gít- arleikaranum Mike Scott undir nafni The Waterboys. Eins og sagt var frá hér í Poppi á sín- um tíma flutti Scott sig til New York til að finna sér nýja félaga með það í huga að kúvenda Waterboys enn eina ferðina, sem a.m.k. tvisvar hafði gerst áður. Síðan hefur hins vegar lítið heyrst af kappanum, eða þar til nú að ný plata á vegum útgáfurisans Geffen (gefur m.a. út Gun’N Roses) sé væntanleg 24. maí undir nafninu Dream Harder. Er ekki vitað mikið ennþá um hjálparkokka Scotts á nýju plötunni nema hvað að söngkvennatvíeykið Wendy og Lisa mun koma eitthvað við sögu hennar. Mun platan aö sögn vera meira í anda rokk og róls en síóustu verk Water- boys. Um þrjú ár eru síðan síð- asta hljóóversverk Waterboys kom út, en þaó var platan Room to Roam. Það kom ekki svo lítið á óvart fyrir rösku einu og hálfu ári er bandaríska rokksveitin Mr. Big sló rækilega í gegn bæói vestan hafs og austan. Komst hljómsveitin þá með kassagítarballöðuna To be with you í efstu sæti vinsældalist- anna bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum auk þess sem platan Lean into it seldist mjög vel. Er Mr. Big. nú tilbúin með nýja plötu, þá þriðju í röð hljóð- versverka, en að auki hefur hljómsveitin sent frá sér eina minni tónleikaplötu. Nafn nýju plötunnar er á huldu ennþá, en gert er ráð fyrir að hún komi út í næsta mánuði. Meðal laga á henni verður túlkun Mr. Big á gamla Free laginu Mr. Big, sem hljómsveitin dregur nafn sitt af eins og augljóst má vera. Mr. Big, sem er skipuð þeim Eric Martin söngvara, Billy Sheehan á bassa, Paul Gilbert gítarsnillingi og Pat Torpey trommuleikara, hefur verið iðin við kolann og hvergi slegió slöku við frá þvi Lean into it Mike Scott er enn á ferð með The Waterboys. Mr. Big reynir að fylgja fenginni frægð eftir með nýrri plötu í júní. kom út fyrir tveimur árum. Var sveitin á stanslausu tónleika- ferðalagi í 15 vikur eftir útkom- una og settist síðan strax að því loknu niður til að semja efn- ið á nýju plötunni. Hana byrj- uðu þeir svo að taka upp í lok febrúar og luku því verki á að- eins rúmum mánuði, sem telj- ast verður vel af sér vikið af nafntogaðri hljómsveit. jarðvegs með kvikmyndinni og samnefndu plötunni Purple Ra- in. Það þarf svo vart að minna tónlistarmenn á að nú nýtur hann Lenny Kravitz mikilla vin- sælda með Are you gonna go my way laginu og samnefndri plötu. í Ijósi þessa bætta hags þel- dökkra tónlistarmanna, sem vilja fara inn á brautir kraftmik- ils rokks, hafa verk þeirra þ.a.l. orðið fleirum hvatning til dáða og þau orðið meir áberandi. Ein sú hljómsveit sem hvað mesta athygli vekur nú og þykir eiga framtíð fyrir sér er Naked Truth (Hreinn, nakinn sannleik- ur) sem rætur á að rekja til Atl- anta í Georgíu í Bandaríkjun- um. Er það ekki hvað síst fyrir ótroðnar slóðir sem hún hefur farið sem athyglin hefur vakn- að og gildir það jafnt við um tónlistina og annað varðandi hana. Hljómsveitin, sem skipuð er þeim Doug Watts söngvara, Jimmie Westly gítarleikara, Kwane Boaten bassaleikara og Bernard Dawson trommuleik- ara, er um fjögurra ára gömul og frá Atlanta eins og fyrr seg- ir. Hún tók sig hins vegar upp fyrir um tveimur árum og flutti sig yfir til Bretlands, sem er harla óvenjulegt, því slíkt hefur jafnan áður verið á hinn veg- inn. Þar vakti hún fljótlega at- hygli m.a. með því að halda ókeypis tónleika, sem skópu henni gott fylgi og gera enn. Nældi Naked Truth sér með þessu í samning við Sony út- gáfurisann, sem virðist nú vera að skila sínu. Sendi hljómsveit- in frá sér á rúma fyrsta árinu þrjár EP plötur, Green with kage, Read between the lines og Black, en fyrsta platan í fulri lengd, Fight, leit dagsins Ijós nú fyrir skömmu. Hefur platan fengið ágæta dóma í blöðum og hlotið jákvæðar viótökur plötukaupenda. Er tónlistin eins og áður seg- ir um margt óvenjuleg hjá Nak- ed Truth. Blandar hún saman jafn ólíkum stefnum sem fönki, þungarokki, rappi, djassi og jafnvel dauðarokkstilþrifum á stöku stað, þannig að úr verður kostulegur bræðingur, sem ekki mætti ætla að væri fram- bærilegur við fyrstu sýn. Raun- in er hins vegar sú aö þessi bræðingur Naked Truth hljóm- ar betur og betur við hverja hlustun og virkar ferskur í „óvenjuleika" sínum. Síðast en ekki síst eru svo textarnir (sem ég reyndar tel alla jafna ekki skipta svo miklu máli ef tónlistin er góð) í betri kantinum hjá Naked Truth, þar sem stungið er á ýmsum kýlum þjóðfélagsins. Eru þeir róttækir og tæpitungulausir í samræmi við nafn hljómsveitarinnar. Má til dæmis í því sambandi nefna textann við lagið Black, sem fjallar um þá neikvæðu og tví- eggjuðu merkingu sem lögð er í orðið. Black (svart) þýddi að eitthvað væri dimmt og drunga- legt og sú merking væri misk- unnarlaust heimfærð upp á þeldökka. Litur þess ytra segði allt um hið innra. Slíkur skiln- ingur væri ennþá til hjá „hinum siómenntaða" hvíta kynstofni á ofanverðri tuttugustu öld, því miður. Þannig er hinn nakti Svarti sannleikur í reynd. A seinni hluta níunda áratugar- ins og byrjun þess tíunda máttu breskir tónlistaráhuga- menn og gagnrýnendur horfa upp á það að nánast ekkert „nýtt“ kom fram á þeirra heima- slóðum í tónlistinni. Allur frum- og ferskleiki í rokkinu virtist koma frá Ameríku og tónlist þaðan réð lofum og lögum. Að vísu blómstraði hús/danstónlist á þessum tíma í Bretlandi (og gerir reyndar enn undir örlítið breyttum formerkjum), sem mörgum þótti og þykir enn hið merkilegasta fyrirbæri. Hins vegar geymist sú tónlist ekki vel og kemst því sjaldnast á minningarspjöld sögunnar. Síðasta eina og hálfa árið eða svo hefur aftur á móti held- ur betur rofað til og sjá Bretar aldeilis fram á betri tíð í popp- og rokkmálum sínum. Með til- komu hljómsveita á borð við Primal Scream, Therapy?, Manic Street Preachers og fleiri hefur breskt tónlistarlíf aft- ur vaknað vel til lífsins og gera menn þar í landi sér vonir um að ekki muni líða á löngu uns áhrifamáttur þess verði víðlíka og á sjöunda og áttunda ára- tugnum. Hljómsveitin sem ekki síst þykir líkleg til afreka í þessum efnum og ennþá er ónefnd, er Lundúnafjóreykió Suede, en breskir popppælarar hafa vart haldió vatni af hrifningu yfir henni frá því hún kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir rúmu Suede er að gera allt vitlaust í heimalandinu, Bretlandi, með sinni fyrstu samnefndu plötu. ári. Til að mynda voru smá- skífulögin fyrstu, The Drowners og Metal Mickey, hvarvetna í efstu sætum yfir bestu lög árs- ins 1992 hjá breskum popp- fræðingum. Þá var Suede (sem þýðir rúskin) jafnvel áður en fyrsta lagið kom út búin að skapa sér slíkt orðspor að menn voru farnir að kalla hana bestu hljómsveit Bretlands. Eft- irvæntingin var því mikil er fyrsta stóra platan, sem ein- faldlega nefnist Suede, kom út í lok mars. Er skemmst frá því að segja að þeim Bernard Butler gítar- og píanóleikara, Brett Ander- son söngvara, Matt Osman bassaleikara og Simon Gilbert hefur verið hrósað í hástert fyr- ir plötuna í beinu framhaldi af öðru sem á undan er gengið. Fór platan beint á toppinn í fyrstu söluviku og mun salan hafa verið yfir 100.000 eintök. Er óhætt að taka undir það að hér sé komin ein af bestu plöt- um ársins, því frískleikinn er mikill í hressilegu popprokki Suede. Minnir tónlistin um margt á ýmislegt sem David Bowie og T-Rex (þar sem Marc Bolan var potturinn og pannan) gerðu á sjöunda og áttunda áratugnum auk þess sem áhrif frá bresku nýbylgjunni eru einnig fyrir hendi. Ekki svo slæm blanda það. Það verður svo að koma í Ijós hvort áhrifa- máttur Suede er nógu mikill til að breiðast út um heimsbyggð- ina.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.