Dagur - 08.05.1993, Side 23
Laugardagur 8. maí 1993 - DAGUR - 23
í UPPÁHALDI
„Legg Jagger og Domingo að jöfinf
-Haraldur Ingi Haraldsson
Haraldur Ingi Haralds-
son var í vetur ráöinn
forstöðumaður Lista-
safns Akureyrarbæj-
ar, sem nú er vcrið að koma
upp í Mjólkursamlagshúsinu í
Grófargili. Safnið verður opnað
formlega á afmælisdegi bæjar-
ins 29. ágúst. Haraldur Ingi er
myndlistarmaður og hefur verið
búsettur í Reykjavík síðustu ár,
en eins og þcir sem hafa punga-
próf í ættfræði vita er hann
innfæddur Akureyringur. Hann
er nú á kafi í undirbúnings-
vinnu við Iistasafnið en gaf sér
tíma til að segja okkur frá
hugðarefnum sínum.
Hvað gerirðu helst ífrístundum?
„Ég les góðar bækur, hef alltaf
verið bókaormur. Ég vil ekki
telja það frístundir þó ég klessi
upp einu og einu málverki því
þctta cr fagið sem maður er
mcnntaður í.“
Hraða matur er í mestu uppáhaldi hjá
þér?
„Ég er mikill matmaður og t.d.
mjög hrifinn af austurlenskum
mat. En þegar öllu er á botninn
hvolft er það KEA-hangikjötið,
iaufabrauðið og uppstúfið hjá
niömmu á jólunum.“
Vppáhaldsdrykkur?
„Kaldur bjór.“
Ertu hamhleypa til allra verka á heim-
ilinu?
„Þaó er kannski ekki alvcg
hægt að orða það svo, en ég
held að ég standi mig nokkuð
vel. Ég er aó minnsta kosti
slyngur í uppvaskinu.“
Haraldur Ingi Haraldsson.
Spáirðu mikið í heilsusamlegt lífemi?
„Já, nokkuð, en frekar af vilja
cn mætti. Ég rcyni alltaf að
stunda einhverjar íþróttir þótt
það sé í minna mæli en ég
óskaði.“
Hvaða blöð og tímarit kaupirðu?
„Eins og cr kaupi ég Moggann
og tölvublaðið PC Today."
Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér?
„Náttborðið er reyndar í
Reykjavík núna, en yfirleitt er
ég alltaf með stóran stafla af
bókum á því. Þær bækur sem
ég var að lesa síðast eru Lygn
streymir Don og Austan Eden,
cn annars lcs ég mest af fræði-
bókum.“
H vaða hljómsveit/tónlistarmaður er í
mestu uppáhaldi hjá þér?
„Ætli ég leggi þá Jagger og
Domingo ekki að jöfnu. Eg
hlusta cnn á rokkið en ég lærði
að hlusta á óperur í Amster-
dam þar sem ég var í námi. Það
er svo mikið tónlistarlíf í borg-
inni og ég smitaðist af því.“
Uppáhaldsíþróttamaður?
„Það cr Alfrcð Gíslason, KA-
tröll.“
Hvað horfirðu helst á í sjónvarpi?
„Góðar kvikmyndir og fræðslu-
þætti.“
Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu
mest álit?
„A koinandi árum á ég mér þá
ósk hcitasta að dá mcst þá
stjómmálamcnn sem fara með
fjárveitingarvald, hvort sem
það er hér í heimabæ eða á
landsvísu.“
Hvar á landinu vildirðu helst búa Jyrir
utan heimahagana?
„Ég vcró að segja Rcykjavík,
mér líkaði ágætlega þar.“
Hvaða hlut eða fasteign langar þig
mest til að eignast um þessar mundir?
„Mig langar að eignast málverk
eftir Miró.“
Hvernig langar þig til að verja sumar-
leyfinu? ■
„Við ætlum að skreppa til ír-
lands í sumar, það er ákveöið.
Þar ætla ég að skoða bókina um
Kólumkilla og fleira gott.“
Hvað œtlarðu að gera um helgina?
„Mér cr boðið í afmæli til vin-
ar míns á föstudagskvöldið (í
gær) og síðan vonast ég til að
geta stungið niður pensli og
lokið við grein fyrir Dag í Mál-
verk mánaðarins.“ SS
EFST í HUGA Svavar Ottesen
Það eru margir
vel stæðir á Islandi
Það er vor í lofti. Lóan er komin og krí-
an er komin og fólk er farið að huga að
nýgræðingnum í görðum sínum. Há-
bjargræðistíminn er framundan og allir
vona að sumarið verði gjöfult til sjávar
og sveita. í mínum huga hefur vorið
alltaf verið einhver dásamlegasti tími
ársins, þegar gróðurinn vaknar af dvala
eftir dimman vetur og það birtir í hug-
um íslendinga þegar daginn tekur að
lengja. Yfir mannlífinu hér á landi hvílir
þó skuggi á þessu vori. Það eru viðsjár
með íslensku þjóðinni. Minnkandi þjóö-
artekjur og ekkert svigrúm til kjarabóta,
klingir í eyrum fólks. Svartar skýrslur
frá Þjóðhagsstofnun. Svartar skýrslur
frá Hafrannsóknastofnun hvað þorskinn
varðar. Við lifum jú aðallega á þorskin-
um, íslendingar. Það er viðvarandi at-
vinnuleysi á íslandi, ekki tímabundið
eins og oft var. Þrátt fyrir hækkandi sól
og blóm í haga.
Mánuðum saman hafa borist fréttir af
því í fjölmiðlum að svokallaðir aðilar
vinnumarkaðarins væru að gera kjara-
samninga í Reykjavík og ríkisvaldið,
sem er stærsti vinnuveitandi landsins,
þarf auðvitað að ræða við sitt fólk.
Þessar fréttir eru farnar að hljóma eins
og slitin plata í útvarpinu, síendurtekin
dag eftir dag, en ekkert gerist. Stað-
reyndin er sú að það er ekki um neitt aö
semja og það hefur ekki staðið til að
semja um kjarabætur. Þess vegna er
ekki hægt að tala um kjarasamninga nú.
í mesta lagi verður um samkomulag að
ræða milli aöila vinnumarkaðarins, sem
enginn getur litið á sem eðlilega kjara-
samninga og auðvitað eru verkalýðsfor-
ingjarnir, margir hverjir, tregir til að
setja nafnið sitt undir svona samkomu-
lag.
Það sem er alvarlegast við ástandið
hér á landi í dag er það, að sex til átta
þúsund manns eru atvinnulausir. Þá er
það ekki síður alvarlegt að um 42 þús-
und manns hafa undir 50 þúsund krón-
ur til að lifa af á mánuði og um 22 þús-
und hafa laun á bilinu 50- 75 þúsund.
Samtals 64 þúsund manns. í þessum
hópi eru elli- og örorkuþegar, náms-
menn og fólk í hlutastörfum. 13-15 þús-
und manns, sem eru í fastri vinnu, hafa
innan við 75 þúsund í mánaðarlaun.
Það er alvara málsins. Um 6.400 manns
hafa 250 þúsund eða meira í mánaðar-
laun. Það eru þó nokkuð margir vel
stæðir á íslandi, það er öruggt. Þess
vegna er það ekki óeðlilegt að almenn-
ingur, sem lifir við sultarmörk, geri þær
kröfur að skipting þjóðarteknanna verði
réttlátari. Um það vill verkafólkið að
samið verði.
Fóstrur athugið!
Leikskólastjóra vantar á Leikbæ, Árskógs-
strönd, frá og með 16. ágúst nk.
Nánari upplýsingar gefur Erna Rós, leikskólastjóri, í
síma 96-61971.
Leikarar
Leikfélag Akureyrar auglýsir eftir fastráðnum og
lausráðnum leikurum fyrir leikárið 1993-94.
Leikárið hefst 15. ágúst 1993 og lýkur 15. júní 1994.
Laun og kjör skv. samningum FÍL og LA.
Umsóknir sendist til Leikfélags Akureyrar, pósthólf
522, 602 Akureyri, fyrir 23. maí nk.
LEIKFÉLAG AKUREYRAR.
LeikfelaR Akureyrar
LUNDARSKOLI
Lundarskóli
Akureyri
Sérkennara vantar að
skólanum næsta skólaár
Megin viðfangsefni hans verður, í samvinnu við
bekkjarkennara, að þróa kennsluaðferðir sem hæfa
mjög fötluðum nemanda sem kemur í 1. bekk skól-
ans í haust.
Frekari upplýsingar veitir skólastjóri í símum 96-24888
og 96-21749 utan skólatíma.
Umsóknarfrestur er til 24. maí.
Eyjafjarðarsveit
Verkstjóra vantar við vinnuskóla Eyjafjarðar-
sveitar í sumar.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Eyjafjarð-
arsveitar, sími 31335.
Umsóknarfrestur er til 13. maí.
Sveitastjóri.
d
Hjartkær móöir mín og dóttir,
ERNA JAKOBSDÓTTIR,
aðstoöar lyfjafræðingur,
Kotárgerði 10, Akureyri,
andaöist fimmtudaginn 6. maí.
Útförin verður auglýst síöar.
Ólöf Jakobína Þráinsdóttir,
Margrét Jónsdóttir.
RAGNHEIÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR,
Holtagötu 4, Akureyri,
sem andaðist 4. maí, veröur jarðsungin frá Akureyrarkirkju,
þriðjudaginn 11. maí kl. 13.30.
Bryndís Björnsdóttir, Halldór Pétursson,
Gyöa Huld Björnsdóttir, Jón Ágústsson
og fjölskyldur þeirra.
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför,
SIGURPÁLS SIGURÐSSONAR,
Mólandi, Hauganesi, Árskógsströnd.
Inga Sigurpálsdóttir, Reynir Valdimarsson,
Guðmundur Sigurpálsson, Sigurrós Pétursdóttir,
Sævar Sigurpálsson, Róslín Tómasdóttir,
Ásdís Sigurpálsdóttir, Árni Þorsteinsson,
Matthías Sigurpálsson, Agla Sigurðardóttir,
Sigurður Kristján Sigurpálsson,
Sveinfriður Sigurpálsdóttir, Kristinn Bjarnason,
Arndís Slgurpálsdóttir, Örn Grant,
Óskar Sigurpálsson, Þorbjörg Guðmundsdóttir,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.