Dagur - 11.05.1993, Síða 5

Dagur - 11.05.1993, Síða 5
Þriðjudagur 11. maí 1993 - DAGUR - £ Tónlist Bamsskór að baki? Kirkjulistaviku Akureyrarkirkju lauk á tónleikum Kammerhljóm- sveitar Akureyrar og Kórs Akur- eyrarkirkju sunnudaginn 9. maí. Stjórnandi hljómsveitar og kórs var Guðmundur Oli Gunnarsson. Kammerhljómsveitin hefur sett rnark sitt á tónlistarlíf á Akureyri að nokkru víðar á Norðurlandi þau fimm ár, sem hún hefur starf- að. Upphaf hennar var smátt og geta hennar í byrjun ekki mikil, en stórhugur aðstandenda hennar var mikill. Þeir voru framar öðrum kennarar og margir nemendur Tónlistarskólans á Akureyri, þar sem þáverandi skólastjóri, Jón Hlöóver Askelsson, og Roar Kvam, kennari við skólann, voru óbugandi í því að halda hljóm- svcitinni á floti hvað sem á bját- aði. Því er ekki að leyna, að nokkur fyrstu árin mátti margt finna að leik hljómsveitarinnar. Smátt og smátt hefur henni þó verið aö vaxa fiskur um hrygg. Vissulega er enn ekki allt svo slétt og fágað, sem best verður á kosið, en hljóð- færaleikarar úr flokki heima- manna hafa sannarlega náð sífellt meira öryggi í samleik og hljóm- sveitarstarfi og góðir liðsmenn hafa bætst í flokk með brautryðj- cndunum bæði til langs og skamms tíma. Ráðist hefur veriö í sífellt viðameiri verkefni og ióu- lega hafa verið fengnir til gesta- stjórnendur, sem hafa skilið eftir sig spor og átt sinn hlut í því að færa hljómsvcitina fram á veginn. Núverandi fastastjórnandi hljómsveitarinnar er Guðmundur Oli Gunnarsson. Með honum virðist vera að hetjast nýtt skeið á ferli Kammcrhljómsveitar Akur- eyrar. Hún virðist í þann veginn að leggja barnsskóna á hilluna og færast yfir á næsta stig í þroska- ferli sínum: Nálgast það að verða alvöru hljómsveit; hljómsveit, sem getur farið að eygja það að verða borin saman á jafnræðis- grundvelli við það, sem gert er í hinum stóra stað Reykjavík á sviði hljómsveitarleiks. A efnisskrá kammerhljómsveit- arinnar og Kórs Akureyrarkirkju voru Jeux D’Enfants eftir Georges Bizet og tvö verk eftir Gabriel Fauré: Pelléas et Melisande og Requiem. Undir natinni stjórn Guðmund- ar Ola sýndi hljómsveitin á sér skemmtilegar hliðar. Flutningur vcrkanna var litríkur og í heild fágaður. Einstakir hljóðfæraflokk- ar komust almennt vel frá hlut- verkum sínum. Afar sjaldan brá fyrir þeim veikleika í strengjum, sérstaklega fíðlum og lágfiólum, sem því miður hefur iðulega Verið citt helsta lýtið á leik kammer- sveitarinnar. Einstakar einleiks- strófur tókust vel, svo sem óbó- leikur Gunnars Benediktssonar og flautuleikur Völvu Gísladóttur í Pelléas et Mélisande. Blær túlk- unar var almennt yfirvegaður og samband stjórnanda við hljóm- ,sveitina greinilega gjöfult. Þá var eftirtektarvert, hve góð tengsl voru á milli Bjöms Steinars Sól- bergssonar, organista, sem lék á aðalorgel kirkjunnar í Requiemi Faurés, og hljómsveitarstjórans. Fáeinum sinnum hefði bragur mátt vera dálítið annar. Svo var til dæmis í fyrstu köflum Requiems- ins, sem voru nokkuð þyngslaleg- ir, en í heild tekið var margt prýðilega gert jafnt í samleik vió kórinn og einsöngvara sem í hljómsveitarverkum. Hlutur Kórs Akureyrarkirkju var einnig góður. Víða náðist góð fylling í sönginn og ióulega naut sín sá þróttur, sem svo fjölmennur Lesendahornið Ryksugupokiog KEA á Lónsbakka Christel Waltersdóttir skrifar. „Eg vil leyla mér aö koma á framfæri kvörtun vegna þcirrar ákvörðunar forráðamanna Kaup- félags Eyfirðinga að flytja út á Lónsbakka þær vörur sem áður voru á jarðhæó aðalhúss KEA við Hafnarstræti. Mér fínnst það með öllu óþolandi að þurfa aó fara 5 km út fyrir bæinn til þess að t.d. að kaupa ryksugupoka. Þó að ég vilji styðja kaupfélagið, þá sætti ég mig ckki viö aö þurfa að fara 5 km leið út fyrir bæinn til þess að nálgast ryksugupoka og ýmsar aórar smávörur, t.d. nagla. Því má ekki gleyma að því fer víðs fjarri að allir hafi yfir bíl að ráða og þessi vöruflutningur norður fyrir Lónsá kemur því fólki afar illa. Eg er ansi hrædd um að Þýsk-íslcnska eigi eftir að taka töluvcrð vióskipti frá KEA þegar það opnar byggingavöruverslun sína í Reynishúsinu! Einnig ætla ég aó kvarta yfir því að KEA skuli ekki hafa lengur litla matvörubúó á miðbæjarsvæð- inu. Auðvitaó fylgir því mikið óhagræði fyrir fólk sent ekki hefur yfir bíl að ráða að þurfa að fara annað hvort út í KEA-Nettó cða Hagkaup til þess aö kaupa ýmsar smávörur." [j|j EHGIH HIÍS ÁH HITA jjjj Vortilboð Hreinlætistæki ★ Blöndunartæki Sturtuklefar ★ Sturtuhorn. Sýnum einnig flísar á gólf og veggi og Nomaco baöinnréttingar. WSÖ ÐRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI SÍMI (96)22360 Verslið við fagmann. HREINLÆTISTÆKI STURTUKLEFAR OG HURÐIR BLÖNDUNARTÆKI ALLT EFNI TIL PÍPULAGNA JAFNAN FYRIRLIGGJANDI kór sem þessi á að búa yfir. Þann- ig komu fram áhrifamikil og vel unnin ris í til dæmis Sanctuskafla og kaflanum Libera mc. Einna best sunginn af kórsins hálfu var kaflinn Agnus Dei, þar sem vel tókst að ná fram blæbrigðum í brag og styrk. Einsöngvarar í flutningi Requi- ems Faurés voru þau Margrét Bó- asdóttir, sópransöngkona, og Mic- hael Jón Clarke, bariton. Bæði geróu sínum hlutverkum góð skil. Michael Jón söng af þrótti og til- finningu, sem hann stillti smekk- víslega í hóf, og Margrét söng arí- una Pie Jesu af sérlegri natni og innileika, sem næst aldrei bar skugga á. Það er óhætt að fullyrða, að þessir tónleikar Kammerhljóm- sveitar Akurcyrar og Kórs Akur- eyrarkirkju voru öllunt þcim, sem að stóðu til mikils sóma. Þeir cru án efa á meðal allra best unnu fjöldaverkefna í tónlistarflutningi í höndum heimamanna, sem undir- ritaður hefur átt kost á að heyra. Stundum hefur verið rætt, svo að undirritaður hefur heyrt, að rétt væri að breyta nafni Kantmer- hljómsveitar Akureyrar og þau rök færð fyrir þeirri hugmynd, að þau vcrk, sem hljómsveitin flytur og skipan hennar, séu ekki í sam- ræmi við nafn hennar. Þetta er rétt. Nú bætist það við, að unnt er að gera sér vonir um, að bernsku hljómsveitarinnar sé að ljúka. Hví ekki aó marka þau tímamót með nýju nafni, sem betur hæfir því, sem mctnaður aðstandenda Kammcrhljómsveitar Akureyrar stendur til. Haukur Agústsson. Otsala LOPI - BAND Teppi ★ Peysur ★ Jakkar Verksmiðjuverslun Gleráreyrum, sími 11167 m Afmœlistilbo 20% afsláttur af öllum húsgögnum. Ath. Stendur aðeins til 18. maí. ÖRKIN HANS NÓA GROÐRARSTÖÐIN ÍKJARNA Plöntusalan opin Kl. 8-18 mánud.-fimmtud. Kl. 8-19 föstud. Kl. 10-17 laugard.-sunnud. Skógarplöntur - Skjólbeltaplöntur — Skrautrunnar Rósir — Garðtré, ýmsar stærðir — Berjarunnar Garðyrkjuáhöld — Áburður, mold, grasfræ, jarðvegsdúkur o.fl. Fjölbreytt úrval, yfir 100 tegundur trjáa og runna. GERUM TILBOÐ I STÆRRI VERK. ★ Sendum um allt land ★ GRÓÐRARSTÖÐIN í KJARNA Símar 96-24047 og 24599. UPPLÝSINGAR, RAÐGJÖF, ÞJONUSTA

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.