Dagur - 12.05.1993, Blaðsíða 1

Dagur - 12.05.1993, Blaðsíða 1
Vel í fö 1 | klæddur 1 im frá BERNHARDT 1 II II C/l. Thc-Tailorl.ook errabudin 1 HAFNARSTRÆTI92 602 AKUREYRI SÍMI96-26708 ■ BOX 397 Grunnskólar Akureyrar: Um 230 sex ára böm hefja nám næsta haust - væntanlega skólaakstur í Giljahverfi Áætlað er að 228 börn sem fædd eru 1987 og verða því sex ára á árinu hefji nám í 1. bekk í grunnskóium Akureyrar næsta skólaár. Innritun fór fram í lok síðustu viku en ekki er ljóst hvort öll börnin í árganginum skili sér í grunnskólana. Að sögn Ingólfs Ármannssonar, skólafulltrúa, hafa milli 220 og 230 sex ára börn sest á skóla- bekk síðustu þrjú skólaár. Nýtt og fjölmennt hverfr er að Skagaströnd: Vinnuslys um borð í Dagfara ÞH-70 Vinnuslys varð um borð í Dag- fara ÞH-70, 300 lesta bát, á þriðjudagsmorgun er vélstjóri á bátnum lenti í því óhappi að missa framan af þumalfingri er hann var að vinna í vélinni. Báturinn lá við bryggju á Skagaströnd. Maðurinn var fluttur á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann gckkst undir aðgerð. Dagfari ÞH hefur verið á úthafs- rækjuveiðum og landað á Skaga- strönd en aflanum hefur síðan ver- ið ekið til vinnslu hjá Særúnu hf. á Blönduósi. GG byggjast upp á Akureyri, Gilja- hverfí, og nemendur sem flytjast þangað eiga að innrita sig í Gler- árskóla. Ingólfur sagði að sam- kvæmt nýjustu upplýsingum væru 7 sex ára böm í Giljahverfi en tölur tækju skjótum breytingum. Skólanefnd hefur lagt til að boðið verði upp á skólaakstur í Giljahverfi frá og með næsta hausti og er þá sérstaklega veriö að tala um nemendur í þremur fyrstu bekkjunum. „Tillagan hefur ekki verið af- greidd formlega en það er reiknað með því að skólaakstur verði tck- inn upp. Þótt hér sé verið að tala um þrjá yngstu árgangana ættu eldri nemendur að geta nýtt sér aksturinn ef hann passar við stundatöflu þeirra. Börnin í Gilja- hverfi eiga einkum að sækja í Glerárskóla og megnið af byggð- inni þar er innan gönguleiðar en syðsti hlutinn er þó við ytri mörk fyrir yngri krakkana og því talið rétt að bjóða upp á skólaakstur,“ sagði Ingólfur. Nemendur í grunnskólum Ak- ureyrar verða samtals um 2330 á næsta skólaári, samkvæmt áætlun- um. Síðuskóli er fjölmennastur og þar verða um það bil 630 nem- cndur, 450 í Glerárskóla, 420 í Gagnfræðaskóla Akureyrar, 360 í Lundarskóla, 320 í Barnaskóla Akureyrar og 150 í Oddeyrar- skóla. SS „Þjóðlegasti siður, þetta að pota útsæðinu niður“ Mynd: Robyn Kartöflubændur á Ejjafjarðar- svæðinu bynaðir að setja niður Kartöflubændur á EyjaQarðar- svæðinu eru um það bil að byrja að setja niður. Á þeim svæðum „Þurfum að þjálfa fólk til starfa við ferðaþjónustu“ - sagði Sveinn Jónsson í Kálfskinni „Við þurfum að auka nám- skeiðshald - ekki síst með tilliti til aukinnar ferðaþjónustu,“ sagði Sveinn Jónsson, bóndi á Kálfsskinni og oddviti á Ar- skógsströnd, á ráðstefnu sveit- arstjórnarmanna um atvinnu- leysi, sem haldin var á Akur- eyri. Sveinn sagði að meðal ann- ars væri nauðsynlegt að auka þekkingu í tungumálum og einnig á ýmsum þáttum í nán- asta umhverfi til að fólk væri betur fært um að taka á móti ferðamönnum og leysa úr spurningum þeirra. Sveinn sagði að feróaþjónustan væri vaxandi atvinnuvegur um allt Iand og því væri nauðsynlegt að fólk væri vel undir það búið að taka á móti erlendum feróamönn- um og veita þeim þá þjónustu sem þeir sæktust eftir. Til þess væri ákveðin tungumálakunnátta nauð- synleg og ekkert síóur staðgóö þekking á umhverfinu. Sveinn benti á að ekið væri með erlenda ferðamenn, sem kæmu til Akur- cyrar, til Mývatnssveitar en einnig væri margt áhugavert við Eyja- fjörð ef fólk veitti því nægilega at- hygli. Þá benti hann á nauðsyn þess að fólk kynni að matbúa Ijúf- fenga rétti úr sjaldgæfum sjávar- dýrum en margir útlendingar hefðu verulegan áhuga á að prufa slíkar máltíðir. Sveinn varpaði því fram hvort ekki mætti nýta eitt- hvað af þeim fjármunum sem var- ið væri til aðgerða gegn atvinnu- leysi á þann hátt að gera fólk hæf- ara til að annast ferðaþjónustu og leibeina ferðafólki og fræða það um nánasta umhverfi. ÞI þar sem minnstur var snjórinn eru garðar þurrir og fátt til fyr- irstöðu að setja niður. Að sögn Finns Sigurgeirssonar hjá Ongli hf. í Eyjafjarðarsveit er stór hluti garðanna þegar tilbúinn. „Garðamir hafa þornað ótrúlega hratt seinustu dagana miðað við hvaó þetta gekk hægt á tímabili. Frost er farið úr jörðu og allt tilbú- ið. Þetta er með fyrra móti í ár en oft hefur verið byrjað um miðjan maí að setja niður,“ sagði Finnur og bætti við að miklu skipti að hlýtt verði í veðri á meðan sett verður niður. Finnur sagói að mikil sala hafi verið í kartöflum aö undanfömu og útsæði selst vel. Ljóst er aó ís- Rafmagnsveitur ríkisins á Norðurlandi vestra: 20 km af háspennulín- um settir í jörð í sumar Rafmagnsveitur ríkisins áætla að verja liðlega 100 milljónum króna í ár til framkvæmda og endurnýjunar á dreifikerfi fyr- irtækisins á Norðurlandi vestra. Að sögn Hauks Ásgeirssonar, umdæmisstjóra RARIK á Noröur- landi vestra, verða um 20 kíló- metrar af háspennulínum endurný- jaðar með jarðstrengjum, en á undanfömum árum hafa línur á Noróurlandi vestra farið hvaó eftir annað mjög illa í veöuráhlaupum. Jarðstrengslagnir verða á nokkrum stöóum allt frá Fljótum til Blönduóss. Lengsta línan sem verður endumýjuð á þessu ári er 5 km Blönduóslína er liggur á milli Laxárvatnsvirkjunar og Blöndu- óss. Haukur segir að aðrar helstu framkvæmdir RARIK á Norður- landi vestra séu við Skeiðsfoss- virkjun í Fljótum og Hitaveitu Siglufjaróar. I Skeiðsfossvirkjun verða veggir stöðvarhússins klæddir. Innifalið í verkinu er endurnýjun glugga og hurða og múrviðgerðir. Þetta verk var boðiö út og bárust 11 tilboð. í gær var gengið frá samningum við lægstbjóðanda, Stíganda hf. á Blönduósi. Tilboö þeirra var 8,291 milljónir króna eða 76,4% af kostnaðaráætlun. Þá veróur línan milli Olafs- fjarðar og Skeiðsfossvirkjunar spennuhækkuð úr 19 í 33 þúsund volt. Við það eykst flutningsgeta raforku til Skeiðsfossvirkjunar úr 1,5 í 5 MW. Einnig veróur skipt um háspennurofa í Skeiðsfoss- virkjun og verða rofamir settir inn í stöðvarhúsið. Að síðustu nefndi Haukur að efsti hluti aðveituæðar Hitaveitu Siglufjaróar verði endumýjaður. Sett verða stálrör í staóinn fyrir asbeströr. óþh lenskar kartöflur munu ganga til þurróar í sumar og hefur verið leyfður innflutningur á kartöflum til aó brúa bilið. JÓH Snöggtum meiri ásókn í vinnu en í fyrra - segir Gunnar Aspar, framleiðslustjóri ÚA Gunnar Aspar, framleiðslustjóri Útgerðarfélags Akureyringa, segir að 75 einstaklingar hafi verið ráðnir til afleysinga í sum- ar, en um 250 umsóknir bárust ÚA um sumarvinnu. „í ár er snöggtum meiri ásókn í vinnu en í fyrra. Sérstaklega er mikil eftirspum unglinga í árgöngunum 1975, 1976 og 1977 og áberandi er eftirspum krakka sem hafa verið í öðrum störfum á vinnumarkaðnum undanfarin ár,“ sagði Gunnar. „Svo höfum við verið að hug- leiða að taka upp nýjan vinnutíma í tíu vikur í sumar. Dagvinnan yrði óbreytt en við bættist vinna frá kl. 17 til 23. Þetta mál er enn- þá á umræðustigi og formlegt er- indi hefur ekki farið til verkalýðs- félagsins. Hins vegar hafa hug- myndir fyrirtækisins um þetta ver- ið viðraðar. Ef af verður erum við að tala um allt að 120 störf til við- bótar. Eins og útlitið hefur verið í vor teljum við okkur geta tryggt hráefni í sumar til að auka vinnu sem þessu nemur. Við erum ekki bara að tala um afla skipa Útgerð- arfélagsins, fyrirtæki hafa sett sig í sambandi við okkur og vilja koma í vióskipti.“ óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.