Dagur - 12.05.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 12.05.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 12. maí 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (iþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Lýst eftir þingræðinu Sá einstæði atburður átti sér stað síðastliðið laugar- dagskvöld að Davíð Oddsson, forsætisráðherra, dró upp forsetabréf og frestaði fundum Alþingis til hausts í miðjum umræðum um þingsköp. Með því móti lauk þinghaldi án þess að mikilvæg mál hlytu af- greiðslu og einnig án þess að hefðbundin þingstörf í lok þings færu fram. Má þar nefna yfirlitsræðu forseta Alþingis um störf liðins þings og einnig þakkarávörp, sem fyrir löngu eru orðinn fastur liður í lokafundi þingsins og gefa þinghaldinu ákveðinn blæ virðuleika og sáttfýsi. Harðar deilur höfðu orðið á síðustu dögum þings- ins og einkenndust þær meir af ósamkomulagi innan stjórnarflokkanna en á milli stjórnarsinna og stjórnar- andstæðinga. Ekkert samkomulag var um stefnu í sjávarútvegsmálum annað en fresta því að leggja frumvörp þar að lútandi fyrir þingið. Ekkert sam- komulag reyndist heldur vera um frumvarp um breyt- ingar á búvörulögunum, þess efnis hver gefa eigi fyr- irmæh um lagningu verðjöfnunargjalds á þær land- búnaðarafurðir er flytja megi inn samkvæmt samn- ingnum um Evrópska efnahagssvæðið. Verðjöfnunar- gjald á innfluttar búvörur var þó einn af þeim fyrirvör- um sem ríkisstjórnin gerði í framangreindum samn- ingum og er í raun forsenda þess að margir bændur gátu sætt sig við umrædda samningsgerð. Forystu- menn Alþýðuflokksins lögðust mjög hart gegn því að landbúnaðarráðuneytið færi með þau mál og hótaði Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, meðal annars stjórnarshtum yrði sú raunin eins og landbún- aðarnefnd Alþingis hafði orðið sammála um að leggja til. Með verðjöfnunargjaldinu er hugsanlega unnt að halda samkeppnishæfni innlendrar landbúnaðarfram- leiðslu gagnvart innfluttum afurðum en shkt virðast forystumenn Alþýðuflokksins og einhver hluti þing- manna Sjálfstæðisflokks ekki þola. Hinar útlendu landbúnaðarafurðir skulu ofan í íslendinga - með illu ef ekki góðu - hvað sem slíkt myndi kosta þjóðina í gjaldeyri og einnig í margvíslegum erfiðleikum er skapast munu af miklum samdrætti í landbúnaði. Aldrei hefur forysta ríkisstjórnarinnar sýnt sitt rétta andlit betur en nú á síðustu mínútum þing- haldsins. Þegar ljóst var að þingmeirihluti reyndist ekki vera fyrir hugmyndum hennar um viðskipti með landbúnaðarvörur var þing rofið í miðjum umræðum og hvergi skeytt um viðteknar hefðir hvað frestun Al- þingis yfir sumartímann varðar. Ekki verður annað sagt en á þessum síðasta fundi þingsins hafi verið þjarmað að þingræðinu með vald- níðslu. Fyrst kom forseti Alþingis í veg fyrir að þing- mál - breytingarnar á búvörulögunum - fengju af- greiðslu þrátt fyrir að þingmeirihluti væri fyrir málefn- inu, vegna þess að sá meirihluti var í andstöðu við vilja að minnsta kosti sumra ráðherra ríkisstjórnar- innar. Síðan slítur forsætisráðherra þingi með þeim hætti sem að framan greinir. Þessir atburðir hljóta að vekja upp spurningar um starfshætti stjórnvalda. Al- þingismenn eru sendir nauðugir í sumarleyfi þegar afstaða þeirra hugnast ekki handhöfum framkvæmda- valdsins að öllu leyti. Þarna er ekki um þingræðisleg vinnubrögð að ræða og því nauðugur sá kostur að lýsa eftir þingræðinu. ÞI Öflugt mennmgar- og félagslíf - hugleiðingar eftir sunnudagseftirmiðdag í Akureyrarkirkju Þegar rætt er um ástand þjóð- mála og stöðu einstakra byggða- laga snýst umræðan yfirleitt um efnahagsmál og stöðu einstakra atvinnugreina. Þetta er í sjálfu sér eðlilegt þar sem traustir at- vinnuvegir og stöðugur efnahag- ur er grunnurinn að blómlegu mannlífí. Hitt er jafn Ijóst að fíeira þarf að koma til ef mann- lífið á að fullnægja þörfum íbú- anna. Það gleymist stundum að það er ekki síður mikilvægt að hinu „andlega fóðri“ sé sinnt. Kveikjan að þessum hugleió- ingum mínum eru tónleikar Kórs Akureyrarkirkju og Kammer- hljómsveitar Akureyrar ásamt ein- söngvurunum Margréti Bóasdótt- ur og Micael Jóni Clarke á nýaf- staðinni kirkjulistaviku. Eg hafði komið norður um morgunin aó af- lokinni sögulegri frestun á þing- haldi. Því er ekki að leyna að eftir töm eins og hafði verið á Alþingi vikuna á undan meó öllu því sem því fylgir er sálartetrið sundurtætt og lítt til stórræða fallið. Það er skemmst frá því að segja að ég held að það hefði ekki verið hægt að hugsa sér betri leið til þess að koma ró á hugann en þessi stund í Akureyrarkirkju. Glæsilegir tónleikar Nú ætla ég mér ekki þá dul að fara að dæma tónleikana út frá faglegu sjónarmiói. Til þess hef ég enga þekkingu. Hitt held ég að engum sem var á staðnum hafi dulist að þama tókst öllum sem að stóðu að laða fram það besta sem þeir búa Jóhannes Geir Sigurgeirsson. yfir. Árangurinn varð stórkostleg stund. Flytjendur héldu áhorfend- um föngnum allt frá fyrstu tónum. Enn em ónefndir tveir aðilar sem stóðu að tónleikunum. Stjómend- umir, Bjöm Steinar Sólbergsson og Guðmundur Oli Gunnarsson. Bjöm sem stjómað hefur Kór Ak- ureyrarkirkju síóan 1986 og Guð- mundur sem nýlega er kominn til starfa sem stjómandi Kammer- sveitarinnar. Þaó er mikið happ fyrir tónlistarlíf á svæðinu að hafa fengið þessa menn til starfa hér og vonandi að við megum njóta starfskrafta þeirra sem lengst. Blómlegt menningarlíf Það er nú einu sinni þannig að víða út um land er haldið uppi öfl- ugu menningarlífi. Ég nefndi hér það eina atriói af dagskrá kirkju- listavikunnar í Akureyrarkirkju sem ég hafói tök á að vera við- staddur. Fleira mætti tína til hér úr næsta nágreni nú á vordögum. Menningarhátíðin í Eyjafjarðar- sveit heppnaðist það vel að von- andi mun hún festast í sessi í ein- hverri mynd. Þar var sett saman fjölbreytt dagskrá og voru nánast öll atriðin vel sótt og sum þannig að við lá að fólk yrði frá að hverfa. Til viöbótar mætti nefna fjölda leikrita, óperettu, söngleik, tónleika o.m.fl. Mest er þetta flutt af áhugafólki sem leggur á sig mikla vinnu vió æfmgar en upp- sker Iíka ríkulega þegar vel tekst til. Öflugt samfélag Ég sagði í upphafi þessa greina- koms að það þyrfti að huga að fleiru en hinu efnislega þegar við leggjum mat á það samfélag sem við búum í. Öll höfum við, í mis- miklum mæli þó, þörf fyrir ein- hverskonar félags- og menningar- líf. Við hljótum því að leggja mat á þennan þátt ekki síður en aðra þegar við metum okkar umhverfi. Samfélag sem elur af sér menn- ingaratburði eins og þá sem hér hafa átt sér stað að undanfömu býr yfir miklum innri styrk. Styrk sem hlýtur að vera ómetanlegur þegar tekist er á við stundarerfið- leika í hinni efnahagslegu um- gjörð eins og nú háttar. Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Höfundur er þingmaður Fram.sóknarflokksins í Gámaþjónusta Norðurlands hf.: Ársleiga fyrirtækis með lítið sorp getur farið niður í 7 þúsund krónur í Degi 29. apríl sl. var greint frá því að Stefán Friðgeirsson á Dalvík væri kominn með sérút- búinn bíl til sorptöku og sorp- losunar og að allmörg fyrirtæki á Dalvík hefðu þegar gert við hann samning. Vegna þeirrar fréttar vill Jörundur H. Þor- geirsson, rekstrarstjóri Gáma- þjónustu Norðurlands hf., taka fram eftirfarandi vegna sorp- losunar á Dalvík. „í viðtali við Stefán Friógeirs- son er eftirfarandi haft eftir hon- um: „Ég sé eftir því núna að ég skyldi ekki bjóða í sorplosunina þegar hún var boðin út“. Hiö rétta er að þann 21. maí 1992 voru opn- uó á Dalvík tilboð í sorphreinsun, flutning og losun sorpgáma. Dal- vík, Ólafsfjörður, Árskógshreppur og Svarfaðardalshreppur stóðu sameiginlega að útboðinu. All bárust 13 tilboð. Sá sem átti lægsta tilboð féll frá sínu tilboði. Næst Iægsta og þriðja lægsta til- boð átti Gámaþjónusta Norður- lands og var gengið til samninga á grundvelli þess tilboðs. Stefán Friðgeirsson átti fímmta lægsta tilboð auk þess sem Sorptak átti áttunda lægsta tilboð, en Stefán er annar eigandi þess fyrirtækis og veitti því forstöðu á þessum tíma. I framhaldi af samningi Gáma- þjónustu Norðurlands vió sveitar- félögin gekk Hríseyjarhreppur inn í einingaverð samningsins. Gámaþjónusta Norðurlands hefur boðið fyrirtækjum á Dalvík snyrtilega gáma til leigu og losun- ar á mjög góðu verði. Mörg fyrir- tæki sem lítið sorp hefur fallið til hjá eða ekki er hægt að koma við gámum hjá hafa samið um sorp- hirðu á grundvelli fjölda eininga (poka). Svo dæmi sé tekið þá greiðir fyrirtæki sem er með 1 poka á viku kr. 7.000,- á ári og er þá miðað við vikulega þjónustu. Svo vitnað sé aftur í umrædda grein þyrfti þetta fyrirtæki að greiða kr. 50.000,- til bæjarins fyrir að nota gáma á vegum bæj- arins en kr. 40.000,- ef verslað er viö Stefán Friðgeirsson. Af þessu ætti að vera ljóst að fleiri en einn og fleiri en tveir valkostir eru í boði og nausynlegt fyrir alla aðila að kynna sér málið vandlega áður en ákvörðun er tekin. Gámaþjónusta Norðurlands hefur átt mjög gott samstarf við íbúa, sveitarfélög, fyrirtæki' og stofnanir á Eyjafjarðarsvæðinu og lagt sig fram vió að þjónusta þau á sem hagkvæmastan hátt. Gáma- þjónusta Norðurlands hefur og greitt til hvers sveitarfélags að- stöðugjöld af þeim tekjum sem aflað er á hverjum staó.“ I lok greinar Jörundar H. Þor- geirssonar eru lagðar fram óskir um gott samstarf hér eftir sem hingað til. GG Fjórtán reyklausir dagar Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis hefur farið þess á leit við Dag að blaðið birti leið- beiningar til þeirra sem hættu að reykja á „Reyklausa daginn" svonefnda 29. apríl sl. Leið- beiningar þessar taka til fyrstu 14 daganna. Hér á eftir fara ráðleggingar sem gilda fyrir fjórtánda daginn, þ.e. miðviku- daginn 12. maí. Fjórtándi dagur Til hamingju! Þú ert orðinn fyrrverandi reykingamaður, er það ekki? Ekki þannig aó öll löngun í reyk sé horfin eða þú þurfir ekki framar að gæta þín. En þú hef- ur komist yfir mestu erfiðleik- ana. Héðan í frá ætti þér að verða auðvelt að hafna boði um sígarettu. Einstaka sinnum muntu verða fyrir því að löng- unin sækir á þig. Þaó líður lengri og lengri tími á milli þessara kasta og það er ekki sérlega mikill vandi að komast yfir þau. Eftir þrjá mánuði verðurðu alveg steinhissa á því að þér skyldi nokkurn tímann hafa dottið þessi vitleysa í hug - að fara að reykja.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.