Dagur - 12.05.1993, Blaðsíða 6

Dagur - 12.05.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 12. maí 1993 Fjölbreyttir þjónustupakkar fyrir VISA-farklúbbsfélaga innanlands sem erlendis: „Gáfumst upp á samstarfinu við Félag íslenskra ferðaskrifstofa“ - segir Einar S. Einarsson, framkvæmdstjóri VISA-ísland VISA-lsland kynnir um þessar mundir nýja og endurbætta út- gáfu af farkorti, sem er alþjóð- legt ferða- og fríðindakort banka og sparisjóða. Farkortum fylgir fjölbreyttur þjónustu- pakki í samstarfi við ýmsa þjón- ustuaðila bæði innanlands og erlendis og njóta allir far- og guilkorthafar VISA sjálfkrafa aðildar að Farklúbbi VISA. Korthöfum standa m.a. tii boða sérstök fríðindi og afsláttur á sólarströndum Portúgals, Spán- ar, Flórída og víðar og einnig af- sláttur hjá hótelum og ýmsum fyrirtækjum í Kaupmannahöfn, London, Luxembourg og París og brátt munu fleiri borgir bæt- ast í hópinn. Samningur hefur verið gerður við SVG, Samband veitinga- og gistihúsaeigenda. Jafnframt hefur VISA opnað sérstaka þjónustumiðstöð í aðal- stöðvunum að Höfðabakka 9 í Reykjavík, þar sem klúbbfélag- ar geta leitað margvíslegra upp- lýsinga og hlotið fyrirgreiðslu. Odýrar utanlandsferðir, lukku- ferðir o.fl. verða í boði og trygg- ingafríðindi hafa verið aukin með þrenns konar taftrygging- um. Þar verður einnig hægt að annast pantanir á gistingu og bílaleigubifreiðum ef korthafar óska þess. Fljótlega verður gefin út leiðsögubæklingur,, Vísa leið- in um Evrópu“, þar sem finna má stuttar en hnitmiðaðar Ieið- arlýsingar um staði sem heim- sóttir eru, hótcl, veitingahús o.fl., sem farklúbbsfélögum stendur til boða og þeir njóta sérsakra fríðinda hjá. Nýlega var íslenskum blaða- mönnum boðið aó kynna sér hluta af Vísa-leiðinni og var haldið til hertogadæmisins Luxembourg, þar sem margir Islendingar hafa reyndar hafið sína sumarleyfisferó um Evrópu enda mjög vel staðsett með tilliti til ferðalaga en stein- snar er þaðan til Belgíu, Þýska- lands og Frakklands. Luxembourg er aöeins 2.600 ferkm. að stærð eða álíka stórt og Vestur- Húna- vatnssýsla og er stundum kallað hið græna hjarta Evrópu og það með sanni því þar er komið sum- ar, tré og garðar komin í blóma og vínræktendur farnir að planta vín- viðnum eftir öllum kúnstarinnar reglum. Veöurblíðan var einstök, 24 stiga hiti og léttur andvari þessa daga sem blaðamenn höfðu þar viðdvöl undir öruggri leiösögn fagurkerans Sigmars B. Hauks- sonar, markaðsfulltrúa VISA. Þar voru skoðuð hótel af ýmsum stæröum og verðflokkum svo og veitingahús og einnig var haldið til þýsku borgarinnar Trier í Móseldal, sem þekkt er fyrir sér- staka veðurblíðu, lágt vöruverð og ekki síst afbragðs hvítvín (mósel- vín). Nýtt og endurbætt Farkort „Það að við tókum Farklúbb VISA í eigin hendur réðst af því að við gáfumst upp á samstarfi við FIF, Félag íslenskra ferðaskrif- stofa, á sl. ári,“ sagöi Einar S. Ein- arsson, framkvæmdastjóri VISA- Island. „En þó má segja að stein- inn hafi tekið úr í vetur þegar ferðaskrifstofumar tilkynntu að Farkort VISA væri horfið út í buskann. Því höfum við lagt kapp á að efla þennan þjónustupakka Blm. með hótelstjóra Hótel Du Chateau, sem jafnframt er formaður Ferða- málaráðs Luxembourgar. Luxembourg stendur svo sannarlega undir nafninu: „Hið græna hjarta Evrópu.“ sem svar við samkeppninni, sem að sjálfsögðu er af hinu góða. VISA hefur því gefið út nýtt og endurbætt Farkort og því tengist margvísleg þjónusta.“ Markaðs- hludeild VISA á íslandi er 76% og jóks um 1% á sl. ári. VISA hefur um 51% af heimsmarkaðn- um eða um 303 milljónir greiðslu- korta. VISA er ekki rekió í ábata- skyni heldur í þjónustuskyni, enda alfarið í eigu banka víðs vegar um heiminn. Argjald fyrir Farkort VISA er kr. 3.800,- en aukagjald fyrir kort með mynd er kr. 250,-. Meðal þeirra sem VISA hefur undirritað samning vió er Budget- bílaleigan í Luxembourg, þar sem áhersla verður lögð á vandaðar Freyvangur á laugardagskvöld: Galgopar troða upp með Þorvaldi „Á sjó“ Hinir bráðhressu Galgopar halda sína árlegu jólatónleika í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit næstkomandi laugardagskvöld kl. 22. Frekar en fyrri daginn reyndist þeim félögum ekki fært að koma hinum hefðbundu jólatónleikum á fyrr en nú en til að bæta upp biðina hafa þeir félagar dregið Þorvald „Á sjó“ Halldórsson, af sjónum og mun hann taka nokkrar rispur með Galgopum. Nær ógerningur reyndist að fá upplýsingar um lagaval á tónleik- unum og eina svarið sem blaða- maður fékk við þeirri spurningu var að engin ástæða sé til að telja lögin upp því þau þekki allir. Og ef ekki þá þýði ekkert að rausa um þau! I fyrra tróð stórsöngkonan Diddú upp með Galgopum við mjög góöar undirtektir. Samkvæmt upp- lýsingum Galgopa hafa flest allir helstu söngvarar landsins óskað eftir að fá að troða upp með þeim í ár en niðurstaóan varð sú að Hinn skagflrskættaði Óskar Pétursson hleypir á skeið með hinum Gal- gopunum. Mynd: JÓH gera tilraun til að draga Þorvald „Á sjó“ fyrir fullt og allt að landi. Sem fyrr skipa Galgopa þeir Atli Guðlaugsson, hreppsnefndarmaó- ur, Oskar Pétursson, áfengisvarn- arnefndarmaður ættaður úr Skaga- firói, Vilberg Jónsson, póstút- burður og hrossaræktarmaður, Þorsteinn Jósefsson, væntanlegur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og Stefán Birgisson, kanínurækt- andi og frændi Kristjáns (þótt ótrúlegt megi virðast!) Guðjón Pálsson, í daglegu tali nefndur Gaui gleðipinni, mun leika undir ef honum tekst að læra lögin. Grínvarpa kvöldsins verður Birg- ir Sveinbjömsson, djákni. JOH bifreiðar fyrir vióskiptavinina þegar ekið er um hraðbrautir Evr- ópu og einnig hefur verið undirrit- aður samningur við ýmis hótel í Luxembourg eins og hið glæsilega Sheraton Aerogolf, sem er staðsett rétt við Findel-flugvöllinn og Hót- el Arcade, sem er steinsnar frá jámbrautarstöðinni. Þá má ekki gleyma Hótel Du Chateau í bæn- um Larochette, sem staðsett er á friðsælum stað á svæði sem kallað er „Litla-Sviss“. Hótelið veitir mjög góðan fjölskylduafslátt. í Larochette er kastali sem byggður var af þrælum Portúgala fyrr á öldum og er virkilega þess virði að skoðaður sé. Fyrir áhugamenn um loftbelgjasiglingar er rétt að geta þess aö frá 12. til 22. ágúst nk. fer fram í Larochette heims- meistarakeppni í þess konar há- Texti og myndir: Geir A. Guðsteinsson loftasiglingum. I vínbænum Gre- venmacher í Móseldalnum er hót- el sem rekið er af Akureyringun- um Ingibjörgu Sigurðardóttur og Kristjáni Karli Guðjónssyni og það að fá alla þjónustu á ylhýra málinu ætti ekki að skemma fyrir. Ekki má svo skilja við Luxem- bourg að veitingahúsið Lea Linst- er í þorpinu Frisange sé ekki heimsótt. Þessi veitingastaður er einn sá besti í allri Luxembourg en þar ræður ríkjum einn frægasti kvenkokkur heims og ætti frekari meðmæla ekki að vera þörf eða hvað? Fimmréttaður kvöldverður, sem blaóamönnum var þar boðið upp á, var hrein snilld. Börnin tala þrjú tungumál I Luxembourg búa mörg þjóðar- brot en um 28% þjóðarinnar er af erlendu bergi brotið. Flestir búa í höfuóstaðnum Luxembourg, eða um 100 þúsund manns, en íbúar eru um 400 þúsund talsins. Það sem einkennir borgina er gilið sem skiptir henni 1 tvennt og þar var byggt virki eitt mikið sem lokið var við að reisa árið 1698 sem var svo vel varið að það var kallað „Gíbraltar Norðursins“. Fram að seinni heimsstyrjöldinni var Luxembourg fyrst og fremst landbúnaðarland og einnig var þar töluverð stálvinnsla. í lok seinni heimsstyrjaldarinnar var þar háð ein grimmilegasta og mannskæð- asta orusta hennar, en þar vörðust Þjóðverjar bandarískum herafla. Skammt frá þeim stað er veitinga- og skemmtistaðurinn „Cockpit Inn“, sem rekinn var af íslend- ingnum Valgeiri Sigurðssyni og margir hafa heimsótt. Bankalög í Luxembourg eru sérsök að því leyti að yfir þeim hvílir algjör leynd, en þar eiga flestir stærstu bankar heims sín úibú og er Lux- embourg eitt stærsta gjaldeyris- viðskiptaland heimsins. Stærstur hluti Luxembourgara talar þrjú tungumál, lúxembúrgísku, sem er mállýska sem er skyldust þýsku og flæmsku; þýsku sem er mjög algeng í viðskiptaheiminum og loks frönsku sem er hið opinbera mál og er talað í öllum stofnunum, dómstólum o.s.frv. Auk þess talar yfir 80% íbúanna ensku. Að auki tala öll hin fjölmörgu þjóðarbrot sitt tungumál, þ.m.t. íslensku, en nokkur fjöldi Islendinga hefur sest að í Luxembourg, aðallega í tengslum vió flugið. Verðlag í Luxembourg er fremur hátt, enda mun það nokkuð verið tíðkað af íbúunum að fara til Þýskalands að kaupa fatnaó og til Belgíu til að kaupa matvörur. Aðalfundur Kaupfélags Eyfírðinga: Tíu fulltrúar kjörnir á aðaJfund Sambandsins Á aðalfundi Kaupfélags Eyfirð- inga voru kjörnir fulltrúar fé- lagsins til þátttöku í aðalfundi Sambands ísl. samvinnufélaga, sem haldinn verður föstudaginn 4. júní nk. í Reykjavík. Eftirtaldir hlutu kosningu: Jó- hannes Sigvaldason, Akureyri; Guðríður Eiríksdóttir, Akureyri; Valdimar Bragason, Dalvík; Magnús Gauti Gautason, Akur- eyri; Pétur Þórarinsson, Laufási; Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Ong- ulsstöðum; Sveinn Jónsson, Ytra-Kálfsskinni; Magnús Stef- ánsson, Fagraskógi; Jóhann Olafs- son, Ytra-Hvarfi og Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, Dalvík. Eftirtaldir voru kjörnir vara- menn; Gunnar Hallsson, Ulfhildur Rögnvaldsdóttir, Sigurður Jóhann- esson, Gunnlaugur P. Kristinsson, Ármann Þórðarson, Amsteinn Stefánsson, Stefán Vilhjálmsson, Guðný Sverrisdóttir, Ámi Magn- ússon og Pétur Axelsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.