Dagur - 12.05.1993, Blaðsíða 5

Dagur - 12.05.1993, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 12. maí 1993 - DAGUR - 5 Sannleikanum verður hver sárreiðastur Þetta gamla orötak kom mér í hug, er ég las skrif Friðriks Sigurðsson- ar forstjóra Kísiliðjunnar hf. í Morgunblaðinu hinn 24. apríl og Degi 27. apríl. Tilefni þessa er grein, sem birtist í sömu blöðum skömmu áður (Dagur 15/4, Morg- unblaðið 17/4) frá undirrituðum. Hún var skrifuð vegna þess, að mér og mörgum fleiri hefir blöskr- að málflutningur forstjórans og framganga öll, frá því hann tók hér til starfa. Um þverbak hefir keyrt á síðustu vikum, er forstjór- inn eys sveitunga sína svívirðingu í fjölmiðlum, séu þeir andvígir Kísiliðjunni. Öll er grein Friðriks ómálefnaleg, og leitar hann víða fanga til að fínna höggstað á þeim, sem tortryggja Kísiliójuna. Allt eru þetta þó vindhögg, og ekki bendir þessi aðferð til þess, að hann hafi góðan málstað að verja. „Hrokafullur félagsskítur“ Þcssi grein ntín var, að ég tel, málefnaleg og studd fullum rök- um, og virðist hún hafa komið illa viö forstjórann, en ég harmaði líka, að hann skuli hafa uppi þann málflutning, sem raun ber vitni og er engum til hagsbóta. Eg dró ekki saman niðurstöður í ntinni grein varóandi persónu Friðriks Sig- urössonar, sá var ekki tilgangur- inn, heldur að hrekja skoóanir og gagnrýna málflutning hans. 1 grein sinni segir Friðrik, að ég dragi upp mynd af honum sem „hrokafullum félagsskít, sem hafl þann tilgang einan í Mývatnssveit, að troða öðrum um tær og ala á sveitarríg“. Mér sýnist forstjórinn fara nærri hinu sanna mcð þessari lýsingu á sjálfunr sér, og greinin öll staó- festir þá skoðun. Hún undirstrikar vanþekkingu hans á mönnum og málefnum í sveitinni, en staðfestir um leið þá nafngift, sem hann hef- ir valið sér og fyrr er vikið að. Heittrúarsöfnuðurinn Friðrik ræðir í upphafl greinarinn- ar um „fámennan hóp vciðibænda á Mývatns- og Laxársvæðinu“ sem hafi fyrir trúarbrögð að vera á móti Kísiliðjunni, og hafi svo ver- ið í aldarfjórðung. Þeir eru líka á móti landgræðslu, breyttri skipan skólamála og fleiri æskilegum breytingum í „þessari menningar- sveit“. Eins og málum er nú komið í Mývatnssveit, virðist menningin harla rótlaus, og á sömu leið botn- gróður Ytri flóa, sem dælt hefír verið upp. (Hann visnar og deyr.) Svikamyllan Nú eru skólamál hér í brenni- punkti, og svo að heyra sem mörgum komi á óvart, að deilur rísi. Engan, sem til þekkir á þó að þurfa að undra þaó. A almennum sveitarfundi í desember 1982 var kynnt skólastefna, sem samkomu- lag hafði tekist um og enn er í gildi. Jafnframt var gerð grein fyr- ir hugmyndum um skólabyggingu í Reykjahlíó. Þær voru í engu samræmi við skólastefnuna, og augljóst, að ef þær gengju eftir, yrði Skútustaðaskóli lagður niður. Eftir þennan fund sagði ég, að ef svo héldi fram sem horfði um skólabyggingu, mundi sveitarfé- lagið klofna. A árunum 1986-90 benti ég margoft á það í sveitar- stjórn, að sú skólabygging, sem þá var hafin, samrýmdist ekki skóla- stefnunni, m.a. vegna þess að öll- um normum, sem hreppurinn ætti rétt á, hefði þegar verið ráðstafað. Því yrði ekki hægt að gera nauð- synlegar lagfæringar á Skútu- staðaskóla, þannig að framkvæma mætti á sómasamlegan hátt það kennslufyrirkomulag, er skóla- stefnan byggir á. Allt voru þetta kallaðar illar getsakir, jafnframt látið í veðri vaka, aó um leið og skólabyggingunni lyki, yrði hafist handa með lagfæringar á Skútu- stöðum. Þá var og gildandi skóla- stefna ítrekuð með samþykkt sveitarstjómar 26. jan. 1989. En það fékkst líka staðfest um sama leyti í Menntamálaráðuneytinu, að á haustdögum 1984, þegar tveir fulltrúar þess voru hér á ferð, hefði því verið að þeim hvíslað, aó stefnt væri að því að leggja niður skóla á Skútustöðum. Enda er staðreyndin sú, að hinn nýi skóli, sem var sagður byggður yflr 60 nemendur, á nú að hýsa um 80 í 1.-9. bekk, og þar að auki 10. bekk og tónlistarskóla. Þar meö telur sveitarstjórnin sjálf- sagt að ganga á margendurtekin loforð sín og leggja Skútustaða- skóla niður, þótt það valdi mörg- um nemendum og aðstandendum þcirra geysilegum óþægindum. Allt cr þetta mál einn blekkinga- vefur, hrein svikamyila. Niðurstaðan af þessu er sú,.að nú ríkir í sveitarfélaginu algjört upplausnarástand, sem staðfestir þau orð mín um árið, að þetta kynni að leiða til klofnings sveit- arfélagsins. Það verður seint hægt að kenna fámennum trúarsöfnuði á bökkum Laxár og Mývatns um þá stöðu skólamála, sem upp er komin, og þeim einum er um að kenna, sem blekkingarvefinn ófu á undanföm- um 10-12 árum. Ekki verður Kís- iliðjan hreinþvegin af þessu máli, og má m.a. benda á lánveitingar fyrirtækisins til sveitarfélagsins, sem auðvelduðu sveitarfélaginu byggingu skólans, en gerðu það þá um leið háðara Kísiliðjunni. Ahrif veðurfars „Tíðni suðvestanvinda í Reykja- hlíð hefur stóraukist undanfarin 30 ár og tíðni logndaga stór- minnkað“, segir Friðrik í grein sinni. Eg hefi engar veðurfars- skýrslur undir höndum, en rengi ekki þessi orö. Hins vegar þarf margs að gæta í þessu efni, eins og því, hvort aukningin verður á þeim árstíma sem vatnið er ísilagt eða ekki, en þó einkum því, við hvað er miðað. Það mun örugg- lega ekki miðað við næstu 30 árin fyrir 1960, sennilcga eru ekki til veðurfarsskýrslur frá þeim árum í Reykjahlíð. Tilvitnunin er óná- kvæm og segir lítiö. Ef litið er á málið út frá al- mennri skynsemi, er mín niður- staða þessi: Arin 1963-70 hafa, a.m.k. á Norðausturlandi, verið nefnd „kalár“, köld ár, flestir vetur snjóþungir, en þetta þýðir að suð- lægar áttir hafa hopað fyrir norð- lægum. Eftir 1970 batnaði tíðarfar nokkuó, margir vetur snjóléttir, en það bendir á meiri sunnanátt, þeg- ar Mývatn er undir ís. Hitt er aóal- atriði þessa máls, að frá 1925-60 var hlýindaskeið á landi hér, og það segir okkur, að suðlægar áttir hafi ríkt, enda er það alkunna, að hér voru suðvestlægir vindar nán- ast árvissir í ágúst og september á þessum árum, og um þetta vitnar margt eldra fólk í sveitinni. Á þessum árum var hér þó blómlegt fuglalíf og silungsveiði mjög góð. Köfnunarefnismengun Forstjórinn vitnar í skýrslu sér- fræðinganefndar um Mývatns- rannsóknir, en kýs að birta ekki orðréttar tilvitnanir, það hentar ekki hans málflutningi. Varðandi aukningu köfnunarefnis í Mývatni segir hann, að nefndin hafi ekki áhyggjur af þeim þætti, einungis Eysteinn Sigurðsson. sé bent á, að frekari rannsókna væri þörf á setflutningum. Þetta er rangt. Nefndin benti m.a. á að rannsaka þyrfti frekar hegðun vatnablómans vegna hækkunar á N:P hlutfalli í vatninu. Þetta kem- ur fram m.a. á bls. 29 og 56 og víðar í nefndarálitinu. Afrek heittrúarmanna Sá trúarsöfnuður, sem Friðrik talar um í upphafi greinar sinnar, og ég hefi áður vikið að, er ekki svo ýkja fámennur og á víða hauka í horni bæði hérlendis og erlendis. Barátta fyrir vemdun þessa svæðis hófst fyrir a.m.k. 35 árum, þegar stíflur voru reistar við Mývatns- ósa. Söfnuðurinn átti þátt í aó lag- færa að nokkru þau spjöll, er þar voru unnin, meó þeim hætti, að at- hygli vakti langt út fyrir landstein- ana, og olli straumhvörfum í um- gengni vió náttúruna hér á landi. Þá kom hann í veg fyrir vatna- flutning frá Skjálfandafljóti til Mývatnssvæðis og að Laxárdal yrói sökkt. En barátta þessa fólks leiddi enn fremur til þess, að jarð- gufuvirkjun reis vió Kröflu, og að lög voru sett til verndunar Laxár og Mývatns. Vissulega er þetta allnokkuð, enda er ég stoltur af þátttökunni. Um náttúruvernd Ég hefí á liónum 20 árum unnið verulega að landgræðslu hér í heimalandi eins og margir bændur í sveitinni og vítt um landið. Ekki bendir það til þess, að ég sé á móti landgræðslu. Ég hefi gagnrýnt ýmsar aðgerðir Landgræðslu ríkis- ins og tel að margt mætti þar betur fara. En gamalt máltæki er að „sá er vinur, sem til vamms segir“, og á það viö um þetta mál. Bændur í Mývatnssveit hafa eins og aðrir mátt þola milli 20 og 25% sam- drátt sauðfjárframleiðslu, en þeir hafa líka stytt mjög beitartíma á afrétti bæði haust og vor og þann- ig brugðist við kröfum um bætta umgengni við landið. Sjálfur hefi ég síðustu ár haft um þriðjung fjár í heimalöndum. Þetta er hægt vegna þeirra landgræðslustarfa, sem áður getur, og samvinnu við Landgræðsluna síðustu 2-3 ár. Þetta eru forstjóranum væntanlega framandi viðbrögð, ef miðað er vió það, hvemig hann sjálfur bregst við gagnrýni. „Hann (þ.e. undirritaður) hlýtur líka að láta af kröfum um að Lax verði fluttur upp í Laxá ofan Lax- árvirkjunar.“ Þessi klausa svo og ummæli höfundar um sandfok, haugakjöt o.fl. verður varla skoð- að öðruvísi en sem marklaust skít- kast, sem staðfestir vanþekkingu höfundar. Samningur til lausnar Laxár- deilu var gerður fyrir réttum 20 árum. Þar var kveðið á um bygg- ingu fiskvegar upp fyrir virkjanir í Laxá, þannig að laxrækt gæti haf- ist þar. Rannsóknir 1971-76 sýndu, að fæðuframboð var slíkt í Laxá fyrir fugl og fisk, að engin hætta stafaði af laxi á svæðinu. Hann mundi aðeins auka fram- leiðslu árinnar. Þegar svo Kísiliðj- an hefir starfað í 20 ár, er ástand svæðisins orðið þannig að áliti sérfræðinga, aó fæðuframboð tak- markar stærð urriða- og anda- stofna í Laxá, og því ekki talið æskilegt að flytja þangað lax. Forstjórinn þarf engar áhyggjur að hafa af því, að við leitumst ekki við að umgangast náttúruna á ábyrgan hátt. Hitt er þó ofrausn og reyndar misskilningur hans, að ætla okkur hafa lundið upp og innleitt hér varúðarregluna. Það bætast stöðugt nýir liðsmenn þess- um ágæta söfnuði, nú síðast ráð- herrar iðnaðar- og umhverfismála. Um leiö og þeir kynntu nýtt námaleyfi Kísiliðjunnar, fluttu þeir jafnframt þann gleðiboðskap, að upp skyldi tekin varúðarreglan í umgengni vió náttúruna hér eins og hjá öðrum vestrænum þjóð- um. Fór þetta fram hjá forstjóran- um eða hvað? Vonandi veit hann hvað það merkir. Eða vill hann ekki vita það! Um aðkomufólk Oft höfum við, sem tortryggt höf- um rekstur Kísiliðjunnar fengið að heyra, að við værum á móti því fólki, sem flust hefír í sveitina, það væri óvelkomið. Auðvitað er þetta fjarstæða, enda hafa þessar raddir ekki heyrst um nokkurt skeið, þar til nú að forstjórinn hef- ur upp þennan söng aó nýju. Fróð- legt væri, ef hann gæti nefnt dæmi máli sínu til sönnunar. Ég held aó þau finnist ekki ut- an eitt, en það snertir forstjórann sjálfan, enda er framganga hans og afskipti af mönnum og málefn- um hér með þeim hætti, að sem betur fer á slíkt sér enga hlið- stæðu. Eysteinn Sigurðsson. Höfundur er bóndi aó Amarvatni í Mývatnssveit. ^Pe d tomyn dir7 -NÝTT -NÝTT PÚSLUSPIL EFTIR ÞINNI EIGIN MYND ÆVINTYRI SUMARSINS Hestasumarbúðir sumarið 1993 Ytri-Vík Árskógsströnd Eyjafirði INNRITUN ER HAFIN Námskeið nr. 1 hefst 1. júní. Námskeið nr. 2 hefst 8. júní. Námskeið nr. 3 hefst 15. júní. Farið verður á hestbak tvisvar sinnum á dag. Hestaútilega, sjóstangaveiði, kvöldvökur, veiði, sund og margt fleira. Upplýsingar og pantanir í síma 96-61630 og 96- 61982 alla daga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.