Dagur - 19.05.1993, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 19. maí 1993 - DAGUR - 5
Fréttir
Landsbankahlaupið hitt átt-
unda í röðinni fer fram laugar-
daginn 22. maí og hefst kl.
11.00. Framkvæmd hlaupsins
verður með svipuðu sniði og
undanfarin ár, að því undan-
skildu að nú hleypur hver ár-
Karlakðr Akureyrar-
Geysir:
Vortónleikar í
Skeimnimiii
Karlakór Akureyrar-Geysir
verður með sína þriðju vortón-
leika í Skemmunni á Akureyri
nk. fimmtudag (uppstigningar-
dag) kl. 20.30 og á sunnudag á
sama tíma. Einsöngvarar með
kórnum eru þeir Jón Þorsteins-
son tenórsöngvari og bariton-
söngvarinn Michael Jón
Clarke.
Blásarasveit æskunnar leikur
undir í tveimur lögurn, í Land-
kjcnning eftir Grieg og í Her-
niannakór úr Faust.
A efnisskrá eru lög eftir inn-
lenda og erlenda höfunda en inn-
lendu höfundamir eru þeir Arni
Thorsteinsson, Björgvin Guð-
mundsson, Jóhann O. Haraldsson,
Karl O. Runólfsson, Jón Björns-
son, Sigvaldi Kaldalóns og Sigfús
Einarsson. GG
Tónlistarfélag V-Hún:
Marteinn Frið-
riksson heldur
orgeltónleika
Síðustu reglulegu tónleikar Tón-
listarfélags Vestur-Húnvetninga
verða haldnir í Hvammstanga-
kirkju í kvöld, 19. maí, kl. 21.
Marteinn Friðriksson, organ-
isti Dómkirkjunnar í Reykjavík,
slær botninn í fjölbreytta og
glæsilega vetrardagskrá félagsins.
Marteinn ætlar aö flytja áhuga-
fólki um góða tónlist verk eftir
Mendelssohn, Brahms, J.S. Bach
og íslenku tónskáldin Jón Nordal
og Pál Isólfsson.
Orgel Hvammstangakirkju er
13 radda pípuorgel, smíðað í Dan-
mörku 1985 af Bruno Christian-
sen. (Fréttatilkynning)
Sunnuból 5 ára:
Opið hús í dag
Leikskólinn Sunnuból á Akureyri
er 5 ára á þessu ári og af því til-
efni verður opið hús miðvikudag-
inn 19. maíkl. 10-12 og 15-17.
A dagskrá verður m.a. mynd-
listarsýning barnanna á Sunnubóli
og sýnt verður myndband um
starfsemi leikskólans. Kaffi og
kökur verða á boðstólum og eru
allir velkomnir í heimsókn.
Todmobile
í Sjallanum
I kvöld leikur hljómsveitin
Todmobile í Sjallanum á Akur-
eyri. Aðdáendur hljómsveitarinn-
ar ættu að gleðjast þar sem hún
hefur ekki leikið lengi á Akur-
eyri. Hljómplata er væntanleg frá
Todmobile á næstunni og mun
hún leika lög af henni og gömul
lög í bland. Húsið verður opnað
kl. 23. (Fréttatilkynning)
Bíiar No. 1 frá Evrópu - Beriö saman verð og gæöi.
0 Höldur hf. söludeild
REMAULT tryggvabraut 10
Einingarfélagar
Aöalfundur Verkalýösfélagsins Einingar verður hald-
inn í Alþýðuhúsinu Akureyri fimmtudaginn 27. maí
nk. kl. 20.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Ársreikningar liggja frammi á skrifstofum félagsins.
Félagar fjölmenniö. Kaffiveitingar.
Stjórnin.
£ m
10 -18
Höldur hf.
...tekur viö sem sölu- og þjónustuaðili
á Renault og BMW bílum frá Bílaumboðinu hf.
• SUIHAR H JÁ RENAULT •
. fcomdu. op sdoðaða. hída sem s£ara tframúr
Landsbankahlaupið á laugardag
- um 720 börn tóku þátt í hlaupinu á Akureyri í fyrra
gangur sér, skipt eftir kyni. Eins
og áður er hverjum afgreiðslu-
stað á landinu falið að sjá um
framkvæmd hlaupsins í sam-
vinnu við fulltrúa Frjálsíþrótta-
sambands íslands.
Öll böm fædd árin 1980, 1981,
1982 og 1983 geta tekið þátt í
hlaupinu, óháð búsetu. Þannig eru
átta hlaup á Akurcyri, drengir
fæddir 1980, ’81, ’82 og ’83 og
stúlkur fæddar 1980, ’81, ’82 og
’83.
Aldurshópar hlaupa mislangt,
börn fædd 1980 og 1981 hlaupa
1.500 metra en börn fædd 1982 og
1983 hlaupa 1.100 metra. Veitt
verða þrenn verðlaun, gull, silfur
og brons í öllum hlaupunum átta,
samtals 24 verólaunapeningar.
Einnig verða dregin út nokkur
númer þátttakenda og hljóta vinn-
ingshafamir Kjörbók með 4.000
kr. innistæðu. Þess utan fá allir
þátttakendur derhúfu og viður-
kenningarskjal.
A Akureyri má að venju búast
við mikilli þátttöku en á síðasta
ári tóku 720 böm þátt í hlaupinu.
Skráning fer fram í Landsbanka
Islands, Strandgötu 1, Akureyri,
Brekkuafgreiðslu , Kaupangi við
Mýrarveg og í afgreiðslunni á
Svalbarðscyri. Hlaupið hefst við
afgreiðslu bankans í Strandgötu 1
og eru þátttakendur beðnir að
mæta þar kl. 10.00, eða klukku-
stund áður en hlaupió hefst. Að
hlaupinu loknu verður boðið upp
á veitingar. KK
RENAULT
- jjrmLtfanii'íkiwlroM'