Dagur - 19.05.1993, Blaðsíða 11

Dagur - 19.05.1993, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 19. maí 1993 - DAGUR - 11 Afmæliskveðja_______________________ Ámi Friðgeirsson áttræður Árni Friðgeirsson, fyrrum ráðs- maóur Ménntaskólans á Akureyri, er áttræður í dag. Trúmennska og hógværð hafa einkennt Árna Frið- geirsson alla tíð enda þótt hvorki sé hann skaplaus maóur né skoð- analaus, eins og fram getur komið í hnitmiðuðum athugasemdum hans um menn og málefni, oröum sem ekki þurfa að vera ýkja mörg, því að margmáll er Árni ekki. En orö hans eru beinskeytt, enda er Árni Friðgeirsson afsprengi ís- lenska bændasamfélagsins, þar sem orðsins list hefur verið í há- vegum höfð og virt meira en aðrar náðargáfur guðs. Árni Friðgeirsson er fæddur að Landamótaseli í Kaldakinn 19. maí 1913, yngstur átta barna hjón- anna Kristbjargar Einarsdóttur frá Björgum Grímssonar og Friógeirs Kristjánssonar frá Finnsstöðum Kristjánssonar frá Hóli í Kinn, en þau höfðu reist bú að Landamóta- seli árió 1902, sem þá var talin lít- il jörð og niðurnídd. Systkini Árna Friðgeirssonar voru elst Karitas (f. 1890), gift Eið Arngrímssyni bónda á Þór- oddsstað; Helga (f. 1893), kona Jóns Sigurðssonar í Ystafelli; Hildur (f. 1895), fyrri kona Bald- urs Baldvinssonar á Ofeigsstöð- um, sem dó 1923 af barnsförum; Hólmfríður, sem dó á öðru ári úr barnaveiki; Þórir (f. 1901), lcngi gjaldkeri Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík og átti Arnfríði Karls- dóttur frá Túnsbergi á Húsavík, en Þórir er enn á Húsavík; Einar (f. 1903), bóndi í Engihlíð, nýbýli úr landi Þóroddsstaðar, en kona hans var Hulda Baldvinsdóttir frá Ófeigsstöðum, og Ingimar (f. 1908), sem bóndi var á Þórodds- stað, nú búsettur á Akureyri. Árið 1916 fluttist Arni með foreldrum sínum og systkinum frá Landamótaseli að Þóroddsstað í Kinn, en faðir hans tók staðinn á leigu þegar Þóroddsstaður var nið- ur lagður sem prestsetur, og bjó Friðgeir þar til dauðadags. Árni Friðgeirsson ólst upp hjá foreldr- um sínum til ársins 1932 að hann settist í Menntaskólann á Akureyri og tók þaðan gagnfræðapróf árið 1935 með hárri fyrstu einkunn. Um haustið settist Árni í stærð- fræðideild skólans er hætti námi og settist í Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi og lauk það- an prófi 1941. Eftir það vann hann við garðyrkjustöð að Nesjavöllum í Grafningi, stundaði unglinga- kennslu á Svalbarðsströnd og var bryti við Laugaskóla í Reykjadal veturinn 1942 til 1943, en réðst þaðan sem ráðsmaður við Menntaskólann á Akureyri haust- ið 1943, er Stefán Gunnbjöm Egils- son frá Laxamýri lét af störfum. Árið 1972 tók Árni við starfi gjaldkera Menntaskólans á Akur- eyri, og enn starfar hann í skrif- stofu skólans og hefur því verió starfsmaður skólans í 50 ár eða lengur en nokkur annar og starfað undir stjóm allra skólameistara, sem setið hafa við skólann síöan Menntaskólinn á Akureyri fékk réttindi til að brautskrá st'údenta. Árni hefur unnið skólanum bæði vel og lengi og hefur tekið til hendi þar sem þurfti og unnið flest störf við skólann nema að kenna, og má segja að Árni sé orðinn eitt af sameiningartáknum norðan- stúdenta, því að allir muna Áma Friögeirsson. Hinn 14. september 1950 gekk Árni að eiga Kristínu Benedikts- dóttur frá Vöglum í Hrafnagils- hreppi. Kjörsonur þeirra er Ingi- mar (f. 1961), kennari við Verk- menntaskólann á Akureyri. Ingi- mar Árnason er kvæntur Sigurlínu Jónsdóttur frá Dalvík og eiga þau tvö börn, Kristínu og Arna, sem eru sólargeislar í lífi Árna Frið- geirssonar. Kristín Benediktsdóttir andaðist 24. júlí 1976 eftir haröa Eins og fram hefur komið í frétt- um hefur verið samþykkt reglu- gerð um sölutjöld í miðbæ Akur- eyrar. Samkvæmt þeirri reglugerð er fólki heimilt aó setja upp sölu- tjöld á vissum afmörkuðum svæð- um í miðbænum þeim að kostnað- arlausu. Öllum er frjálst að koma með ýmsan söluvarning alla daga vikunnar. Junior Chamber Akur- eyri hefur ákveðiö að flytja Bólu- markaðinn í miðbæinn og mun hann verða starfræktur úr sölu- tjöldum á laugardögum frá kl. 11 til 15 í sumar. Bólumarkaðurinn hefur starfað frá því í haust við sjúkdómslegu. Gott var að koma á heimili þeirra Stínu og Áma, þar sem tekið var á móti fólki af ljúf- mennsku, stundum af gustmikilli glaðværð en ávallt af mannlegri hlýju. Á þeim árum fannst mér ég stundum sitja einhvers staðar á bak við heiminn þegar ég sat í eld- húsinu hjá þeim, svo undra nærri hinu iðandi lífi en þó í skjóli þar sem önnur lögmáll giltu en sá tími setur, sem ávallt er að hlaupa frá okkur. Eftir að Stína dó, lagðist Árni í ferðalög og hefur gert víðreist bæói vestan hafs og austan og haft mikla ánægju af, auk þess sem hann hefur alla tíð lagt rækt við söfnunareðli sitt í „frímerkjamafí- unni“ á Akureyri, eins og hann kallar þennan félagsskap nokkurra norðlenskra sæmdarmanna sem hittast á síðkvöldum allan vetur- inn að skoða frímerki og mynt sína. Enn er Árni Friðgeirsson ung- legur og em, þótt heymin sé örlít- ið farin að dofna - enda heyrt margt. Hann fylgist með fram- vindu heimsmála og þróun lands- mála af miklum áhuga sem fyrr og hefur skoðun á málum. Sú skoðun hefur mótast af langri sambúð við land og lýð, og honum er í merg borinn trúnaður við land sitt og þjóð, sem vió bændur höfum margir haft og haldið hefur lífinu í þessari þjóð í þúsund ár. Sú ný- tísku skoðun að íslendingar eigi að lúta tilskipunum stjórnvalda suður á Vallandi og kaupa smjör frá Hollandi og kjöt frá Spáni er honum því ekki að skapi. Á þessum merku tímamótum vil ég færa Árna ráðsmanni bestu hamingjuóskir og þakkir fyrir allt hið mikla og góða starf, sem hann hefur unnið Menntaskólanum á Akureyri í hálfa öld og fyrir vin- áttu hans um áratuga skeið. Tryggvi Gíslason. miklar vinsældir bæjarbúa. Með því að bjóða upp á sölutjöld og borð til leigu gegn vægu verði getum við aukið þjónustu við söluaðila. Það er trú okkar að skipulagður útimarkaður muni auka og bæta mannlíf miðbæjarins auk þess sem þjónusta við þá fjöl- mörgu ferðamenn sem sækja okk- ar fagra bæ heim muni aukast. Þeir sem áhuga hafa á aó panta sér borð og eða skjóltjald hafi vin- samlegast samband vió Ásthildi í síma 26869 á kvöldin. (Fréttatilkynning). Akureyri: Bólumarkaðurinn í miðbænum í sumar Krakkar 7-10 ára Enn eru laus pláss í Sumarbúðum kirkj- unnar við Vestmannsvatn í 1. flokki 8.-15. júní og 3. flokki 28. júní - 5. júlí. Innritun í síma 96-27540 og í símum 96-26179, 96-61685, 96-43545. Utboð Húsfélagiö Borgarhlíö 1-3-5, Akureyri, óskar eftirtil- boðum í steypuviðgerðir utanhúss á Borgarhlíð 1-3-5. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., Glerárgötu 30. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 1. júní 1993 kl. 11.00. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN hf GLERAHGATA 30 ■ 600 AKUREYRI • SlMI 96-22543 • FAX 96-11190 miðvikudagskvöld Fimmtudagur lcL 15.00 Blúsmenn Andreu Aðgangur ókeypis brauð ARBRAUB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.