Dagur - 19.05.1993, Blaðsíða 7

Dagur - 19.05.1993, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 19. maí 1993 - DAGUR - 7 ÍÞRÓTTIR Halidór Arinbjarnarson Stofnað 1915 Besti árangur: 3. sæti í 1. deild 1985 og 1992. Undanúrslit í bikar- keppni KSI 1985, 1987 og 1991. 3. deildar meistari 1975. 6. flokks meistari 1990. Stærstu deildarsigrar:7:0 gegn Völsungi í 2. deild 1976, 7:0 gegn Þrótti Nes. 1982. Stærsta deildartap:0:6 gegn KR í 1. deild 1977. Ferill á íslandsmóti:3. deild 1975. 2. deild 1976. 1. deild 1977. 2. deild 1978-1980. 1. deild 1981. 2. deild 1982. 1. deild 1983-1990. 2. deild 1991. l.deild 1992- 1993. Nýir leikmenn: Páll Gílason og Öm Viðar Amarson frá KA. Gísli T. Gunnarsson frá Hvöt. Farnir frá síðasta sumri:Bjami Sveinbjörnsson í IBV, Axel Vatns- dal í Völsung og Kristján Kristjánsson, hættur. Flestir leikir í 1. deild (fyrir Þór):Nói Bjömsson 164, Júlíus Tryggvason 133, Halldór Askelsson 123, Jónas Róbertsson 122, Kristján Kristjánsson 114, Hlynur Birgisson 114. Flest mörk í 1. deild:Halldór Áskelsson 34, Bjami Sveinbjömsson 31, Kristján Kristjánsson 28, Hlynur Bírgisson 19, Jónas Róbertsson 19. Markahæstir síðasta sumar:Bjami Sveinbjömsson 11, Sveinbjöm Hákonarson 6, Halldór Áskelsson 3. Axcl Gunnarsson 20 ára - 0 lcikir Árni Þór Árnason 23 ára - 42 leikir Ásmundur Arnarsson 21 árs - 23 leikir Birgir K. Birgisson 22 ára - 1 leikur Birgir Þór Karlsson 24 ára - 40 leikir Gísli T. Gunnarsson 21 árs - 0 leikir Halldór Áskeisson 28 ára - 146 ieikir Hlynur Birgisson 25 ára - 114 leikir Jón Hclgi Pctursson 19 ára - 0 lcikir Mikacl Jóhannsson 19 ára - 0 leikir Júlíus Tryggvason 27 ára - 133 leikir Páll Gíslason 23 ára - 38 leikir Lárus Sigursson 22 ára - 19 leikir Sigurbjörn Viðarsson 33 ára- 88 leikir Lárus Orri Sigurðsson 20 ára-31 lcikur Stcindór Gíslason 20 ára - 1 Icikur Svcinbjörn Hákonarson 36 ára - 178 leikir Sveinn Pálsson 26 ára - 52 leikir Sverrir Ragnarsson 22 ára - 3 leikir Þórir Áskelsson 22 ára - 24 Ieikir Árni Þór Árnason missir af fyrstu umfcrðunum á íslandsmótinu en mætir cngu að síður gallvaskur til lciks. Ég er svekktur yfirspánni - segir Sigurður Lárusson Sigurður Lárusson þjálfar nú iið Þórs 3. árið í röð. Undir hans stjórn náði liðið að endur- heimta sæti sitt í 1. deild og náði síðan 3. sæti deildarinnar sl. haust eftir að hafa verið í topp- baráttunni allt frá upphafi. Sig- urður sagði sumarið leggjast vel í sig, hópurinn væri sterkur og þó undirbúningurinn hefði mátt vera betri væri hann eins og alltaf, bjartsýnn í upphafi móts. Hann kvaóst vera þokkalega sáttur við leiki liðsins það sem af er í vor. „Mér sýnist að þær breytingar á liðsuppstillingu sem ég hcf verió að prófa komi nokk- uð vel út. Ég hef verió að prófa mig áfram með að færa menn til inn á vellinum og þetta hefur ver- ió að smella saman að undan- fömu. Urslitin í þessum leikjum hefðu kannski stundum mátt vera önnur en það skiptir ekki öllu máli í þessum æfingaleikjum." Helstu breytingar á leikmanna- hópi Þórs frá síðasta ári eru þær að Bjami Sveinbjörnsson hefur horfið á braut en Páll Gíslason, Gísli T. Gunnarsson og Öm V. Amarson bæst við. Sigurður taldi hópinn heldur sterkari en í fyrra og hafa alla burði til að standa sig vel. Hann sagói ungu leikmenn- Örn Viðar Arnarsson 27 ára - 69 ieikir ina, eða „kjúklingana" eins og hann kallaði þá, vera orðna cinu ári eldri og reynslunni ríkari. Þeir ættu því að geta skilað meiru í sumar en á síðasta tímabili. Á mánudaginn var birt spá, fyr- irlióa, þjálfara og formanna 1. deildar félaganna um gengi lið- anna í sumar. Þar var KR spáð efsta sætinu en Þór því 5. Áð- spurður um þetta atriði sagðist Sigurður vera svekktur yfir aó hafa ekki lent í neðsta sæti eins og í fyrra, en þá gáfu Þórsarar spámönnunum langt nef með eft- irminnilegum hætti. Varðandi undirbúning liðsins nú og í fyrra sagðist Sigurður vera þokkalega sáttur. Veturinn hafi vissulega verið erfiður og þegar aóstæðumar eru ekki betri en raun ber vitni þá má ekkert út af bregða með veðrió til aó allt fari út um þúfur. Líkt og með önnur lið á landsbyggðinni er erfitt að ná öllum hópnum saman til æfinga yfir veturinn. Ámi Þór Ámasson er enn við nám í Kanada og getur ekki leikið á sunnudaginn og þá er óvíst hvort Halldór Áskelsson get- ur mætt til leiks á KR-völlinn, vegna meiðsla á hásin. Það er hins vegar ekki fyrr en í 3. umferð sem Þór á heimaleik og þá gegn Islandsmeisturum ÍA. Sigurður Lárusson Þjálfari

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.