Dagur - 15.06.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 15.06.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 15. júní 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐKR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RIKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRIMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Enn eitt stóráfallið Atvinnulíf á Akureyri hefur orðið fyrir mörgum og þungum áföllum síðustu ár. Hvert stórfyrir- tækið á fætur öðru hefur orðið gjaldþrota með þeim afleiðingum að atvinnuástand í bænum er nú verra en nokkru sinni fyrr. Ástandið er sérlega slæmt í fata- og skinnaiðnaði enda hafa áföllin þar verið þyngri og tíðari en í öðrum at- vinnugreinum. Til marks um það má nefna að störfum í þessum greinum framleiðsluiðnaðar á Akureyri hefur fækkað um tæp 400 síðastliðin fimm ár og um a.m.k. 650 frá árinu 1985. Það segir sig sjálft að slík fækkun er langt umfram það sem bæjarfélag á stærð við Akureyri getur borið. Að auki hefur störfum fækkað til muna í málm- og skipasmíðaiðnaði, byggingariðnaði og fleiri mikilvægum atvinnugreinum á allra síð- ustu árum. Gjaldþrot íslensks skinnaiðnaðar hf. er enn eitt stóráfallið fyrir atvinnulífið á Akureyri á skömmum tíma. Hjá fyrirtækinu störfuðu um 200 manns og það var því einn stærsti atvinnu- rekandi bæjarins. Gjaldþrot fyrirtækisins er hið þriðja í röðinni hjá þeim fyrirtækjum sem yfir- tóku starfsemi Iðnaðardeildar Sambandsins á Gleráreyrum á sínum tíma. Álafoss hf. varð fyrst þessara fyrirtækja til að verða gjaldþrota, sumarið 1981; í fyrra lagðist skóframleiðsla á Akureyri niður í kjölfar gjaldþrots Skóverk- smiðjunnar Striksins hf. og nú bætist gjaldþrot íslensks skinnaiðnaðar hf. við hörmungasögu fyritækjanna á Gleráreyrum. Einnig má minna á að rekstur Foldu hf., sem stofnuð var á rústum Álafoss hf., stendur engan veginn traustum fót- um. Fyrirtækið var rekið með tapi í fyrra og í hagræðingarskyni var starfsmönnum þess fækkað verulega um áramótin síðustu. Vonandi skila þær aðgerðir sér í náinni framtíð í betri af- komu og traustari rekstri. Akureyri hlaut á sínum tíma viðurnefnið „iðnaðarbærinn11. Nú er hins vegar svo komið að það viðurnefni á naumast við lengur. Bæjarbú- ar standa ráðþrota frammi fyrir þeim hörmung- um sem dunið hafa yfir atvinnulífið á Akureyri á undanförnum árum. Því miður virðast bæjar- yfirvöld ekki heldur sjá nein ráð til að koma bágstöddum fyrirtækjum til aðstoðar, enda hafa áföllin verið mörg og stór á skömmum tíma, sem fyrr segir. Engu að síður er ljóst að forráðamenn bæjarfélagsins verða að hafa forgöngu um að milda þetta síðasta áfall með öllum tiltækum ráðum. Hér er um að ræða að koma í veg fyrir að rekstur, sem skilað hefur bæjarsjóði umtals- verðum tekjum á liðnum árum, leggist af fyrir fullt og allt. Hér er þó öllu öðru fremur um það að ræða að koma í veg fyrir að 200 manns bæt- ist á þéttskipaða skrá þeirra sem enga atvinnu hafa. Miklu má fórna til að afstýra þeim skelfi- lega veruleika. BB. rOKDREIFAR________________________________ Turn, flatgryfla eða rúflubaggar - hvaða aðferð er hagkvæmust? I nýjasta tölublaði Búnaðar- blaðsins Freys (10. tbl. maí 1993) er grein eftir Óttar Geirs- son sem hann byggir á sænska ritinu Husdjur, en þar er sagt frá umfjöllun nokkurra aðila og samanburði þeirra á kostn- aði við votheysverkun í turni, flatgryfju og rúlluböggum. Grein Öttars fer hér á eftir. Þótt ekki komi fram nein af- dráttarlaus niðurstaða um það hvaða aðferð sé hagkvæmust eða best og ekki sé víst að allt það sem reynist vel í útlöndum reynist vel hér á landi, finnst mér reynsla þeirra í Svíþjóó hvað votheys- verkun varðar vera nokkuó svipuð reynslu manna hér og reyni því aö cndursegja helstu niðurstöður greinarinnar. Rúllubaggarnir ódýrastir Fyrst er greint frá útreikningum sem Hans Halvarsson hjá léns- stjórninni í Östersund geröi. Hann bar saman kostnað viö votheys- verkun á 30 kúa búum í turni, tlat- gryfju og rúlluböggum. Nióur- staða hans var sú að árlegur bygg- inga- og vélakostnaður sé lang- minnstur viö rúllubaggana, en nokkuó svipaður við turn og flat- gryfju. Ef hann setti vélakostnað við turn 100 var kostnaður við flatgryfju 95, en ekki nema 57 við baggana. Röðin var alveg öfug þegar vinnukostnaður var skoðað- ur. Turninn krafðist minnstrar vinnu en rúllubaggarnir mestrar, sérstaklega á veturna viö gjafir. Hlutföllin voru: turn 100, flat- gryfja 128 og baggar 140. Saman- lagður kostnaður við vothcysverk- unina skiptist í hlutföllunum: Turn 100 Flatgryfja 104 Rúllubaggar 78. Gæðin eru sambærileg Birgitta Gunnarsson, ráóunautur á Skáni, hefur fylgst meó fram- leiðslukostnaði á votheyi um ára- bil og kemst aö dálítið annarri niðurstöðu, en ekki eru heldur sömu póstar teknir með í hennar útreikninga og þeir sem áður er skýrt frá. Framleióslukostnaður á votheyi á bæjum á starfssvæói hennar er þannig í sænskri mynt talið. Flatgryfjur 10-35 aurar á kg þurrefiiis. Rúllubaggar 13-30 aurar á kg þurrefhis. Turn 30-65 aurar á kg þurrefn- is. Þarna er reiknað með íblöndun- arefnum, plasti, byggingum, við- haldi og vöxtum, en uppskeru er sleppt. Birgitta Gunnarsson segir mis- mun milli búa, sem nota sömu verkunaraðferð, iðulega vera rneiri en milli búa sem nota ólíkar aðferðir. Þá leggur hún áherslu á að ekki sé merkjanlegur gæóa- munur á votheyinu eftir verkunar- aðferðum, en hins vegar sé hann oft mikill milli einstaklinga. Gæð- in fara einfaldlega eftir því hversu vandvirkir menn eru við verkun- ina hvort sem þeir nota turn, flat- gryfju eða rúllubagga. Turnar bestir Þá er sagt frá niðurstöðum Börja Magnusson sem er ráðunautur í Mið-Svíþjóð. Hann telur stálturna heppilegustu lausnina og þeir séu í raun ekki dýrari en flatgryfjur og rúllubaggar, ef fullt tillit sé tekið til afskrifta og fóðurtaps frá slætti til gjafar. Stálturnar endast miklu lengur en flatgryfjur, a.m.k. með sambærilegu viðhaldi og fóðurtap í þeim er yfirleitt mun minna en viö hinar aðferðirnar en þann mun telja menn oftast minni þegar þeir reikna framleiðslukostnaðinn. Niðurstöður hans eru í stórum dráttum þessar: Turn og flatgryfja 92-193 aurar á kg þurrefnis og rúllubaggar 95- 180 aurar. Með samvinnu má lækka fram- leiðslukostnaöinn I sænsku greininni er bent á að ná megi kostnaði við heyverkun verulega niöur, ekki hvað síst með samvinnu og sameign á þcim vél- um sem nota þarf vió hiróingu. Tekió er dæmi af þremur meðal- stórum búum með 30 til 50 kýr hvert. Með samvinnu vió votheys- gerð í rúlluböggum var kostnaói náð niður í 12 aura (um 1,20 ísl. kr.) á kg þurrefnis á sama tírna og þeir sem óhagkvæmast unnu verk- ið fengu kg á 50-80 aura (5-8 ísl. kr.). A stærsta búinu í héraðinu, þar sem túnið var 50% stærra en samanlögð túnstærð býlanna þriggja, varó kostnaðurinn 14 aur- ar á kg þurrefnis. Með samvinnu höfðu meóalstóru búin náð kost- um stórbúa hvað hagkvæmni í þessum rekstri leió. Hvaó rúllubagga áhrærir er bent á að verið sé að þróa tækni vió aó gefa út böggunum, m.a. baggatætara, sem gæti e.t.v. breytt kostnaðarhlutföllum á skömmum tíma. Þá er einnig bent á þann stóra kost sem baggarnir hafa um- fram hinar aóferðirnar tvær að ekki þurfi að gefa úr þeim í sömu röó og hirt er, heldur megi velja hvaða hey er gefið hverju sinni. I gryfjunni veróur að gefa besta eða lakasta heyið þegar aó því kemur við losunina, en bestu baggana má geyma þar til þörfin fyrir þá er mest. Lokaorð Eins og sjá má, eru niðurstöður og ályktanir hinna sænsku ráóunauta nokkuð mismunandi en þó virðist mér einkum að þeir leggi mis- mikla áherslu á einstök atriði. Af greininni má draga þá ályktun í stórum dráttum að votheysverkun í turnum kosti mikió í tjárfestingu í upphafi en síðan lítið í vinnu úr því, en við rúllubagga er tiltölu- lega lítil fjárfesting í upphafi en þeir eru vinnufrekir. Flatgryfjur eru svo þarna á milli, kosta minna en turnarnir en eru vinnufrekari og eru dýrari en rúllubaggar en kosta minni vinnu. Oftast eru það að- stæður á búinu, m.a. hvaða að- staða er þar fyrir, sem ræður hvaða votheysverkunaraðferð veróur fyrir valinu. Tónlist Vorkliður I Vorkliður er tónlistarhátíð, sem í fyrsta sinn var haldin á síðasta ári. Hún fékk góðar viðtökur, svo að ákveðið var að efna til annarrar á þessu vori. Haldnir voru tvennir tónleikar og voru þeir fyrri í Iþróttaskemmunni sunnudaginn 6. júní. Fyrir hlé á efnisskrá fyrri tón- leika Vorkliðs voru verk cftir Pál ísólfsson, við ljóð Davíðs Stefáns- sonar. Eftir hlé voru flutt verk eft- ir Edward Grieg. Flytjendur voru einsöngvararnir Ingibjörg Mar- teinsdóttir, sópran, Þuríður Bald- ursdóttir, alt, Jón Þorsteinsson, tenór, og Michael Jón Clarke, bariton. Einnig kom fram Karla- kór Akureyrar- Geysir og Þráinn Karlsson, leikari las ljóð. Undir- leikari á píanó var Gerrit Scuil og stjórnandi kórsins var Roar Kvam. Þráinn Karlsson las ljóó eftir Davíð Stefánsson og Bjornsson af næmri tilfinningu og fallega. Sér- lega vel tókst túlkun ljóöanna Trcð og Ungfrúin, sem bæði eru eftir Bjornstjerne Bjornsson og bæði þýdd af Magnúsi Asgeirs- syni. Hver einsöngvaranna söng tvö lög en auk þess mynduðu þeir ein- söngvarakvartett. Kvartettinn söng án undirleiks og var engan veginn það, sem hann hefði mátt vera. Raddir söngvaranna féllu illa sam- an og á fáeinum stöðum var ekki meira en svo að hreint væri sung- ið. Þá komu raddir einstakra söngvara fram úr hljóm á nokkuð mörgum stöóum svo að í heild var flutningur kvartettsins engan veg- inn áheyrilegur. Ingibjörg Marteinsdóttir söng seinna lag sitt fallega, en það var En dr0m eftir Grieg við ljóð eftir Bodenstedt Rolfsen. Ingibjörg náði góðri mótun tóns og laglínu og virtist njóta sín í llutningi lags- ins. Þuríóur Baldursdóttir söng Hrosshár í strengjum eftir Pál Isólfsson við ljóð Davíós og Med en vannlilje eftir Gricg við Ijóö eftir Henrik Ibsen. Þuríður llutti bæói lögin fallega og sérlega vel hið síóara. Full rödd hennar naut sín vel. Jón Þorsteinsson fór fínlega rneð seinna lag sitt, sem var Jeg elsker dig eftir Grieg við ljóð H. C. Andersens. Jón hefur gott vald á innilcika í flutningi og gat ótruflaó beitt þcirri getu sinni í þessu lagi, þar sem texti þess var honum tamur. Michael Jón Clarke gerði vel í báðum lögum sínum, sérlega því síóara, Sá du knosen eftir Grieg við Ijóð eftir Holger Drachmann, sem hann túlkaði af léttleika og fjöri. Fyrra lagiö, Vögguvísu eftir Pál Isólfsson við ljóð Davíðs, var einnig fallega ilutt þar til kom að síðasta tóni, sem var ekki að blæ í samræmi vió það, sem á undan var komið. Karlakór Akureyrar-Geysir söng tvö lög. Kórinn var ekki nógu góður í fyrra laginu, sem var Ur útsœ rísa íslands fjöll. Hann var ójafn og þróttlítill. I því síð- ara, Landkjenning eftir Grieg við ljóð eftir Bjornssons, sótti kórinn sig verulega er á leið og var orð- inn fallega þróttmikill og ákveð- inn í lokin. I þessu lagi söng Mi- chael Jón Clarke einsöng með kórnum og gerði vel. Undirleikur Gerrits Schuils var kapítuli út af fyrir sig. Hann var sérlcga næmur og fallegur. Sá blær, sem hann skapaði byggói mjög undir flutning annarra á tón- leikunum og víða var píanóleikur- inn slíkur, svo scm í lögunum Sá du knosen og Landkjenning, að hann einn var fyllilega áheyrnar virði. Á margan veg voru þessir l'yrri tónleikar Vorkliðs góðir, þó að ýmislegt megi að þeim ílnna. Miklu of fáir sóttu þá og hefðu sannarlega íleiri mátt á hlýða. Haukur Ágústsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.