Dagur - 15.06.1993, Page 16

Dagur - 15.06.1993, Page 16
Menntaskólinn á Akureyri: Námsárangur betri en mörg undanfarin ár - brautskráning að venju 17. júní nýju álmunni eru 16 tveg&ja manna herbergi, öll með baði, síma og fleiri þægindum. Á innfeiidu myndinni eru Tryggvi Guðmundsson frá Ferðaskrifstofu íslands, Sól- borg Steinþórsdóttir, hótelstjóri og Egill Gústafsson, for- maður Tjarna hf., í setustofunni. Myndir: SS Edduhótelið á Stórutjörnum: Ný álma tekin í Skólaári Menntaskólans á Ak- ureyri lýkur með hefðbundnum hætti með útskrift að morgni 17. júní. AIls hóf 641 nemandi nám við skólann á liðnu hausti og samkvæmt bráðabirgðatölum lýkur 41 ekki prófum. Vonir standa til þess að öll stúdents- efnin, 129 að tölu, verði braut- skráð. Mun minni afföll eru hjá nemendum á fyrsta og öðru ári en mörg undanfarin ár. Að sögn Tryggva Gíslasonar, skólameistara, hófu 179fyrstaárs nemar nám við skólann síðastliðið haust og einungis 19 tókst ekki að ljúka prófum. Fall er því 10,6 % en hefur verið um 20% undanfarin ár, raunar farið í allt aó 30%. Leiða má aó því getum aó þessi minni afföll megi að hluta til rekja til mikilla fjöldatakmarkana að skólanum. Einungis nemendur sem ná góðum árangri á grunn- skólaprófi fá inngöngu og því kannski ekki óeólilegt að þeir nái Starfsemi Dags flutt milli húsa við Strandgötu Um helgina voru afgreiðsla, auglýsingamótttaka og skrifstof- ur Dags fluttar milli húsa við Strandgötu á Akureyri. Þar með hefur öll starfsemi fyrirtækj- anna verið flutt úr framhúsinu við Strandgötu yfir í bakhúsið og millibygginguna á horni Strandgötu og Norðurgötu. Svo sem greint hefur verið frá festi Byggðastofnun kaup á hluta af húseignum Dagsprcnts hf. við Strandgötu fyrir skemmstu, þ.e. svokölluóu framhúsi, sem stendur fast við Strandgötuna. Ætlunin er aö útibú Byggðastofnunar á Akur- eyri verði flutt þangað innan skamms, ásamt skyldri starfsemi. Ritstjórn Dags flutti sig um set yfir í gamla Dagshúsið fyrir rúm- um mánuði en nú hefur önnur starfsemi fyrirtækisins verði flutt yfir í bygginguna sem stendur niilli gamla og nýja hússins, Noröurgötumegin. Bílastæði viðskiptavina Dags og Dagsprents hf. eru á sama stað og áður eftir þessar breytingar en nú er aðalinngangurinn að vestan; þ.e. frá Noróurgötu í stað Strand- götu áður. BB Q HELGARVEÐRIÐ Sumarblíóan sem verið hefur síðustu daga heldur áfram í dag. Að deginum myndast hitalægð yfir landinu en djúpt norður í hafi er lægð og önn- ur um 1000 km suður af Hvarfi. Spáó er 14-17 stiga hita inn til landsins en svalara veðri vió ströndina. Þokuloft veróur fram á morguninn á vestanverðu Norðurlandi en léttir til undir hádegi. Á Norð- urlandi eystra verður léttskýj- að í dag og norólæg vindátt. betri árangri eftir veturinn. Að auki má láta þess getið aö í skól- anum hefur verið komið á því sem kallað er umsjónarkerfi kennara, þar sem hverjum nemanda er fylgt betur eftir í baráttunni vió námsbækumar. I öðrum bekk var árangur einnig betri en undanfarin ár. Átán nemendur, af 184, ljúka ekki prófi og má hugsanlega rekja þennan góða árangur til bættrar námsráð- gjafar við skólann. Nemendur í þriðja bekk voru 149 en útlit er fyrir að 4 nái ekki aó ljúka prófum. I stúdentsprófum eru 129 nem- endur og þótt ekki sé alveg útséð með árangur allra standa vonir til þess að enginn þurfi að verða af hvíta kollinum í ár. Endurtekn- ingarprófum líkur ekki fyrr en 15. júní. Að sögn skólameistarans verður að venju margt góðra gesta við brautskráninguna 17. júní þar sem stórafmælisárgangar munu heiðra skólann með nær- veru sinni. Tryggvi vildi að lokum leið- rétta frétt sem birtist í blaðinu í vikunni, þar sem látið var að því liggja að búið væri að ganga frá samningum vió Náttúrulækninga- félag Islands um leigu á húsnæði í Kjarnalundi fyrir þá nemendur sem ekki fengju inni á heimavist- inni vegna plássleysis. Hið rétta sagói hann vera að samningar stæðu yfir og engin niðurstaða væri komin í málió að svo stöddu. SV Björgvin EA-311, togari Útgerð- arfélags Dalvíkinga hf., er aust- ur í Rósargarði á karfa- og grá- lúðuveiðum og frystir aflann um borð. Afli hefur verið fremur tregur en reiknað er með að hann landi aflanum í gáma í lok næstu viku en stærri grálúðan fer á markað í Taiwan en minni grálúðan og karfinn fara á Jap- ansmarkað. Nokkrir togarar hafa verið á þessum slóðum, að- allega frystitogarar, en vitað er þó um nokkra ísfisktogara sem eru að afla í sölutúra erlendis sem hafa verið í Rósargarðin- um. Hinn togari Útgerðarfélags Dalvíkinga hf„ Björgúlfur EA- 312, er hins vegar vestur á Látra- grunni á þorskfiskeríi og einnig hefur hann aflað nokkuð af ýsu. Afiinn var orðinn um 45 tonn á mánudagsmorgun en togarinn er væntanlegur til löndunar á Dalvík nk. miðvikudag. Togarinn Kolbeinsey ÞH-10 frá Húsavík hcfur verið á veiðum í Bcrufjarðarál en afli hefur ekki verið nema í sæmilegu meðallagi, aðallega þorskur. Aflatölur virð- ast vera í sæmilegu meðallagi alls staðar í kringum landið, en einna skást virðast aflabrögðin vera hjá þeim togurum sem eru á grálúöu- slóðinni vestur á „torgi“, vestur af Bjargtöngum út undir miðlínu milli íslands og Grænlands. Á mánudagsmorguninn var afli Síðastliðinn föstudag var ný álma við Hótel Eddu á Stóru- tjörnum formlega vígð. I bygg- ingunni eru 16 vel útbúin tveggja manna herbergi, öll með baðherbergi og síma. Þar er einnig vistleg setustofa fyrir hótelgesti en veitingasalur og önnur þjónusta er í eldra hús- næðinu. Ákvörðun um byggingu við- Kolbeinseyjar orðinn um 80 tonn en togarinn er væntanlegur til löndunar á Húsavík á miðviku- dagsmorguninn. Stakfell ÞH-360 frá Þórshöfn hefur aðallega verið á karfafryst- ingu austur í Rósargarði og afli verið fremur tregur. Þetta er fyrsti túrinn sem skipið fer á karfa og grálúðu eftir að því var breytt í fyrstiskip en að undanfömu hefur skipið verið á rækjuveiðum. Eftir síðasta rækjutúrinn landaði togar- inn 65 tonnum af rækju, en í pakkningar á Japansmarkað fóru 27 tonn en iðnaóarrækjan, 38 tonn, fór til vinnslu hjá rækju- verksmiðjunni Gefiu hf. á Kópa: skeri. Óhætt er að segja að aðsókn á leiksýningar Leikfélags Akur- eyrar á sl. vetri hafi verið mjög góð. Samtals komu 14700 manns á Útlendinginn, Línu langsokk og óperettuna Leður- blökuna. Svo skemmtilega vill til að þessi tala er nánast íbúafjöldi á Akureyri, en samkvæmt upplýs- bótargistirýmis á Stórutjörnum var tekin í ársbyrjun 1991. Stofn- aö var hlutafélagió Tjarnir hf., sem er að stærstum hluta í eigu heimamanna svo og Ferðaskrif- stofu Islands. Framkvæmdir hóf- ust í júní 1992 og verklok voru 17. maí sl. Húsið er 453 fermetrar á einni hæð og heildarkostnaður- inn nemur um 40 milljónum króna. Verktaki var Norðurvík á Stakfellið veröur á grálúðu- og bolfiskveiðum fram á haustið en fer þá aftur á rækjuveiðar. Útgeró- arstjóri Hraðfrystihúss Þórshafnar hf. segir að fylgst sé af athygli með því hvernig ganga muni hjá þeim skipum sem fóru vestur til Nýfundnalands á rækjuveiðar en reiknað er með aó fyrstu aflafréttir berist frá þeim í dag. Þar er um mjög stóra rækju að ræða og við- búið er að fleiri muni fýsa að sækja á þau mið ef árangur verð- ur góður. Meðal þeirra skipa sem eru á Nýfundnalandsmiðum er Sunna SI-67 frá Siglufirði og raunar eina skipið af Norðurlandi, hin skipin eru frá ísafirði og suð- vesturlandi. GG ingum manntals Akureyrarbæjar var 14671 skráður með lögheimili í bænum 1. desembcr sl. Sýningar á Línu langsokk voru 28 og voru áhorfendur 6200. Á 18 sýningar á Útlendingnum komu 2500 manns og óperettuna Leðurblökuna sáu rétt um 6000 manns, 5729 manns á sýningar og um 200 manns á generalprufu. óþh Húsavík. Forsvarsmenn Tjarna hf. og Ferðaskrifstofu Islands, sem rek- ur Edduhótclin, boðuðu til blaða- mannafundar í tilefni vígslunnar og kynntu aðstöóuna á Stóru- tjörnum. Þar eru nú samtals 44 gestaherbergi auk svefnpokapláss. A hótelinu cr veitingasalur fyrir 90 manns, stór setustofa, íþrótta- salur og sundlaug er við hóteliö og leiksvæði fyrir utan. Aó sögn Sólborgar Steinþórs- dóttur, hótelstjóra, hafa verið gerðar töluveróar endurbætur á eldra húsnæðinu sl. tvö ár og hún sagði að hótelió væri mjög vel í stakk búió til að taka á móti gest- um. Einnig nefndi hún afþreying- armöguleikana, bæði við Edduhótelið svo og gönguleiðir og veiði, sem gerðu hótelið að upplögðum áningarstað fyrir fjöl- skyldufólk. Tryggvi Guðmundsson frá Ferðaskrifstofu Islands sagði að með nýja húsinu væri Edduhótelið á Stórutjörnum komið í hæsta gæðaflokk slíkra hótela. Aðeins þar og á Kirkjubæjarklaustri er hægt að fá herbergi með sérbaði og hann sagði að þetta væri val- kostur sem nauðsynlega þyrfti að vera fyrir hendi. SS Byggðavegi Opið til kl. 22 alla daga ' quick náttúrulegur drykkur alltaf jafn svalandi Afli norðlenskra togara tregur Leikfélag Akureyrar: Leikhúsgestir jafn margir og Mar Akureyrar

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.