Dagur - 10.07.1993, Side 4

Dagur - 10.07.1993, Side 4
j - DAGUR - Laugardagur 10. júlí 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENTHF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1368 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (HúsavíK vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Ríkisstjórnin nýtur ekki stuðnings Skoðanakannanir sem gerðar hafa verið að undanförnu á fylgi stjórnmálaflokkanna sýna að stjórnarflokkarnir hafa siglt í strand og kemur það ekki á óvart. Samkvæmt nýrri könnun Gallups eru Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur samtals með 36% fylgi en stjórnarandstöðu- flokkarnir 62,5% og er þá mið- að við þá sem tóku afstöðu í könnuninni. Af þeim sem tóku afstöðu eru enn færri sem styðja stjórnina en stjórnar- flokkana eða um 30%. Það kemur heldur ekki á óvart. Hæstvirt ríkisstjórn íslands er rúin trausti. Hún nýtur ekki stuðnings til áframhaldandi verka og það virðast þingmenn hennar vita, enda eyða þeir nú meira púðri í deilur og væring- ar innan hvors flokks um sig en að samstilla krafta sína til að leiða hnípna þjóð úr efnahags- vanda. Ef við skoðum fylgi flokk- anna nánar þá nýtur Fram- sóknarflokkurinn mestrar hylli um þessar mundir. Af þeim sem tóku afstöðu kváðust 31% styðja Framsóknarflokkinn en flokkurinn fékk 18,3% atkvæða í kosningum til Alþingis 1991. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 26% fylgi í könnuninni en var af- gerandi stærstur í síðustu kosningum með 38,6% at- kvæða. Þetta eru miklar sveifl- ur hjá stærstu flokkunum. Al- þýðubandalagið fékk 16,5% fylgi í könuninni en 14,4% í kosningunum, Kvennalistinn 15% á móti 8,3% í kosningum og Alþýðuflokkurinn 10% á móti 15,5% í síðustu kosning- um. Kosningaúrslitin voru af mörgum túlkuð á þá lund að þáverandi stjórnarflokkar, Framsóknarflokkur, Alþýðu- bandalag og Alþýðuflokkur nytu trausts kjósenda til að halda áfram á sömu braut stöðugleika en fljótlega kom í ljós að hugur forystumanna Alþýðuflokksins og Sjálfstæð- isflokksins leitaði til Viðeyjar og ný „viðreisnarstjórn" undir forystu Davíðs Oddssonar varð að veruleika. Til fróðleiks má rifja upp stefnuyfirlýsingu þessarar nýju ríkisstjórnar. Stjórnin hugðist rjúfa kyrrstöðu og auka verðmætasköpun í at- vinnulífinu, sem myndi skila sér í bættum lífskjörum. í 1. lið yfirlýsingar um hvernig þess- um og öðrum markmiðum yrði náð segir eftirfarandi: „Með sáttargjörð um sanngjörn kjör, þannig að auknar þjóðartekjur skili sér í bættum lífskjörum m.a. með aðgerðum í skatta- og efnahagsmálum, sem koma hinum tekjulægstu og barna- fjölskyldum að gagni." Og í 7. lið segir: „Með lækkun ríkisút- gjalda verði búið í haginn fyrir að jafnvægi náist í ríkisrekstri, án hækkunar skattbyrði. Stefnt skal að lækkun skatta, þegar tekist hefur að hemja vöxt ríkisútgjalda umfram vöxt þjóðartekna. Skattlagning fyr- irtækja og neyslu verði sam- ræmd því sem gerist með sam- keppnisþjóðum. Samræmd verði skattlagning eigna og eignatekna. “ Óþarft er að rifja frekar upp fyrirheit ríkisstjórnarinnar. Kjósendur vita mæta vel af bit- urri reynslu hvern hug hún ber til hinna tekjulægstu og barnafólks og hvaða tökum hún hefur náð á ríkisfjármál- unum. Þess vegna hrynur fylg- ið af stjórninni. Vaxtaokrið, þjónustugjöldin, skattpíningin, kaupmáttarhrapið, ójöfnuður- inn, atvinnuleysið og gegndar- laus hallarekstur ríkissjóðs tala sínu máli og kjósendur láta ekki slá ryki í augun á sér. Þess vegna er staða stjórnarinnar á miðju kjörtímabili ekki glæsi- legri en raun ber vitni. SS Iræringur Stefán Þór Sæmundsson Afturbvarftíl einfaldleikans Þetta veöurfar ætlar allt lifandi aö drepa. Ættarmót og útilegur fara í hundana, cóa færast í besta falli undir þak. Bændur róta í hráblautu heyinu. Það snjóar í fjöll dag eftir dag. Feröamenn komast ekki yfir margrómað hálendið. Lok, lok og læs. íssalar sitja með hend- ur í skauti og hugleiða að kaupa kakómaskínu. Sóldýrkendur ncyðast til að skríða upp í ljósabekki. Þunnu sumardulum- ar liggja ónotaðar uppi í skáp og skjólgóð vetraifötin eru óspart brúkuð. Hvenær kemur hið norðlenska suniar með sunnan andvara, sól og tuttugu stiga hita? Þessi spurning brennur á öllum Norðlending- um þegar þetta er skrifað en veðurfræðingar reyna að hugga okkur með því aö segja að veðrið geti varla annað en batnað, enda ku júlí vera heit- asti mánuóur ársins. Einhvem tíma lct ég þau spakmæli falla aö með því að sætta sig við íslenskt veðurfar næói maóur slíku hugarjafn- vægi að ekkert gæti raskað ró manns. Þessu jafnvægi hef ég óspart reynt aö ná og hlæ fram- an í þá sem bölva veórinu. Ég hef því hlegið mikið þaó sem af cr sumars og aldrci verið í betra skapi. Margir telja mig geggjaðan þegar ég leik á als oddi í norðan garra og rigning- arsudda en það ber aðeins vitni um að þcir hafa ekki náó um- ræddu hugarjafnvægi. Sjónvarpslaus fimmtudags- kvöld Nýlega barst talið að sjónvarp- inu í kaffistofuspjalli. Kom þá í ljós að margir hugsuðu með söknuði og trega til þess tíma er sjónvarp ríkisins var eitt um hituna og tók sér frí á fimmtu- dagskvöldum. Þá hafði fjöl- skyldan nægan tíma til sam- verustunda og allir vom á kafí í áhugamálum, Akureyringar á öllum aldri fóm í bíó (ekki bara unglingamir) og ham- ingjusólin brosti sínu blíðasta. Manni verður dálítið óglatt þegar fortíðarfíknin tekur á sig slíka mynd. Hvað er það sem hefur breyst? Jú, framboðið á sjónvarpsefni hefur aukist og útsendingartími lengst. Þetta er staðreynd sem við verðum að lifa við, en ekki lifa samkvæmt. Það er nefnilega takki á sjón- varpstækjum og fjarstýringum sem hægt er að nota til aó kveikja og slökkva á imbanum. Hreint út sagt þá er það sáraein- föld athöfn að slökkva á sjón- varpinu ef maður vill nota tím- ann betur, sinna fjölskyldunni eða tómstundum. Utscndingar- tími sjónvarpsstöðva á ckki aó ráða því hvemig fólk eyðir frí- tíma sínum. Þama þarf stundum að beita sjálfsstjóm og hugsa pínulítið, en þeim sem enn sýta sjónvarpslausa fimmtudaga cr ekki vorkunn. Þjóðfélagið er of flókið og ópersónulegt Hitt er svo annað mál að í for- tíðarfíkninni speglast stundum afturhvarf til einfaldletkans og það getur verió hió besta mál. Auðvitað er þjóðfélagið gegn- sýrt af hlutgervingu, firringu, hraða og spennu og allir fá ein- hvem tíma meira en nóg af þessu öllu. Þessi þróun birtist okkur sama hvar á er litið. Tök- um bíómyndimar sem dæmi. Þær byggjast upp á rándýmm, yfirþyrmandi tæknibrellum sem alltaf verða dýrari og full- komnari. Einföld morð em ekki spennandi lengur, þau þurfa sí- fellt að vera hrottalegri og útpældari. Þessi tækniundur hvíta tjaldsins em komin út í öfgar, töfraveröldin er að mín- um dómi oróin fráhrindandi. Oft langar mig til að hverfa aftur til einfaldleikans, sjá virkilega góðar kvikmyndir sem byggja á vel skrifuóu handriti um mannlegt eðli og þjóðfélagsvemleikann, skarta hcillandi persónusköpun og hnyttilega skrifuðum samtöl- um. En það cr ckki um auðugan garðað gresja. Svipaða sögu má segja um ýmislegt í þjóðfélagsmynstr- inu. Þetta er orðið svo fíókið, ópersónulegt og slítandi að hugurinn leitar ósjálfrátt til gömlu, góðu daganna. Margir kunna ráð við þessu, ganga á fjöll, hvcrfa til náttúrunnar, kippa sér út úr þjóðfélaginu. Þetta er beinlínis lífsnauðsyn- legt, að staldra við, hugsa sinn gang, spyrna við fótum. Ofbeldi í bíómyndum kom- ið út í öfgar Ég minntist á bíómyndimar og ofbeldið. Það er búið að murka líftð úr mönnum á allan mögu- legan hátt en leikstjóramir rcyna samt sífellt að „gcra bct- ur“ og búa til krassandi senur scm áhorfcndur vcrða agndofa yfir. Æ fleira fólk er drepið, slysin veróa hömiulegri, eyði- leggingin meiri, hraðinn æðis- gengnari og pcrsónurnar óraun- verulegri. En hvað með það, em þetta ekki bara bíómyndir? Vissulega má líta á kvik- myndir sent stundargaman, saídaus ævintýri. Áhrif þeirra skyldi þó ekki vanmeta. Raun- vemleikinn sem birtist á hvíta tjaldinu hcfur bein áhrif á marga einstaklinga. Morö, nauðganir og skepnuskapur af ýmsu tagi cr daglcgt brauð í heimi kvikmyndanna, fólk cr hætt að kippa scr upp við þetta og á oft erfitt með að gcra greinarmun á vemleika og fantasíu. Það hefur margoft komið á daginn að ofbeldismenn fá hugmyndir úr bíómyndum og veruleikafirrt fólk breytist í kvikmyndahetjur á degi hvcrjum, stundum mcö skclfi- legum afleiðingum. Eitthvaö viröast þeir í Hollywood vera famir að gera sér grein fyrir þessu óg frægir leikarar á borð við Jack Nicholson og Ant- hony Hopkins hafa áhyggjur af vaxandi ofbeldi í kvikmynd- um. Hopkins er til að mynda mjög efins um að rétt sé að vekja mannætuna Hannibal Lecter aftur til lífsins. Ég held að það væri heilla- vænleg þróun að draga úr of- beldi og tæknibrjálæði og stefna að því aó koma cinfald- lcikanum aftur í tísku. Ég geri mér hins vegar fulla grein fyrir aó ég breyti ekki heimsmynd- inni hér á síðum Dags en engu að síður vona ég að menn fari að ranka vió sér og hugleiða hvert við stefnum. Þaó er korn- inn tími til að breyta kúrsinum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.