Dagur - 10.07.1993, Page 5

Dagur - 10.07.1993, Page 5
Fréttir Laugardagur 10. júlí 1993 - DAGUR - 5 Reykjahreppur: Hreppsnefnd ósátt við Húsnæðisstofliun Hreppsnefnd Reykjahrepps hefur enn ekki fengið já- kvætt svar vegna umsókna um ián til byggingar félags- legra íbúða sem sótt hefur verið um undanfarin þrjú ár að sögn oddvita. í Reykja- hreppi búa rúmlega 110 manns. „Þaö er aö vísu ekki búiö aö afgreiða allt þetta árið en við höfum a.m.k. ckki fengið já- kvætt svar cnnþá,“ sagði Þor- grímur J. Sigurðsson, oddviti Reykjahrepps, varðandi um- sóknir hreppsneftidar til Hús- næðisstofnunar ríkisins um lán úr Byggingarsjóöi verkamanna til byggingar félagslegra íbúóa í hreppnum. „Lán til fé- lagslegra íbúða veitir húsnæð- ismálastjóm,“ eins og segir í lögum. „Þetta er þriðja árið í röð scm vió fáum synjun,“ sagði Þorgrímur og kvað hrepps- nefnd ósátta við þá afgreiðslu. GT Flugleiðir: Bergþór ráðinn umdæmisstjóri Bergþór Erlingsson hefur verið ráðinn nýr umdæmisstjóri Fiugleiða á Akureyri. Bergþór hefur starfað hjá Flug- leiðum frá árinu 1978, fyrst sem afgreiðslumaður og afgreiðslu- stjóri á Akureyrarflugvelli, en síðastliðin tvö ár sem umdæmis- stjóri á Egilsstöðum. Bergþór er fertugur, kvæntur Heiódísi Þorvaldsdóttur og eiga þau fjögur börn. óþh Refaskyttur ósammála um hvort fengitími frestast þegar kalt er í ári: Þetta er tóm vitleysa - segir Haraldur Skjóldal, grenjalægja, sem telur að tófan beiði á sínum tíma hvað sem líður veðri og vindum Minkur og tófa beiða og gjóta á sama tíma á hverju ári - hvern- ig sem árar, segir Ilaraldur Skjóldal, sem hefur skotið mink og tófu í hálfa öld. „Oft er vet- urinn yndislegur þótt vorið sé slæmt,“ segir Haraldur. Sveinn Jónsson, sveitarstjóri, er á önd- verðum meiði og segir það vissulega rannsóknarefni hvers vegna skepnurnar vita meira en við mennirnir enda virðist þær eðla sig seinna - og þar af leið- andi leggja seinna þegar kalt er í ári. Sveinn segir að yrðlingar séu minni nú en í meðalári og hefur hann upplýsingar sínar frá reyndum veiðimönnum. Einn þeirra, Haukur Sigfússon, segir: „Maður veit það um þessi dýr eins og önnur að þau beiða ekkert öll sama dag.“ í síðustu viku birti Dagur frétt af samræmdri minkaeyðingu við Eyjafjörð. Þau orð sem standa innan „gæsalappa“ eru auðvitað tekin beint upp úr tilvísaðri heim- ild en í fréttinni var m.a. haft eftir Sveini Jónssyni: „Tófan lagði heldur seint í vor út af kuldanum og það er eins með minkinn.“ Haraldur Skjóldal, gömul minkaskytta, hafói samband við Dag og sagóist vilja útrýma þeim misskilningi að minkar, tófur og önnur dýr fjölguðu sér fyrr eða seinna eftir árferði. „Þessi vitleysa hefur loðað við bændur síðan ég byrjaði í þessu fyrir fimmtíu árum,“ sagði Har- aldur og benti á aó dýrin gætu ekki spáð um veðrið og yrðu að fara eftir eðli sínu. íslenska sjávarútvegssýningin 1993: Norðlensk fvrirtæki sýna Sjávarútvegssýningin Islenska sjávarútvegssýningin 1993 verð- ur haldin dagana 15.-19. sept- ember í haust í Laugardalshöll- inni í Reykjavík og munu um 300 fyrirtæki taka þátt í henni. Þar af eru um þriðjungur ís- lenskur og helmingur þeirra framleiðslufyrirtæki. Þetta er í fjórða sinn sem þessi sýning er haldin og er fyrir löngu búin að sanna gildi sitt á erlendum vett- vangi. A sýningunni verða kynntar allar helstu nýjungar í veiðitækni, í fiskvinnslu á landi og úti á sjó, vigtun og kælingu sjávarafla, nýjungar í geymslu og flutningi sjávarafurða, gæðastjórnun, pökkun og um- búðum o.fl. Bjarni Þór Jónsson, skrifstofu- stjóri Félags íslenskra iðnrek- enda, sem sér um þátttöku ís- lensku framleiðslufyrirtækjanna á sýningunni segir að á sýningunni verði um 50 íslensk framleiðslu- fyrirtæki eins og norðlensku fyr- irtækin Sæplast hf., DNG og Slippstöðin Oddi hf. og einnig verða þarna innflutningsfyrirtæki eins og Hekla hf., Héðinn hf. ís- lensku framleiðslufyrirtækjunum hefur fjölgað frá síðustu sjávarút- vegssýningu sem haldin var árió 1990. Islensku framleiðslufyrir- tækin eru flest innan vébanda Málms - samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Efnaverk- smiðjan Sjöfn tekur þátt í sýning- unni en fyrirtækið sýnir þar hrein- lætisvörur fyrir fískiðnaðinn, bæði háþrýstitæki og einnig froðuhreinsiefni með litvísi og einnig BARRA-sótthreinsiefni. Einnig er stefnt að því að hafa á boðstólum haldgóðar leiðbeining- ar um þrifnað í fiskiðnaði og kynnt verða þau efni sem Sjöfn framleiðir fyrir vinnsludekkin en verksmiðjan er nú með allt að 70% af þeim markaði. Fyrir vélar- rúmió veróur kynnt handhreinsi- krem og ýmis fituhreinsiefni. Slippstööin Oddi hf. mun leggja áherslu á þá þjónustu sem fyrirtækió veitir í sambandi við skipaviðgerðir og kælitækni og kynnt verða erlend samstarfsfyr- irtæki, m.a. danska fyrirtækið Carnitech en það framleiðir alls kyns vélar og tæki fyrir rækjuiðn- aóinn og Semi Stál-, sem fram- leiðir þvottavélar og ýmsan bún- aö fyrir fiskikassa. Einnig mun fyrirtækið Gram verða kynnt en það hefur sérhæft sig í frystivél- um og veiðarfærahlutum. I fyrsta skipti munu öll ís- lensku olíufélögin verða með sýningarbás þar sem þau kynna svokallað „fyrirbyggjandi pró- gram“ sem þau hafa verið að þróa fyrir fiskiskipaflotann. Tveir 100 metra langir og 25 metra breiðir sýningaskálar verða reistir við hlið íþróttahallarinnar og munu þeir þrefalda gólfpláss sýningarsvæðisins. Síðustu sýn- ingu sóttu um 11 þúsund manns, og þar af voru erlendir gestir um 600 talsins, en Bjarni Þór segir að með tilliti til harðnandi tíma sé varla hægt að búast við nema um 10 þúsund manns, en það sé að sjálfsögðu mjög gott ef það næst. GG „Ég þorði nú ekki fyrst að reisa mig við kallana," viðurkenndi Haraldur, sem byrjaði í „bransan- um“ sem unglingur á stríðsárun- um. Hann hélt því fram að enginn sem hefði lesið einhver náttúru- að lokum og hélt síðan í síðustu grenjaleit sumarsins upp Glerár- dalinn. Sveinn Jónsson, sveitarstjóri Arskógshrepps, sagðist ekki al- veg sammála Dalla, vini sínum, Þessi mynd var tekin fyrir níu árum af Haraldi Skjóldal með sérstæðan flekkóttan mink scm hann skaut í Glerárgili en Haraldur hefur nú skotið mink í hálfa öld. fræði gæti haldið slíku fram og nú vissi hann betur af reynslu sinni. „Minkur og tófa beiða á sínum tíma og geta hvorki beðið með það né haldið í sér þó að kalt sé í veðri,“ sagði Haraldur um eðlun- arfýsi og meðgöngutíma minka sem væri að sjálfsögðu óháður veðri og vindum. Haraldur taldi sig vita af hverju misskilningurinn stafaði; þegar kalt sé í veðri og snjór liggi yfir á vorin leggi tófan e.t.v. á skjólbetri stöðum en venjulegum grenjum. Síðan fari tófan með yrðlingana í gamla grenið þegar vori - eftir að grenjalægjur hafi vitjað grenisins árangurslaust. „Þá halda þeir aö tófan hafi lagt seinna út af veðr- inu en hún beiðir á sínum tíma og meðgöngutíminn er auðvitað alltaf sá sami,“ sagði Haraldur Skjóldal Mynd: ESE og staðhæfói að minkur og tófa eðluðu sig ekki á sama tíma ár hvert vegna þess að grenin væru full af klaka þannig að tófan gæti ekki lagt. „Það er rétt hjá Haraldi að þá leitar hún nær byggð,“ sagði Sveinn um skýringu Har- aldar á tómum grenjum en Harald- ur telur tóm minkagreni sjaldgæf- ari en tófugreni enda haldi mink- urinn sig nær sjávarmáli en tófan. Máli sínu til staðfestingar vís- aði Sveinn í Friðrik Magnússon á Hálsi, sem hefur verið refaskytta í tugi ára: „Hann segir aó það Iíti út fyrir - þótt engin sönnun sé á - að þegar illa árar þá séu hvolparn- ir minni en hins vegar er það ekki alveg algilt. Hann segir að þegar hann vinni t.d. tvö greni á sama tíma þá geti munað mörgum vik- um á stæró hvolpanna.“ sagði Sveinn. Að undirlagi Sveins - sem seg- ist enginn sérfræðingur - hafði Dagur einnig samband vió Hauk Sigfússon, grenjalægju, sem stað- festi skilning Sveins. Haukur sagði að allir yrólingarnir í tveim- ur tófugrenjum sem þeir fundu í vor hefðu verið óvenjulitlir. „Ég rak mig reyndar enn hast- arlegar á þetta fyrir nokkuð mörgum árurn hvað yrðlingarnir eru misstórir; ég hugsa aó það hafi verið alveg mánaðarmunur á yrðlingum í tveimur grenjum. Þeir voru næstum jafn stórir foreldr- unum í öðru cn pínulitlir í liinu. Það cr talsvert misjafnt hvenær tófan gýtur - hver sem ástæðan cr - það er alveg á hreinu,“ sagði Haukur um mögulega skýringu. „Hins vegar skal ég ekkert segja urn orsakir; það getur verið pörunin og ýmislegt annað,“ sam- sinnti Sveinn. „Þetta vil ég einmitt rökræða við hann,“ sagði Sveinn, aðspurð- ur um þá staðhæfingu Haraldar að rninkur og tófa yrðu að eðla sig á sama tíma - sama hvernig árferöi væri. „Þarna virðast skepnurnar vita meira en við,“ sagði Sveinn og bætti við að auðvitað væri meögöngutíminn sá sami hvernig sem áraði. „Ég cr ekki að staðhæfa að það geti ekki verið misstórir hvolpar á sama tíma,“ sagði Sveinn og bcnti á að sá tími sem minkurinn beiddi og gyti gæti verið einstaklingsbundnum tilvilj- unum háður. „Tófu- og minkaskyttur hafa talað um það við mig að þeim virðist yrðlingarnir vcra minni núna. Það cr engin ástæóa hugs- anlcg önnur cn að það hafi vcrið gotið seinna því annars væru yrð- lingarnir jafn stórir og venjulega, þ.e. ef skcpnurnar mjólka eðlilega - og fæóuframboð ætti jú að vera svipaó hvort sem vor cr kalt cóa hlýtt,“ sagði Sveinn að lokum. GT Til eigenda að Sendar hafa verið út ávísanir til eigenda skyldusparnaðarreikninga í innlánsdeild Byggingarsjóðs ríkisins, sem eiga 30 þús. króna innistæðu eða lægri, í samræmi við ákvæði nýsettra laga um niðurfellingu á skyldusparnaði ungmenna. Nokkuð er um að ávísanir hafi ekki komist til skila, þar sem heimilisföng eru röng eða hlutaðeigandi sparandi búsettur erlendis samkvæmt upplýsingum í þjóðskrá. Skyldusparendur eða umboðsmenn þeirra, sem telja sig eiga innistæðu er nemur 30 þús. kr. eða lægri fjárhæð og ekki hafa fengið ávísanir sendar, eru hér með hvattir til að hafa samband við veðdeild Landsbanka íslands, Suðurlandsbraut 24, Reykjavík, í síma 60 60 55. CSg húsnæðisstofnun ríkisins SUÐURLANDSBRAUT 24 - 108 REYKJAVÍK. SÍMI69 69 00 (kl. 8-16). BRÉFASÍMI68 94 22

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.