Dagur - 10.07.1993, Blaðsíða 10

Dagur - 10.07.1993, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 10. júlí 1993 ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- -S AKUREYRARB/ÍR ÚTBOÐ Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri, fyrir hönd bæjarsjóðs Akureyrar, óskar eftir tilboðum í byggingu skólpdælustöðvar austan FSA. Tilboðið nær til uppsteypu og frágangs á um 7,5 m2 niðurgrafinni byggingu á tveimur hæðum ásamt uppsetningu á dælum og lögnum inni á stöðinni. Einnig er innifalið í verkinu að leggja þrýstilögn norðan FSA upp í Þórunnarstræti, nýlögn á holræsa- og regnvatnslögnum á hluta þeirrar leiðar og tengingar þeirra við núverandi lagnir. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. nóvember 1993. Útboðsgögnin verða afhent á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., Glerárgötu 30, Akur- eyri, frá og með miðvikudeginum 14. júlí gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð skulu hafa borist skrifstofu Tæknideildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri, eigi síð- ar en þriðjudaginn 27. júlí 1993 kl. 11.00 fh., og verða þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri. Allt að 30% afsláttur af sumarhúsgögnum Mikið úrval af garðhúsgögnum á mjög góðu verði HAGKAUP ✓ Gæöi • Urval • Þjónusta Sakamálaþraut Verið á undan Carter lögregluforingja að leysa þrautina. Ykkur til aðstoðar eru teikningar með mikilvægum vísbendingum... Dularfulli maðurinn - eftir Francis Clarke Fyrsti vinnudagur Cynthiu Whitman, sem var grannholda, mióaldra kona, hjá fyrir- tækinu Prentic og Farmer hafói endað meó skelfingu. Hún var ekki enn búin að ná sér eftir áfallið þegar Carter lögregluforingi og Graham undirforingi komu á skrifstofur fyr- irtækisins á fímmtu hæó. Jeremy Prentice framkvæmdastjóri dró þá þegar af- síðis. „Sko er nokkur ástæöa til aö vera aó gera mál úr þessu?“ spurói hann. „Þetta voru jú bara 250 pund og vesalings konan varó fyrir miklu áfalli. Auk þess erum vió vel tryggóir.“ En Graham undir-l foringi var þegar kom- inn hálfa leið inn á skrif- stofuna þar sem fröken Whitman sat á stól í einu hominu. „Þetta gerðist svo snögglega," flýtti hún sér að segja. „Ég meina, ég var rétt komin út úr bankanum þegar hann réðst á mig.“ Sem hinn nýi skrifstofu- stjóri fyrirtækisins, hafói hún farió í bank- ann fyrir um klukkustund til þess að taka út peninga fyrir launum starfsmanna þessa vikuna. Plastpokinn Carter lögregluforingi yfirheyrði hana ná- kvæmlega um hvert smáatriði þessarar tíu mínútna löngu göngu í bankann. „Við skul- um sjá, þú fékkst peningana... alla í seól- um... frá gjaldkeranum. Svo stakkstu þeim í veskið þitt ekki satt? spurói hann. „Nei ég var meó innkaupapoka úr plasti meó mér,“ leiðrétti fröken Whitman. „Ég setti pening- ana í hann... mér fannst þaó öruggara en aö geyma þá í handtöskunni minni.“ Síðan hafði hún yfirgefið bankann og geng- ið nokkur hundruó metra eftir götunni áður en hún beygði inn í hliðargötu. Þegar hún var komin nokkur hundruó metra eftir þeirri götu mætti hún manni sem kom á móti henni. „Hann sagði ekkert... heldur greip bara pokann minn,“ sagði Cynthia Whitman. „Ég reyndi að stöðva hann... en hann hvarf um leið.“ „Ég býst viö aö þú megir teljast heppin aó hann skyldi ekki líka hrifsa af þér handtöskuna," sagöi Graham undir- foringi blíólega. Fröken Whitman brosti til hans. „Ég hélt á henni í hinni hendinni... en núna vildi ég óska þess að hann heföi frekar tekió hana.“ Með gler- augu? Lýsing hennar á árásarmannin- um hefói getað átt vió þúsund- ir manna. Hann var meðal hár, klæddist regnkápu og hafói brúnan hatt. Fröken Whitman hélt aó hann hefði kannski haft gleraugu líka... En hún var al- veg viss um aó hafa aldrei séð hann áður. „Og ég er sannfærð um aó hann var ekki í bankanum þegar ég var þar,“ bætti hún við. Og þótt hann hefói verið þar komust Carter og Graham fljótt aó því þegar þeir fóru í bankann að maóurinn hefói aldrei getað verió þaö fljótur í förum aö hafa svo mætti fröken Whitman í hlióargötunni. A næsta kaffihúsi staófesti eigandinn að hann hefði séó miðaldra konu koma inn á veitingastað- inn fyrir rúmlega klukkustund, í miklu upp- námi. Hún hafði beóið um aö fá aö nota símann. „Þaó virðist allt koma heim og saman við það sem hún segir,“ sagói Graham. „Byrj- um við þá ekki á því að leita aö manni í regnkápu?“ „O nei,“ svaraói Carter. „Við spyrjum fröken Whitman hvaó hún hafi gert við pening- ana... saga hennar er uppspuni frá rótum!“ Hvers vegna sagði Carter þetta? Lausn á sakamálaþraut: ■suB>[od pieq -iuui uin bjia pe uubij juAj jSoinSpuio puaA ipjsq pBcj -(Suipuoq -sia BsofiSnu um) ijsBid jn B>(odEdnE>iuui i>i>i3 us •■•ueuijiiim niqju^3 n>[SOjpuBii pi>(3j p[n>|SBjiA Jipjoq Jnjofcj ijSBUinE ioaujbj

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.