Dagur - 10.07.1993, Síða 11

Dagur - 10.07.1993, Síða 11
Laugardagur 10. júlí 1993 - DAGUR - 11 Listasumar - festival ’93: Söngveisla í Safiiaðarheimilmu - Ólafur Árni Bjarnason, tenór, í fyrsta sinn á Akureyri Stórtenórinn, Ólafur Árni Bjarnason, er væntanlegur til þess að skemmta Akureyringum og nærsveitarmönnum með söng sínum í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju mánudaginn 12. júlí kl. 20.30. Undirleikari er Ólafur Vignir Albertsson. Eins og mönnum ætti að vera kunnugt stendur Listasumar - festival ’93 á Akureyri sem hæst þessa dagana. Sem hluti af því veróur söngskemmtun sú sem fer fram í Safnaðarheimilinu nk. mánudag kl. 20.30. Stórtenórinn, Ólafur Arni Bjarnason, mun þá koma og syngja við undirleik Ól- afs Vignis Albertssonar. Ólafur Árni hefur getið sér gott orð að undanförnu og þykir gríðarlegt efni. Hann var t.d. fulltrúi Islands í heimskeppni söngvara, sem haldin var í Cardiff í Wales 10.- 20. júní. Hann hóf söngnám hjá Guðrúnu Tómasdóttur og Sigurði Demetz Franzsyni og var síðar hjá Klöru Barlow við Tónslistarskól- ann í Bloomington í Indiana. Strax eftir nám var hann ráðinn 1. tenór við óperuna í Regensburg í Þýskalandi og hefur sungið þar mörg þekktustu tenórhlutverk óperuverkanna. Ólafur hefur nú Ólafur Árni Bjarnason. verið ráðinn til óperunnar í'Gel- senkirchen til tveggja ára, auk þess sem hann mun syngja sem gestur víðar í Þýskalandi. Ólaf Vigni Albertsson, píanó- leikara, þarf vart að kynna fyrir lesendum, svo lengi sem hann hefur spilað fyrir landann. Hann lauk burtfararprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík 1961 og var síðar við framhaldsnám í London. Hann hefur leikið með öllum helstu einsöngvurum þessa lands og nú á síðasta ári gáfu þeir Ólaf- ur Vignir og Ólafur Árni út geisla- disk með ítölskum og þýskum arí- um og íslenskum sönglögum. Ólafur Ámi segist ekki hafa sungið á Akureyri síóan hann lauk námi. Hann er nú í fríi á Islandi og bíður þess að eignast sitt annað barn. Hann segist ekki óttast að vera að koma á heimaslóðir koll- ega síns, Kristjáns Jóhannssonar, og segist^ skynja mikinn áhuga fólks. „Á miðvikudagskvöldið söng ég t.d. á Akranesi og um leið var fótboltaleikur á vellinum. Engu að síður komu 135 manns að hlusta og segja mér fróðir menn að það sé vallarmet þar í bæ,“ sagði Ólafur Árni. Aöspurð- ur um það hvar hann standi söng- lega, hvort hann sé raddlega far- inn að nálgast toppinn, segir hann erfitt um þaö að segja en hann sé a.m.k. á góöri leió. Ástæða er til þess að hvetja bæjarbúa til þess að fjölmenna í Safnaðarheimilió og leggja við hlustir. Enginn ætti að vérða fyrir vongbrigðum með lagavalið, sem er byggt upp af íslenskum og er- lendum sönglögum, svo og óperu- aríum. SV Fenris-3 frumsýnt í dag - samnorrænt verkefni unglingaleikklúbba Hópurinn scm tekur þátt í Fenrissýningunni fyrir hönd Leikklúbbsins Sögu. Þessir krakkar eiga fyrir höndum rúmlega mánaðar ferðalag um Norður- lönd. í dag verður spunaverkið Fen- ris-3 frumsýnt í Skemmunni á Akureyri. Um er að ræða sam- norrænt leiklistarverkefni ung- lingaleikklúbba. Sjö leikklúbbar taka þátt í sýningunni og eru þeir frá Nittedal í Noregi, Sala í Svíþjóð, Ábo í Finnlandi, Þórs- höfn í Færeyjum, Humlebæk í Danmörku, gestahópur frá Ulan Ude í Síberíu auk Leikklúbbsins Sögu frá Akureyri. Allir hóparnir eru nú komnir til Akureyrar og hafa undanfarnir dagar farið í æfingar, enda er þetta í fyrsta sinn sem allir hittast. Aður haföi verið sameiginleg æfíng í Humlebæk um páskana en þangað kom síberíski hópurinn ekki. Gen- eralprufa var í gær en frumsýning- in, sem jafnframt er opnunarsýn- ing Listasumars, verður í dag kl. 17.00 í Skemmunni. Fenris verður sýnt aftur á sunnudaginn á sama tíma og er það lokasýning á ís- landi. Á mánudaginn heldur hópurinn til Hveravalla og gistir þar eina nótt, síðan veróur förinni haldið áfram og haldið í Skaftafell með viðkomu hjá Gullfossi og Geysi. Á miðvikudag verður haldið að Eióum og þar gistir hópurinn en fer síðan með Norrænu frá Seyðis- firði daginn eftir og siglir til Es- bjerg í Danmörku. Þaðan verður haldið til Nittedal þar sem verkið verður sýnt. Eftir þaó verður verk- ið sýnt í Sala og síðan í Humle- bæk. í heildina er um rúmlega mánaðar feróalag að ræða. Páll Tómas Finnsson, formaður Sögu, sagði undirbúninginn hafa verið langan og strangan. „í upp- hafi áttum við að skrifa niður u.þ.b. tvö orð hvert um spurning- una Hvað verður um veröldina? Síðan komu leikstjórinn Margrét Pétursdóttir og handritshöfundur- inn Per Flink Basse og útdeildu spunaverkefnum. Gefin var ákveðin fyrirsögn og frjálsleg vinna hófst. Síðan þróaðist verkiö smám saman.“ Unnið var með spunaverkefnin í hverju landi fyrir sig og var Sigurþór Álbert Heim- isson leikstjóri krakkanna í Sögu. Páll Tómas sagði mjög skemmti- legt að sjá hversu ólíkur stíll kæmi fram. Síberíski hlutinn væri t.d. mjög frábrugðinn þeim íslenska eða norska. Fenris-3 er verk án texta og sagði hann varla hægt að segja um hvað það væri, það gæti hver reynt að túlka fyrir sig. „Það var í höndum leikstjórans og handritshöfundarins að raða saman verkefnunum. Það voru tekin upp myndbönd sem síðan var hægt að sýna leikhópunum í hinum löndunum. Fyrir páska fóru þau svo í heimsókn til allra hóp- anna til aó skoða,“ sagói Páll Tómas. Um páskana hittust leik- klúbbarnir frá Norðurlöndunum í Humlebæk og þar fóru fram æf- ingar. Framkvæmdastjóri Fenris er Daninn Joachim Clausen og hefur hann séð um að miðla upplýsing- um til hópanna og séð um fjár- málahliðina. „I heildina kostar þetta fyrirtæki 8,9 milljónir. Það er að mestu fjármagnað með styrkjum og svo með því sem kemur inn á sýningum. Það hefur gengið ágætlega að fá styrki en ís- lendingar hafa ekki verið sérlega duglegir við að styrkja verkefnið," sagði Páll Tómas. KR

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.