Dagur - 10.07.1993, Blaðsíða 15

Dagur - 10.07.1993, Blaðsíða 15
Dýraríki íslands Fuglar 27. þáttur SPÓI (Numenius phaeopus) Spóinn er af ættbálki strandfugla, en tilheyrir þaðan snípuættinni. Þetta er stór og fjölskrúóug ætt vaðfugla, hefur að geyma um 87 tegundir um allan heim. Alls eru 8 fulltrúar snípuættar- innar reglulegir varpfuglar á ís- landi. Auk spóans eru þaó: hrossa- gaukur, sendlingur, lóuþræll, jaór- akan, stelkur, óðinshani, og þórs- hani. Af þessari ætt eru líka rauð- brystingur, sanderla, og tildra, sem allar koma hingað til lands á fartíma, haust og vor, oft í gríðar- stórum hópum, á leið sinni til og frá varpstöðvunum á noröanverðu Grænlandi og NA- Kanada. Spóinn er 40-42 sm á lengd, um 400 g á þyngd og meö 76-89 sm vænghaf. Hann er módröfnótt- ur á lit á búkinn, og dekkri á baki en undir. Gumpur er þó hvítur. Ljósar rákir eru yfir augum, og dökkbrúnn litur á milli þeirra, of- an á kollinum. Sumar- og vetrar- búningur eru eins. Nefió, sem er hlutfallslega lengra en á nokkrum öðrum ís- lenskum fugli, er dökkbrúnt á lit og allt að því svart í endann. Fæt- ur blá- eða grábrúnir, og augu svört. Af spóanum eru til nokkrar deilitegundir. Sú, er hér á landi verpir, nefnist upp á latínu N. p. phaeopus, og er aó finna auk þess í Færeyjum, Skotlandi og þaöan um alla N-Evrópu og austur í miðja Síberíu, að Jeniseifljóti. Is- lenskir spóar eru þó líka stundum flokkaðir sér á parti, undir latínu- heitinu N. p. islandicus, vegna þess aö bæði vængir þeirra og stél eru lengri en á öðrum fuglum tcg- undarinnar. Deilitegundin N. p. alboaxillaris verpir á afmörkuðu landssvæði í S-Rússlandi; N. p. variegatus er að finna í NA-Síber- íu; og að lokum er svo N. p. hud- sonicus í N-Ameríku. Hér á landi er spóinn mjög al- gengur varpfugl, allt frá ströndum og upp til heiða og reyndar einn algengastj fugl í mólendi og heiðalöndum íslands, en er aftur á móti fáséður á miðhálendinu. Um stofnstærðina er fátt vitað. Kjörlendið er þýfðir mýra- og flóajaðrar, þar sem mætast vot- lendi og þurrlendi, en einnig kann hann prýóilega við sig á þurrum og snöggum grasbölum við sjáv- arsíðuna. Hann er sérlega áberandi fugl í náttúru landsins. Ekki er það samt liturinn, sem veldur því, eins og gefur að skilja, heldur aðrir þættir: stærð fuglsins, langt og bogið nef- ió og ekki síst hljóóin - þetta sér- kennilega vell - sem hann gefur frá sér. Spóinn er algjör farfugl. í síð- ustu viku aprílmánaðar má fyrst eiga von á honum við suóur- ströndina og í fyrri hluta maí er landið að heita má undirlagt. En dvöl hans á landinu er þó ákaflega skammvinn, eða rétt um 3 mánuð- ir. Þetta er einkvænisfugl. Varpið hefst seint í maí og stendur fram í byrjun júní. Eggin eru perulaga og venjulegast 4 talsins, mosagræn eða ljósbrún, með dökkbrúnum og gráum flikrum í. Þeim cr komið fyrir á jörðinni í grunnri laut, 4-6 sm djúpri og um 18 sm í þvermál, sem oft er klædd með stráum og visnuðum blöðum og kannski nokkrum bolfjöðrum kvenfuglsins að auki. Bæði foreldri sjá um út- ungun næstu 27-28 daga. Ungarnir eru hreiðurfælnir og komnir á stjá um leió og hýðið er orðið þurrt. Upp frá þeirri stundu eru þeir færir um að bjarga sér um æti. Þeir eru samt háðir foreldrun- um um vernd, sem er ekki lítils virði, því spóinn er þekktur fyrir að taka af harðfylgi á móti aóvíf- andi boðflennum á varpstað, eins og t.d. erni, fálka, smyrli, brand- uglu, hrafni, svartbak og kjóa, og stökkva þeim á flótta. Sjálfstæðir verða ungarnir ekki fyrr en um það leyti, sem þeir verða fleygir, en það tekur 35-40 daga frá ábroti. Þá er farið að und- irbúa hið langa flug á vetrarstöðv- arnar, sem (eftir endurheimtum á merktum fuglum að dæma) eru í V-Afríku. Eftir nægilega forða- söfnum er svo í mörgum, litlum hópum, jafnvel þegar upp úr miðj- um júlí, haldið á brott frá Islands- ströndum og gjarnan þá í odda- flugi. í september er fátítt aó rek- ast hér á spóa, nema þá ef vera myndi sunnanlands. Talió er, að a.m.k. einhver hluti íslenska spóa- stofnsins fljúgi viðstöðulaust yfir hafið, alla leið á áfangastað í gamla heiminum. Ungar spóans verða kynþroska 2 ára gamlir. Talið er, aó þeir haldi sig á vetrarstöðvunum þang- að til. Fullorðinn spói í hvíldarstöðu. (Jim Flegg: Field guide to the birds of Britain and Europe. London 1990). Spóinn getur ekki talist styggur fugl, en þó er hann mjög var um sig. Hann verpir aldrei þétt og ut- an eggtíðar fer hann einförum, eöa með fáum í hópi, uns kemur aó fartíma. Þá fyrst leitar hann í sam- flot með öðrum félögum sínum til utanflugs og er síðan mjög félags- lyndur á vetrarstöðvunum. Fyrr á öldum var talió, að ákveðinn hluti íslenska spóa- stofnsins ílentist hér vetrarlangt í fjörum. En síðar kom í ljós, að um aðra spóategund var að ræða. Sá er nefndur fjöruspói, suðlægari tegund og miklu stærri og harö- gerðari en okkar. Varpheimkynnin eru frá N-Evrópu og um M-Asíu og Mongólíu. Enn í dag kemur hann til landsins frá Noregi á hverjum vetri, í litlum mæli þó, til að eyða dögunum í íslenskri maókafjöru. Aðrir félagar hans kjósa að fljúga á heitari slóðir. Nef spóans er ákaflega næmt leitartæki, með fjölda skynfruma. Það notar hann til að leita að æti í fjörusandi og leðju. Sérhæfðir vöðvar eru líka í þessu nefi hans, svo að fremsti hluti þess getur opnast eins og töng og gripið um bráðina. Afturstæðir smágaddar á innra borði skoltanna gera það að verkum, að bráóin sleppur®ekki. Auk þessarar aðferðar treystir spóinn mjög á augun, enda dvelur hann mikið á þurrlendi, eins og getió var um hér áður. Fæða íslcnska spóans er eink- um bjöllur, fiórildalirfur og önnur skordýr, og á haustin krækiber. Og í tjörum tekur hann sæsnigla og flciri lágdýr. Elsti, merkti spói, náði því að verða 12 ára gamall. Matarkrókurinn Léttur, sumarlegur hátíðarmattir - að hætti Guðrúnar og Bjarna í matarkróki að þessu sinni eru hjónin Guðrún F. Hjartardóttir hjúkrunarfræðingur og Bjarni Jónasson framkvæmdastjóri en þau ætla að kitla bragðlauka Norðlendinga (hinir mega fljóta með) með ýmsu hnossgæti og er ekki að efa að margur lesandinn mun bjóða sínum gestum á næst- unni þessi rétti sem vió getum kallað a la Guðrún - Bjarni. Þó það hafi verið húsmóðirin sem útbjó uppskriftirnar í hendur blaðamanni segir hún að bóndi sinn sé ekki síður áhugasamur í eldhúsinu og hann lumi oft á ýmsu skemmtilegu þegar hann vill það viö hafa. Rœkjukœfa 500 gr rœkjur 1 dós sýrður rjómi 100 gr smjörlsmjörvi - brœtt safi úr / sítrónu salt og pipar 4 blöð matarlím Rækjurnar settar í matvinnsluvél og hakkaðar í mauk, þá er bætt í sýrðum rjóma og bræddu smjör- inu, allt látið blandast vel saman. Þá er sítrónusafa bætt við og salti og pipar eftir smekk. Matar- límið er leyst upp og Iátió út í rækjuhræruna. Sett í skál eða form og látið standa í ísskáp yfir nótt. Sett á fat og skreytt með kaví- ar og steinselju. Boriö fram með ristuðu brauði og sósu sem gerð er úr sýrðum rjóma bragbættum með sítrónusafa, pipar og stein- selju. Kjúklingabringur með sítrónu Þessi uppskrift miðast við 4 4 úrbeinaðar kjúklingabringur hveiti til hjúpunar salt og pipar 1 msk. olívuolía 65 gr smjör 2 msk. sítrónusafi 3 msk kjúklingasoð 3 msk. söxuð steinselja sítrónusneiðar til skrauts. Kjúklingabringurnar eru þerraðar vel og þeim síðan velt upp úr hveiti krydduðu með salti og pip- ar. Olívuolían ásamt ca 40 gr af smjöri er hituð á pönnu og kjúkl- ingabringurnar steiktar létt í ca 5- 6 mín. á hvorri hlið. Þá eru þær teknar af pönnunni og haldið heitum. Sítrónusafi og soð er nú sett á pönnuna og látið sjóða smá stund, hrært í á meðan. Steinselju og afgangingum af smjörinu er bætt út í og hrært í þar til allt hefur samlagast. Sósunni er hellt yfir kjúkl- ingabringurnar og skreytt með sítrónusneiðum. Gott er að hafa með þessu gott brauð og salat. Það salat sem viö borðum mikið þessa dagana samanstendur af blaðsalati, laukhringjum, tómat- sneiðum og selleríbitum, bragð- bættu með grænni olívuolíu, sítrónusafa, salti og pipar. Ávaxtasalat Ágætt er að nota banana, epli, appelsínur, perur, kíwí, ananas, vínber og annað gott í þessum dúr. Ávextirnir eru brytjaðir smátt og blandað vel saman. Appelsínusafa hellt yfir og suðu- súkkulaði brytjað út í. Látið standa í kæli í ca 2 klukkustund- ir. Ef mikið á að hafa við er gott aö setja góðan líkjör saman við - ræóur þar smekkur hvers og eins. Ekki er að efa að margur mun reyna þessa rétti og geyma upp- skriftimar á öruggum stað þar sem handhægt er að grípa til þeirra þegar tilefni gefst til. Guðrún og Bjarni skora á Sigríði (Sirrý) Sigurðardóttur, bóka- safnsfræðing í Verkmenntaskól- anum á Akureyri, að töfra fram eitthvað af þeim gómsætu réttum sem hún hefur sérstakt lag á að veita sínum gestum og það munu lesendur Dags fá að sjá að hálf- um mánuöi liðnum. .GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.