Dagur - 10.07.1993, Side 18

Dagur - 10.07.1993, Side 18
18 - DAGUR - Laugardagur 10. júlí 1993 Popp Magnús Geir Guðmundsson Jöklar, Sniglar og Millar - gleðigjafar sumarsins Gleói, grín og glens hefur sjálf- sagt alltaf verið fyrir hendi í tónlistarsköpun til mótvægis við „alvöru“ djúptþenkjandi sköpun tónlistar. Hafa menn haft misjafnar skoðanir á gildi og tilgangi slíks tónlistarmáta, en þó eru líklega flestir sam- mála því aó hann megi fljóta með í flórunni, allavega í svo- litlum mæli og þá ekki síst ef um tónlistarlegan metnað er líka að ræóa ásamt léttleikan- um. Nú í vor og sumar hafa eigi færri en þrjár plötur, sem falla inn í gleði, grín, glens formió á einn eóa annan hátt, komió út hér á landi, en það eru Þetta stóra svarta með Sniglabandinu, Búmm Tsjagga Búmm með hinum ástsælu Skriðjöklum og Ekki þessi leið- indi með Bogomil Font & Millj- ónamæringarnir. Tvær fyrst- nefndu hljómsveitirnar eru landsmönnum aó góðu kunnar fyrir mikið sprell og spé undan- farin ár, en Bogomil og félagar eru nýrri af nálinni sem slíkir. Hjá þeim er glensið líka heldur minna áberandi, en þeim mun meira um gleðina. Jöklar túlka Sem fyrr segir eru Skriðjöklar landsmönnum, og þá auðvitaó Akureyringum og öörum Norð- lendingum, að góðu kunnir fyrir sína léttvægu tilveru um árabil. Væri að bera í bakkafullan lækinn að rifja upp feril þeirra gegnum tíðina, en sem dæmi um ófá frægðarverk hljómsveit- arinnar má nefna lög eins og Tengja og Aukakílóin, sem allt geróu „brjálað" á sínum tíma. (Ef einhver skyldi ekki vita það þá eru bæði þessi lög eftir fyrr- um tuðrutrixerinn með meiru Bjarna Hafþór Helgason.) Þar til síðasta sumar hafði reyndar farið lítið fyrir „jöklunum" um hríð og þeir aó mestu legió í dvala, en með nýja hæfileika- menn innanborðs, þá Kristján Edelstein á gítar og Jóhann Ingvarsson á hljómborð, mættu þeir aftur til leiks og trylltu lýð- inn með túlkunum sínum á slögurunum Kaupmaðurinn á horninu og Halló Akureyri, sem Lúdósextettinn gerói upphaf- lega vinsælt með Stefán Jóns- son í fararbroddi. Er hljóm- sveitin auk þeirra Kristjáns og Jóhanns, skipuð þeim Ragnari „Sót“ Gunnarssyni söngvara, Brynjólfssyni bassaleikara og Jakobi Jónssyni gítarleikara og söngvara, svo við sama hey- garðshornið á Búmm Tsjagga Búmm, eins og landsmenn hafa orðið varir vió og eru þar norðlensk fyrri tíma frægðarlög Skriðjöklar halda merki gamalla dægurlaga hátt á lofti á nýju plötunni Búmm Tsjagga Búmm. Sigfúsi Óttarssyni trommara (sem telst aó ég hygg nýjasti meðlimur hennar), Jóni Hauki Úr ýmsum áttum Nirvana hafa nú í annað sinn á skömmum tíma breytt nafninu á nýju plötunni sinni. Eins og fram kom í Poppi fyrir viku hafói hljómsveitin fyrst unniö plötuna undir þeim grimma titli I Hate Myself And I Want To Die, en síðan breytt honum á heldur mildari hátt í Verse Chorus Verse. Síðustu fregnir herma svo að Kurt Cobain hafi ekki alveg verið sáttur við þann titil, þannig að nú hefur hún fengið þann þriðja sem er heldur óræðnari, In Ut- ero. Mun það merkja „I Kviði" eða eitthvað í þá áttina. Þá hefur einnig oróið sú breyting á útgáfudegi plötunnar að í stað 21. september, eins og fyrir- hugaó var, kemur platan út á vegum Geffenútgáfunnar þann 13. september. Verður því ekk- ert af því aó um „bræðraút- gáfu“ verði að ræða hjá Nir- vana og sveitungum þeirra frá Seattle Pearl Jam, en nýja platan þeirra á að koma út 21. september. Aferðum sínum um heiminn verða frægir popparar og rokkarar stundum fyrir og veróa uppvísir að ýmsu óheppilegu. A það vió um ann- ars vegar Holly Johnson fyrrum söngvara Liverpoolsveitarinnar vinsælu Frankie Goes To Hollywood og hins vegar Billy Idol, en nú á dögunum voru þeir í sviósljósinu í sitt hvoru landinu vegna mióur skemmti- legra uþþákoma. Var Johnson meinuó koma til Bandaríkjanna af útlendingaeftirlitinu þar í landi á þeirri hæpnu forsendu aó hann er smitaður af HIV veirunni, en hún leiðir á seinni stigum til eyðni eins og kunn- ugt er. Brást Johnson, sem er hommi, að sjálfsögðu hinn versti við og lét hafa þaó eftir sér að fyrsti Bretinn sem fengið hefði eyðni, væri nær örugg- lega smitaóur af Bandaríkja- manni. Þarf væntanlega ekki aó útskýra þessi skilaboð Johnsons, sem skiljanlega er argur. Hvað Billy Idol varðar þá var hann sjálfur valdur að vandræóum á Munchenarflug- velli í Þýskalandi, en þó með dyggum stuðningi frá gæslu- mönnum á flugvellinum líka. Þótti Idol, sem var aó bóka sig í flug til Spánar eitthvaó grun- samlegur að mati gæslumann- anna, og hann væri e.t.v. meó Billy Idol lenti I vandræðum í Þýskalandi. vopn á sér. Er þeir tjáðu rokk- aranum grun sinn og vildu gera á honum leit, streittist hann á móti og hreytti í þá ónotum, þannig að kalla varð á lög- reglu. Þá tók ekki betra við því Idol heilsaði þeim með því aó slá saman hælum og heilsa að nasistasið. Það kunnu þýsku lögreglumennirnir að sjálf- sögðu ekki að meta og var Idol hið snarasta handtekinn. Hon- um var þó eftir nokkurt japl jaml og fuóur sleppt eftir aó komið hafði í Ijós aó gæslu- mennirnir hefðu einfaldlega ekki þekkt Idol, serrt ekki hafói neitt vafasamt í fórum sínum. Fyrir framkomu sína fékk hann samt sem áður sekt upþ á um 65 þúsund ísl. kr. auk þess sem frekari eftirmál kunna aó veróa. Eins og menn vita hafa kon- ur, eins og reyndar í mörgu öðru, ekki verið áberandi á við karla í rokkinu í gegnum tíðina. Það hefur þó sem betur fer lag- ast meó árunum og eru kvennahljómsveitir á borð viö L7, Breeders, Babes In Toy- land o.fl. dæmi um það auk þess sem einstakar konur hafa haslað sér völl undir eigin nafni og/eða innan hljómsveita meó karlmönnum. Má þar sem dæmi nefna konur eins og Bonnie Raitt og Alannah Myles annars vegar og hljómsveitir eins og Pixies og Lemonheads hins vegar, en þær hljómsveitir hafa báðar verið með konur innanborðs. En samt sem áður eiga konurnar langt í land í að verða eins áberandi og að öðl- ast sömu viðurkenningu og karlarnir. Það sem þó enn vera er, er að þær konur sem lagt hafa út á rokkbrautina og sýnt að þær eru engir eftirbátar karl- anna, þurfa oft að þola ýmis- legt mióur gott og þá jafnvel niðurlægingu. Bandaríska kvennarokksveitin Lunachicks varð einmitt á dögunum fyrir hlut sem vart telst annaó en niðurlægjandi, en hljómsveitin hefur annars vakið athygli fyrir hressilegt rokk og fjörlega framkomu. Hélt Lunachicks tónleika í Southend á Englandi í lok maí sl. þar sem atburður- inn átti sér staó, en hann var með þeim hætti aó starfsmenn tónleikahússins geróu það sér að leik að „gægjast" á stúlkurn- ar bæði fyrir og eftir tónleikana þegar þær voru fáklæddar í búningsherbergi sínu. Var um að ræða svokallaðan tvíhliða- spegil (virkar sem spegill öðr- um megin, en gluggi hinum megin) er komið hafði verið fyr- ir í miðju búningsherberginu sem starfsmennirnir gláptu í gegn um og voru þeir víst í tugatali. Uppgötvuöu stúlkurnar að ekki væri allt með feldu þegar þær fóru að grínast með þaó að e.t.v. væri einhver að horfa bakvið spegilinn stóra. Vió eftirgrennslan reyndist grínió þá þeim til hrellingar vera fúlasta alvara. Þarf vart aó taka það fram að stúlkurnar urðu æfar og munu vart spila í Southend framar. Mun lögregla nú vera komin í spilið þannig aó einhver eftirmál kunna að verða fyrir eigendur staðarins. í meirihluta. Meðal annarra O bíllinn minn blái, sem Helena og Þorvaldur sungu meó Ingi- mar Eydal, Á heimleió sem Bjarkj Tryggva söng og Akur- eyri Óðins Valdimarssonar. Að auki eru svo lög á boró við Þú ert súkkulaðiís, sem Svanhildur Jakobs söng og Flagarabragur þeirra Ríó Tríómanna á plöt- unni, en samtals eru lögin tíu. Verður það að segjast eins og er aó ekki er um neinar meist- aratúlkanir að ræóa hjá Skrið- jöklunum.enda kannski ekki til- gangurinn sá. Ég held þó aó heil plata sé einum of mikió af svo góðu þannig að betra hefði verið aö hafa ný lög einnig með. En viljinn er tekinn fyrir verkið og víst er að margir hafa gaman af þessu uppátæki Skriójöklanna. (Og meðan ég man. Til hamingju með „Rock Cup“ piltar.) Sniglará uppleið Sniglabandið hefur eins og Jöklarnir gert þaö gott með grínið að vopni og ekki verið neinir eftirbátar þeirra nema síður væri í þeim efnum. Líkt og hinir norðlensku grínbræður þeirra hafa Sniglarnir verið duglegir við að dubba upp á verk annarra, en jafnframt ekki slegið slöku við í eigin laga- smíðum. Er líklega vinsælasta og frægasta dæmið um það Jólahjólið, sem var geysivin- sælt með Stefán Hilmarsson við hljóónemann hér um árið. Ennfremur hafa þeir verið og eru enn miklir athafnamenn á sviói, sem ekki hvaó síst hefur skapað þeim vinsældir. (Má það sama enn og aftur segja um Skriðjökla.) Þaó kom fram hér I Poppi í vor þegar Snigla- bandið hélt hér á Akureyri tón- leika í tilefni af útkomu nýju plötunnar, að af þeim mætti dæma að hljómsveitin væri í sókn og að meiri metnaður væri í tónlistarsköpuninni en áður í bland vió grínió og glen- sið. Þegar maóur hefur svo hlustað grannt á Þetta stóra svarta styrkist sú skoðun enn frekar og staðfestist. Á tilkoma Pálma Sigurhjartarsonar þar ekki minnstan hlut aó máli, en hann semur tvö af skemmti- legri og betri lögum plötunnar, Á nálum og Geðræn sveifla. Annars eru flest lögin, sem samtals eru 10 á plötunni, hin- ar ágætustu og skemmtileg- ustu smíóar sem vel hljóma saman sem heild. Þá má ekki gleyma að nefna tæknihliðina sem er meó besta móti undir stjórn Gunnars Smára m.a. Gerir góóur hljómur það ekki hvað síst að verkum hve platan kemur vel út. Eiga því Snigl- arnir bara hrós eitt skilið fyrir Þetta stóra svarta, sem er ósvikin sumarplata. Þess má svo geta að frægur blásari, Frank Lacy, kemur fram á plötunni og setur skemmtilegan svip á hana ásamt fleiri aðstoó- arhljóðfæraleikurum. Bogomilssveifla Hann Sigtryggur Baldursson trommuleikari Sykurmolanna Ijóstraði upp fyrir nokkrum ár- um ást sinni á gömlum slögur- um er hann kom fram í gerfi Konráós B. Endurvarpaðist sú ást svo yfir í Bogomil Font og Milljónamæringana, sem nú í þó nokkurn tíma hefur skemmt landanum vió góðar undirtektir. Hefur Bogomil t.a.m. verið á fullu gasi síðan í vor að Ijóst varó að Sykurmolarnir tækju sér ótímabundið frí. Eins og menn hafa heyrt og séð er það suóræn sveifla sem er í aóal- hlutverki hjá Bogomil og félög- um, þar sem m.a. lögum sem Haukur heitinn Morthens gerói vinsæl er gert hátt undir höfói. Hafa sumir að undanförnu ver- ió aö agnúast út í einmitt þann hlut hjá Bogomil að taka þessi lög Hauks, Hæ Mambó og Hjá Bogomil er það sveiflan sem gildir. Kaupakonan hans Gísla í Gröf m.a. og segja það heldur léleg- an flutning. Get ég hins vegar alls ekki tekió undir það og finnst mér bara þessi gjörning- ur hjá Bogomil vera gott mál sem vekur athygli hjá yngra fólki á þessari tónlist. Bogomil er aó vísu ekki neinn stór- söngvari, en það bætir annar stórgóður flutningur á plötunni upp. Var Ekki þessi leióindi tekin upp á tvennum dansleikj- um sem Bogomil og félagar héldu í Hlégaröi í Mosfellsbæ „Costa Del Mosó“ í mars í vor og geymir hún samtals 15 lög. Gerir lifandi upptakan þaó ekki hvaó minnst að verkum hversu platan er skemmtileg, því sveiflutónlist sem þessi nýtur sín aldrei betur en einmitt þannig. Er ekki aó ósekju aó sagt er um plötuna í kynningu að hún lykti af ananas, sólolíu, ást og síðast en ekki síst GLEÐI, því það gerir hún sann- arlega. Fín plata til aó dilla sér við. Að síóustu má hnýta því aft- an við þessa gleói og glens- platnaumfjöllun að plötunni hennar Bjarkar er spáð, eftir því sem fregnir herma, fimmta sætinu á breska listanum í sinni fyrstu söluviku. Væri ánægjulegt ef sú spá rættist.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.