Dagur - 10.07.1993, Page 19

Dagur - 10.07.1993, Page 19
í UPPÁHALDI Laugardagur 10. júlí 1993 - DAGUR - 19 Þingflokkur kvennalistans - í uppáhaldi hjá Guðnýju Gerði Guðný Geróur Gunnars- dóttir er safnvöróur Minjasafnsins á Akur- eyri. Hún er menntuð í safnafræðum og kom til starl'a hjá Minjasafninu fyrir nokkrum árum. Mikið verður um aó vera hjá safn- inu um helgina þvi haldið veróur upp á það að þrjátíu ár eru lióin frá því fyrstu fastasýningarnar voru opnaóar á safninu en einnig verður svokallaður Þjóóminjadagur hald- inn í fyrsta skipti nk. sunnudag. Uvað gerirðu helst ífrístundum? „Þá reyni ég að hafa þaó sem best. Það felst annars vegar í því að stunda heilbrigða útiveru, ganga og hlaupa og hins vegar í heilbrigðri inniveru, að hvíla sig og lesa góó- ar bækur.“ Hvaða matur er í mestu uppúhaldi hjá þér? „Einhver sagði að ég væri aðallega í því að elda bragðlausan mat, en ég er mikió fyrir létta og góða grænmetis- og pastarétti um þcssar rnundir." Uppáhaldsdrykk ur? „Ætli það sé ekki bara íslenska bergvatnið." Ertu hamhleypa til allra verka á heimilinu? „Nci, en ég cr skorpumanncskja í húsverkum." Hugsarðu rnikið um heilsusam- legt líferni? „Já, já ég tel mig stunda ákaflega heilsusamlcgt lífemi.“ Hvaða blöð og tímarit kaupirðu? „Eins og aðrir landsmenn kaupi ég Morgunblaðið en hvað tímaritin Guðný Gerður Gunnarsdóttir. varðar þá kaupi ég aðallega erlend fagtímarit t.d. kaupi ég reglulega blaó sem heitir Svenska Museer." Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Ég hef verið að lesa að undan- fömu leynilögreglusögur sem em skrifaðar af konum og þar sem konur eru aðalhetjumar. Það em höfundar eins og Sara Paretsky, Sue Crofton og svo les ég alltaf Ruth Rendell þegar ég kemst í hana.“ Hvaða hljómsveWtónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? Ég er nú kannski enginn reglulegur tónlistamnnandi. Það síðasta sem ég hlustaði á var gömul Bmce Springsteen plata sem ég setti á fóninn um daginn." Uppáhaldsíþróttamaður? „Eg þekki unga konu sem er mikil knattspymuhetja og ég ætti nú bara að nefna hana, hún heitir Guð- rún Sæmundsdóttir og spilar með Val.“ Hvað horfirðu helst á í sjónvarpi? „Eg horfi ofsalega mikió á fréttir og svo finnst mér gaman að bresk- um sakamálaflokkum sem era t.d. oft gerðir eftir bókum Ruth Rend- ell.“ A hvaða stjórnmálamanni lief- urðu mest álit? „Ég hef sko mikið álit á þingflokki kvennalistans sem slíkum.“ Hvar á landinu vildirðu helst búa fyrir utan heimahagana? „Ef að heimahagar mínir em hér á Akureyri þá vildi ég helst búa í Reykjavík.“ Hvaða hlut eða fasteign langar þig til að eignast um þessar mundir? „Einhvcrn tímann þegar ég verð orðin vel efnuð langar mig til að eignast fallegt gamalt hús og gera þaó vel upp. Það em nokkur mjög i'alleg hús hér á Akureyri sem ég gæti hugsað mér aó eignast í þessu skyni.“ Hvernig hyggstu verja sumarleyf- inu? „Ég er nú búin að verja því. Ég fór til Parísar og Bmssel en dvaldi einnig á sumardvalarstað fjöl- skyldunnar í Flatey á Breiðafirði í nokkra daga.“ Hvað cetlarðu að gera um helg- ina? „Um helgina ætla ég að flytja og það er það leiðinlegasta sem ég geri.“ KR Til sölu á Húsavík Veitingastaðurinn Bakkinn er til sölu Upplýsingar í síma 96-41215 og 96-41051. Háskólinn á Akureyri Á rannsóknastofu Háskólans á Akureyri er laus staða til umsóknar. Starfið felur í sér umsjón með efnafræðistofu, efna- lagar og rannsóknatækjum. Væntanlegur starfs- maður mun einnig aðstoða við efnafræðikennslu og við rannsóknavinnu. Meinatækni eða önnur sambærileg menntun æski- leg. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Ráðið verður í stöðuna til eins árs. Upplýsingar um starfið eru gefnar á skrifstofu Háskólans á Akureyri í síma 96-11770. Umsóknir skulu hafa borist Háskólanum á Akureyri fyrir 1. ágúst nk. Háskólinn á Akureyri. HÚSNÆÐISSKRIFSTOFAN Á AKUREYRI. Starf ráðgjafa Starf ráðgjafa í húsnæðismálum er laust til umsóknar hjá Húsnæðisskrifstofunni á Akur- eyri. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun í viðskipta- fræði eða sambærilega menntun. Umsækjandi þarf að eiga auðvelt með að umgangast fólk og vera lipur í þjónustu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Laun samkvæmt kjarasamningi Akureyrarbæj- ar. Þegar ég kom úr sumarfríinu þá sá ég að mér hafði verið úthlutað þessum pistli í þessu helgarblaði Dags. Það er margt sem mér er ofarlega í huga þessa dagana. Ég er mjög ánægður með mestan hluta sumar- frísins en ég dvaldi á eyjunni Korfu í 21 dag og ekki er hægt að segja annað en veðrið hafi leikið við þá íslendinga, sem þar dvöldu í lok maí og fram í miójan júní. Eftir heimkomuna brá mér heldur í brún. Ég verð að segja það í fullri hreinskilni að ég man varla eftir öðrum eins kulda um há- sumar og verió hefur undanfarið og er enn. Það er alveg með ólíkindum að fólk þurfi að klæða sig í vetrarfatnaó um hásumar til aó fylgjast meó íþróttaviðburóum, en það var raunin um sl. helgi þegar ég fylgdist með knattspyrnumönnum framtíðarinnar á ESSO-móti KA, sem fram fór á svæði fé- lagsins. Kuldinn var svo mikill að fullorðið fólk var með munnherkjur. Strákarnír létu þó veðrið ekkert á sig fá og það er enginn vafi að þarna kepptu knattspyrnumenn framttðarinnar. Það er ótrúlegt hvað margir þessir ungu drengir eru leiknir með knöttinn og baráttuviljinn er í góðu lagi. Þrátt fyrir kuidann hafði ég því mikla ánægju af að fylgjast með þessu móti. Á Þórssvæðinu voru svo eldri pollar að keppa, 30-50 ára, og sýndu víst margir góð tilþrif. Það er eng- in spurning að þessi tvö mót, sem oróin eru fastur liður í bæjarlífinu, hressa upp á við- skiptalífið á Akureyri, sem er víst með dapr- ara móti þessa dagana. En ég lifi ennþá í voninni að við eigum eftir að fá sunnanátt í sumar með 20 stiga hita eins og vanalega. Er ekki alltaf sólskin og blíða hér fyrir noró- an á sumrin? Það segjum við að minnsta kosti þegar við erum að tala við Sunnlend- inga! Annað er það, sem er ofarlega í huga mínum þessa dagana, en þaó er byggingin á Höfðabrúninni í Innbænum. Ég verð að segja það að aldrei hvarflaði það að mér þegar ég var að alast upp í Búöargilinu, mig dreymdi ekki einu sinni um það, að ég ætti eftir að lifa það að hús yrði byggt á Höfóabrúninni. Höfóinn var leiksvæði okkar barnanna í Innbænum og þar voru tún, sem nýtt voru til heyskapar. Ekki datt mér heldur í hug að það kæmi í hlut Innbæings að taka fyrstu skóflustunguna, vinar okkar, séra Birgis Snæbjörnssonar, prófasts. Ég er þess líka fullviss að séra Birgi hefur ekki dreymt um það þegar hann var að alast upp með okkur krökkunum í Innbænum að hús ætti eftir að rísa á Höfðabrúninni. Ég get þó tekið undir með séra Birgi að Inn- bæingarnir verða sætta sig við þetta, þeir geta ekki annaó. Eitt ættu þó stjórnendur bæjarfélagsins að hugleiða að þó bæjarbú- ar verði að sætta sig við ýmsar fram- kvæmdir, sem ákveðnar eru af meirihluta bæjarstjórnar á hverjum tíma, þá er nauð- synlegt að hlusta á vilja fólksins. Það er ekki víst aó bæjarfulltrúar hafi alltaf rétt fyrir sér, þó þeirra sé valdið. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, Skipagötu 12, sími 96-25311, fyrir 15. júlí. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Staða sérfræðings við Bæklunardeild F.S.A. er laus til umsóknar. Umsóknir á þar til gerðu eyðublaði með upplýsing- um um fyrri störf og vísindaferil sendist Inga Björns- syni, framkvæmdastjóra F.S.A. fyrir 31. júlí 1993. Nánari upplýsingar veitir Júlíus Gestsson, yfirlæknir. Staða aðstoðarlæknis við Bæklunardeild F.S.A. tímabilið 1. ágúst 1993 til 30. október 1993 er laus til umsóknar. Vinnuskylda er við slysadeild og framvaktir eru sam- eiginlegar handlækningadeild og kvensjúkdóma- deild. Vaktir eru fimmskiptar. Staðan gæti nýst heilsugæslulækni sem hefði hug á að fríska upp á þekkingu sína í bæklunarlækningum og bráðamóttöku. Gæti einnig nýst sem tími í hliðar- grein í sérnámi í almennum heimilislækningum. í framhaldi af ráðningartíma kæmu til greina aðstoð- arlæknisstörf á öðrum deildum F.S.A. Nánari upplýsingar gefa Júlíus Gestsson, yfirlæknir Bæklunar- og slysadeildar og Geir Friðgeirsson, fræðslustjóri aðstoðarlækna. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-30100.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.