Dagur - 21.07.1993, Side 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 21. júlí 1993
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1368 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Komið að Reykjavík
Úthlutun ríkisstjórnarinnar á fjármunum til atvinnu-
skapandi framkvæmda hefur vakið furðu og reiði
fólks á Akureyri. Af þeim eitt þúsund milljónum
króna, sem úthlutað hefur verið, mun lítið sem ekk-
ert koma í hlut Akureyringa þótt atvinnuleysi mælist
hvergi meira á landinu um þessar mundir. Þessi ráð-
stöfun landsfeðranna er sérkennileg í ljósi þess að
Akureyri hefur farið einstaklega illa út úr þeim
rekstrarerfiðleikum og samdrætti sem þjáð hefur at-
vinnulífið að undanförnu.
Fleira einkennir ráðstöfun ríkisstjórnarinnar á
þeim fjármunum er samið var um að veittir yrðu til
atvinnuaukningar í nýlega afstöðnum kjarasamning-
um. Megin hluta þeirra á að verja til opinberra fram-
kvæmda - meðal annars til viðgerða og viðhalds á op-
inberum byggingum. Þótt þetta séu nauðsynleg
verkefni þá skapa þau engu að síður aðeins tíma-
bundna atvinnu og takmarkaða framleiðni í þjóðar-
búinu. Þessi verkefni minna fremur á atvinnubóta-
vinnu fyrri ára en miða að þeirri nýsköpun sem þróa
verður og vinna að í íslensku atvinnulífi.
Vera má að þar sé kominn hluti skýringarinnar á
því af hverju ráðamenn horfðu framhjá höfuðstað
Norðurlands. Þrátt fyrir að mörg verkefni, sem ríkis-
stjórnin hugsar sér að styðja, liggi fyrir á Akureyri er
megin vandi atvinnulífs bæjarbúa af öðrum toga.
Tómas Ingi Olrich, alþingismaður, sagði meðal ann-
ars í samtali við Dag í gær að það sem einkenni erfið-
leika atvinnulífsins á Akureyri sé að þar er um út-
flutningsiðnað að ræða, gjaldeyrisskapandi atvinnu-
starfsemi og að erfiðleikar í slíkri starfsemi hafi áhrif
á þjóðarhag. Tómas Ingi sagði einnig að vegagerð
þjónaði ekki síst miðstöð þjónustu í landinu, það er
höfuðborginni sjálfri, og því væru vegaframkvæmdir
ekki síður framkvæmdir höfuðborgarsvæðisins en
annarra staða.
Guðumundur Bjarnason, alþingismaður, gagn-
rýndi úthlutunina einnig í Degi í gær. Hann benti
meðal annars á að verja eigi 42 milljónum króna til
skólabyggingar í Grafarvogi á meðan allir aðrir fram-
haldsskólar í landinu fái 40 milljónir - þar á meðal
framhaldsskólarnir á Akureyri. Hann minnti einnig á
að fram hafi komið að 30 milljónir eigi að renna til
sjúkrahússbyggingar á Akureyri, en fjármálaráðherra
hafi ekki enn samþykkt þá ráðstöfun með undirskrift.
Ýmsar yfirlýsingar ráðamanna varðandi þetta mál
hafa vakið furðu - ekki síður en úthlutunin sjálf. Eink-
um hafa menn hnotið um þau ummæli forsætisráð-
herra að nú beri að setja meiri fjármuni í fram-
kvæmdir á höfuðborgarsvæðinu því fjárveitingar til
vegamála hafi farið út á land. Guðmundur Bjarnason
sagði að stórir verktakar á því svæði hefðu tekið
mörg vegagerðarverkefni að sér og fjármunir er til
þeirra hafi farið því litlu breytt um atvinnu á lands-
byggðinni.
Varðandi úthlutun ríkisstjórnarinnar á fjármunum
til atvinnusköpunar ber flest að sama brunni. Nú er
komið að Reykjavík. Nú skal höfuðborgarsvæðinu
hyglað umfram aðra landshluta. Óðum styttist til
bæjar- og sveitarstjórnarkosninga og staða Sjálfstæð-
isflokksins gagnvart kjósendum hefur ekki verið lak-
ari í annan tíma. Stjórnarflokkarnir sækja afl sitt fyrst
og fremst til Stór-Reykjavíkursvæðisins og nú þurfa
þeir að bæta ímynd sína þar áður en þeir leggja verk
sín í dóm kjósenda. Þegar staða þeirra gagnvart kjós-
endum á höfuðborgarsvæðinu er annars vegar skipta
aðstæður á landsbyggðinni, jafnvel á fjölmennum
svæðum eins og Akureyri, engu máli. ÞI
Samdrátturinn í sauðíjárræktinni:
Bændur hafa tapað
rúmum milljarði
- tilfinnanlegt tekjutap sveitarfélaga
Umtalsverð lækkun hefur orðið
á rekstrartekjum bænda vegna
samdráttar í sauðfjárræktinni á
árunum frá 1991 til 1993. Breyt-
ingar á virkum framleiðslurétti
á þessum tíma hafa kostað
bændastéttina rúman einn
milljarð króna eða 1.047 millj-
ónir. Þessi tekjurýrnun hefur
ekki eingöngu áhrif á bændur
heldur einnig á aðrar atvinnu-
greinar og opinbera aðila.
Tekjurýrnun sveitarfélaga í
landbúnaðarhéruðunum er orð-
in tæpar 45 milljónir króna á
sama tímabili. Þetta kemur
meðal annars fram í úttekt sem
Garðar Jónsson, viðskiptafræð-
ingur hjá Sambandi íslenskra
sveitarfélaga, hefur gert á tekju-
breytingum vegna samdráttar í
virkum fullvirðisrétti í sauðfjár-
rækt.
Rekstrartekjur bænda hafa
dregist mest saman í Rangárvalla-
sýslu eða um rúmar 110 milljónir
króna. Eru það um 63 þúsund
krónur á hvem íbúa ef miðað er
við íbúa þeirra sveitarfélaga þar
sem innan við 45% íbúanna býr í
þéttbýli. Tekjur sveitarfélaga í
sýslunni hafa dregist saman um
tæpar 4,7 milljónir eða um 2.688
krónur á íbúa samkvæmt sömu
skilgreiningu af þessum sökum.
Svipaóa sögu er aó segja úr Ar-
nessýslu en tekjur bænda þar
drógust saman um 99,9 milljónir
vegna samdráttar í sauófjárrækt á
sama tímabili og áætlað er aö
rekstrartekjur þeirra sveitarfélaga í
sýslunni, sem byggja að miklu
leyti á landbúnaði hafi dregist
saman um 4,2 milljónir.
Á Norðurlandi hafa bændur í
Suður-Þingeyjarsýslu orðió fyrir
mestu tekjutapi vegna samdráttar í
sauðfjárræktinni eða um 86 millj-
ónir króna og samdráttur í tekjum
sveitarfélaga á svæðinu er áætlað-
ur tæpar 3,7 milljónir. I Noróur-
Þingeyjarsýslu eru sambærilegar
tölur 46,9 milljónir hvað varðar
samdrátt í tekjum bænda og rúmar
2 milljónir í tekjum sveitarfélaga.
Skagfíróingar koma næstir með
tekjutap bænda upp á krónur 83,8
milljónir vegna sauðfjárræktarinn-
ar og rúmlega 3,5 milljóna króna
tekjutap sveitarfélaga af sömu
sökum.
í Vestur-Húnavatnssýslu er
tekjutap bænda 57,7 milljónir
króna og 33,8 milljónir í Austur-
Húnavatnssýslu. Tekjutap sveitar-
félaga í Húnavatnssýslum er í
sama hlutfalli við heildartekjutap
bænda og í öórum sýslum. I Eyja-
firði er tckjutap bænda talið vera
53,7 milljónir króna og tekjutap
sveitarfélaga tæpar 3,6 milljónir.
Ef tekjutap á íbúa er athugað
kemur í ljós að samdrátturinn
kemur harðast niður á bændum á
Vestfjörðum. Tekjutap á íbúa í
Norður-ísafjarðarsýslu er 175 þús-
und krónur og 172 þúsund í Vest-
ur-Isafjarðarsýslu. Þá er tekjutap á
íbúa 141 þúsund krónur í Stranda-
sýslu. Tekjutap á íbúa er ekki eins
tilfinnanlegt í fjölmennari sýslum
þótt tekjur einstakra bænda hafi
minnkað að sama skapi og í fá-
mennari héruðum. I því sambandi
má benda á aó tekjur á íbúa hafa
dregist saman vegna samdráttar í
sauðfjárræktinni; um 63,3 þúsund
í Rangárvallasýslu, um 36,9 þús-
und í Árnessýslu, 60,9 þúsund í
Suður-Þingeyjarsýslu og 68,8 í
norðursýslunni. Tekjur á íbúa hafa
dregist saman um 57,3 þúsund í
Skagafirði og um 28,6 þúsund í
Eyjafjarðarsýslu. ÞI
Samdráttur í sauðfjárræktinni hefur lækkað tekjur bænda um rúman
milljarð og tekjur sveitarfélaga þar sem megin hluti atvinnu er við
landbúnað, um 45 milljónir.
Halldórsstaðir í Laxárdal í upprunalegan búning:
„Ómetanlegt að hafa aðgang að sér-
fræðingum Húsafriðmiarnefndar“
- segir Halldór Valdimarsson
Eins og greint var frá í Degi
fyrir skömmu styrkir Húsafrið-
unarnefnd mörg verkefni á
Norðurlandi. Eitt þeirra eru
endurbætur á eitt hundrað ára
timburhúsi á Halldórsstöðum í
Laxárdal. Að verkinu vinna
bræðurnir Halldór og Hallgrím-
ur Valdimarssynir ásamt fjöl-
skyldum og öðrum aðstoðar-
mönnum.
Langafi bræðranna, Magnús
Þórarinsson, byggöi húsið 1893 en
hann haföi keypt aflagða kirkju í
Múla árið 1889 og flutt timbrió úr
henni fram í Halldórsstaði. Tvær
íbúðir eru í húsinu sem er tvær
hæðir, kjallari og háaloft. „Við er-
um að endurbyggja húsið alveg aö
utan og ætlum aó gera það eins og
það var í upphafi," sagði Halldór
Valdimarsson. „Það hafði verið
sett bárujárn á húsið en við tökum
það af og setjum klæðningu eins
og var upphaflega og skiptum um
glugga og þak. Við erum búnir
með austur- og suðurhliðina og
eftir tvö ár ætlum við helst að vera
búnir að öllu. Okkur til halds og
trausts er sérstaklega ágætur smið-
ur sem kann vel til verka, Svandís
Sverrisdóttir heitir hún. Einnig
hefur Erlingur frá Rauðá aðstoðað
okkur. Við bræðurnir vinnum líka
í húsinu ásamt börnum okkar.“
Húsið hyggjast þeir bræður hafa
sem sumardvalarstað fyrir sig og
fjölskyldur sínar.
Endurbyggingin á Halldórs-
stöðum hefur notið styrkja frá
Húsafriðunarnefnd og segir Hall-
dór það hafa örvað þá bræður til
að fara út í þetta. „Við förum í
einu og öllu eftir Húsafriðunar-
nefnd við endurbygginguna. Það
er ómetanlegt af hafa aðgang að
sérfræðingum hjá nefndinni, þaó
fólk hefur aðstoöað okkur alveg
frá upphafi. Það er eiginlega ekki
hægt fyrir einstaklinga að standa
að endurgerð svona gamalla húsa
öðruvísi en að hafa þennan mögu-
leika að leita til fagmanna og svo
einnig aö fá fjárstyrk,“ sagði Hall-
dór. „Styrkurinn sem vió fáum frá
Húsafriðunarnefnd dekkar svolítið
af heildarkostnaði sem er geysi-
lega mikill en án styrksins hefðum
við aldrei ráðió vió þetta.“
í húsinu bjuggu alltaf tvær fjöl-
skyldur. Fyrst bjuggu þar hjónin
Magnús Þórarinsson og Guðrún
Bjarnhéðinsdóttir (systir Bríetar
Bjarnhéðinsdóttur) og Páll Þórar-
insson bróðir Magnúsar ásamt
konu sinni Lissý, Elísabetu Grant
söngkonu. Síðan tóku vió búinu
Hallgrímur Þorbergsson og Berg-
þóra Magnúsdóttir, afi og amma
Halldórs. Þau bjuggu lengst af á
móti Páli og Lissý. Síðast bjuggu
synir Páls og Lissýar, Þór og
William, í húsinu eftir að hún lést
1963 og að lokum bjó William þar
einn þar til hann dó 1980. „Það
má segja að Halldórsstaðir hafi
verið rómað menningarheimili.
Magnús byggði fyrstu tóvinnuvél-
ar sem reistar voru á landinu, þá
voru Halldórsstaðir miðsvæðis í
héraði og þangað kom fólk meó
ullina. Þar var geysilega gest-
kvæmt og fjölmennt í heimili.
Lissý setti einnig sinn svip á þaó
því hún var listakona sem var dáð
hér um slóðir og söng mikið fyrir
héraðsbúa."
Halldór sagði verkið við endur-
byggingu Halldórsstaða vera
hálfnaö og þeir bræður gerðu sér
vonir um að geta klárað það eftir
tvö ár. KR