Dagur - 21.07.1993, Side 6

Dagur - 21.07.1993, Side 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 21. júlí 1993 Spurning VIKUNNAR Hefur þú fariö á einhvern atburð í tengslum við Listasumar - Festival 93 sem stendur út ágúst? Benedikt Ólafsson (hér- aðsdómslögmaöurá Ak- ureyri): Ja, ég er nú bara nýkominn til bæjarins úr sumarfríi en ég hef fullan áhuga á því aó fylgjast með hér eftir - þaó getur mjög vel verið. Kristjana Jakobsdóttir (ferðamaður frá Hafnar- firði): Nei, ég hef lítið gert af því en vió fórum á laugardaginn í sambandi við ullarvinnsl- una. Það var fínt og þaö er aldrei að vita hvort við förum aftur. Andreas Braun (ferðamað- ur frá Þýskalandi): Nei, vió komum hingað á hjóli í gær og förum á morg- un. Við erum að láta gera við hjólin og það nýtur for- gangs - en e.t.v. förum vió á safn ef tími gefst til. Jónína Garðarsdóttir (blómarós á Akureyri): Voðalega lítió, ekki einn ein- asta, en það er aldrei að vita nema ég fari á þessa gítarveislu sem er núna - mér líst ágætlega á hana. Kjartan Þorbjörnsson - Golli (Ijósmyndari á Akur- eyri): Nei, bara í gegnum starfió, en ég hef ekki séó neinn at- burð auglýstan hingað til sem ég hef mikinn áhuga á. Fjallalamb hf. á Kópaskeri: „Gott hráeM er gruimur góðrar vöru“ - rætt við Garðar Eggertsson, framkvæmdastjóra Fjallalamb hf. á Kópaskeri er fyrirtæki sem flestir landsmenn kannast við. Fyrirtækið var stofnað þegar Kaupfélag Norð- ur-Þingeyinga varð gjaldþrota fyrir þremur árum og eru hlut- hafar 125 talsins; bændur, bún- aðarfélög, sveitarfélög og ein- staklingar. Fjallalamb hf. starfrækir bæði sláturhús og kjötvinnslu og vinna 15-20 manns hjá fyrirtækinu allan ársins hring, en í sláturtíð marg- faldast sú tala og þá vinna þar um 90 manns. „Uppistaðan í þessu er sögun og pökkun á lambakjöti, en síðan erum við með stækkandi vinnslu- deild, en við fullvinnum orðið sjálf um 40% af okkar fram- leiðslu. Stærstu vöruflokkarnir eru kryddmatur, lambafdé, álegg og frosnar sneiðar, en einnig erum við meö pylsur, bjúgu, hangikjöt og saltkjöt svo nokkuð sé nefnt,“ segir Garðar Eggertsson, fram- kvæmdastjóri Fjallalambs hf. Að sögn Garðars var Fjalla- lamb strax í upphafi mjög stór aó- ili á markaðnum í framleióslu á úrbeinuðum, hágæða lambavöóv- um. Þeim markaði hefur hinsveg- ar reynst erfitt að halda, enda oró- ið það mikið framboó af kjöti að gripið er til undirboóa til að losa sig við vörur. Einn stærsti samningurinn sem Fjallalamb er með um þessar mundir er við Hagkaup hf. um „Bestu kaupin“, en fyrirtækið skaffar niðursagað kjöt í allar verslanir Hagkaups og segir Garð- ar að sú sögun sé ansi lífleg eóa nokkur hundruö pokar á viku. Lítið um heila skrokka „Mjög stór kostur í framleiðslu okkar er að við grófhlutum bróð- urpartinn af kjötinu niður strax í sláturtíðinni; þ.e.a.s. frystum kjöt- ió en sögum það niður daginn eft- ir í frampart, hrygg, læri og slög og göngum þannig frá því í stór- um pakkningum. Með þessu móti eigum viö á lager mikið magn af framangreindum tegundum og gctum skaffað viðskiptavinum það sem þeir þurfa. Þetta er gríð- arleg framför frá gamla laginu, því í raun var þetta áður þannig, aö ef einhver kjötvinnsla hringdi og bað um tvö tonn af hryggjum, þá þurfti að rífa út af frysti þús- und skrokka, kroppa úr þeim hrygginn og setja síðan afganginn aftur inn. Auk þess að þetta sé þægilegt fyrir okkur gagnvart viðskiptavinum þá er þetta einnig gott fyrir okkar eigin vinnslu.“ Mikið lagt upp úr vinnu- þættinum Að magninu til er niðursneitt lambakjöt í neytendapakkningum stærsti hlutinn af framleiðslu Fjallalambs. Garðar segir aó menn leggi sig fram um að láta gæöin einkenna þann þátt framleiðsl- unnar sem aóra og ekki sé „laum- aó“ meó í pakkningar lélegu kjöti eins og sums staóar. Eins segir Garðar Eggertsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs hf. Mest sama fólkið - segir Eyþór vagn- sþ'óri Jónsson I þrjú ár hefur Eyþór Jónsson starfað við akstur hjá Strætis- vögnum Akureyrar og er hann farinn að kannast við flesta viðskiptavinina. „Þaö er að mestu leyti sama fólkið sem ferðast meó okkur dags daglega," sagði hann. „Þetta er ágætt starf og vinnu- dagurinn er fljótur að líða. Við skiptumst á að taka morgun- og kvöldvaktir, en við byrjum að keyra kl. 6.30 og síðasta ferð er farin á miðnætti." Hann sagði Akureyrjnga langt frá því að vera duglega að nota strætó. Fáir ferðuðust með vögnunum á morgnana og eftir kvöldmat væri notkun lítil sem engin. „Það er mest aó gera á milli kl. 14 og 17 en þá er fólk á leið niður í bæ og síðan heim aftur. Segja má að aóalnotendur strætó séu eldra fólk, böm og fólk með bamavagna. A vetuma nota svo skólakrakkarnir strætó þar til þeir fá bílpróf." „Ég vil endilega hvetja fólk til þess að nota þessa þjónustu meira og taka t.d. vagnana í vinnuna á morgnana og geyma bílinn heima,“ sagói Eyþór vagnstjóri. KR Akureyringar eru ekki duglegir að nota strætó að mati Eyþórs.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.