Dagur - 21.07.1993, Page 12

Dagur - 21.07.1993, Page 12
Kjarnaskógur: Sólúr sett upp í tengslum við landsmót skáta í tengslum við landsmót skáta í Kjarnaskógi, sem hefst um næstu helgi, er unnið að upp- setningu sólúrs sem kemur til með að standa áfram sem minnisvarði. Sólúrið er hannað af Aðalsteini Svani Sigfússyni en hugmyndin mun upphaf- lega hafa komið frá skátunum. Búió er aö setja upp nál sem gerö er úr rekaviöardrumbi og á landsmótinu veróa sett upp lítil líkneski í kring unnin úr eyfirsku lerki. „Þetta er náttúrulega klukka en hún er ekki hugsuð sem nákvæmur tímamælir hcldur einhvers konar minnisvarói um þctta skátamót," sagói Aóal- steinn Svanur. „Líkneskin verða eitt frá hverju skátafélagi sem tekur þátt í mótinu og eitt frá hverju landi sem á fulltrúa á mótinu. Þau verða merkt félög- unum með plötu og veröa aö einhverju marki notuð sem tíma- mælipunktar en fyrst og fremst er um táknræna uppsetningu aö ræða.“ Síöastliöió haust var gögnum og efni dreift til skátafélaganna og gefin grunnhugmynd aö lík- neskjunum sem öll eiga að vera af sömu hæö og hafa sameigin- lega einn til tvo þætti til að ein- hver heildarmynd verði. Endan- legt útlit sólúrsins kemur síöan í Ijós á mótinu sjálfu en þá verður líkneskjunum komið fyrir en þau verða sennilega um 50-60. KR Hönnuðurinn, Aðalsteinn Svanur, við nálina, sem cr að sjálf- sögðu miðpunktur sólúrsins. Mynd: Pjelur Sólþyrstir Akureyring- ar til utlanda Sögur hafa borist undanfarið af veðurþreyttum íslendingum sem hafa brugðið sér inn á næstu ferðaskrifstofu, pantað far til heitari ianda og verið komnir út nokkrum dögum síð- ar. Til að athuga sannlciksgildi þessara sagna var haft samband við ferðaskrifstofur á Akureyri. Jóhanna Gunnlaugsdóttir hjá Samvinnuferðum-Landsýn kann- aðist vel við málið og sagði t.d. hafa komið til sín fólk á mánudag- inn í síðustu viku sem hcfði vcrió komið út á fimmtudegi. „Þaö cru margir orðnir þreyttir á vcðrinu og mér llnnst miklu meira hafa vcrið um fyrirspurnir nú cn vcnjulega á þessum árstíma. Fólk er yfirlcitt löngu búið að panta en nú tckur það sig upp með stuttum fyrirvara bara út af veðrinu." Jóhanna sagði þetta fólk aðal- lcga vera aó hugsa um styttri feró- ir, eina til tvær vikur, svona rétt til að sjá sólina. Anna Guðmundsdóttir hjá Úr- vali-Útsýn sagði talsvert hafa vcr- ið um það að fólk hafi undanfarið pantað ferðir til sólarlanda mcð stuttum fyrirvara. „Það cr reyndar alltaf eitthvað um slíkt á hverju ári cn þctta cr ívið meira núna enda segir veðrið sitt.“ KR Mj ólkurfr amleiðslan: Færri bændur framleiða umfram heimildir - sumir ná ekki að fylla sinn kvóta Bændur munu almennt ekki vera búnir að framleiða upp í mjólkurkvóta sinn en nokkrir eru þó að ljúka við að fylla hann á yfirstandandi verðlagsári er lýkur í lok ágúst næstkomandi. Gera verður ráð fyrir að ein- hverjir bændur fari fram yfir í næsta mánuði - síðasta mánuði kvótaársins - en minna mun verða um mjólkurframleiðslu umfram kvóta en á undanförn- um árum. Þórarinn E. Sveinsson, mjólk- ursamlagsstjóri á Akureyri, sagöi í samtali viö Dag að nákvæmar töl- ur lægju ekki fyrir um stöðu mjólkurframleiðenda gagnvart framleiðslukvóta en að minnsta kosti tveir framleiðendur á Eyja- fjarðarsvæðinu væru í þann veg- inn að ljúka vió að framleióa upp í rétt sinn. Einnig mætti gera ráð fyrir að einhver hópur bænda færi O VEÐRIÐ Litlar breytingar verða á veðr- inu í dag því áfram verður 5 til 9 stiga hiti vió norður- og norðaustur ströndina. Það verður noróan- og síðan noróaustan gola eða kaldi og dálítil rigning eða súld öðru hverju. Svipaö hitastig mun haldast fram að helgi en reikna má með aó hann hangi þurr. framyfir framleiðslurétt í ágúst en að öllurn líkindum yrði hópurinn þó minni nú en á undanförnum ár- um. Þar kæmi tíóarfarið til sög- unnar því í kuldatíðinni að undan- förnu hefðu kýr mjólkað minna en á góóum sumrum. Þá væru bænd- ur einnig farnir að skipuleggja framleiðsluárið betur og reyna að koma í veg fyrir að rniklir fram- lciðslutoppar næðu að myndast í lok verðlagsársins - í júlí og ágúst. íþróttabandalag Siglufjarðar hefur ráðið til sín framkvæmda- stjóra. Hlutverk hans er að starfa fyrir íþróttahreyfinguna og jafnframt að sjá um rekstur íþróttamiðstöðvarinnar að Hóli en þar er unnið að aukinni nýt- ingu aðstöðunnar með ferða- þjónustu í huga. í vor sótti íþróttabandalagió um 500.000 kr. styrk til átaks- nefndar til þess að ráða fram- kvæmdastjóra. Sá styrkur fékkst og var Guðmundur Davíðsson ráóinn. Hjá Mjólkursamlagi Kaupfé- lags Þingeyinga fengust þær upp- lýsingar að nokkrir bændur á sam- lagssvæði þess stefndu nú að um- framframleiðslu á mjólk en minni brögð virtust vera að því að bænd- ur færu framyfir framleiðsluheim- ildir en á undanförnum árum. Einnig væri nokkuó um að ein- stakir bændur næöu ekki að fram- leiða upp í þær heimildir sem þeir hefðu. ÞI Að sögn Hjartar Hjartarsonar, formanns Iþróttabandalagsins, stendur yfir átak í að markaðssetja gistingu og þjónustu íþróttamið- stöðvarinnar. „Vió erum fyrst og fremst að efla þá starfsemi sem er fyrir. Þetta er allt saman liður í aukinni ferðaþjónustu hér á Siglu- firði. Við erum í mjög nánu sam- starfi vió bæjaryfirvöld og átaks- nefnd um aukna nýtingu á Hóli og um það hvernig hægt er aó bjóða upp á betri og markvissari þjón- ustu og auka ferðamannastraum- inn í bæinn,“ sagði Hjörtur. KR Sigluíjörður: Framkvæmdastjóri ráðiirn til Í.B.S. - unnið að markaðssetningu gistingar og þjónustu að Hóli Viðbygging við Dalbæ á Dalvík: Lítiil muniir á tilboð- um þriggja verktaka Tilboð viðbyggingarfram- kvæntda við Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík, voru opnuð sl. mánudag. Þrjú tilboð bár- ust í verkið; frá fyrirtækjun- um Árfelli hf. og Daltré hf. á Dalvík og Kötlu hf. á Ár- skógsströnd. Viðbyggingin cr 428 fcr- metrar að fiatarmáli á tveimur hæðum og felst verkið í upp- steypu á húsinu, frágangi á þaki og einangrun, ísetningu hurða og glugga og pússun að utan auk málningarvinnu. Verkinu skal að fullu lokió 1. júní á næsta ári. Lítill munur var á tilboöun- um þremur og eru þau öll í kringum 80% af 20.450.000 kr. kostnaðaráætlun. Lægsta tilboó- ið kemur frá Daltré hf., 16.235.560 kr. eóa 79,4% kostnaðaráætlun. Næstir eru Ár- fell hf. með 16.429.007 kr. eóa 80,3% af áætluðum kostnaði. Hæsta tilboðió er síðan tilboó Kötlu hf. sem hljóðar upp á 16.502.504 kr. cða 80,7% af kostnaðaráætlun. Aö sögn Ragnheiðar Sig- valdadóttur, stjórnarformanns Dalbæjar, verður tjallað um til- boóin á fundi í dag. Hún sagðist í gær vona að á þeim fundi yrói tekin ákvörðun um hvaöa verk- taki hlyti verkið, þrátt fyrir að erfitt væri að gera upp á milli svo líkra tilboða. SBG Leikskóli í Giljahverfi: Byggingin boðin út á næstu dögum Stefnt er að því að bjóða út byggingu leikskóla í Gilja- hverfi á næstu dögum. Gert er ráð fyrir að byggingin verði fokheld í febrúar á næsta ári. Um cr að ræóa lcikskóla- byggingu við Kiðagil teiknaða á Arkitektastolúnni í Grófargiii. Á fundi bæjarráðs fyrir skömmu var lagt til að byggingin yrði boðin út í cinunt áfanga og cr miðað við að hún vcrði fokhcld 1. febrúar 1994. Frekari fram- kvæmdir verða í samræmi við fjárveitingar á árinu 1994. Að sögn Ágústs Berg, deild- arstjóra byggingadeildar, er stcfnt að því að bjóða vcrkið út á föstudag og rennur frestur til að skila inn tilboðum út 9. ágúst. KR

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.