Dagur - 06.08.1993, Síða 1

Dagur - 06.08.1993, Síða 1
76. árg. Akureyri, föstudagur 6. ágúst 1993 146. tölublað Sambýli aldraðra við Skólastíg á Akureyri: Úttekt á kostnaði við framkvæmdir Frá hafnarsvæðinu við Syðraplan, þar sem Hagvirki-Klettur er að reka niður 160 m langt stálþil. Hafnarframkvæmdir á Sauðárkróki: Gengur vel að reka stálþilið niður „Það er búið að biðja um ná- kvæma úttekt á því hver heiid- arkostnaðurinn sé og við erum að bíða eftir síðustu reikning- unum,“ sagði Jón Björnsson, félagsmálastjóri Akureyrarbæj- ar, aðspurður um kostnað við sambýli aldraðra við Skólastíg sem öldrunardeild Akureyrar- bæjar hóf rekstur á fyrr í sum- ar. Athugasemdir hafa verið gerðar við að eldra hús skuli hafa verið endurbyggt í stað þess að byggja nýtt húsnæði undir sambýlið. Jón staðfesti aó úlfúð hefði ver- ið vegna kostnaðar vió fram- kvæmdir við breytingar á húsnæð- inu scm hófust í febrúar sl. og lauk rétt áður en fyrstu íbúarnir Háskdlinn á Akureyri: Nýja kennara- námið vinsælt Kennsla í nýrri kennaradeild við Háskólann á Akureyri hefst mánudaginn 23. ágúst. Þá munu yfir 70 nemendur hefja þar nám. Námið er sniðið við hæfi þeirra sem starfa við kennslu í dreifbýli og lögð áhersla á að kenna kennsluaðferðir og skóla- gerð sem þar tíðkast, enda hef- ur slíkri kennslu ekki verið sinnt sem skyldi í kennaranámi á íslandi. Tvcir kennarar eru fastráðnir við dcildina, en einnig munu níu stundakennarar miðla nemendum af þekkingu sinni. Guðmundur Hciðar Frímannsson sagði í sam- tali við Dag að fjöldi umsókna hefói verið meiri en búist var við. 92 hcfðu sótt um, en nokkrir fall- ið út af ýmsum ástæðum. Hvcrnig skýrirðu þcnnan mikla áhuga? „Eg tel að fyrir honum séu einkum tvær ástæður: Það er nýjabrum af þcssu, þettta er nýtt, hefur fengið mikla athygli og ver- ið í fréttum. Hin ástæöan er sú að margir hafa verið að bíóa eftir tækifæri af þessu tagi.“ Guð- mundur taldi að margir þeirra sem færu nú í þetta nám hefðu viljað afla sér menntunar sem þessarar en ekki átt heimangengt. Þetta ætti sérstaklega við um konur, en þær eru í meirihluta þeirra sem nú hefja kcnnaranámið. Guðmundur sagói líka að i hópi þeirra sem nú hæfu námið væru nokkrir sem hefðu starfað sem kennarar og væru að afla sér réttinda. Annars væri þetta fólk með ólíkan bak- grunn. Kennaranámið tekur þrjú ár og skiptast þau í skyldunám, sem tekur tvö ár og sérsvið. „Við feng- um heimild til að byrja með eitt sérsvið, þar sem lögð veróur sér- stök áhersla á kennsluaðferóir og skólagerð sem tíðkast í dreifbýli og stefnum aó því að fara af stað með fleiri, t.d. náttúrufræóisvið." Þess má geta aö á morgun, laugardag, birtist viðtal við Guð- mund Heióar í Degi IS. fluttu inn 18. júní. Eins og Dagur hefur áður sagt frá er húsið hið glæsilegasta að innan jafnt sem utan enda hafa miklar endurbætur verið geróar til að fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru. Að sögn Jóns var samþykkt í félagsmálaráði Akureyrarbæjar að taka saman kostnaðarliði ná- kvæmlega og verði þeirri úttekt væntanlega lokið að viku liðinni. „Upp á krónu er þaö ekki tilbúið en ég veit nóg til þess að saman- boriö við önnur rými fyrir aldraða sem hefur verið stofnaó til, annað hvort með endurbyggingum eóa nýbyggingum, þá höfum við farið prýðilega fram úr - en vió megum ekki gleyma að vió erum ekki með nýtt hús og kostnaðurinn er ckki eins mikill og hann hefói ver- ið við að byggja nýtt hús,“ sagði Jón en vildi ekki nefna tölur fyrr en úttekt væri lokið. „Því var spáð að þetta yrði dýrt“, sagói Jón og bætti við að kostnaðarúttekt myndi lögð til grundvallar við mat á því hvort spádómurinn hefði ræst. „Eg held aö vió munum geta afsannað spána; ég held að sambýlið hafi í raun og veru ekki verió dýrt og miklu ódýrara en ef við hefðum farið út í aðrar lausnir sem komu til greina.“ GT Greiðlega gengur að reka niður stálþilið við höfnina á Sauðár- króki, en um tíma óttuðust menn fyrirstöðu þegar átti að reka þilið niður um 0,5 m í við- bót. Að sögn Brynjars Pálsson- ar, formanns hafnarstjórnar, er þessum hluta verksins að Ijúka nú fyrir helgi. Eins og frá var greint í Degi nýlega var ákvcðið að reka stálþil- ið, sem cr 160 m langt, 0,5 m dýpra en ætlað var í upphafi. Það var þó óvíst hvort það tækist þar sem botninn rcyndist harður á 2 m löngum kafla. Nú er þeim áhyggj- um aflétt og er verkinu aó ljúka. Þilið verður á 7 m dýpi, en upp- haflega var áætlað að það yrði á 6,5 m dýpi. Verkið gengur skv. áætlun, að sögn Brynjars og verður væntan- lega farið að keyra inn efni til fyll- ingar eftir viku eöa svo. Það cr Hagvirki-Klettur sem sér um framkvæmdir. , Atvinnumál í kaupstöðum á Norðurlandi utan Akureyrar: Atviimulausum á Siglufirði og Húsavík hefur fækkað til muna - atvinnuleysi vart merkjanlegt á Dalvík Ástand í atvinnumálum á Húsa- vík og nágrenni, Siglufirði og Dalvík hefur farið batnandi á undanförnum mánuðum og hef- ur atvinnuleysisdögum á Siglu- firði og S-Þingeyjarsýslu fækk- að um helming á tímabilinu frá maílokum til júlíloka. Að vísu má rekja hluta minnkandi at- vinnuleysis til atvinnuátaks sem í gangi er fyrir tilstyrk fram- lags úr atvinnuleysistryggingar- sjóði, en þó var það samdóma álit viðmælenda blaðsins að at- vinnuástand færi almennt batn- andi. Kári Amór Kárason, formaður Verkalýðslélags Húsavíkur og forseti Alþýðusambands Norður- lands, sagói í samtali við Dag að atvinnuleysi í S- Þingeyjarsýslu hefði dregist talsvert saman frá því í júní. Atvinnuleysisdagar voru 650 talsins í júlí, en voru 1232 í júní. Á síðasta degi júlí- mánaðar voru 30 manns skráðir atvinnulausir, 13 karlar og 17 konur. Skráðum atvinnulausum hafði þó fækkað í 20 í gær. Þcssar tölur jafngilda því að 29 manns hafi gengið atvinnulausir alla daga júlímánaóar, en 59 í júní. Af þessum 30 sem skráðir voru at- vinnulausir í sýslunni voru átta á Húsavík, fimm konur og þrír karl- menn. Kári sagói aó hluta til mætti rekja minnkandi atvinnu- leysi til atvinnuátaksins, en jafn- framt væri atvinnuástand að ööru leyti þokkalegt og í raun betra en vonir stóðu til. Að því viðbættu sagði hann að það væru ekki margir þeirra sem væru á at- vinnuleysisskrá sem hefðu enga vinnu. Samkvæmt upplýsingum sem fengust á bæjarskrifstofunum á Siglufirði er svipaða sögu að segja þaðan. Atvinnuleysisdögum hefur fækkað um tæplega helm- ing frá því í maí, en þá voru þeir Fiskiðjan á Sauðárkróki: Vaktavinna út þennan mánuð „Það eru ágæt aflabrögð og nóg að gera eins og er,“ segir Einar Svansson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar á Sauðárkróki. í sumar var bætt við milli 50 og 60 manns, mest skólafólki. Unn- ið er á vöktum og stendur það a.m.k. út ágústmánuð, þá verð- ur framhaldið ákveðið. Vaktavinna var tekin upp í Fiskiðjunni í lok febrúar og unnið á tvískiptum vöktum frá kl. 6 á morgnana til 22 á kvöldin. Slíkt fyrirkomulag var prófað í tvo mánuði í fyrrasumar og í ár stóó til að reyna slíkt í nokkra mánuði, en það hefur staðið óslitið síóan í febrúar. í vetur fékk fólk, sem var á atvinnuleysisskrá í sveitunum, vinnu í Fiskiójunni og í sumar fékk fjöldi skólafólks vinnu þar, en nálægt 50-60 manns bættust vió hjá fyrirtækinu, bæói á Sauð- árkróki og á Hofsósi. Hvort framhald veróur á vakta- vinnunni verður ákveðið í lok þessa mánaðar. „Við þurfum aó stefna að því að nýta húsið héma á Króknum tvær vaktir allan ársins hring,“ sagói Einar. Þetta verði þó að meta eftir ýmsum þáttum, s.s. aflabrögóum og nýjustu aðstæðum í þjóófélaginu, þ.e. kvótasam- drætti og fleiru. sþ 873. í júní voru þeir 775 en voru komnir niður í 474 í júlí. Það samsvarar því að 22 hafi gengið atvinnulausir alla daga júlímán- aðar, í staó 37 í júní og 46 í maí. Á síðasta degi júlímánaðar voru 24 skráðir atvinnulausir á Siglu- firði, sjö karlmenn, flestir sjó- menn og 17 konur, flestar fisk- verkakonur. í lok maí voru 52 skráðir atvinnulausir, en 25 í júní- lok. Verkamönnum á atvinnu- leysisskrá hefur fækkað mest frá því í maí, en þá voru 25 verka- menn skráðir, cn í júlí voru þeir ekki nema tveir. Þarna munar mestu um opnun loðnubræðslunn- ar, en bræðsla hófst í byrjun júlí, auk þess sem bæjarfélagið fékk úthlutað úr atvinnuleysistrygg- ingarsjóði vegna atvinnuátaks. Á Dalvík er reyndar dálítið aðra sögu að segja því á undan- förnum mánuðum hefur ekki orð- ið vart við atvinnuleysi sem heit- ið getur. Um mánaðamótin voru fimm skráðir atvinnulausir á Dal- vík, fjórir karlar og ein kona, sem reyndar er farin af atvinnuleysi- skrá nú. Atvinnuleysisdagar voru skráðir 151 í júní, 95 dagar hjá körlum og 56 hjá konum, sem jafngildir því að sjö manns hafi gengió atvinnulausir alla daga mánaðarins. PS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.