Dagur - 06.08.1993, Blaðsíða 7
Föstudagur 6. ágúst 1993 - DAGUR - 7
Heilsugæslustöðin á Raufarhöfn:
Nóg að gera þrátt
fyrir mannfæð
„Okkur flnnst vera mikið að
gera hérna þrátt fyrir að fólki á
staðnum fækki stöðugt. Þegar
ég kom hingað voru t.d. 160
börn í skólanum en núna eru
þau um 60 talsins,“ segir Þórdís
Kristjánsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur á Raufarhöfn, um er-
ilinn á heilsugæslustöð staðar-
ins.
Fyrir tíu árum var byrjað að
endurnýja það húsnæði sem
heilsugæslustöðin er í, en áóur
voru þar bæói hreppsskrifstofur
og bókasafn auk heilsugæslunnar.
Að sögn Þórdísar er því verki ekki
lokið enn. Fjárveitingar hafa
- segir Þórdís Kristjánsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur
komið í smáskömmtum og endur-
bætur gengið í samræmi við það,
en heilsugæslan er nú komin
komið meó allt húsið. Þar eru
starfandi tveir hjúkrunarfræðing-
ar, í hálfu starfi hvor og einn
læknir.
„Heilsugæslustöðin er opin alla
virka daga nema þriðjudaga, en
þá crum við í ýmsum frágangi og
sinnum bara útköllum. A lækna-
dögum byrjunt við svo klukkan
níu og erum allt fram til sjö á
kvöldin. Vió höfum því nóg að
gcra, en auk þess erum vió með
nokkurs konar útibú frá apótekinu
á Húsavík,“ segir Þórdís, en hún
kom til Raufarhafnar árið 1974
og þá ætluóu þau hjónin einungis
að vera þar í tvö ár.
Lítið um slys
Síðustu tvö árin hefur setið læknir
á Raufarhöfn. Hann ásamt lækn-
unum á Kópaskeri og Þórshöfn,
sinnir læknisstörfum á heilsu-
gæslustöðinni, en þessir þrír
læknar skiptast á. Að sögn Þórdís-
ar hefur því orðið töluverð breyt-
ing á þjónustunni frá því hún kom
til starfa, en þá kom læknir frá
Þórshöfn tvisvar í viku.
Eitt af því sem hjúkrunarfræð-
ingarnir sinna er ungbarnaskoðun
og mæóracftirlit og segir Þórdís
að fæðingum á Raufarhöfn hafi
fjölgað undanfarin ár frekar en
hitt. Hún segir að íbúarnir séu því
ekki áberandi gamlir miðað vió
marga aðra svipaða staði, enda
hafi flest það fólk sem í dag er
orðið aldrað, farið frá Raufarhöfn
strax eftir að síldarævintýrinu
lauk. Þjónusta við aldraða er engu
að síður drjúgur þáttur í heilsu-
gæslunni, en ööru máli gegnir um
slys.
„Við erum mjög heppin með að
það er ekki mikið um slys hér.
Engu að síður er annasamt hér
þegar læknirinn er við og eins
leitar fólk mikið til okkar hjúkr-
unarfræðinganna. Fólk hringir
iðulega fyrst í okkur eða kemur
og spyr hvort okkur þyki ástæða
til að lcitaö sé til læknis. Ég vil
samt ekki meina að íbúar hér eigi
vió mikil veikindi að stríða, held-
ur vill fólk bara hafa allt á hreinu
gagnvart hcilsunni,“ segir Þórdís
Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðing-
urá Raufarhöfn. SBG
HOTEL KEA
Laugardagskvöldið 7. ágúst
Hljómsveitin Herramenn
leikur fyrir dansi.
Helgartilboð.
Humar- og laxapaté.
Svína- og nautasteik „Black and white".
ítölsk ostaterta.
Kr. 2.500,-
Súlnaberg, opiö til kl. 22.00.
Veiðikló
Laxá á Ásum:
Veiðinni í fyrra náð
- kippur í veiðinni þegar hlýnaði
Samkvæmt upplýsingum veiði-
varða í Laxá á Asum er veiðin
nú komin yfir 900 fiska en mið-
að við upplýsingar frá Veiði-
málastofnun er það meiri veiði
en allt tímabilið í fyrra. Vel hef-
ur gengið í ánni að undanförnu
þó allra síðustu daga hafi veiðin
verið róleg en skýringin á því
er einfaldlega sú að erlendir
veiðimenn eru í ánni og þeir láta
sér fátt um magngleði Islend-
inga finnast.
Þórunn Alfreðsdóttir í veiði-
heimilinu Vökuholti í Aðaldal
sagói veiðina á svæði Laxárfé-
lagsins nú komna yfir 1000 laxa
og heildarveiðin er komin á fjórt-
ánda hundrað. Miðað við þær töl-
ur stefnir áin hraðbyri yfir 2000
laxa á veiðitímabilinu en á síðasta
ári fengust 2295 laxar úr ánni og
það skilaði henni í annað sætið
yfir aflahæstu laxveiðiár landsins.
Vcitt verður í Laxá í Aðaldal til
10. septembcr.
Friðrik Friöriksson, sparisjóðs-
stjóri á Dalvík, segir að veiðin sé
mjög að glæðast í Mýrarkvísl en
hún er leigð Dalvíkingum. „Síó-
ustu hollin hafa verið að gera það
ágætt, þ.e. eftir að fór aó hlýna.
Áin cr góð síðsumars og kcmur
því til á þessum tíma,“ sagði
Friðrik. „Þeir sjá fisk í öllum hylj-
um og það er tilfcllið að þarna er
fiskur upp um alla á og þetta er
engin lygi þó oft sé farið frjáls-
lega mcó hlutina þegar veiði er
annars vegar,“ bætti hann við.
Aðspurður um Svarfaðardals-
ána sagði Friðrik góða veiði hafa
verið þar síðustu dagana. Einn
veiðimaður fékk t.d. yfir 20
bleikjur á 1. svæði og það gleði-
lega segir Friðrik að bleikjan sé
vænni cn oft hafi sést áður í ánni.
JÓH
j^Abu
Garcia
Veiölvörur
fyrir alla
Silungsveiðistaður vikunnar:
Húsexjarkvísl í Skagaflrði
Þeir eru margir silungsveiði-
möguleikarnir á Norður-
landi. I síðustu tveimur
Veiðiklóm hafa verið birtar
upplýsingar um tvö vötn en í
þetta sinn snúum við okkur
að silungasvæði Húseyjar-
kvíslar í Skagafirði.
Húseyjarkvíls er lygn og
nokuð vatnsmikil á sem rennur
vestan Hólmsins og fellur í
Héraðsvötn. Silungasvæðið er
12 km og er að mestu fyrir
neðan Varmahlíó. Hámarks-
fjöldi leyfðra stanga á dag eru
5, þó eru aldrei fleiri en 21
stöng leyfðar á viku.
Algengasti fiskurinn er
urriði en líka veiðist nokkuð af
bleikju. Um vatnasvæðið
gengur lax sem veióist aðallega
á laxasvæði ofar í ánni en alltaf
veiðast nokkrir laxar á sil-
ungasvæðinu á hverju sumri.
Að meðaltali veiðast 500 fiskar
á sumri á silungasvæði Hús-
eyjarkvíslar og dreifist veiðin
nokkuð jafnt. Miðað við seldan
stangafjölda veiðast 2-3 fiskar
að meðaltali á stöng á dag.
Fiskurinn er 1/2 til 2 pund að
stærð en oft veióast talsvert
stærri fiskar.
JÓH
Daiwa
Allt til veiðanna
á einum stað
IgJEYFJÖBÐ
SHK símar 22275 og 25222
opið á laugardögum frá kl. 9-12