Dagur - 17.08.1993, Page 3

Dagur - 17.08.1993, Page 3
Þriðjudagur 17. ágúst 1993 - DAGUR - 3 í hita og þunga dagsins á Akureyrí „Hér eru pening- ar í umferð“ er mjög mismunandi hvaö þeir ætla aö fara að gera. Einhverjir eru löngu ákveönir og þaó er mjög gott. Þcir cru samt fleiri scm hafa ckki hugmynd hvað stcfnu á aö taka því þaö er ekki um auðugan garö aö gresja á vinnumarkaðnum. Þaö er lítið freistandi aö fara út í eitthvert framhaldsnám og hal'a síðan ekki aö neinu starll aó hvcrfa að því loknusagði Kári Jóhannesson. SV - segir Pjetur Sigurðsson, blaðamaður og ljósmyndari Pjetur Sigurðsson er starfsmað- ur Tímans í Reykjavík en hefur verið á Degi í afleysingum sem ljósmyndari og biaðamaður. Þar eð fjölmiðlafólk eyðir mikl- um tíma í að tala við annað fjöl- miðlafólk þótti tilvalið að heyra hljóðið í Pjetri áður en hann hyrfi suður yfir heiðar að nýju. „Éf hef nú fcngið að heyra það hér í sumar að veðráttan sé mér að kenna og ég get ekki neitað því aö það hlakkar stundum í mér þegar norðlenskir vinir mínir eru að tala um veðrið. Annað eins skítaveóur hcf ég bara ckki lifað eins það scm hefur verió hér fyrir norðan í sumar," sagði Pjetur Sigurðsson. Aðspurður út í hvaða tilfinningu hann hefði fyrir því sem væri að gerast hér á Norðurlandi sagðist hann hafa haldið atvinnuástandið hér vera mun verra en honum sýndist það vera eftir tvcggja mánaða dvöl. „Það er búið að skrifa mikið um hið bága atvinnuástand hér í bænum, en maður þarf ekki annað en að fara á skemmtistaðina til þess að sjá að hér eru peningar í umferð. Ætli þetta sé ekki eitthvað á sinninu á fólki og menn þurfi aðeins að taka sig saman og líta bjartari augum á framtíðina. Það eru fjölmargir möguleikar fyrir hendi hér og það cr bara aó nýta þá.“ Pjetur segist hafa kunnað vel vió sig á Akureyri og að hann geti vel hugsað sér aó búa hér tíma- bundið í framtíðinn; ckki sé þó á dagskránni að setjast hér að. S V „Að engu að hverfa eftir náxn“ - segir Kári Jóhannesson Kári Jóhannesson, 19 ára Akur- eyringur, var að brjóta og há- þrýstiþvo í Strandgötunni. Ver- ið er að múra nýtt hús Byggða- stofnunnar, þar sem Dagur var til húsa. Hann er í vinnu hjá SJS verktökum í sumar líkt og inörg undanfarin ár en er í Verkmenntaskólanum á vet- urna. Hann stefnir að því að Ijúka prófum í vor en segir erf- itt að ákveða hvað gera skuli í framhaldi af því. „Ég cr svona í hinum og þess- um snúningum hérna hjá fyrirtæk- inu. Núna cr ég að bera grunn á öll járn svo þau haldi ekki áfram að ryóga. Við crum búnir að vera aó brjóta, starfsmönnunr innan- húsHil lítillar ánægju en ætli þetta sé ekki búið núna svo aö menn gcta farið að taka tappana úr eyr- unurn," sagði Kári. Hann er á íþróttabraut í Vcrkmenntaskólan- um og stefnir að því aó klára í vor. Framtíðin er alveg óráóin. Atvinnuástandið er bágt og hann segir erfitt að marka sér einhverja stefnu þegar hvergi sé hægt að ganga inn í örugg störf. „Viö ræðum þetta svolítið krakkarnir í vinahópnum og það Kári Jóhannesson cr hcr að grunna yfir járn til þess að stöðva ryð- myndun. Pjetur Sigurðsson að störfum á Degi, hvar hann var í „starfsþjálfun“ í sumar. Myndir: SV „\lldi hvergi annars staðar búa“ - segir Sævar Þröstur Eysteinsson Sævar Þröstur Eysteinsson var að bera út DV þegar blaðamað- ur Dags rakst á hann. Hann er 15 ára og segist nota frítímann til þess að spila körfubolta og fótbolta. Iiann fékk vinnu hjá Vinnuskólanum í 7 vikur. „Ég ber út þá daga sem blaðið kemur út og kaupið er sæmilegt, mætti vera betra. Það er alltaf leiðinlegt að rukka og sérstaklega núna því upphæðin er svo vond, 1368 krónur. Ég þarf að koma aft- ur og aftur til sumra á þcssum tíma því fólk er svo mikið að heiman í sumarfríinu,“ sagði Sæv- ar. Hann segir aö fyrir utan blaða- útburðinn hall hann verið í Vinnu- skólanum í 7 vikur í sumár og fundist þaó ágætt. Hann sagðist sáttur við að fá þetta lítið að gera því þctta væri bara það sem krakkar á hans aldri þyrftu að búa við. „Ég cr mikið í fótbolta, er að æfa mcó 3. fiokki Þórs og það hefur gengið nokkuð vel í sumar. Við urðum Akureyrarmcistarar á dögunum þegar við unnum KA eftir spennandi viðurcignir." Fyrir utan fótboltann hcl'ur Sævar mjög gaman af því að spila körfubolta og segir hann nauðsyn- legt fyrir krakka á hans aldri aö stunda einhverjar íþróttir. Sævar fer í 10. bekk í Glerárskóla í haust og segir framtíðina óráðna hvað framhaldsnám varðar. Það sé þó ckki spurning að hann ætli að mcnnta sig áfram. Aðspurður hvernig honum þætti aó búa á Akureyri sagói Sævar að sér líkaói það vcl og hann vildi hvergi annars staðar vera. SV Lítið að gera í bensíninu Sævar Eysteinsson ber út á hjólinu og segir það nijög gott. - sögðu Einar og Einar og Ingimar Erlingssynir, þó ekki bræður, starfa við af- greiðslu hjá Shelí. I>eir sögðu lít- ið vera um að vera; veðrið skipti sköpum þess efnis að fólk væri lítið á ferðinni og þar af leiðandi ekkert að koma og láta fylla. Þeir sögðu mun minna hafi ver- ið að gera í sumar heldur en í fyrra. Þeir voru áveðnir í að fara ekki á ball um helgina þegar blaðamað- ur hitti þá á föstudag. Ingimar var að fara að keppa í fótbolta á laug- ardeginum og ætlaði að taka þaö rólega fram að því. Einar sagðist líklega koma til með að kíkja í KA-húsió og sjá KA spila við norska liðiö sem var hér í síðustu viku. Strákarnir eru báðir í námi. Ingimar er að fara í 4. bekk í Menntaskólanum og Einar í Há- skólann hér fyrir norðan. Þeir segjast báðir velta atvinnuástand- inu hér fyrir sér. Ingimar segist bjartsýnn á að úr muni rætast á þeim tíma sem hann á eftir aö vera í námi en Einar segist ekki sjá neinar breytingar á næstu árum þótt hann vonaði það besta. Strákarnir voru báðir hér í bæn- um um verls- unarmanna- helgina og sögðust báðir vera ánægðir með Halló Akureyri. „Fólk kom í bæinn og til þess var leikurinn væntanlega gerður. Við þurfum að fá pening í bæinn, það tóskt og því ættu mcnn bara að vera ánægðir,“ sagði Einar og Ingimar tók í sama streng og bætti viö að þegar nýjabrumið færi af samkomum eins og þcss- um verði hægt að laga það sem óhjákvæmilega fer aflaga í byrjun. SV Shell Ingimar og Einar sögðu mun minna hafa vcrið að gera í bensín- inu í sumar cn í fyrra. Ingimar hjá ^fA 06 °

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.