Dagur - 17.08.1993, Blaðsíða 5

Dagur - 17.08.1993, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 17. ágúst 1993 - DAGUR - 5 „Óttast um framtíð fámennu skólanna“ - segir Ólafur Arngrímsson, skólastjóri á Litlu-Laugum FÉSÝSLA DRÁTTARVEXTIR Júll 15,50% Ágúst 17,00% MEÐALVEXTIR Alm. skuldabr. lán aprll Alm. skuldabr. lán maí Verótryggð lán aprll Verðtryggó lán maí 13,10% 12,40% 9,20% 9,30% LÁNSKJARAVÍSITALA Júll 3282 Ágúst 3307 SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS Tegund K gengi K áv.kr. 89/1D5 1,9835 6,20% 90/1D5 1,4712 6,23% 91/1D5 1,2720 6,96% 92/1D5 1,1034 7,00% 93/1D5 0,9997 7,10% HÚSBRÉF Flokkur K gengi K áv.kr. 92/2 99,94 7,32% 92/3 97,60 7,25% 92/4 95,20 7,25% 93/1 91,90 7,25% VERÐBRÉFASJÓÐIR Avðitun 1. jan umfr. verðbólgu siðustu: (%j Kaupg. Sölug. 6 mán. 12 mán. Fjárfestingarfélagið Skandia hf. Kjarabrél 4,744 4,890 19,1 -21,3 Tekjubréf 2,556 2,635 16,3 -21,2 Markbréf 1,533 1,580 19,9 •19,5 Skyndibréf 1,985 1,985 6,0 5,0 Kaupþing hf. Einingabréf 1 6,783 6,908 4,5 5,2 Einingabréf 2 3,772 3,791 8,9 7,8 Einingabrél 3 4,457 4,539 5,7 5,4 Skammtímabréf 2,324 2,324 7,6 6,7 Veróbréfam. Islandsbanka hf. Sj. 1 Vaxtarsj. 3,3280 3,345 5,3 5,8 Sj. 2 Tekjusj. 2,0000 2,020 7,6 7,7 Sj. 3 Skammt. 2,2930 Sj. 4 Langt.sj. 1,5770 Sj. 5 Eignask.frj. 1,4240 1,445 7,8 8,1 Sj. 6 ísland 8210 862 6,10 Sj. 7 Þýsk hlbr. 1,3950 1,437 46,50 22,90 Sj. 10 Evr.hlbr. 1,4200 Vaxtarbr. 2,34520 5,3 5,8 Valbr. 2,1982 5,3 5,8 Landsbréfhf. íslandsbréf 1,448 1,475 6,8 6,9 Fjórðungsbréf 1,170 1,187 7,9 7,8 Þingbréf 1,561 1,582 21,5 14,6 Öndvegisbréf 1,470 1,490 9,9 9,2 Sýstubréf 1,306 1,324 -6,0 -2,0 Reiðubréf 1,420 1,420 7,0 7,0 Launabréf 1,041 1,056 8,4 8,0 Heimsbréf 1,397 1,439 28,3 21,2 HLUTABREF Sölu- og kaupgengi i Verðbréfaþingi islands: Hagst. tilboð Lokaverð Kaup Sala Eimskip 3,90 3,90 3,92 Flugleiðir 1,11 1,01 1,11 Grandi hf. 1,88 1,91 1,99 íslandsbanki hf. 0,86 0,86 0,88 Olís 1,80 1,79 1,69 Útgerðarfélag Ak. 3,25 3,25 3,45 Hlutabréfasj. VÍB 1,04 0,98 1,04 ísl. hlutabréfasj. 1,05 1,05 1,10 Auðlindarbréf 1,02 1,02 1,09 Jarðboranir hf. 1,87 1,81 1,87 Hampiðjan 1,80 1,18 1,45 Hlutabréfasjóð. 1,00 1,00 1,14 Kaupfélag Eyl. 2,13 2,13 2,23 Marel hl. 2,65 2,46 2,65 Skagstrendingurhf. 3,00 2,91 Sæplast 2,70 2.60 2,99 Þormóður rammmi hl. 2,30 1,40 2,15 Sólu- og kaupgengi á Opna tilboðsmarkaðinum: Aflgjali hf. Alm. hlutabr.sj. hf. 0,88 0,50 0,95 Ármannsfell hf. 1,20 Árnes hl. 1,85 Bifreiðaskoðun isl. 2,50 1,60 2,40 Eignlél. Alþýðub. 1,20 0,90 1,50 Faxamarkaðurinn hf. 2,25 Fiskmarkaðurinn 0.80 Gunnarstindur 1.00 Haförninn 1,00 Haraldur Böðv. 3,10 1,40 2,70 Hlutabréfasj. Norðurl. 1,07 1,07 U2 Isl. útvarpsfél. 2,40 2,55 Kögun hf. 3,90 Olíufélagið hf. 4,80 4,65 4,80 Samskip hl. 1,12, Samein. verktakar hf. 6,50 6,50 6,80 Sildarvinnslan hf. 2,80 Sjóvá-Almennar hl. 3,40 3,50 Skeljungur hf. 4,15 4,10 4,18 Softis hf. 30,00 Tollvörug. hf. 1,10 1,20 1,30 Tryggingarmíðst. hf. 4,80 Tæknival hf. 1,00 Tölvusamskipti hf. 7,75 6,50 Þróunarfélag islands hl. 1,30 GENGIÐ Gengisskráning nr. 205 16. ágúst 1993 Kaup Sala Dollari 72,21000 72,42000 Sterlingspund 105,49000 105,81000 Kanadadollar 54,97600 55,20600 Dönsk kr. 10,21510 10,25110 Norsk kr. 9,69070 9,72470 Sænsk kr. 8,81860 8,85060 Finnskt mark 12,24210 12,28510 Franskur franki 11,92530 11,96830 Belg. franki 1,97720 1,98520 Svissneskur franki 47,34850 47,51850 Hollenskt gyllini 37,55170 37,68160 Þýskt mark 42,29920 42,41920 ítölsk líra 0,04432 0,04451 Austurr. sch. 6,00990 6,03090 Port. escudo 0,40980 0,41190 Spá. peseti 0,50770 0,51030 Japanskt yen 0,71307 0,71517 irskt pund 98,42200 98,83200 SDR 101,23390 101,57390 ECU, Evr.mynt 80,30850 80,61850 „Hefur þú hugleitt hvaða áhrif sameining sveitarfélaga héfur á skólastarf í þínu kjördæmi? Verða skólar þar ef til vill lagðir niður? Veist þú að börnum líður yflrleitt betur í fámennum skól- um?“ Þetta er texti á póstkorti, sem kynningarnefnd Kennara- sambandsins og Samtök fá- mennra skóla hafa látið gera og sent til alþingismanna. Tilefnið er fyrst og fremst að með sam- einingu sveitarfélaga mun verða þrýst á að fækka skólum; að leggja fámenna skóla undir hina fjölmennari þegar fleiri sveitar- félög verða gerð að einu. En fleira sækir að fámennum skól- um og börnum dreifbýlisins um þessar inundir. Auknar kröfur hins opinbera um sparnað, hag- ræðingu og samdrátt í rekstri skólakerfisins munu koma harð- ar niður á hinum fámennu skól- um en öðrum. Þeir hafa notið nokkurrar fyrirgreiðslu vegna þess að í mörgum tilfellum verð- ur að kenna fleiri en einum ár- gangi saman í bekk; oft tveimur til þremur árgöngum. „Ef auka- greiðslur vegna bekkjaskipting- arinnar verða felldar niður má meðal annars búast við að ein- hverjir nemendur tiltekinna árganga verði án kennslu í ákveðnum fögum í heilan vet- ur,“ segir Olafur Arngrímsson, skólastjóri á Litlu-Laugum í Reykjadal, en hann gegndi með- al annars um tíma formennsku í Samtökum fámennra skóla. Olafur kvaóst óttast mjög aó sá samdráttur sem enn sé stefnt að í mcnntakerfinu muni fyrst og l’remst koma niður á hinum fá- mennari skólum. Þessar skóla- stofnanir þoli mjög lítinn samdrátt frá því sem nú er og ef þrengt verði aö þeim að einhverju ráði verði þeim gert nær ókleift að starfa. Því sé hætta á að fámennari skólarnir Iiverfi af sjónarsviðinu, þcir renni inn í hina fjölmcnnari. Olafur sagói að ef einvörðungu sé litið á hin peningalegu sjónarmið megi vafalaust rökstyðja að rekst- ur fjölmcnnari skólanna geti verið hagkvæmari. En fleiri atriði þurll að taka með í reikninginn þegar um skólastarf sé að ræða. Skólarnir hafa þurft að taka við uppeldishlutverkinu „Á undanförnum áratugum hefur ákveöin þróun átt sér stað í þjóö- félaginu," sagði Ólafur Arngríms- son. „Þessi þróun hefur einkennst af því að þáttur heimilanna í upp- eldi barna hefur verið aö minnka. Atvinnuhættir hafa brcyst. For- eldrar vinna gjarnan bæði úti og stórfjölskyldan - fjölskylda þar sem fleiri en einn ættliður býr saman eóa í miklu nábýli - er næstum horfin af sjónarsviðinu. Þessar breytingar hafa leitt af sér auknar kröfur til skólakerfisins - kröfur um að skólarnir taki við hluta þess uppcldishlutverks er áður fór fram á hcimilunum. Þannig hefur uppeldishlutverk grunnskólanna vaxið til muna á síðari árum. Samhliða því hafa kröfur til skólanna um aukið fræðsluhlutverk einnig vaxið en fjárveitingar og tímafjöldi til skólahalds alls ekki aukist aó sama skapi. Þrátt fyrir það tel ég nú samt að íslenskir kennarar og stjórnendur skóla hafi rcynst vandanum vaxnir og leyst verk- efni sín vel af hendi. Sá niður- skurður til skólamála, sem átt hef- ur sér stað að undanförnu hefur sett suma skóla í landinu í gífur- lcgan vanda. Sérstaklega má benda á að skólarnir hafa oft orðió Ólafur Arngrímsson. að framkvæma allan þann niður- skurð, sem þe'im hefur verið ætl- að, án þess að hans sæjust nokkur merki í skertri þjónustu. Þetta er því vissulega ósanngjörn krafa af hálfu yfirvalda menntamála og al- veg Ijóst að þannig geta hlutirnir ekki gengið lcngur. Aukinn nióur- skuróur í skólakcrfinu gctur ckki þýtt annað cn skerta þjónustu skólanna. Sveitarfélögin ekki viðbúin nýjum verkefnum Olafur sagði að til viðbótar þeim bcina samdrætti sem stjórnvöld standi fyrir sé ákveðin tilhnciging til þcss að færa vcrkcfni frá ríkinu yfir á herðar sveitarlélaganna. Margir sveitarstjórnarmcnn séu áhugasamir í því efni og vissulega hafi það jakvæðar hliðar að fá for- ræði fieiri mála og málaflokka heim í héruó. Þessu fylgi eðlilega aukinn kostnaöur fyrir sveitarfé- lögin og vandinn sé að tekjustofn- ar hafi ekki verió færðir til þeirra aó sama skapi. I því efni verði sveitarstjórnarmenn að vakna vegna þess að sveitarfélögin séu ekki viðbúin nýjum vcrkefnum án tilsvarandi tekjustofna. Því sé veruleg hætta á að þessi tilfærsla verkefna frá ríki til sveitarfélaga komi illa við fámennu skólana í litlu sveitarfélögunum. Ólafur sagði að þótt þessi vandi verði cf til vill leystur að einhverju leyti með sameiningu sveitarfélaga sé mjög hæpið að það komi fámennu skólunum að gagni. Með samein- ingu sveitarfélaga sé hættt við að fram komi kröfur um að sameina skóla innan viðkomandi stór- sveitarfélaga. Fleiri sjónarmið en hin fjár- hagslegu Ólafur sagði aö líta verði til fieiri sjónarmiða en hinna fjárhagslegu þegar skólastarf sé metið. Sé cingöngu litió til reksturskostnað- ar liggi fyrir að rckstur fjölmenn- ari skóla kosti færri krónur á hvern nemanda. Sá munur sé þó oft minni en látið sé í vcðri vaka. Kostir lámennu skólanna séu á hinn bóginn svo margir að þcir eigi fyllilega að vega á móti hærri kostnaði á hvcrn ncmanda. Ólafur kvaðst tclja kosti fámcnnu skól- anna ótvíræða. Frá sjónarhóli ncmcnda mcgi bcnda á að slíkir skólar búi oftast við öruggt og gott umhverfi þar sem hvcr ncm- andi fái að njóta sín betur en í fjölmcnni. Einnig megi bcnda á meiri cinstaklingskcnnslu í stað hópkennslu og ncmendur í fá- mennum skólum séu jafnan virk- ari. Þcir taki meiri þátt í skóla- starfinu. Þá séu fámcnnu skólarnir oftast einsetnir, í mörgum tilfell- um sé boðið upp á skólamáltíðir og meiri samvinna ríki á milli skóla og heimila en þegar um fjöl- mennari skóla sé að ræða. Frá sjónarhóli skólans megi benda á að auðveldara sé að framfylgja aðalnámsskrá og hrinda stefnu- málunr í framkvæmd innan fá- mennra skóla. Þá séu einnig betri möguleikar til að sinna þróunar- verkefnum og aó samræma innra starf auk þess scm að öllu jöfnu sé þægilegra andrúmsloft innan fá- mennra skóla og ntinni stofnana- bragur á starfsháttum þeirra. Varasöm þróun Ólafur kvaðst óttast ákvcðna hug- arfarsbreytingu hvaö fámennu skólana varðar. Á undanförnum árum hafi betur komið í ljós til- hneigingin til að fækka skólum - að steypa minni skólum saman í stærri. Þetta falli cinnig að þeim hugmyndum scm unnið sé að varöandi samciningu sveitarfé- laga. Viöhorf almcnnings virðist cinnig oft vcra ncikvætt í garð strjálbýlisins. „Það þykir „sveitó" aö búa á fámennum stöðum og fólk talar cinnig um að strjálbýlið sé dýrt i'yrir þjóðlclagið." Ólafur kvaðst jafnvcl hafa oróið vitni að því að krakkar hafii í raun skamm- ast sín fyrir að koma úr lámcnnum skólum. Slík þróun sé ákaflega varasöm - ekki síst þcgar litið sé til þcirra kosta scm fámennu skólahaldi fylgi og því sem litlu samfélögin hafi oft upp á að bjóða. Með síauknum niðurskurði fjármuna til skólahalds, cr komi illa nióur á fámennum skólum, sé vcrið að grafa cnn l'rcmur undan tilvcru þcirra. Nauösynlcgt sé fyrir íslcnskt mcnntakcrfi aó hal'a mis- munandi gerðir af skólum. Mcð því vcrði ákvcðinni víðsýni við- haldið á mcðal þeirra cr við skóla- mál starfa og um þau fjalla auk þcss sem möguleikar á sarnan- burðarathugunum vcrði litlir cf stel'nt vcrði að því aó allir skólar vcröi svipaðrar gcröar. Því sé rnjög slæmt cf ráðamenn í þjóðfé- laginu kjósi að horla framhjá þcim kostum scm lámcnnir skólar liafi að bjóða í viðlcitni sinni til að spara fjármuni. I staó þcss að horfa cinvörðungu á kostnað viö skólahald á hvcrn cinstakan ncm- anda verði cinnig að mcta þá mögulcika scm fámcnnu skólarnir hafi til að gcgna hlutverki sínu. Það verði cinnig aó mcta til fjár. Þl Fyrirhugað er að halda bóklegt einkaflug- mannsnámskeið í haust. Þeir sem áhuga hafa, hafi samband viö Ágúst Magnússon, sími 11663 eða Garðar Baldursson, sími 22018. Bjóðum upp á frítt kynnisflug. Flugskóli Akureyrar Akureyrarflugvelli, sími 12105.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.