Dagur - 17.08.1993, Qupperneq 7
Þriðjudagur 17. ágúst 1993 - DAGUR - 7
Knattspyrna, 2. deild karla:
KA-menn gefa hvergi eftir
- ívar Bjarklind skoraði bæði mörk liðsins í 2:0 sigri á Tindastóli
KA heldur sigurgöngu sinni
áfram í 2. deildinni í knatt-
spyrnu. Eftir aðeins einn sigur
úr fyrstu 8 umferðum Islands-
mótsins hefur liðið unnið 5 leiki
í röð, bætt 15 stigum í sarpinn
og heldur betur skipt um stað í
deildinni. A föstudagskvöldið
mættust KA og Tindastóll á
Sauðárkróki í leik þar sem
harkan var í fyrirrúmi og dóm-
arinn í aðalhlutverki. KA sigr-
aði með 2 mörkum Ivars Bjark-
lind og nú bíður ekkert annað
en hörð fallbarátta Sauðkræk-
inga sem enn eiga 15 stig inni í
þeim slag.
Hcimamenn voru heldur sterk-
ari í fyrri hálfleik undan norðan
strckkingnum. Þeir fengu besta
færi hálflciksins þegar Sverrir
Svcrrisson var einn fyrir opnu
ntarki en gaf boltann í staó þess að
skjóta sjálfur og færið rann út í
sandinn.
I byrjun seinni hálfleiks var
fjandinn laus. KA-ntcnn mættu
grimmir til leiks og Ivar Bjarklind
kom þeim yfir mcó góðu marki
þegar 5 mínútur voru liðnar.
Skömntu síðar fékk Þórður Gísla-
son Tindastólsmaður, sem þegar
hafói fengið gult spjald fyrir að
mótmæla dómi, annað mjög vafa-
samt spjald og var þar með útilok-
aður frá leiknum. Stólarnir létu
skapið hlaupa með sig í gönur og
stuttu síðar leit Sigurjón Sigurðs-
son rauöa spjaldið fyrir að mót-
mæla dómi og var Pétur Péturs-
son heppinn aö fylgja ekki í kjöl-
farió.
KA-menn voru nú tveimur
fleiri og sóttu stíft. A 25. mínútu
síðari hállleiks galopnaðist vörn
Tindastóls. Ivar Bjarklind fékk
sendingu inn fyrir og skoraði
fram hjá Gísla Sigurðssyni. Stól-
arnir börðust vel el'tir þetta en
náðu ekki að skapa sér veruleg
marktækifæri og 2:0 sigur KA var
staðreynd.
Bestu menn KA voru Bjarki
Bragason sem hélt Sverri Sverris-
syni vel niðri, Halldór Kristins-
son, Ivar Bjarklind, Gauti Laxdal
og Ormarr Orlygsson. Hjá Stól-
unum stóöu sig best Peter Pisan-
ck, Guðbjartur Haraldsson, Sverr-
ir Sverrisson og Smári Björnsson.
Dómari leiksins, Kristján Guð-
mundsson, hafði ekki nægilega
góð tök á honum. I fyrri hálfleik
beitti hann spjöldunum of lítið og
þróaðist leikurinn því í mikla
hörku. Atti hann afar slakan dag
og eyðilagði í raun leikinn. ÞA
Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson:
Enn ein skrautfjöðurin
- dæma í Suður-Kóreu
Enn ein skrautfjöðurin er nú að
bætast í hatt handknattleiks-
dómaranna Stefáns Arnalds-
sonar og Rögnvald Erlingsson-
ar. Þeir hafa þekkst boð um að
dæma á sterku móti kvenna-
landsliða í Seoul í Suður-Kóreu
um næstu mánaðamót.
Þeir félagar hafa fest sig í sessi
sem eitt besta dómarapar hcims og
því til sönnunar var aðeins tveim-
ur dómarapörum frá Evrópu boðið
á mótið. Auk liðs Suður-Kóreu
keppa lið frá Rússlandi, Banda-
ríkjunum, Hollandi, Kína og
Rúmeníu á mótinu, sem að sögn
er haldið til að minnast þess að lið
heimastúlkna hefur tvívegis orðið
ólympíumeistari.
Stefán Arnaldsson er í fremstu röð handknattleiksdómara í heiminum. Hér
ræða þcir málin hann og Arnar Kristinsson handknattleiksdómari en þeir
félagar dæmdu saman síðari leik KA og Bodö á föstudagskvöldið.
Mynd: Halldör
Sverrir Sverrisson og félagar hans hjá Tindastóli máttu lúta í lægra haldi fyrir KA, en hér stígur hann léttan dans
með Jóni Hrannari Einarssyni KA-manni í Icik liðanna á KA-vcllinum fyrr í sumar. Mynd: Robyn
Knattspyrna, 2. deild karla:
Óheppnir Leiftursmenn
- gerðu jafntefli við ÍR fyrir sunnan
Ólafsfirðingar heimsóttu ÍR-
inga sl. laugardag í 2. deildinni
í knattspyrnu. Lciftursmenn
voru óheppnir. Þeir voru betri
aðilinn í leiknum alveg frá upp-
hafi, flest færi voru í þeirra eigu
en þeir sofnuðu á verðinum.
Helst virtist sem meiri grimmd
vantaði í liðið til þess að klára
dæmið.
Leikurinn var markalaus allt
þar til á 37. mínútu. Þá fengu
Leiftursmenn hornspyrnu sem
Gunnlaugur Sigursveinsson tók og
Pétur Björn Jónsson afgreiddi
boltann á netið. Fyrri hálfleikur
var algerlega eign Leiftursmanna
og ÍR-ingar fengu ekki eitt ein-
asta færi.
Lciftur hóf síðari hálfleik með
Gunnar Már Másson er sem fyrr í
toppbaráttunni með Leiftri eftir
jafntcfli um hclgina. Mynd: Halldör
látum og tvisvar á fyrstu 5 mínút-
unum var Gunnar Már Másson í
dauðafæri en ntarkvörður IR varði
frábærlega. Um miðjan síðari
hállleik jafnaðist leikurinn nokkuó
og á endasprettinum reyndust IR-
ingar stcrkari. Bragi Björnsson
átti þrumuskot í slá á 80. mínútu
eftir stífa sókn og markahrókur-
inn Tryggvi Gunnarsson fylgdi
vel á eftir og skallaði í netið, en
Tryggvi var nýkominn inná. Úr-
slit leiksins uröu því 1:1.
Leiftursliðið var mjög agað en
ÍR-liðió ekki og komst upp með
nokkuð kjaftbrúk og leiðindabrot,
sem virtist hafa þau áhrif að Leift-
ursmenn gáfu heldur eftir. Með
meiri grimrnd hefðu e.t.v. öll stig-
in verið þeirra. HB
Knattspyrna, 1. deild kvenna:
Dökkt útlit hjá Í6A
- liðið í neðsta sæti og tveir erfiðir leikir eftir
Enn dökknar útlitið hjá 1. deild-
ar liði IBA í knattspyrnu. Um
helgina máttu stelpurnar þola
tap fyrir Stjörnustúlkum í
Garðabæ, 2:1. Þar með er liðið
enn í neðsta sæti deildarinnar
með 7 stig, en eitt lið fellur úr
deildinni í haust. Nú á liðið 2
leiki eftir og báða mjög erfíða,
gegn KR og UBK heima.
IBA stelpur byrjuðu leikinn við
Störnuna vel og Hjördís Úlfars-
dóttir kom þcim yilr með marki úr
vítaspyrnu þegar um 20 mínútur
voru liðnar af leiknum. Skömmu
fyrir leikhlé náði Stjarnan að
jafna meó marki Guónýjar Sveins-
dóttur. Allt leit út fyrir að jafn-
tefli yróu úrslit leiksins en
skömmu fyrir leikslok skoraði
Heiða Sigurbergsdóttir sigurmark
Stjömunar eftir að hafa lagt bolt-
ann snyrtilega fyrir sig mcó hcnd-
inni.
„Vió börðumst vel í leiknum
og ég tel aó jafntcfli hefðu verió
sanngjörn úrslit og við hefðum vel
getað sætt okkur við það. Auðvit-
að vcrður þetta erfitt en við höf-
um ekki lagt árar í bát og ætlum
okkur að ná í fleiri stig,“ sagði
Arndís Ólafsdóttir, leikmaður
ÍBA.