Dagur - 17.08.1993, Side 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 17. ágúst 1993
Enska KNATTSPYRNAN
Þorleifur Ananíasson
Arsenal fékk óvæntan
skell á heimaveUi
Um helgina hófst deildakeppnin
í Englandi og ekkert Iát verður
á því sparki þar til næsta vor.
Ekki verður annað sagt en að
keppnin hafí farið Hflega af stað
og liðin virðast flest koma vel
undirbúin til leiks. Óvænt úrslit
urðu í leik Arsenal á heimavelli
gegn Coventry og nýliðarnir í
deildinni töpuðu allir sínum
leikjum og treysta eflaust á að
fall sé fararheill. Það gekk þó
ekki öllum nýliðum illa því í
mörgum leikjanna náðu ný-
keyptir leikmenn að skora fyrir
lið sín. En þá eru það leikir
laugardagsins.
Það bjuggust víst flestir vió því
aö Covcntry yrói leikmönnum
Arsenal auðveld bráö, en annaó
kom á daginn. Mick Quinn, sem
Coventry keypti í fyrra frá New-
castle, hélt áfram þar sem frá var
horfið, en hann var markahæsti
Ieikmaóur liðsins sl. vetur. Lee
Dixon hægri bakvöröur Arsenal
átti slakan leik og útherjar
Coventry þeir Peter Ndlovu og
John Williams skiptust á um aö
gera honum lífíó leitt í leiknum.
Það fór að lokum þannig að Dixon
felldi Ndlovu innan vítateigs og
Quinn náði forystu fyrir Coventry
úr vítaspyrnunni. Quinn bætti síð-
an við tveim mörkum eftir undir-
búning Roy Wegerle og varð
þannig fyrstur leikmanna á Eng-
landi til þess að skora þrennu á
keppnistímabilinu. 3:0 sigur
Coventry í leiknum var öruggur
þrátt fyrir að liðið missti Stewart
Robson meiddan útaf strax á 10.
mín. Anders Limpar átti góðan
Ieik fyrir Arsenal og sendingar
hans margar mjög góðar, en Ian
Wright, miðherji liðsins, var dauf-
ur og því lítil ógnun í sóknarleik
Arsenalliósins að þessu sinni.
Aston Villa byrjar vel, en 4:1
sigur liðsins gegn Q.P.R. var þó of
stór miðað við gang leiksins og
tvö mörk úr glæsilegum langskot-
um undir lokin frá Dalian Atkin-
son og Steve Staunton gulltryggðu
liðinu sigurinn þegar leikmenn
Q.P.R. lögðu allt undir til þess að
reyna aó jafna leikinn. Sigur Villa
Úrslit Úrvalsdeild
Arsenal-Coventry 0:3
Aston Villa-Q.P.R. 4:1
Chelsea-Blackburn 1:2
Liverpool-Sheflield Wed. 2:0
Man. City-Leeds Utd. 1:1
Newcastle-Tottenham 0:1
Oldham-Ipswich 0:3
Sheffield Utd.-Swindon 3:1
Southampton-Everton 0:2
West Ham-Wimbledon 0:2
Norwich-Man. Utd. 0:2
l.deild
Barnsley-W.B.A. 1:1
Charlton-Birmingham 1:0
Crystal Palace-Tranmere 0:0
Derby-Sunderland 5:0
Grimsby-Bolton 0:0
Leicester-Peterborough 2:1
Luton-Watford 2:1
Notts County-Middlesb. 2:3
Oxford-Portsmouth 3:2
Stoke City-Millwall 1:2
Wolves-Bristol City 3:1
Southend-Nottingham Fr. 1:1
- nýliðarnir töpuðu allir - Nigel Clough byrjar vel hjá Liverpool
Nigel Clough byrjaði fcril sinn hjá Liverpool með glæsibrag og skoraði bæði
mörk liðsins gegn Shcff. Wed.
var þó sanngjarn og Andy Towns-
end stjórnaói góðu spili liðsins, en
besti maóur vallarins var þó Les
Ferdinand hjá Q.P.R., sem hefði
með smá heppni getað skorað
fjögur mörk í leiknum. Jöfnunar-
mark hans fyrir Q.P.R. rétt fyrir
hlé var sérlega glæsilegt. Atkinson
náði forystu fyrir Villa í leiknum
eftir sendingu Townsend, en eftir
að Ferdinand náði aó jafna fyrir
Q.P.R. mátti ekki á milli sjá þar til
um miðjan síðari hálfleik að Dean
Saunders náði að nýju forystunni
fyrir Villa. Bæði lió léku góða
knattspyrnu í leiknum og cru lík-
leg til afreka í vetur og þá sérstak-
lega Aston Villa.
Ekki tókst Glenn Hoddle að
staðreynd. En Deanc, sem keyptur
var frá Sheff. Utd. fyrir skömmu,
var á ööru máli og þegar leikið
hafði verió í eina mín. umfram
venjulegan leiktíma missti Coton
frá sér boltann eftir skalla Speed
og Deane var réttur maður á rétt-
um stað og skoraði af stuttu færi
og tryggði þar með liði sínu jafn-
teflið.
Miklar væntingar voru með lið
Newcastle fyrir leikinn gegn
Tottenham, en nýliðarnir urðu aó
þola tap þrátt fyrir góðan leik og
harða baráttu. Eina mark leiksins
skoraði Teddy Sheringham fyrir
Tottenham undir lok fyrri hálf-
leiks eftir mistök í vörn New-
castle. Nýliðarnir áttu meira í
leiknum í síóari hálfleik, en Erik
Thorstvedt í marki Tottenham átti
mjög góðan leik og náði að halda
marki sínu hreinu. Hann var þó
heppinn á síóustu sek. leiksins er
Liam O’Brien átti hörkuskot úr
aukaspyrnu fyrir Newcastle sem
hafnaði í stönginni hjá Tottenham.
Liverpool fékk Sheffield Wed.
í heimsókn á Anfield og tryggði
sér öll stigin með 2:0 sigri í leikn-
um. Það létti róðurinn fyrir Liver-
pool í leiknum að Carlton Palmer
einn besti maóur Sheff. Wed. var
rekinn útaf snemma leiks fyrir
klunnalegt brot. Bæði mörk Liver-
pool skoraði Nigel Clough, sem
félagið keypti frá Nott. For. í sum-
ar. I fyrri hálfleiknum skoraði
hann eftir að Chris Woods, lands-
liðsmarkvörður Englendinga,
missti boltann fyrir fætur hans og
bætti síðan öóru marki við í síðari
hálfleiknum. Hann byrjar því
glæsilega hjá sínu nýja liði.
West Ham byrjar illa eftir aó
hafa unnið sér sæti í Urvalsdeild-
inni í vor. 2:0 tap á heimavelli
gegn Wimbledon getur ekki talist
gæfulegt. John Fashanu og Lawrie
Sanchez tryggðu Wimbledon sig-
urinn með mörkum í síðari hálf-
leik.
Ian Marshall var keyptur til
Ipswich frá Oldham í vikunni, en
Oldham hefði betur frestað þeim
viöskiptum því Marshall náði for-
ystu fyrir Ipswich í leik liöanna á
laugardag. Þrátt fyrir að vera á
heimavelli missti Oldham móðinn
við markið og þeir Paul Mason,
nýkeyptur frá Aberdeen, og Steve
Palmer bættu við tveim mörkum
fyrir Ipswich.
Swindon hefur aldrei leikið í
deild með þeim bestu fyrr en nú
og tapaði fyrsta leik sínum á úti-
velli 1:3 gegn Sheff. Utd. Willie
Falconer, nýkeyptur frá Middles-
brough, Carl Bradshaw og Paul
Rogers skoruðu mörkin fyrir
Sheff. Utd. Eina mark nýlióanna
skoraði John Moncur er hann jafn-
aði í 1:1 fyrir hlé.
Það hefur ekki verið spáð vel
fyrir Everton í vetur, en þeir létu
allar spár sem vind um eyrun
þjóta í leiknum gegn Southamp-
ton. Þrátt fyrir að leika á útivelli
gerðu leikmenn Everton út um
leikinn í fyrri hálfleik með mörk-
um þeirra Peter Beagrie (fyrsta
mark dagsins í deildinni) og John
Ebbrell og ljðið hafði yfirburöi í
leiknum.
1. deild
Derby er spáð góðu gcngi í vctur
og burstaði Sunderland 5:0 í aðal-
leik 1. deildar. Mark Pembridge
og Paul Kitson skoruðu tvö mörk
hvor og Marco Gabbiadini eitt.
Wolves ætti einnig að geta gert
góða hluti og þcir Stcve Bull tvö
og Dcrek Mountfield gerðu mörk
liðsins gegn Bristol City.
Middlesbrough sem féll í fyrra
byrjaði á góðum útisigri gegn
Notts County þar sem Alan Moore
skoraði tvívegis og Paul Wilkin-
son bætti því þriðja viö.
Leicester missti naumlega af
Urvalsdeildarsæti í vor en þeir
Stcve Thompson og Tony James
tryggðu Iiðinu sigur á Peter-
borough.
En Þorvaldur Orlygsson og
Stoke City byrjuðu á tapi á heima-
velli gegn liöi Millwall. Þ.L.A.
hefja feril sinn sem framkvæmda-
stjóri og leikmaður hjá Chelsea
með sigri þrátt fyrir að hann væri
einn besti maður liðsins í leiknum
gegn Blackburn. Það var varnar-
leikurinn sem varð Chelsea að
falli í leiknum, en útlitið var þó
bjart er Gavin Peacock, nýkeyptur
frá Newcastle, náði forystu fyrir
Chelsea rétt eftir hlé með skalla
eftir sendingu frá Dennis Wise.
Vörn Blackburn var þó litlu betri
en hjá Chelsea og Peacock hefði
hæglega getað bætt öðru marki
við, en síðustu 30 mín. leiksins
náði Blackburnlióið undirtökun-
um meó Stuart Ripley sem besta
mann. Hann jafnaði leikinn fyrir
Blackburn eftir undirbúning
Graeme Le Saux sem keyptur var
frá Chelsea og lagði síðan upp
sigurmarkið 12 mín. fyrir leikslok
er Dimitri Kharin markvörður
Chelsea missti sendingu hans fyrir
fætur Mike Newell, sem gat ekki
annaö en skorað í autt markið.
Eina jafnteflið í deildinni á
laugardag kom í leik Man. City
gegn Leeds Utd. þar sem bæði
mörkin voru skoruð á síðustu 3
mín. leiksins. Þegar Gary Flitcroft
náði forystu fyrir City 3 mín. fyrir
leikslok eftir að John Lukic í
marki Leeds Utd. hafói hálfvarið
skot úr þvögu, höfu leikmenn
Leeds Utd. fengió færi sem hefðu
átt að duga þeim til jóla. Gary
Speed hafði átt skot í slá og auk
þess misnotað þrjú dauðafæri,
Brian Deane kom boltanum í net-
ið, en markið dæmt af og Tony
Coton í marki City varði með fót-
unum skalla Noel Whelan. Flit-
croft skoraði úr nánast eina færi
City í leiknum og enn eitt tap
Leeds Utd. á útivelli virtist vera
Tltilvöm Man. Utd. hófet
með öraggum sigri á Norwich
A sunnudajginn lauk fyrstu um-
ferðinni í Urvalsdeildinni í Eng-
landi þar sem Englandsmeistar-
arnir hófu titiivörnina með 2:0
sigri á útivelli gegn liði Norwich,
sem veitti Man. Utd. harða
keppni um titilinn á sl. vetri.
Leikmenn Man. Utd. höfðu
umtalsverða yfirburði í leiknum
gegn Norwich og skoruðu mörkin
sitt í hvorum hálfleiknum, fyrst
yngsti leikmaður vallarins og síö-
an bætti sá elsti síðara markinu
við. Ryan Giggs skoraði fyrra
markiö á 25. mín. með skoti úr
þvögu eftir að varnarmönnum
Norwich hafði mistekist aó
hreinsa almcnnilega frá eftir horn-
spyrnu Dennis Irwin. Eftir markið
náði Norwich sínum besta kafla
án þess þó að ógna meisturunum
verulega, en á 12. mín. síðari hálf-
leiks gerðu meistararnir út um
leikinn með síóara marki sínu.
Bryan Robson skoraði eftir fallega
sókn liðsins þar sem Norwich lið-
ið var sundur spilað af mjög
sterku liói Man. Utd. sem undir-
strikaði þar með yfirburði sína í
leiknum þrátt fyrir að Eric
Cantona gæti ekki leikið með.
í 1. deild geröu Southend og
Nottingham For. jafntefli 1:1, en
fróðlegt verður að fylgjast með
Forest liðinu í vetur eftir aó
Clough-feðgamir sögðu skilið við Rian Giggs, cfnilcgasti leikmaðurinn á Englandi, skoraði fyrra mark Man.
félagið. Þ.L.A. Utd. gegn Norwich á sunnudag.