Dagur - 17.08.1993, Page 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 17. ágúst 1993
Hann andaóist á Borgarspítalanum í
Reykjavík 1. þ.m.. Hann var jarðsung-
inn í Sauðárkrókskirkju 7. þ.m. að
viðstöddu fjölmenni. Það er margt
sem kemur fram í hugann er ég minn-
ist hans. Fyrst og síóast þakkir fyrir að
hafa átt hann að. Þennan trausta,
drenglynda mann sem alltaf reyndist
mér sem besti bróðir frá því er ég
fyrst kynntist honum. Þá ung að árum
er hann gekk að eiga systur mína
Kristínu. Alltaf gat ég leitað til þeirra
ef ég þurfti einhvers með.
Magnús var fæddur á Sauðárkróki
27. júlí 1925, sonur sæmdarhjónanna
Unnar Magnúsdóttur og Jóns Bjöms-
sonar, deildarstjóra hjá K.S. árum
saman, er búsett voru að Svangrund,
nú Aóalgötu 17. Hann var þrióji í röó
fimm systkina, Auðar á Akureyri,
Björns á Sauóárkróki, Sigríðar í
Kópavogi og Kára heitins sem bjó á
Króknum eins og hinir bræóumir.
Maggi, eins og hann var kallaður,
vann hvers konar störf í skóla lífsins.
Framan af stundaði hann talsvert sjó-
mennsku, sem höfðaði alltaf til hans.
Hann átti bát og réri til fiskjar er færi
gafst. Hann giftist Kristínu Helgadótt-
ur 23. ágúst 1947 og stofnuðu þau
heimili að Skógargötu 5 á Sauðár-
króki. Þar var alltaf „opið hús“ og öll-
um jafn vel tekið, oft var svo gest-
kvæmt að orð var á gert. Bömin urðu
fimm; Helgi, Jón Bjöm, Unnur, Hilm-
ar Bjami og Sigríður. Allt vel mennt-
að gott fólk og dugmikið. 011 syst-
kinin eru búsett í Astralíu nema Helgi,
sá elsti.
Magnús lagði hönd á ýmislegt um
dagana, enda fjölhæfur, einstaklega
verklaginn og afkastamaður svo af
bar. Hann var eftirsóttur til allra verka
eins og þeir vita vel sem til þckkja.
Það væri of langt mál ef allt væri upp
talió og ekki aö hans skapi að miklast
af því sem liann fékkst við hverju
sinni. Hann var prúómenni, góður
heimilisfaðir og heimakær. Kidda og
Maggi, eins og þau hjón vom oftast
kölluð, vom mjög samhent og um þau
alltaf talað sem eitt. Þau gátu alltaf
miðlaó öðmm - það var þeirra aðals-
merki.
Árið 1968 ákváðu þau að flytja til
Ástralíu. Mörgum var það óskiljanleg
staóreynd, svo vinamörg sem þau
vom og eru og fjárhagslega sjálfstæð
alla tíð. Ástæðumar verða ekki raktar
hér. Allt hefur sína orsök. Heilsan
hefur átt þar þátt í. Magnús var þá
slæmur af ofnæmi sem hlýrra loftslag
var talið hafa góð áhrif á og á þessum
ámm var talsvert um búferlaflutninga
héðan til þessarar fjarlægu heimsálfu.
Sem sagt, þangaó drifu þau sig með
fjögur yngri bömin. Elsti sonurinn,
Helgi, var þá við nám í Stýrimanna-
skólanum, varð eftir og lauk sínu
námi og stofnaði fjölskyldu í Kópa-
vogi. Þaó var mikill söknuður þegar
þessi uppáhaldsfjölskylda var kvödd,
kaldan og hvassan janúardag, á förum
til alókunnra heimkynna. Sú tilfinning
aó þau væm horfin fyrir lífstíó sótti
fast á þá. Tómleiki og kvíði vegna
óvissunnar settist að. Ferðin tók heil-
an mánuó með skipi. Fljótt fóm bréfin
að koma og fréttir af þeim strax á
leiðinni, og bréfin urðu mörg og kær.
Þar var engin leti vió bréfaskriftir svo
sambandið hélst órofið. Þessu dug-
mikla fólki farnaðist vel sem við var
að búast og em landi og þjóð til sóma
hvar sem þau koma.
Árin liðu, þau hjón komu í nokk-
urra vikna dvöl til æskustöðvanna. Þá
stóð sem hæst nýbygging á mínu
heimili og Magnús, þessi einstaki
vinnuþjarkur og eljumaður, gat ekki
horft á óunnin verk án þess að taka til
hendi. Hann kom og bauð sína hjálp á
þeim forsendum aó honum leiddist
aðgerðaleysið. Og liann hófst handa
svo um munaði. Þau verk veróa aldrei
fullþökkuó eða goldin. Það var sama
hvort hann hélt á skóflu, flísalagði eða
hvert verkfærió var, það lék allt í
höndum hans. Hér er margt sem
minnir á hann.
Fyrst eftir aó hann kom til Ástralíu
vann hann mest viö smíðar, en er
þama var komið hafði hann unnið alla
samverkamenn sína af sér og orðinn
sjálfstæður verktaki þar. Eftir 19 ára
dvöl í Ástralíu komu Kidda og Maggi
aftur og fluttu inn á Aðalgötu 17 sem
fyrr var hús foreldra hans. Þar lagaði
Magnús og endurbætti innan sem utan
þó hann væri oróinn heilsuveill og
síðast nú í vor lagfærði hann þakið.
Þrátt fyrir ólæknandi sjúkdóm dreif
hann sig áfram og lét ekki undan þótt
oft væri hann lasinn.
Hugur þeirra leitaði oft til
bamanna sinna, ^ tengdabarna,
bamabama og vina í Ástralíu og þau
fóm til þeirra eftir eitt ár, komu til
baka og hugðu aftur á heimsókn nú
um miðjan ágústmánuð. En enginn
ræður sínum næturstað. Kallið kom
snöggt og óvænt. Elsku Kidda mín, ég
bió guð að styrkja þig og allt ykkar
fólk, ég veit að sorg ykkar er mikil og
söknuðurinn sár. En minningarnar eru
dýrmætar.
Far þú ífriði,
friður guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem).
Mæja.
Líf og dauði. Hin eilífa hringrás. Ekk-
ert er náttúrulegra, öruggara, né viss-
ara hér í heimi. Samt vonum við alltaf
að vorið verði hlýtt, sumarið sólrikt
og langt, haustið milt og endist langt
fram á vetur. En þetta bregst tíðum til
beggja vona og enginn mannlegur
máttur fær þar nokkru þokaó.
Mannsævin lýtur einnig þessum
lögmálum, þó meðfæddar vöggugjafir
sem hlúð er að í uppeldi geri oft gæfu-
muninn um það hvernig ævin líður
fram og stendur af sér utanaðkomandi
ágjafir. Okkur, sem eftir lifum, er ná-
kominn ættingi og vinur hverfur yfir
móóuna miklu, veróa þessi mál ofar-
lega í huga, ásamt þakklætinu fyrir að
hafa notið þeirrar gæfu að fá að vera
samtíða svo traustum, samviskusöm-
um, heiðarlegum og drenglyndum
manni, sem Magnús Jónsson var. Slík
minning er huggun harmi gegn og lifir
með okkur, svo lengi sem okkur end-
ist aldur til og vonin um endurfundi er
mörgum heilög trú.
Magnús Jónsson var fæddur á
Sauðárkróki 27. júlí 1925, sonur hjón-
anna Jóns Bjömssonar og Unnar
Magnúsdóttur í Svangrund á Sauðár-
króki, nú nr. 17 við Aðalgötu og þaó-
an lagði hann af stað í sína hinstu för.
Magnús fékk í vöggugjöf óvenjulega
heilsteypta persónugeró, sem hlúð var
að við hlýjan og traustan heimilisarin
vandaðra foreldra í miójum hópi fimm
systkina. Magnus varð líka einstakur
heimilisfaðir. Oþreytandi að smíða,
lagfæra og prýða og búa allt í haginn
fyrir bömin sín. En fyrst og síðast fyr-
ir konuna sína hana Kiddu, Kristínu
Helgadóttur frá Tungu í Gönguskörð-
um. Kidda og Maggi - þau voru alltaf
nefnd í sömu andránni, svo samrýmd
og samhent voru þau. Fram til hinstu
stundar sat Kidda við sængina hans
Magga og vakti.
Langvarandi veikindi og barátta
vió erfiðan og ólæknandi sjúkdóm ár-
um saman. Stundum virtust öll sund
vera aó lokast, en með viljastyrk og
þrautseigju og hjálp góðra lækna náó-
ist afturhvarf og nokkur bati um sinn.
En nú varð ekki deilt vió dómarann
lengur. Magnús andaðist að morgni
hins 1. ágúst s.l. eftir stutta en stranga
sjúkrahúsvist í lokalotunni. Hann
hafði fengið framlengingu nokkrum
sinnum og stóð sig eins og hetja til
hinstu stundar, mcð dyggri og ómet-
anlegri aðstoð síns lífsförunautar í
blíðu og stríðu. Hennar missir er mik-
Kveðja til
Magnúsar
Minn œskuvorsins visnar gróður.
Viðkvœmni ei tamt að bruðla.
Oft vœri sœmra að sitja hijóður,
en setja fánýt orð í stuðla.
Minningar upp margar vakna
hjá manni er dauðans lúðrar
gjalla.
Margir munu sárt þín sakna,
seint þú munt í gleymsku falla.
Þú varst sannur sómamaður,
samstarfsþýður, gott að vinna.
Alltafheill og oftast glaður.
Þig allir virtu grannar þinna.
Fyrir margt ég má þér þakka,
mágur kœri, vinsemd alla.
/ œðsta dómi ei mun skakka -
öll var kynni Ijúfað kalla.
Kœri vinur, farðu í friði
á fegra sviðið œðrifoldar.
Eg samhryggist með sifjaliði,
sem að ber þig hér til moldar.
Orð er segja alltaf nó(-g).
Eg á blaðið skrifa:
„Drottinn gefi dánum ró.
Hinum líkn sem lifa".
Egill Helgason.
ill, en ég veit að máttur hinna góðu
afla veitir henni áfram styrk og þor.
Vió kveðjum Magga með djúpum
söknuði, svo langt fyrir aldur fram,
með kveóju ritningarinnar: „Eg lifi og
þér munuð Iifa“. Minnug þess að ald-
ur er afstætt liugtak, eins og margt
annað hér í heimi. Manngildið felst í
drenglyndi, heiðarleika og samvisku-
semi, sem miðlað er af hógværó en
mikilli rausn, öllum til góós og eftir-
breytni og endist út yfir gröf og
dauóa, lengur en lengsta mannsævi
spannar. Þannig geymum við minn-
ingu Magnúsar Jónssonar.
Guja.
^ Þuríður Jónsdóttir
Fædd 13. maí 1914 - Dáin 6. ágúst 1993
Þann 6. ágúst síðastliðinn lést að
Sundabúðum í Vopnafirði Þuríður
Jónsdóttir frá Læknesstöðum á Langa-
nesi.
Þuríður var dóttir hjónanna Jóns
Olafssonar og Matthildar Magnúsdótt-
ur sem bjuggu á Læknesstöóum um
fjörutíu ára skeió og var næstyngst
ellefu barna þeirra hjóna. Þau eru nú
öll látin nema Tryggvi sem býr á dval-
arheimilinu Nausti á Þórshöfn.
Þuríður ólst upp í foreldrahúsum
að Læknesstöóum og varó snemma að
taka til hendi vió öll þau fjölþættu
störf sem vinna þurfti á mannmörgu
heimili. Um annan skóla en skóla lífs-
ins var vart aó ræóa enda lítt til siðs í
þá daga að stúlkur væru látnar ganga
menntaveg. En auk hefðbundins far-
skólanáms aflaði Þuríður sér þekking-
ar og einstakrar fæmi í saumaskap
auk organleiks. Hún varð annáluó
saumakona og stundaði þá iðju með
annasömu heimilishaldi um langt
skeió. Hún var þeirrar tegundar
saumakvenna sem með útsjónarsemi,
nýtni og listfengi gera skartklæði úr
nánast engu. Ung eignaóist hún orgel
og tileinkaði sér nótnalestur. Því mið-
ur urðu þær stundir sem Þuríður gat
varið til hljóðfæraleiks stopular því
önn hversdagsins var hörð en hún
naut þeirra stunda einkum í hópi fjöl-
skyldu sinnar og góóra gesta.
Meðal heimilisfólks á Læknesstöð-
um í æsku Þuríðar var Þorsteinn Ola-
son frá Heióarhöfn á Langanesi. Þor-
steinn var fæddur 15. maí árið 1907,
sonur hjónanna Þórunnar Gunnars-
dóttur og Ola Jónssonar sem þá
bjuggu í Heiðarhöfn. Tókust ástir meó
þeim Þorsteini og Þuríði og giftust
þau og hófu búskap að Læknesstöðum
árið 1935. Lítil afnot munu þau hafa
haft af jöróinni og brugðu því á það
ráð aó Bytja að Skálum árið 1938. Á
Skálum bjuggu þau til ársins 1941 en
þá fluttu þau til Þórshafnar eftir aó
tundurduflasprengingar höfðu lagt
heimiii þeirra í rúst. Frá þeim atburði
o.tl. segir Þuríður í grein sem hún rit-
aði í Árbók Þingeyinga 1990. Á Þórs-
höfn byggðu þau Þorsteinn og Þuriður
sér liús^ rétt innan við þorpið og
nefndu Ásgarð. Þar bjuggu þau síðan
allt til þess að Þorsteinn lést 5. nóv-
ember 1960. Eftir lát Þorsteins bjó
Þuríóur ein í Ásgarði fram til ársins
1968. Þeim Þorsteini varð fimm bama
auðið. Þau eru:
Skúli Þór, f. að Læknesstöðum 3.
ágúst 1936. Kona hans er Hólmfríður
Aöalsteinsdóttir frá Laugavöllum í
Reykjadal og eiga þau þrjú börn.
Þórunn Marin, f. að Læknesstöö-
um 22. nóvember 1936. Maðurhennar
er Árni Helgason frá Þórshöfn og eiga
þau fimm böm.
Jóna Matthildur, f. aó Skálum 8.
sept. 1940. Maóur hennar er Þorberg-
ur Jóhannsson frá Eiði á Langanesi og
eiga þau fimm böm.
Oli Ægir, f. í Skomvík I. desem-
ber 1941. Kona hans er Dýrleif Krist-
jánsdóttir frá Syðribrekkum á Langa-
nesi og eiga þau fjögur börn.
Jóhanna Þuríður, f. í Ásgarði á
Þórshöfn 13. maí 1945. Maðurhennar
er Óttar Einarsson frá Hermundarfelli
í Þistilfirði og eiga þau þrjár dætur.
Árió 1968 fluttist Þuríður til
Vopnafjarðar og tók upp sambúó meó
Þorsteini Stefánssyni að Jaðri þar á
stað. Þau gengu í hjónaband 16. des-
ember 1972 og bjuggu að Jaðri eða
Hafnarbyggð 5 eins og það heitir nú
meðan bæði lifðu. Þorsteinn cr fæddur
að Rauðhólum í Vopnafirói 26. des-
ember 1904. Hann hefur verió búsett-
ur á Vopnafirði alla sína ævi og unnið
flest þeirra starfa sem til hafa l'allið en
einkum við smíðar og byggingar.
Með Þuríói Jónsdóttur er gengin
merk kona. Við leiðarlok er margs að
minnast frá liðnum samverustundum.
Á þær minningar ber hvergi skugga.
Það varð ekki hlutskipti hennar að
eiga yfir aó ráóa glæstum sölum en
þar sem hún stóð fyrir heimili var hún
drottning í ríki sínu. Sá heimilisbragur
sem hún skapaði var sérstakur og þar
sátu gestrisni og hjartahlýja í hásæti.
Móóurfaðmur hennar var hlýr og þar
var ekki bara pláss fyrir börnin henn-
ar, heldur stóð hann opinn okkur
tengdabömum og barnabörnum. Hún
naut þess að taka á móti okkur og við
nutum sannarlega höfóinglegra veit-
inga en þó miklu fremur samvistanna
við hana. Hún var hafsjór af þjóðleg-
um fróðleik og frásögn hennar var
jafnan krydduð þeirri sérstöku kýmni
sem hún ein hafði yfir að ráða því að
henni var einkar lagió að bregða upp
spéspeglinum og hlífði þá ekki sjálfri
sér fremur en öðrum. Allt var það
gaman græskulaust. Við minnumst nú
með þakklæti allra þeirra stunda sem
við áttum saman, áður í Ásgarði og
síðar á heimili hennar og Þorsteins
Stefánssonar á Vopnafirði síðastliðinn
aldarfjórðung.
Að ytra útliti var Þuríður sérstak-
lega glæsileg kona. Það var yfir henni
óvenjuleg reisn sem hlaut aó vekja at-
liygli hvar sem hún lör. Það var eftir-
minnileg sjón að sjá hana á íslenskum
búningi - þar var hún sannarlega veró-
ugur fulltrúi þeirra kynsystra sinna
sem við hátíðleg tækifæri varpa af sér
fjötrum hversdagsins og gerast álf-
konur. Hún var aó eðlisfari skartkona
og hafði lag á því að vera alltaf fín og
vel tilhöfð. Ekki sló hún heldur hendi
móti heimsins lystisemdum - hafói
gaman af að lyfta glasi í góðra vina
hópi og grípa í spil þegar þannig stóð
á.
Seint á síóasta ári tók Þuríður að
kenna sjúkleika af því tagi sem engin
læknisráð eru við. Hún tók örlögum
sínum með æðruleysi og hélt reisn
sinni og viróingu fram til síðasta dags.
Útför hennar fór fram sl. laugardag,
frá Sauðaneskirkju og hlaut hún leg í
kirkjugarðinum þar að eigin ósk. Far-
sælu, fómfúsu og göfugu ævistarfi er
lokið. Fyrir hönd okkar tengdabama
hennar færi ég henni þökk l'yrir allt og
allt - sendi Þorsteini, bömum hennar
og öðrum aðstandendum innilegar
samúðarkveðjur. Guð blessi minningu
Þuríðar Jónsdóttur.
Óttar Einarsson.
Dimmt er yfir hér í heimi,
harmaskuggi daginn fól.
Samt ei dvínar guðs í geimi
geislaskin aflífsins sól.
Bak við dauðans dimma haf
degi nýjum Ijómar af.
(Freystcinn Gunnarsson.)
Það var cins og myrkur umlyki allt
þegar mér var sagt aó nú værir þú dá-
in. Ef til viil hafði ég átt von á þessu
en samt varð mér þá ljóst að héðan af
yrði ekkert eins og áður.
Nú fengi ég aldrei l'ramar að hcim-
sækja þig og þiggja góðu kökurnar
sem þú bakaðir. Nú myndirðu aldrei
l'ramar spila fyrir mig á orgeliö og
hlusta á mig syngja eins og við gerð-
um svo oi't þegar ég var lítil. Nú fær-
um við aldrei l'ramar í fjöruferö og
tíndum bobba eða færum í berjamó.
Nú fengi ég aldrei framar sendan
pakka l'rá þér með öllum uppáhalds-
kökunum mínum. Nú fengi ég aldrei
framar brjóstsykurmola úr svörtu
handtöskunni þinni. Nú gætum vió
aldrei framar hlegið saman. Nú fengi
ég aldrei framar aó gráta við brjóst
þitt.
Nú tilheyrðu allar þær stundir
minningunni. Minningunni um elsku-
lega ömmu sem gaf mér ást sína og
hlýju af svo miklu örlæti.
Elsku amma, þakka þér allar þess-
ar stundir sem við áttum saman.
Minningin um þær er huggun harmi
gegn. Þá minningu geymi ég í þakk-
látum huga. Guð blessi þig amma
mín.
Þuríður Óttarsdóttir.