Dagur


Dagur - 19.08.1993, Qupperneq 4

Dagur - 19.08.1993, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 19. ágúst 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1368 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (HOsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Yfirdráttur bjargar engu Undanfarna mánuði og ár hafa eðlilega verið miklar umræður um vaxtamál hér á landi og ekki síður erlendis. Landsfeðurnir hafa haft uppi stór orð um að lækka þurfi vexti og þá ekki síður verkalýðsforingjar, en þess ber þó að gæta að stærstu eigendur fjármagns hér á landi eru líf- eyrissjóðirnir, sem ber að ávaxta fjármagn um- bjóðenda sinna á sem arðbærastan hátt. Allar þessar umræður hafa þó ekki leitt til eins eða neins. Vextir eru áfram hér á landi með því hæsta sem þekkist í heiminum og virðist engin breyting á því fyrirsjáanleg í náinni framtíð. Það sem er nýjast í umræðunni er að fjár- magnsmarkaðurinn eigi að ráða vöxtunum og svo verðbólgan og stjórnvöld geti þar lítil áhrif haft. Enda er það svo að menn bölva yfirleitt háu vöxtunum og láta þar við sitja. Margir hrukku þó við þegar fréttir bárust af því að skuldir heimilanna í landinu væru um 240 millj- arðar króna en tekjurnar ekki nema um 220 milljarðar. Þegar grannt er skoðað þýðir þetta raunverulega það að fjölmargir íslendingar eru gjaldþrota, geta ekki greitt afborganir og vexti af sínum skuldum. Þótt gripið verði til skuld- breytinga í stórum stíl breytir það engu um það að fjöldi fólks dfetur ekki staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar og sér ekki fram á annað en gjaldþrot. Ekki bætir heldur úr skák sívax- andi atvinnuleysi og samdráttur í yfirvinnu, en eins og allir þekkja hefur yfirvinna bjargað mörgum heimilum í erfiðri skuldastöðu, en nú er enga yfirvinnu að hafa og því fátt til bjargar skuldsettum heimilum. Sama má raunar segja um mörg atvinnufyrirtæki, sem orðið hafa gjald- þrota á undanförnum mánuðum og árum; skuld- irnar urðu óviðráðanlegar og ekkert gat forðað gjaldþroti. Eins og allir vita hafa stóru bankarnir tapað milljörðum króna á undanförnum árum vegna gjaldþrota, aðallega í atvinnurekstrinum og virðist ekkert lát vera á því. Það má því segja að þeim sé dálítil vorkunn að hafa vextina sem hæsta til að fjármagna tapið á undanförnum ár- um. En hve lengi er hægt að spenna bogann án þess að hann bresti og fjöldagjaldþrot heimil- anna verði að veruleika? Afkoma sparisjóðanna í landinu hefur verið mun betri en stóru bank- anna undanfarin ár, miklu minni peningar hafa tapast og sparisjóðirnir yfirleitt verið reknir með hagnaði. Nýjustu fréttir vekja þó ugg, því í ljós hefur komið að allt að 40% af vaxtatekjum sumra sparisjóðanna eru fengin með yfirdráttar- vöxtum, sem eru yfirleitt hæstu vextir á mark- aðnum. Sú spurning hlýtur því að vakna: Hvað getur almenningur lengi fjármagnað heimilis- reksturinn með yfirdrætti í banka? Það hlýtur að koma að skuldadögum. Sparisjóðir og bankar ættu því að fara með mikilli gát þegar fólki eru veitt yfirdráttarlán á hæstu vöxtum. Það hlýtur með tímanum að leiða til mikils ófarnaðar í öll- um þjóðarbúskapnum. SO Áreynsla og öldrun Líkamleg áreynsla/þjálfun er mik- ilvæg til að auka lífsfyllingu eldra fólks. Þó hefur ekki sannanlega tekist að lengja ævina marktækt meó reglubundinni þjálfun. Hins vegar leiðir þjálfun til að fólki líð- ur betur andlega og að líkamleg færni þess batnar, sem hvort tveggja dregur úr þörf fyrir þjón- ustu, bæði heilbrigóisþjónustu og félagslega þjónustu. Þjálfun leiðir til sparnaðar og einstaklingarnir eru lengur virkir þátttakendur mannlífsins. Fyrirsjáanleg er mikil fjölgun aldraðra hér á landi sem í ná- grannalöndum okkar. Hlutfalls- lega mest verður fjölgun þeirra sem verða eldri en 85 ára, sem einmitt þarfnast mestrar þjónustu, bæði á heimilum og stofnunum. Vandann sem af þessu leióir getur orðið erfitt að leysa, bæði fjár- hagslega og einnig getur komið að því að fólk vanti til að sinna þjón- ustunni. Fyrirbyggjandi aðgerðir Takmark öldrunarlækninga er að stytta sem mest veikindatímabilið sem hjá flestum öldruöum er und- anfari andláts. Rannsóknir sýna að reglubundin þjálfun dregur úr hættu á ótímabærum dauða en stækkar þó ekki hlutfall þeirra sem lifa til hárrar elli. Hjarta- og æðasjúkdómar valda hvað helst vanheilsu og dauða aldraðra. Hollar lífsvenjur, margra ára líkamsþjálfun, tóbaksbindindi og rétt mataræói hafa mjög já- kvæö áhrif á þróun þessara sjúk- dóma, draga úr einkennum og fresta að þau komi fram. Þjálfun lækkar blóðþrýsting og breytir blóðfitu á hagstæðan hátt og dreg- ur þannig úr hættu á heilablæð- ingu og kransæðastíflu. Mataræði og þjálfun stuðla aö megrun sem nægt getur til aö koma í veg fyrir að fullorðins syk- ursýki komi fram. Þjálfun styrkir beinin og bætir viðbragðsflýti og jafnvægi, eykur vöövaþrótt og dregur þannig úr hættu á að fólk detti og þar meó úr beinbrotum. Erfitt er að lofa hliöstæðum ár- angri varðandi illkynja sjúkdóma og ekki eru þekktar fyrirbyggjandi aðgerðir gegn Parkinsonssjúk- dómi né elliglöpum. Athugun leiddi í Ijós að menn á miðjum aldri, sem ungir stunduðu keppnisíþróttir, voru of feitir, stunduðu minni líkamlega áreynslu, reyktu meira og drukku en jafnaldrar þeirra sem taldir voru kyrrsetumenn. Önnur sýndi að íþróttamenn, sem áfram stund- uðu íþrótt sína fram á efri ár, þótt þeir hættu keppni, lifðu að mcðal- tali 3-4 árum lengur en kyrrsetu- menn sem hafðir voru til saman- burðar. Þess ber að gæta að þessir íþróttamenn reyktu aldrei. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að ástunda að staðaldri hollar lífs- venjur og líkamsrækt. Að sumra áliti hefur fólk, sem leiðist líkams- þjálfun, lítiö gagn af henni. Hvar og hvernig á að þjálfa? Þjálfun þarf ekki að vera kostnað- arsöm. Víða gefst kostur á leik- fimi og tímum í íþróttahúsum fyr- ir einstaklinga eða hópa, t.d. fyrir boltaíþróttir, tennis og badminton. Víða má komast í þrekþjálfunar- tæki, sem enginn ætti þó að rjúka í án leióbeininga. Sund má iðka á flestum stöðum. Dans getur gefið góða þjálfun. Skíðaiðkun má víða stunda á veturna. Þaö skiptir minnstu máli hvers konar þjálfun við stundum, aóeins ef við stund- um hana reglubundið og höfum ánægju af henni. Halldór Halldórsson. Það sem nær allir geta stundað og er um leið ódýrast eru röskleg- ar gönguferðir. Aldrei er of seint að hefja þjálfun, því aó árangur endurhæfingar hefur sýnt sig hjá fólki um nírætt, en til að vinna gegn hrörnun er rétt að hefja reglubundna þjálfun um fertugt og við starfslok um sjötugt ætti frekar að auka hana en minnka, því að þá gefast fleiri tómstundir og þjálfun er góð dægradvöl og bætir líðan flestra. Ef þið hafið verið kyrr- setufólk og viljið hefja líkams- þjálfun, getur verið öruggara að þið ráðfærió ykkur við lækni, en ekki er þó þörf á umfangsmiklum, dýrum rannsóknum. Oftast nægir að fara varlega af stað og auka áreynsluna frá viku til viku, mæð- ast og svitna. Ef þið finnið aðeins til þægilegrar þreytu við áreynsl- una og vægra eymsla í vöðvum daginn eftir, hefur hún verið hæfi- leg. Meiri lífsfylling Lærbrotni gamalt fólk, kostar það í fyrsta lagi verki og pínu og tveggja til sex vikna sjúkrahúsvist. Margir verða ekki nógu göngu- færir né sjálfbjarga þó að brotið grói og þarfnast mikillar aðstoðar á heimili eða varanlegrar vistunar á stofnun. Því er auðskilið að of- angreindar fyrirbyggjandi aðgerð- ir eru mikils virði, spara þjáningu og mikla fjármuni. Ólíkt meiri lífsfylling er fólgin í því að vera sjálfbjarga á eigin heimili og fara í daglega göngutúra heldur en að dveljast langdvölum á stofnun, e.t.v. bundinn hjólastól og eiga allt sitt undir starfsfólkinu þar. Oft veróur fráfall maka til aó sóst er eftir vistun á stofnun. En þátttaka í hópþjálfun skapar ör- yggi og vináttutengsl sem gera slíkan ástvinamissi ekki eins þungbæran né afdrifaríkan. Með öðrum oróum, þátttaka í slíkri þjálfun eykur möguleika hvers og eins að búa á eigin heimili án að- stoðar. Hreyfihömlun vegna stirðleika eða magnleysis er ein af ástæðum þess að fólk þarfnast varanlegrar vistunar á stofnun, en reglubundin þjálfun tefur fyrir að svo þurfi að verða. Að meðaltali má reikna meó aó kyrrsetufólk sé komið aó því að þarfnast vistunar á stofnun um 80 til 85 ára aldur, en hins vegar er talið aó reglubundin þjálfun megni aö fresta því um 10 til 20 ár. Því öruggari árangur því fyrr sem þjálfunin hefst. Þjálfun kemur ekki í veg fyrir að fólk deyi. Ef bornir eru saman sambærilegir hópar fólks yfir átt- rætt, nema í öðrum eru kyrrsetu- menn en hinum fólk sem stundar reglubundna þjálfun, sýnir sig að mun lægra hlutfall úr þjálfaða hópnum þarfnast þjónustu ann- arra, á hvaða aldri sem er, og mun lægra hlutfall þjálfaðra nær að lifa svo lengi að þeir þarfnist stofn- anavistar. Meó öðrum orðum; fólk sem stundar reglubundna líkams- þjálfun um margra ára bil, á meiri von um að halda heilsu og sjálf- stæði fram undir andlátið og sleppa við stofnanavist en kyrr- setufólk. Einnig kom í ljós við samanburð á háöldruðu fólki að þeir, sem enn dvöldu heima, höfðu verið mun virkari líkamlega um fimmtugt en þeir höfðu verið, sem komnir voru á stofnanir. Einn augljósasti árangur reglu- bundinnar þjálfunar er að fólk verður fljótt léttara í lund. Það gagnast best þcini sem hættir til þunglyndis og kvíða. Léttari lund leiðir til þess aó almenn líðar batnar, minni háttar eymsli og vægir verkir hætta að vera vanda- mál, sem dregur úr óskum urn meðferð og eykur sjálfstæði. Halldór Halldórsson. Höfundur er yfirlæknir Öldrunardeildar F.S.A. í Kristnesi. „Fólk sem stundar rcglubundna líkamsþjálfun um margra ára bil, á meiri von um að halda hoil.su og sjálfstæði fram undir andlátið og slcppa við stofn- anavist en kyrrsetufólk,“ segir Halldór Halldórsson m.a. í grein sinni.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.