Dagur - 19.08.1993, Blaðsíða 6

Dagur - 19.08.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 19. ágúst 1993 Fimmtudagur 19. ágúst 1993 - DAGUR - 7 Eyjafjörður: Góð þátttaka á uppskeruhátíð hestamaima Hestamenn í Eyjaflrði, héldu sína „árlegu“ uppskeruhá- tíð um sl. helgi. Það eru hestamannafélögin Funi, Léttir og Þráinn sem að hátíðinni stóðu og fór hún fram á Mel- gerðismelum. Þátttaka var mjög góð og tókst fram- kvæmd hennar í alla staði mjög vel en þó setti veðrið að- eins strik í reikninginn á laugardeginum. Þátttaka í barna- og unglingaflokkum var góð, auk þess sem þátt- taka í kappreiðunum var mjög góð. Boðið var upp á fjöl- breytta dagskrá og var mikið fjör bæði á kvöldvökunni og á dansleiknum, þar sem hljómsveitin Namm lék fyrir dansi. I kringum veðreiðarnar var starfræktur veðbanki og voru margir sem freistuðu gæfunnar. Hér á eftir fara úrslit í einstökum greinum á hátíðinni og með þeim fylgja nokkrar myndir sem Brynjar Skarphéðinsson tók. Sigurvegarar í A-flokki fullorðinna. F.v. sigurvegarinn Höskuldur Jönsson á Krika, Þór Jónsteinsson á Berki, Vignir Sigurðsson á Frama, Ragnar Ingólfsson á Prinsessu, Svanberg Þórðarson á Krumma, Birgir Árnason á Stikiu, Ár- mann Olafsson á Hrafni og Ágúst Andrésson á Fífu. Sigurvegarar í 150 m skeiði. F.h. sigurvegarinn Svanberg Þórðarson á Krumma, Matthías Eiðsson á Meistara og Birgir Árnason á Hrafni. Sigurvegarar í tölti fullorðina. F.v. sigurvegarinn Guðmundur Hannesson á Gasellu, Höskuldur Jónsson á Þyt, Sigrún Brynjarsdóttir á Glitni, Ármann Olafsson á Garði og Matthías Eiðsson á Svala. Sigurvegarar í yngri flokki unglinga. F.v. sigurvegarinn Ninna Þórarinsdóttir á Prúði, Agnar Snorri Stefánsson á Toppi, Þorbjörn Matthíasson á Skugga, Ásmundur Gylfason á Kvisti og Þorsteinn Björnsson á Hrafntinnu. Sigurvegarar í eldri flokki unglinga: F.v. sigurvegarinn Elvar Jónsteinsson á Skugga, Hrafnhildur Jónsdóttir á Kólumbusi, Eygló Jóhannesdóttir á Þyt, Sandra Sigmunds- dóttir á Hvassa og Elsa Ösp Þorvaldsdóttir á Drottningu. Sigurvegarar í gæðingaskeiði. F.v. sigurvegarinn Ágúst Andrésson á Prins- essu, Matthías Eiðsson á Meistara, Svanberg Þórðarson á Krumma, Magni Kjartansson á Þokka og Birgir Árnason á Hrafni. Sigurvegarar í tölti í eldri flokki unglinga. F.v. sigurvegarinn Elvar Jónsteinsson á Sigurvegarar í tölti í yngri flokki unglinga. F.v. sigurvegarinn Ninna Þórarinsdóttir Skugga, Hrafnhildur Jónsdóttir á Kólumbusi, Auður Erlingsdóttir á Sorta og Albert á Prúði, Agnar Snorri Stefánsson á [Toppi, Þorbjörn Matthíasson á Glettu, Ásmund- Þór Jónsson á Diddu. ur Gylfason á Kvisti og Sindri Páll Bjarnason á Röðli. Minning Ó dauði, taktu vel þeim vini mínum, sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund. Oft bar hann þrá til þín í huga sínum og þú gafst honum traust á banastund. Nú leggur hann það allt, sem var hans auður, sitt œviböl, sitt hjarta aðfótum þér. Er slíkt ei nóg? Sá einn er ekki snauður, sem einskis hér á jörðu vœntir sér. (Tómas Guómundsson). I dag verður vinkona mín Frið- rikka Jakobsdóttir (Dista) jarö- sungin frá Akureyrarkirkju. Dista var glæsileg kona sem færði sam- feróarfólki sínu mikla gleði og var glettni hennar einstök. Fegurðarskyn hennar var mjög fágað og bar heimili hennar og Jóns aó Hvammshlíð 4 á Akureyri þess merki að þar hafa tvær per- sónur sameinað krafta sína til að kalla allt þaó fegursta fram. Það er ekki bara umgjörðin, sem hefur hlíft þeim fyrir veðri og vindum, sem ber þennan glæsi- leika, þau hjónin hafa komið upp þremur glæsilegum bömum. Fjöl- skyldan hefur stækkaó, í hópinn hefur bæst yndisleg tengdadóttir og sonardóttir, lítil prinsessa, sem hefur fært ömmu sinni og afa ómælda gleði og hamingju. Það var ánægjulegt að sjá hvað hringingar hennar frá Akureyri á Landsspítalann kveiktu mikla gleði hjá Distu, þegar sú litla var að tjá henni væntumþykju sína á sinn hátt. Dista háði hetjulega bar- áttu við sjúkdóm sem sigraði aó lokum og læknavísindin hafa því miður ekki enn náð að hemja. í þessari baráttu stóð Dista ekki ein, hún átti yndislega fjölskyldu sem barðist með henni á leiðarenda. Kæru vinir, ég bið góðan Guð aó veita ykkur styrk í þessari miklu sorg og gefa ykkur kjark til þess aó takast á við framtíðina. Hér situr minning mild og hrein sem máttug gleðilind. En manni og börnum brosir œ, í brjósti hennar mynd. (Fr. Fr.) Ykkar vinur Björg. - Hún Dista er dáin - hljómaði fregnin sem mér barst að kveldi 10. ágúst. Burtu kvödd í blóma lífsins. Osjálfrátt reikaói hugurinn 40 ár aftur í tímann, þegar ég var sendur í sveit að Stóruvöllum í Bárðardal. Á Stóruvöllum voru nokkur böm til sumardvalar, þar á meðal rauðhærð hnáta úr Brekku- götunni. Þetta var hún Dista. Dista var elst í hópnum og bví eðlilega foringinn. Hún tók okkur, smápjakkana, í kennslustundir um lífið, tilveruna og ástina, hoppaði síóan upp á rakstrarvélina, hottaði í Grána og söng nýjustu dægur- lögin við raust. Smápjakkamir störðu á opinmynntir. Hún hét Friðrikka Fanney, en þarna í sveitinni sagði hún okkur að hún hefði alveg eins viljað heita Helena Betty. Ég kallaði hana gjama Helenu Betty þegar mikið lá við og þá var Distu skemmt. Seinna höguðu örlögin því þannig að við hjónin hófum okkar búskap í Lönguhlíóinni, í íbúð við hliðina á Distu og eigin- manni hennar, öðlingnum Jóni Karlssyni. í húsinu okkar í Löngu- hlíðinni var saman komið ungt fólk, sem átti ekkert nema trúna á lífið og bjartsýnina, en af henni átti Dista alltaf nóg. Þrátt fyrir erf- ið veikindi undanfarið sagói hún við mig í síma fyrir rúmum mán- uði: - Eg þarf endilega að fara að komast noróur, svo við getum gert eitthvað skemmtilegt í sumar. - Þetta var Distu líkt. I margmenni var Dista fremur fámál, en meðal fárra vina gat hún verið óborganleg. Lét hún þá í ljósi skoðanir sínar umbúðalaust, því það var hennar stíll. Sama hvaö um var rætt, menn, málefni. skartgripi eóa húsgögn. Hitt vissu fáir að hún var ágæt eftirherma og marga kabarettana var hún búin að leika í eldhúsinu hjá okkur. En nú er Dista horfin á braut og hennar er sárt saknað. Við Stína sendum fjölskyldu hennar innilegustu samúðarkveðj- ur og þökkum Distu fyrir allar ánægjustundirnar. ívar. Kveðja frá samstarfsfólki „Dáinn, horfmn! ■ Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! en ég veit að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. “ (Jónas Hallgrímsson) Já, það er erfitt að sætta sig vió dauðann, en eins og segir hér að ofan þá trúum við því að Dista, eins og við kölluðum hana, muni lifa með okkur áfram. Starfsfólk kemur og fer, - sum- ir stoppa stutt við, - aðrir lengi og var Dista ein af þeim. Vió erum því margar, sem áttum því láni að fagna aó kynnast henni náið. Ymsar minningar koma upp í hugann sem ylja okkur um hjarta- rætur og við munum geyma. Lífs- gleðin var aóalsmerki Distu og átti hún oft frumkvæði að því að við vinnufélagarnir gerðum eitthvað skemmtilegt saman. Hún var fal- leg kona og hafði næmt auga fyrir umhverfi sínu. Ef setustofan okkar hafói fengið nýtt yfirbragð og blóm voru komin í vasa, vissum við að þar hafði Dista komið við. I starfi á Ieikskóla reynir á margvíslega hæfni fólks til að tak- ast á vió hina ýmsu erfióleika, sem geta komið upp hjá bömun- um. Þar sýndi Dista vel í verki hversu næm hún var, umhyggju- söm og hlý. Þennan eiginleika fundu bömin og oft sáum við litla hönd lauma sér í lófa hennar. Minningin um góðan starfsfé- laga og vinkonu lifir björt og fög- ur eins og hún var. Elsku Jón, Jakobína, Haukur, Kalli, Sigga og litla Fanney Mar- grét, við sendum ykkur hugheilar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Kveðja frá samstarfsfólki á leikskólanum Síðuseli. Leiðrétting I minningargrein um Engilráðu Sigurðard. í Degi 17.8. stendur að hún hafi verið fædd 1886 cn átti að vera 96. Það misritaðist í handriti og leiðréttist hér með. Tónleikar í Safnaðar- heimilinuáAkureyri Guðrún Jónsdóttir og Ól- afur Vignir Albertsson halda tónleika í Safnað- arheimilinu í kvöld, fimmtudag, kl. 20:30 á vegum Listasumars 93 á Akureyri. Á efnisskránni eru verk eftir: Mozart, Puccini, Schumann, Donizetti o. fl. ) Guðrún Jónsdóttir ætti að vera Akureyr- ingum að góðu kunn því hún lék hlutverk Ad- ele í óperettunni Leóurblökunni hjá Leikfé- lagi Akureyrar síðastliðinn vetur. i Guðrún Jónsdóttir er Isfirðingur og stund- aði Hún fiðlunám um margra ára skeið við Tönlistarskóla Isafjarðar og síðar við Tónlist- arskólann í Reykjavík. Hún sneri sér alfarið að söng og útskrifaðist sem söngkennari frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 1989. Aðal- kennarar hennar við Söngskólann voru Sig- rún Andrésdóttir, Jórunn Viðar og Þuríður Pálsdóttir. Jafnframt námi sínu í Söngkenn- aradeild sótti hún einkatíma í London um nokkurra mánaða skeið hjá Vallery Haeth- Davies. Síðastliðin þrjú ár stundaði Guðrún framhaldsnám á Ítalíu hjá Rinu Malatrasi. Guðrún söng hlutverk Gianettu í Ástar- drykknum eftir Donizetti í nemendauppfærslu Söngskólans. Hún söng einnig í uppfærslu Óperusmiójunnar á óperunni Sour Angelica eltir Puccini. Guðrún hefur starfað meó kór Islensku óperunnar. I október sl. söng hún á konsert í Veróna á Ítalíu ásamt Kristjáni Jó- hannssyni tenór, Brunu Baglioni mezzo-sópr- an og Bonaldo Giaoitti bassa. Fréttatilkynning. Uppskeruhátíð hestamanna: Urslit í einstökum greinum A-flokkur fullorðinna Úrslit: Hestur: Eigandi: Knapi: l.sæti Kriki HöskuldurJónsson Eigandi 2. sæti Börkur Þór Hjaltason Þór Jónsteinsson 3. sæti Frami Ríkharður G. Hafdal Vignir Sigurðsson 4. sæti Prinsessa Pálína Skarphéðinsdóttir Ragnar Ingólfsson 5. sæti Krummi Svanberg Þórðarson Eigandi 6. sæti Stikla Sigurbjöm Sveinsson BirgirÁmason 7. sæti Hrafn Bergur Erlingsson Magn. Ám./Árm. Ólafs. 8. sæti Fífa Jens Berg Guðmundsson Ágúst Andrésson B-flokkur fullorðinna Úrslit: Hestur: Eigattdi: Knapi: 1. sæti Gasella Guðmundur Hannesson Eigandi 2. sæti Þytur Höskuldur Jónsson Eigandi 3. sæti Garður Ármann Ólafsson Eigandi 4. sæti Indjáni Þórhallur Þorvaldssor Birgir Ámason 5. sæti Glitnir Sigrún Brynjarsdóttir Eigandi 6. sæti Þráinn Sigurður Snæbjömsson Ágúst Andrésson 7. sæti Hiti Armann Olafsson Eig./Vignir Sigurðsson 8. sæti Djákni Magnús Ámason Eigandi Eldri flokkur unglinga Urslit: Knapi: Hestur: l.sæti Elvar Jónsteinsson Skuggi 2. sæti Hrafnhildur Jónsdóttir Kólumbus 3. sæti Eygló Jóhannesdóttir Þytur 4. sæti Sandra Sigmundsdóttir Hvassi 5. sæti Elsa Ösp Þorvaldsdóttir Drottning Yngri flokkur unglinga Urslit: Knapi: Hestur: 1. sæti Ninna Þórarinsdóttir Prúður 2. sæti Agnar Snorri Stefánsson Toppur 3. sæti Þorbjöm Matthíasson Skuggi 4. sæti Ásmundur Gylfason Kvistur 5. sæti Þorsteinn Bjömsson Hrafntinna Tölt - fullorðinsflokkur Úrslit: Kttapi: Hestur: I. sæti Guðmundur Hannesson Gasella 2. sæti Höskuldur Jónsson Þytur 3. sæti Sigrún Brynjarsdóttir Glitnir 4. sæti Ármann Ólafsson Garður 5. sæti Matthías Eiðsson Svala Tölt - unglingaflokkur Urslit: Knapi: Hestur: 1. sæti Elvar Jónsteinsson Skuggi 2. sæti Hrafnhildur Jónsdóttir Kólumbus 3. sæti Auóur Erlingsdóttir Sorti 4. sæti Albert Þór Jónsson Didda Tölt - barnaflokkur Úrslit: Knapi: Hestur: I .sæti Ninna Þórarinsdóttir Prúður 2. sæti Agnar Snorri Stefánsson Toppur 3. sæti Þorbjöm Matthíasson Gletta 4. sæti Ásmundur Gylfason Kvistur 5. sæti Sindri Páll Bjamason Röðull Gæðingaskeið Urslit: Knapi: Hestur: Stig: 1. sæti Ágúst Andrésson Prinsessa 85,2 2. sæti Matthías Eiðsson Meistari 82,5 3. sæti Svanberg Þórðarson Krummi 64,5 4. sæti Magni Kjartansson Hnokki 58,0 5. sæti Birgir Ámason Hrafn 57,0 Egils kappreiðar: 150 m skeið Úrslit: Hestur: Eigandi: Knapi: Tími: 1. sæti Krummi Svanberg Þórðarson Eigandi 15,3 sek. 2. sæti Meistari Matthías Eiðsson Eigandi 15,7 sek. 3. sæti Hrafn Bergur Erlingsson Birgir Stefánss. 16,0 sek. 4. sæti Fífa Ragnar Ingólfsson Eigandi 16,3 sek. 250 m skeið Úrslit: Hestur: Eigandi: Knapi: Tími: 1. sæti Meistari Matthías Eiósson Eigandi 25,6 sek. 2. sæti Krummi Svanberg Þórðarson Eigandi 26,3 sek. 3. sæti Tenór Ragnar Ingólfsson Eigandi 27,2 sek. 300 m brokk Úrslit: Hestur: Eigandi: Knapi: Tími: 1. sæti Hnokki Jón Hólmgeirsson Sandra Sigurjónsd. 42,8 sek. 2. sæti Draumur Jón Ólafur Sigfússon Eigandi 42,8 sek. 3. sæti Gletta Erlendur Ari Oskarss. Eigandi 49,4 sek. 250 m stökk Úrslit: Hestur: Eigandi: Knapi: Tími: 1. sæti Bára Magni Kjartansson JónB. Arason 19,3 sek. 2. sæti Elding Daníel P. Víkingsson Siguróur Ingvarss. 19,9 sek. 3. sæti Vinur Ólafur Kjartansson Albert Jónsson 20,8 sek. 4. sæti Sara Fél.b. Litla-Garði Hafdís Sveinbjömsd. 20,9 sek. 350 m stökk Úrslit: Hestur: Eigandi: Knapi: Tími: 1 .sæti Kólfur Ágúst Ásgrímsson Eigandi 26,3 sek. 2. sæti Gletta Matthías Eiðsson Þorbjöm Matthíass. 27,1 sek. 3. sæti Kjói Hulda Sigurðardóttir Eigandi 28,5 sek. Sveitarstjórnarmenn, forsvarsmenn fyrirtækja, félaga og stofnana Alþingismenn Norðurlandskjördæmis eystra verða til viðtals dagana 30. ágúst til 1. september sem hér segir: Raufarhöfn mánudaginn 30. ágúst kl. 13.30. Húsavík þriðjudaginn 31. ágúst kl. 9.00. Akureyri miðvikudaginn 1. sept. ki. 9.00. Þeir sem óska að nýta sér þetta hafi samband við skrifstofur Raufarhafnarhrepps, Húsavíkurbæjar eða Akureyrarbæjar eftir því sem við á og panti tíma eigi síðar en föstudaginn 27. ágúst nk. Alþingismenn Norðurlandskjördæmis eystra. AKUREYRARAPOTEK Kynning á ALLOE VERA snyrtivörum í Akureyrarapoteki, föstudaginn 20. ágúst frá kl. 10-18 Kjörið tækifæri til að kynnast hinum frá- bæru eiginleikum, lækningajurtarinnar, ALLOE VERA JUuteegtarApvlek ____Samviiniiiferllir-Laiiilsýicz Okkar vinsœlu haustferðir beint frá Akureyri DUBLIN Brottför: 5. október 4 ncetur, 9. október 3 nœtur, 22. október 2 nœtur. Verð frá kr. 26.805,-. INNIFALIÐ í VERÐI: Flug frá Akureyri, gisting á hinu glœsi- lega Burlington hóteli með fararstjórn og akstri af og á flugvöll, írskur morgunverður, allir skattar. Boðið upp á fjölbreyttar skoðunarferðir, afsláttur fyrir hópa. RIMINI Á ÍTALÍU 7 dagar í sólinni, 30. ágúst. Verð frá kr. 39.705,- með öllu. SaiaviaaaferúlrLanilsýal Ráðhústorgi 1, Akureyri, sími 27200.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.