Dagur - 16.09.1993, Blaðsíða 16

Dagur - 16.09.1993, Blaðsíða 16
Akureyri, fimmtudagur 16. september 1993 *■■■■■■* RECNBOGA FRAMKÖLLUN Hafnarstræti 106 • Sími 27422 Uðxr Aðaldalshraun: Villikanína í vörubílsferð „Viltu skrifa, að það megi ekki skjóta hana,“ sagði Sigurður Eyland Reynisson, 11 ára gutti, sem fyrr í vikunni hefur líklega sett héraðsmet í kan- ínuhlaupi, er hann elti uppi villta kanínu í Aðaldalshrauni. Sigurður var í vörubíl með Reyni Ingvasyni, föóur sínum, sem var við vimiu í sumarbú- staðalandi við Laxá. Þeir feðgar sáu kanínuna fyrr um daginn og um kvöldmatarleytið hljóp Siggi á eftir henni. „Mér datt ekki í hug aö hann mundi ná heniú,“ sagði Reynir. Hami sagói að þetta væri greinilega villikanína, það gömul að hún hefði lifað af veturinn í hrauninu. Þeir feðgar buðu kanínunni með sér til Húsavíkur og í myndatöku, en síðan stóð til að sleppa henni á sama stað. Siggi var með miklar áliyggj- ur af að kanínan yrði svo gæf eftir ferðalagið að hún yrði veiðimönnum auöveld bráó. Við Siggi setjum því heimatilbúið veiðibann á hvítu kanínuna í Að- aldalshraum, og bendum hungr- uðum veiðimötinum á ágæta kjúklinga í matvöruverslunum bæjarins. IM Feðgarnir Sigurður Eyvald Reynisson og Reynir Ingvason með villikan- ínuna í Aðaldalshrauni. MyndiM Ferðaþjónustan: Nokkuð góð útkoma í sumar - verðum þó að segir „Þegar ég lít yfir sumartímann, frá 20. júní til 10. ágúst þá kem- ur hann í hcildina nokkuð vel út og betur en búast hefði mátt við miðað við verðurfarið í sumar,“ sagði Gunnar Karlsson, hótel- stjóri á Hótek KEA, þegar hann var inntur eftir ferðamáiunum í sumar. Hann sagði að umferð útlendinga hafi verið svipuð og að undaniornu en fsiendingar hefðu leitað meira í aðrar áttir vegna tíðarfarsins. „Þó var tals- vert um að innlent fcrðafólk kæmi til gistingar. Við vorum með ákvcðin tilboð í gangi, sem ég tel að hafi skilað sér.“ Gunnar sagói aö árið hefði byrjað fremur illa en eftir fyrstu mánuðina hafi staðan verið betri en á horfðist í upphafi. Sérstak- lega heföi munað um fundi og ráðstefnur, sem haldnar voru á Akureyri. Sumartíminn komi búa okkur undir harðnandi samkeppni, Gunnar Karlsson, hótelstjóri VEÐRIÐ Húmar að hausti, virðist eiga vel við ef marka má veðurspá þessa sólar- hrings, því gert er ráð fyrir svipuðu veðri og verið hefur víðast hvar um landið. Um norðanvert landið er gert ráð fyrir fremur hægri aust- anátt og á miðum og an- nesjum má búast við dálítilli þokusúld. einnig mun betur út en menn hafi þorað aö vona vegna veöurfarsins þótt ótíðin hafi vissulega sett strik í reikninginn hvað innlendar ge- stakomur varðar. Þá væri Ijóst að efnahagsörðugleikar á meginlandi Evrópu drægju fremur úr ferðum hingað til lands og væru afleiðing- ar versnandi efnahagsástands orðnar vel ljósar hvað Breta, Frakka og janfvel Þjóðverja varð- ar. Færri Mið-Evrópubúar kæmu nú hingað til lands en verið hafi að undnafömu. Gunnar sagði einnig vera áber- andi að við þyrftum að mæta harðnandi samkeppni á ferða- markaðnum á næstunni. Enkum ætti þetta við um Austur-Evrópu en eimúg Svía og Finna. Vegna erfiðleika í efnaliagslífi þessara landa hafi veriö gripið til mikilla gengisfellinga og eimúg þess ráðs að lækka verð á ferðaþjónustu. Væri það meðal annars gert með því að daga úr opinberum álögum á atvinnugreinina. Láta megi nærri að verð á ferðaþjónustu hafi lækkað um 25% í Svíþjóð og um allt að 30% í Fimúandi að undan- förnu. Þessar þjóðir liggi norðar- lega og séu í sumum tilfellum að bjóða svipaða ferðaþjónustu og við. Því gæfi auga leið að verð- lækkun á ferðaþjónustu í þessum löndum höfði til Mió - Evrópubúa og dragi úr möguleikum okkar í samkeppninni. Gengisfellingin í sumar hafi þó gert það að verkum að ekki hafi þurft að hækka verð á gistingu hér á landi og hafi það hjálpað nokkuð til. Ljóst sé þó að við verðum að búa okkur undir harðnandi samkeppni á næstunni. ÞI Norðurland vestra: Féð er þungt og feitt Slátrun hófst í Sláturhúsi Kaup- mikió meira en í fyrra, sýmst félags V-Hún. á Hvammstanga í fyrradag og var meðalfallþung- inn fyrsta daginn í haerri kant- inum. Hjá Sláturhúsi K.S. á Sauðárkróki hófst slátrun um miðja síðustu viku og er meðal- fallþungi fyrstu tveggja dag- anna 700 g yfir því sem var í fyrra. Menn eru sammála um að féð sé sérlega vænt í ár. I sláturhúsinu á Hvammstanga var byrjað að slátra fé frá Kirkju- hvammshreppi, en það er sá hreppur sem endað var á í fyrra. Því er ekki alveg marktækt að bera saman tölur frá fyrsta degi, að sögn Eggerts Levý hjá Kaupfé- laginu. Meðalfallþungi fyrsta dag- imi nú var 16,8 kg, sem er með því hæsta sem gerðist hjá fé úr sama hreppi í fyrra. „Þetta er all mér,“ sagði Eggert um holdafar fjárins nú. Hjá K.S. á Sauðárkróki var meðalfallþunginn fyrstu tvo dag- ana sem slátrað var 15,4 kg, sem er 700 g hærra en sambærilegar tölur í fyrra, að sögn Vésteins Vé- steinssonar. Hann segir greinilegt að dilkamir séu bæði þyngri og feitari en í fyrra. „Þetta er kannski ekki það hagstæðasta varðandi markaðiim," sagði Vésteinn. Það er enda af sem áður var þegar fólk kunni best að meta „væna flís af feitum sauð“. Meim telja aö gott ástand á afréttum valdi því í live góðu ástandi féð er nú. Vésteiim segir að bændur hafi þurft að sækja féð hærra á afrétt nú en endranær, enda hefur tíðin veriö mjög góð undanfarið. sþ Mikil eförspum eftir fiskkeram Sæplasts hf. - á fyrstu 8 mánuðum ársins er framleiðslan 12 þúsund ker Mikið annríki hefur verið hjá Sæplasti hf. á Daivík undan- farnar vikur við framleiðslu á fiskkerum og er unnið á vöktum allan sólarhringinn fimm daga vikunnar. Auk þess hefur verið unnið um hverja helgi frá ágúst- byrjun. Velta Sæplasts hf. fyrstu 8 mánuði þessa árs var um 220 milljónir króna, sem er viðlíka velta og fyrstu 8 mánuði ársins 1992. Ástæða þessarar miklu viimu er mikil eftirspurn eftir fiskkerum er- lendis frá. A síðustu vikum hafa Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra: Styður nýsköpun og áhugaverð íyrirtæla Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra gerðist nýverið hluthafi í Máka hf., hlýsjávareldi á Sauð- árkróki, en Invest ákvað á aðal- fundi sínum í vor að styðja við bakið á nýgreinum. Að sögn Baldurs Valgeirssonar, iðnráð- gjafa hjá Invest, eru fundir og ráðstefnur á vegum félagsins að fara af stað nú með haustinu. Á aðalfundi Invest í maí s.l. var samþykkt að félagið keypti hluta- fé í „arðvænlegum, áhugaverðum fyrirtækjum og nýsköpunarverk- efnum á Norðurlandi vestra“, að sögn Baldurs. Auk hlutafjár í Máka hf. hefur Invest keypt hluta- fé í Isex hf. á Sauðárkróki og Is- lenska fjallagrasafélaginu hf. á Blönduósi. Til stendur að halda ráðstefnu um atvinnumál í sveitum í Skaga- firði, í samvimiu við atvinnufull- trúa Stéttarsambands bænda, Am- ald Bjamason. Það veröur væntan- lega í nóvember. Slíkar ráðstefnur hafa þegar verið haldnar í Húna- þingi. Jafnframt ætlar Invest að kalla saman á fund þær konur sem voru á námskeiði fyrir athafna- konur á vegum Invest og Iðn- tæknistofnunar á Siglufiröi s.l. vor og heyra hvernig þeim gengur. Aö sögn Baldurs verða teknir upp viðtalstímar eins og verið hefur og verða þeir auglýstir í fjölmiðlum og fréttabréfum í kjördæminu. sþ verið flutt út um 1600 ker, m.a. til Astralíu, Chile, Indónesíu, Hol- lands og Danmerkur. Utflutningur til Danmerkur hefur aukist um liðlega 50% á milli ára. Á fyrstu 8 mánuðum þ.á. hafa verið franúeidd um 12 þúsund fiskker en ársframleiðsla fyrir- tækisins er 15-17 þúsund fiskker. Auk fiskkera framleiðir fyrir- tækið rotþrær og trollkúlur og hef- ur sala á trollkúlum á innanlands- markaði aukist núkið en aukning á erlendum mörkuðum er hins veg- ar frekar lítil. Sala á rotþróm hefur verið mjög góö, en nær 300 rot- þrær hafa nú verið seldar. Fram- leiðsla þeirra hófst í iúlímánuði 1992. Á sjávarútvegssýningumú í Reykjavík kynnir fyrirtækið nýja framleiðsluaðferð á umhverfis- vænum fiskkerum, en stefnt er aó því að hefja framleiðslu á þeim á næsta ári. I opnu blaðsins í dag er m.a. fjallað um þáttöku Sæplasts hf. í sjávarútvegssýninguiuú. GG Merrild kaffi setur brag á sérhvern dag Opi5 til kl. 22 alla daga Byggðavegi 98

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.