Dagur - 15.10.1993, Page 7

Dagur - 15.10.1993, Page 7
Föstudagur 15. október 1993 - DAGUR - 7 Leikfélag Akureyrar: Frumsýmng á Afturgöngum Önnur frumsýning Lcikfélags Akureyrar á þcssu leikári vcrð- ur í Samkomuhúsinu í kvöld þcgar hinn magnaði og áleitni harmleikur Henriks Ibsens, Afturgöngur, verður settur á svið. Leikritið var frumsýnt hjá Frú Emelíu í Reykjavík í vik- unni og Afturgöngur eru á sviði lcikhúsa víða um hcim, sem bcndir til þess að verkið eigi fullt erindi við áhorfendur nú, en leikritið kom út í Noregi 1881. Afturgöngur vöktu hörð við- brögð í heimalandi höfundarins og ofsafengnari atidúð en önnur verk Ibsens. Þaö var ekki frum- sýnt fyrr en árið eftir og þá í Chicago af norskum leikflokki. En hvaða þættir verksins vöktu þessa miklu andúð? Guðmundur Sigurður Karlsson (séra Manders) og Kristján Franklín Magnús (Ósvaldur Alving) eru ný andlit hjá Leikfclagi Akurcyrar. Rósa Guðný Þórsdóttir (Rcgína Engstrand) og Sigurður Karlsson (séra Mandcrs). Frú Alving (Sunna Borg) cr mið- punktur fjölskylduharmlciksins. Frú Alving (Sunna Borg) lætur vel að séra Mandcrs (Sigurði Karls- syni), scm cr fulltrúi reglu og ríkj- andi siðgæðis. Myndir: Robyn Þrainn Karlsson fcr með hlutvcrk Engstrands snikkara, sent hcfur víst drukkið nokkuð stíft gegnunt árin. „Sem sagt: Átakanlegri harmleikur en frú Alving upplifir er vart hugsanlegur. Ög þegar hann verður svona hrífandi áleit- inn í uppsetningu íslenska Icikstjórans Sveins Einars- sonar á Hippodromen, er það vegna þcss, að sjaldan hefur maður séð þennan harmleik sýndan okkur jafn skýrt, röklcga og skorinort - án þess að láta sér yfirsjást það káticga í grátlciknum. Þetta er hreint út sagt frá- bær sýning.“ Klstrup, Berlingskc Tidcndc. „(Sveinrt Einarsson) hefur skorið burt allt scm gæti virkað gamaldags. Ár- angurinn er sjaldgæfur hreinleiki og rökleg fram- sctning. Hér er ein fallcgasta og áhrifamcsta Ibsensýning, sem lengi hefur sést á dönsk- um fjölum. Sýning, þar scm öllum leikurunum tekst í hlutvcrkum sínum að kafa í djúp manneskjunnar... Þannig næst, fyrir rétt sam- spil listrænnar yfirsýnar og stcrkrar pcrsónulcgar inn- lifunar, að flytja leikrit Ib- sens, Afturgöngur, á veru- lega nútímalegan og nær- færinn hátt.“ Viggo Sörensen, JyJlandsposten. „Við getum vel kallað sjúkdóminn alnæmi, en það er ekki nauðsynlegt að vera með slíkar beinar skírskotanir. Afturgöngur eru sígilt verk, það getur enginn dregið í efa eftir að hafa séð þessa þróttmiklu og afar vel lciknu sýningu á leikriti Ibsens. Leggið nafnið á minnið - Sveinn Einars- SOn!“ ElinRask. „Leikritið hefur öðlast ný gUdi“ - segir Sveinn Einarsson, leikstjóri Sveinn Einarsson fékk mikið lof fyrir leikstjórn sína á Aft- urgöngum Ibscns í Kaup- mannahöfn á síðasta ári og nú setur hann upp sama vcrk mcð Leikfélagi Ákureyrar. Sveinn cr afar reyndur lcikstjóri og hefur stjórnað á sjöunda tug vcrka á síðustu 28 árum. Það er mikill fengur fyrir Leikfélag Akureyrar að fá hann norður og Dagur ræddi við hann að lokinni æfingu í vikunni. Við settumst fyrir framan sviðið. Leikmyndin er einföld, enda megin áherslan lögð á text- ann. Fyrsta spumingin var óhjá- kvæmileg: - Eiga Afturgöngur eitthvert erindi við áhorfendur í dag? Er þetta ríflega 110 ára gamla verk ekki úr takti við það sem er að gerast í samtímanum? „Öðru nær. Aldur leikrita telst ekki í árum, hann lýtur allt öðr- um lögmálum. Við erum að leika Icikrit í dag sem voru skrifuð fyrir 2000 árum. Það skiptir máli hvcrnig verkin eru skrifuð og Afturgöngur eru taldar eitt best skrifaða leikrit heimsbókmennt- anna. Það fjallar um mannleg samskipti á þeim nótum að inni- haldið er sívakandi fyrir hverri nýrri kynslóó. Einn aflvakinn í atburðarásinni er sjúkdómur sem helst mátti ekki nefna á nafn á tímum Ibsens. Annar slíkur vá- gestur hefur því miður skotið upp kollinum hér á síðari árum. Þetta leikrit hefur öðlast ný gildi af þcim sökum og verður enn átak- anlegra í ljósi þess, enda er verið að sýna Afturgöngur víða um heim.“ Þarf ekki neina ytri stæla Sveinn sagðist vera trúr texta Ib- sens og hann væri ekki að búa til abstrakt nútímaverk, eins og stundum væri gert með kiassísk verk. „Við álílum þaö innihaidslega svo nútímalegt að það þurfi ekki að vera með neina ytri stæla. Við erum um leið trú stílsmáta Ib- sens en á hinn bóginn leikum við þetta á annan máta og í takt við hraða nútímans." Hatm sagði að eins og í öðrum bestu verkum Ibsens væri fléttan í Afturgöngum heilmikill galdur, enda hefði Ibsen verið lærifaðir margra spennusagnahöfunda. Vió ræddum aðeins um ytri um- gjöröina: „Texti vill stundum drukkna þegar miklar umbúöir eru. Mér fimist þessi leikmynd skila því sem við þurfum. Hún er nægi- lega aðlaðandi fyrir augað án þess að hið myndræna myndi einhverja fagurfræðilega fjar- lægð milli áhorfenda og atburð- ánna á sviðinu. Tcxtiim cr svo ríkur að hann má ekki glatast. Eg cr svo beppinn að hafa góða áhöfn og æfingatíminn hefur ver- ið ánægjulegur. Það cr skemmti- legt héma á Akureyri og ekki skemmir fyrir að við höfum ver- ið einstaklcga hcppin með veð- ur,“ sagði Sveinn. - Fcröu aðrar leiðir hér á Ak- ureyri en þú gerðir í hitmi róm- uðu uppfærslu í Danmörku? „Það er ógjömingur aö endur- laka sig. Grunnskilningur miim á verkinu er tiltölulega óbreyttur en hér er ég auðvitað með aðra leikara og ég móta samskipti persónanna talsvert eftir því hvaða leikara ég er mcö í hönd- unum. Sömuleiðis er leikmyndin allt annars konar og lausnir á sviðinu í sambandi við staðsetn- ingar og átök verða aðrar. Þessi sýning stendur alveg sjálfstæð.“ Harmleikur með húmor - Nú em Afturgöngur mikill harmleikur og sumir segja að hinn almenni áhorfandi forðist svokölluð þung verk, hann vilji sá farsa og söngleiki. Mun fólk koma í lcikhúsið? „Já, þetta er harmleikur en þaó er líka húmor í verkinu. Ib- sen hefur oft verið leikinn full hátíðlega. Hjá okkur talar fólkið venjulegt mál. Auðvitað er leik- urinn mjög átakanlegur en hann fjallar um vitsmunalcgar spum- ingar um siðgæði samfélagsins, siðferði einstaklingsins og lífs- gleðina. Þeir fordómar sem Ib- sen er að lýsa eru ekki þeir ná- kvæmlega sömu og við höfum í dag en hliðstæðumar em svo augljósar að það vefst ekki fyrir áhorfendum að færa þær á milli. Þama em líka gamlar klassískar Ibsen- spurningar eins og um hugsýn andstætt sannleika. Við megum ekki vanmeta áhorfendur. Þótt þeim getist vel að söngleikjum og gamanleikjum þá vilja þeir líka sjá dýpri verk, eitthvað sem snertir þá og vekur spurningar sem þeir taka með sér heim. I lokin á Afturgöngum er til dæmis velt upp spurningu um líknarmorð sem áhorfendur veróa sjálfir að taka afstöðu til. Ibsen snertir við ansi mörgum tabúum borgaralegs samfélags og með því getur hami varpaö skörpu ljósi á andstæóumarsagöi Sveinn Einarsson. SS Heiðar Frímannsson svarar því í leikskrá Leikfélags Akureyrar: „Afturgöngur er fjölskyldu- harmleikur. Frú Alving er lykil- persóna verksins. Hún er ekkja Alvings kammerráðs og móðir Osvalds Alvings. Osvaldur er listmálari, nýkominn heim til móður sinnar í upphafi leiks. Þá kymiumst viö einnig Engstrand snikkara, cn dóttir hans Regína er í húsi hjá frú Alving og síöast en ekki síst, séra Manders, sem kom- inn er til að halda vígsluræðuna þegar opnað er hæli, sem frú Al- ving hefur reist til miiuúngar um maiui siim. Brátt verður okkur þó ljóst aö ekki er allt með felldu um lífemi og heilsu Osvalds, að frú Alving hefur áður hlaupist að heiman frá mamú sínum til að fylgja þeim mamii sem hún telur sig elska og loks að einhver vafi leikur á faðerm Regínu. Hér er vikið að þremur atriðum, ónefn- anlegum sjúkdómi, uppreisnar- girni konumiar og mögulegum sifjaspellum sem virðast hafa ver- ið of stór biti fyrir Norðmenn og aóra Norðurlandabúa að kyngja á níunda áratug síðustu aldar.“ Gömul andlit og ný Þama er vikið að persónum og söguþræði í Afturgöngum og tæpt á þeim málum sem gera verkið að átakanlegum fjöl- skylduharmleik. Vandamálin, harmleikurinn og átökin eiga sér samsvörun í nútímasamfélagi og Afturgöngur láta engan ósnortinn. Urvalslið stendur að uppfærslu Leikfélags Akureyrar. Leikstjóri er Sveimi Einarsson, sem sló í gegn í Danmörku í fyrra með sama verki. Elín Edda Ámadóttir er höfundur leikmyndar og bún- inga og er þetta í fyrsta siiui sem hún starfar með Leikfélagi Akur- eyrar, en Sveinn hefur tvívegis áð- ur leikstýrt fyrir noröan. Ingvar Bjönisson hamiar lýsingu. Þýð- inguna gerði Bjariú Benediktsson frá Hofteigi. Sigurður Karlsson, leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur, leikur sem gestur hjá LA og fer með hlutverk séra Mandersar. Sunna Borg leikur frú Alving og Kristján Fraiúdín Magnús leikur Osvald son heiuiar, en þetta er fyrsta hlutverk hans hjá LA. Rósa Guð- ný Þórsdóttir leikur Regínu, en Rósa Guðný er fastráðin hjá Leikfélagi Ákureyrar í vetur og er þetta fyrsta hlutverk hemiar. Þrá- inn Karlsson er í hlutverki Eng- strands snikkara. Frumsýningin verður í kvöld kl. 20.30 og önnur sýmng á laug- ardagskvöldið. SS •r'ISKVINNSLUDEILDIN DALVÍK Frá Sjávarútvegsdeildinni á Dalvík - VMA 30 rúmlesta skipsstjórnarréttindanámskeið verður haldið ef næg þátttaka næst. Innritun fyrir 20. október. Upplýsingar í síma: 61380. Skólastjórar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.