Dagur - 21.10.1993, Side 2

Dagur - 21.10.1993, Side 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 21. október 1993 FRÉTTI R 11-15 manna sveitarstjóm Sveitarstjórnarmcnn á Hótel KEA sl. Jjriðjudagskvöld. Næst myndavélinni eru bæjarfulltrúar og bæjarstjórinn í Oiafsfirði. Mynd: Robyn. „Sá rammi sem þarna var lagð- ur fram fékk mjög góðan hljóm- grunn. Menn töldu að með þcssu plaggi væri svarað mörg- um þcirra spurninga sem menn hefðu velt fyrir sér og væri ásættanleg hugmynd þegar horft væri til samciningar,“ sagði Sigurður J. Sigurðsson, formaður samciningarnefndar Héraðsnefndar Eyjafjarðar. Síðastliðið þriðjudagskvöld komu sveitarstjómarmenn af Eyjafjarðarsvæðinu saman til fundar á Hótel KEA á Akureyri þar sem þeim vom kynntar hug- myndir um uppbyggingu stjórn- kerfis sameinaös sveitarfélags í Eyjafirði. Þetta plagg vann svo- kölluð Nefnd um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði, sem Hér- aðsnefnd Eyjafjarðar skipaði á sínum tíma. „Menn gerðu ekki athugasemd- ir við þær hugmyndir sem þama komu fram og það tel ég mjög já- kvætt. Þetta ætti að eyða mörgum vangaveltum um ýmis fram- kvæmdatriði,“ sagði Sigurður J. Sigurðsson. „I beinu framhaldi af þessu skilum við skýrslunni til héraðsráðs og við leggjum áherslu á að þeim upplýsingum sem þar koma fram verði skilmerkilega komið á framfæri við íbúa svæðis- ins, með þeim fyrirvara að hér sé einungis um að ræða hugmyndir um hvemig stjómkerfi í samein- uöu sveitarfélagi gæti litið út,“ sagði Sigurður. 11-15 í sveitarstjórn En lítum nánar á þemian stjórn- kerfisramma sameiningarnefndar- innar. Ef fyrst er litið á sjálfa sveitarstjómina, þá segir að hún skuli fara með æðstu yfirstjóm sveitarfélagsins og í hemú verði 11-15 fulltrúar. Hún yrði stefnu- markandi fyrir sveitarfélagiö. Fundir yrðu haldnir að jafnaði einu simii í mánuði í samræmi viö sveitarstjórnarlög. Gert er ráð fyrir svokölluðu byggðarráði, sem heyri beint undir sveitarstjórn og verði það kosið samkvæmt gildandi sveitarstjórn- arlögum og hafi allt aö 7 fulltrúa, sem væru jafnframt aóalfulltrúar í sveitarstjórn. Fundir byggðarráðs yrðu allt að vikulega. Byggóarráö færi með æðsta vald sveitarfélags- ins milli funda sveitarstjórnar og geti skuldbundið sveitarfélagið imian ramma fjárhagsáætlunar. 3ja til 5 manna svæðisnefndir Gert er ráó fyrir stofnun nokkurra 3ja-5 manna svæðisnefnda til að Þvottavél 800 sn. vinda, tromla og pottar úr ryðfríu stáli. 14 þvottakerfi, eitt f/ull. Sparnaðarrofi. Verð kr. 53.580. Gæði, góð þjónusta. 0KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565 fjalla um málefni einstakra svæöa, þar sem fjarlægð frá aöalþjónustu- kjama eóa aðrar aðstæður krefóust þess. Hlutverk svæðisnefnda yrði fyrst og fremst að veita sveitar- stjóm og byggðarráði ráðgjöf og umsögn varðandi málefni viðkom- andi svæða. Nefnt er í skýrslunni aö til greina komi að sveitarstjóm tilnefni formami svæðisnefndar, en aðrir fulltrúar verði kosnir í al- mennum kosningum. Fimm megin svið Lagt er til að einstakir málaflokk- ar skiptist í fimm megin svið og nefndir kosnar til að fjalla um þá: 1. Atviiuiumálasvið og undir þaó heyri m.a. atvinnumálanefnd og landbúnaðarnefnd. 2. Félags- og fræðslusvió og undir það heyri m.a. félagsmála- nefnd, skólanefnd og húsnæðis- nefnd. 3. Fjármála- og stjómsýslusvið og undir það heyri m.a. kjörstjóm og kjarasamninganefnd. 4. Tækiú- og umhverfissvið og undir það heyri m.a. byggingar- nefnd, skipulagsnefnd og um- hverfisnefnd. 5. Orku- og veitnasvið og undir það heyri t.d. stjóm veitustofnana. Gert er ráð fyrir að hvert þess- ara fimm fagsviða skiptist í ein- stakar fagdeildir, að svo miklu leyti sem slíkt telst heppilegt, og verði þá deildarstjóri yfir hverri deild og heyri hann undir viðkom- andi sviðsstjóra Framkvæmdastjóri yfirmaður daglegs reksturs Miðað er við að framkvæmda- stjóri verði yfirmaður daglegs reksturs sveitarfélagsins og heyri haiui undir sveitarstjóm og byggð- arráó. Sviðsstjórar áóumefndra fimm megin sviða heyri undir framkvæmdastjóra og séu yfir- menn viókomandi málaflokks. Þá er þess aó geta aó lagt er til að heimilt verði að stofna sérstak- ar þjónustudeildir eða þjónustu- skrifstofur til að veita svokallaða nándarþjónustu í einstökum hlut- um sveitarfélagsins, eftir því sem þörf verói talin á, m.a. vegna fjar- lægðar frá aðalþjónustukjarna sveitarfélagsins. Þjónustudeildim- ar hafi m.a. með höndum daglega umsjón tæknimála á viðkomandi svæði, s.s. snjómokstur, sorphirðu og rekstur ýmissa staðbundiiuia véla og tækja. Fjallskilin Varðandi fjallskilin er lagt til í skýrslu sameiningarnefndar að í Eyjafirði verði eitt fjallskilaum- dæmi. Ekki er gert ráð fyrir breyt- ingum á þeirri skiptingu í fjall- skiladeildir sem eru samkvæmt núverandi sveitarfélagaskipan. Sveitarstjóm ákveði takmörk deilda og hafi á hendi yfirstjórn allra afrétta- og fjallskilamála í fjallskilaumdæminu samkvæmt gildandi lögum um afréttarmál, fjallskil og fleira. Sveitarstjórn geti skipað fjallskilanefnd í hverri fjallskiladeild, sem fari með stjórn og framkvæmd fjallskilamála í viðkomandi deild. Hvenær tæki sameining gildi? I skýrsluiuti er korrúð inn á þá spumingu hvenær ný sveitjar- stjórn tæki við í sameinuðu sveit- arfélagi í Eyjafirði. Orðrétt segir: „I nefndinni komu fram tvö sjón- arnúð um hvenær kosið yrði til nýrrar sveitarstjómar og samein- ing tæki gildi, ef lillaga umdæma- nefndar verður samþykkt 20. nóv- ember. Aiuiars vegar var rætt um að kosið yrði til nýrrar sveitar- stjórnar í sveitarstjórnarkosning- unum vorið 1994 og tæki ný sveit- arstjórn vió að nokkrum vikum liðnum. Eimiig kom fram þaö sjónarmið að sækja skyldi um heinúld um að seinka sveitar- stjórnarkosningum. Þannig fái nú- verandi sveitarstjónúr setið áfram um nokkurra mánaða skeið iiui á næsta kjörtímabil, eftir því hversu tímafrek sameining verður.“ Orkufyrlrtæki rekin sjálfstætt I kafla skýrsluiuiar um eignir, skuldir og fyrirtæki sveitarfélaga segir að allar eignir sveitarsjóða verði eignir sameiginlegs sveitar- sjóðs. Lagt er til að skuldir sveit- arsjóða og skuldir fyrirtækja þeirra með sjálfstæóan fjárhag, þ.m.t. orkufyrirtækja verði sund- urgreindar þaiuiig að einungis skuldir sveitarsjóðaiuia teljist skuldir hins nýja sveitarfélags. Skuldir fyrirtækjanna mcó sjálf- stæðan fjárhag fylgi þeim í sam- rænú við marknúð um rekstur þeirra. Abyrgðir núverandi sveit- arsjóða verði ábyrgóir sveitarsjóðs hins nýja sveitarfélags. Tekið er fram að fyrirtæki í eigu núverandi sveitarfélaga, þ.m.t. orkufyrirtæki, verði rekin sjálfstætt. Rckstrarmarkmið l'yrir- tækja scm þjóna íbúunum skuli vera að tekjur og gjöld standist á og þjónustan þaniúg veitt á kostn- aðarverói hjá hverju einstöku fyr- irtæki. Hlulafjáreign sveitarsjóða skuli varðveitt í hlutafjársjóði sveitarfélagsins. Farið verði með arð af hlutafjáreign samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar hverju siiuú. óþh Sameining sveitarfélaga í Suður-Pmgeyjarsýslu: „Ég tel aö þessar tiIIÖgur geti vcl vcrið góður grunnur tU að byggja á stjórnunarramma í sameinuðu sveitarfélagi, ef íbú- arnir samþykkja samciningu. Ég vil þó Icggja áherslu á, cf íbúarnir velja að sameina þessi sveitarfélög, að menn hugsi málið og byggi upp hið nýja svcitarféiag sem eitt sameinað svciturfélag, en hugsi ekki mál- in eins og áður cn samcining átti sér stað. Allt byggist þetta þó á að íbúarnir sjálfir sam- þykki sameiningu, það er » þeirra valdi,“ sagði Einar Njálsson, biejarstjóri, um hug- myndir að stjórnskipun fyrir sameinað sveitarfélag í Þing- eyjarsýslu, sem Dagur sagði að hluta til frá í gair. Kynningarfundur 30. október Hugmyndirnar voru kynntar á fundi í Bæjarstjórn Húsavíkur sl, þriójudag, en ákveðið er aó al- mennur kynningarfundur á veg- um Umdæmisnefndar verði hald- inn 30. október á Husavík. Bæjarfulltrúar ræddu hug- myndirnar og hugsanlega^ sam- einitigu á fundinum. Jón Ásberg Salómonsson (A) sagöist óákvcó- inn hvernig hann greiddi atkvæói en ræddi kosti og galla saraein- ingar. Þorvaldur Vestmann (D) sagöi að menn yróu að hugsa sig mjög vel um áður en þeir höfn- uöu þessurn kosti. Hann taldi aó íbúfir myndu í raun lítiö fiiuia fyrir breytingu viö samciningu. Bjarai Aðalgeirsson (B) sagðí sameiningu núkið tilfinningamál í núnrú sveitarfélögunum. Hamt lýsti yfn þeim vilja sínum að ef tíl sameiningar kæmi nytu íbúar sveitarfélagsins betri^ þjónustu eltir en áóur. Krislján Ásgeirsson (G) taldi aö sveitarstjómir heföu stjórn á þjónustumálunum fyrir: „Eg scgi öllum að Húsavík cigi að fella tillöguna," sagöi Krist- Hcraðsncfnd lýstí vilja sínum fyrir aö stjómunarramnú í nýju sveitarfélagi yrði byggöur á framkomnum hugmyndum þar um, á fundi sl. mánudag. Sveitarfélaginu skipt í fimm þjdnustusvæði í hugmyndunum, scm Valtýr Sig- urbjamarson hjá Byggóastofnun vann, er gert ráð fyrír að sveitar- félaginu verði skipt í fiinm þjón- ustusvæði og aö svæðisnefndir skuli kjörnar ohlutbundinni kosn- ingu, jafnhliða sveitarstjónar- kosningum. Ei‘ ncfndunum ætlaö aó veita sveitarstjórn og byggðar- ráði ráðgjöf og urnsögn varðandi málefm í þjónustusvæðmn sveit- arfélagsins. Sveitarstjóm felur svæóisnefndum að annast rekstur cftirtaliima málítílokka: Land- búnaöamiál, Mcnningarmál, Rekstur mannvirkja, Rekstur fyr- irtækja í eigu sveitarfélagsins, Rckstur grunnskóla, Rekslur lcik- skóla, Rekstur tónskóla, Snjó- mokstur. 11 manna sveitarstjórn Ekki virðist lengur þörf fyrir Héraösnefnd og ýmsar nefndir og ráð scm starfa á hennar vegum. Svcitarstjóri t sameinuðu svettarfélagi heyrir undir 11 mttnna svcitarsljóm og 5 mtutna byggóarráö. Sviösstjórar sex meginsviða heyra undir sveitar- stjóra og cru ylirmenn viðkom- andi málaflokka. Þjónustuskrifstofur verða á hvcrju þjónustusvæöi til aö veita nærþjónustu, þar verða þjónustu- fulltrúar, ráðiur af sveitarstjórn. „Þingcyjarsveil" skal vcra eitt fjallskilafélag, sem skiptist í deildir meó sama hætti og nú og ekki er gert ráð fyrir breytingum á núvcrandi fyrirkomulagi. Tekjur voru samtals um 435 milljónir króna Skatttckjur, tckjur samkvæmt lögum um lekjuslofna sveitarfé- laga, voru samtals tæplega 435 milljónir króna á síðasta ítri, sam- tals í þcim sveitarfélögum sem tiliagan gerir ráð fyrir aö sam- cina. Tekjur á hvcm íbúa voru tæplega 103 þúsund, eða vel yfir landsmcðaltali sem er tæplcga 99 þusund. Hæstar tckjur voru á íbúa í Skútustaðahreppi, eöa rúralcga 124 þúsund og lægstar á Tjörnesi eóa um 62,5 þúsund á íbúa. Greiðslubyrði af lánum er þyngst á Húsavík, eöa 12,8 þús- und á íbúa, en í Rcykdælalircppi eru tekjur af þcssum lió 17,2 þús- und. Meðaltal á svæðinu er grciöslubyröi sem ncmur læplcga 6,4 þúsundum á íbúa. Hugmyndir þessar kynntar ítarlega Gert er ráö l'yrir aö allar cignir núverandi sveitarsjöða veröi eignir sameiginlegs sveitarsjóðs. Til stendur að brcyta reglugerö Jöl'nunarsjóós sveitarfélaga þann- ig að hún verki hvetjandi til sam- einingar svcitarfélaga og að þau tapi ekki fjárhagslega á aó sam- einast. Skuklir sveitarsjóða og skuldir fyrirtækja þcirra með sjálfstæðan íjái'hag verða sundur- greindar þannig að einungis skuldir sveitarsjcxlanna teljist skuldir hins nýja svcitarfclags. Fyrirtæki í eigu núverandi sveit- arfélaga verða rekin sjálfstætt. Þessar hugmyndír munu veröa kynntar ítarlega fyrir íbúum svæðisins, tíl að þeir hafi eitthvað í höndunum þegar þeir þurfa að taka ákvörðun fyrir kosningamar um sameiiúngu sveitarfélaganna. IM

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.