Dagur - 29.10.1993, Síða 4

Dagur - 29.10.1993, Síða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 29. október 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþrótlir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANNÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON UÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Enn harðna deilurnar á stjórnarheimilinu Stjórnarflokkarnir tveir, Alþýðuflokkur og Sjálf- stæðisflokkur, hafa því miður ekki borið gæfu, til að ná samstöðu um ýmis grundvallarmál á yfirstandandi kjörtímabili. Þar má fyrst nefna mótun stefnu í sjávarútvegsmálum til langs tíma. „Tvíhöfðanefndin" sem svo hefur verið kölluð af því hún hefur tvo formenn, sinn frá hvorum stjórnarflokknum, hefur hjakkað í sama farinu frá því hún var sett á laggirnar í byrjun kjörtímabilsins. Hún hefur ekki einu sinni komist að niðurstöðu um algert frumat- riði á borð við það hvort leggja beri sérstakan auðhndaskatt á sjávarútveginn. Það er ekki nóg með að auðlindaskatturinn sé bitbein stjórnarflokkanna heldur er hart deilt um það mál innan hvors flokks um sig. Minna má á kostulega afgreiðslu þessa stórmáls á nýaf- stöðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins - ef afgreiðslu skyldi kalla. Þegar ljóst var að hver höndin var upp á móti annarri og viðunandi niðurstaða fengist ekki, samþykkti fundurinn að lokum tillögu sjávarútvegsráðherra um að greiða ekki atkvæði um máhð, heldur senda það til miðstjórnar flokksins. Þar verður máhð síðan svæft, ef að líkum lætur. Annað dæmi um alvarlegan ágreining innan ríkisstjórnarinnar er skinkumáhð svokallaða og síðar kalkúnainnflutningur utanríkisráðherra. í þeirri deilu féhu stór orð og þungar ásakanir á báða bóga. Utanríkisráðherra gaf m.a. í skyn að forsætisráðherra hefði brotið landslög með framferði sínu í máhnu. Fjármálaráðherra sendi ásakanir um lögbrot aftur heim til föðurhús- anna nú í vikunni, þegar dómur féU í skinku- málinu svonefnda í undirrétti. Einsdæmi er að svo þungar ásakanir hafi gengið miUi ráðherra í ríkisstjórn íslands, án þess að til stjórnarshta hafi komið í kjölfarið. Nýjasta dæmið um ágreininginn milli stjórn- arflokkanna er deilan um heUsukortin. Sú makalausa deila er nú í algleymingi. Heilbrigð- isráðherra er búinn að fara heUan hring í mál- inu, m.a. tU þess að mæta óskum fjármálaráð- herra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Nú hefur landsfundur Sjálfstæðisflokksins sam- þykkt ályktun sem gengur í berhögg við vUja fjármálaráðherrans í þessum efnum. Þar með eru áformin um að leggja á nýjan skatt í heU- brigðiskerfinu komin í fullkominn og óleysan- legan hnút! Sannast sagna er sama frá hvaða sjónarhóli núverandi ríkisstjórnarsamstarf er skoðað. Flokkarnir koma sér saman um fátt og rífast oft og mikið fyrir opnum tjöldum. Uppskeran er í samræmi við það; mun minni en efni stóðu tU og rýrari en þjóðin getur sætt sig við. BB. Húsavík: Betri bær fyrir börnin - hugað að slysavörnum - félagasamtök taka höndum saman „Ég var mjög ánægð yfir þess- um góðu móttökum,“ sagði Her- dís Storgaard, barnaslysafull- trúi Slysavarnafélags Islands, sem hélt fund með fulltrúum fé- lagasamtaka á Húsavík sl. mið- vikudagskvöld. Yfirskrift verk- efnisins sem fyrirhugað er að takast á við er: Gerum bæinn betri fyrir börnin. Verkefnið hefur verið unnið í Keflavík og Njarðvík og fleiri sveitarfélög hugsa sér til hreyfings í þessum efnum. „Það var góó mæting á fundinn og ég heyrði ekki betur en að fólk hefði áhuga á að takast á við þetta verkefni. Sigurður Guðjónsson, læknir á Heilsugæslustöðinni, kom með slysatölur yfir böm sem slasast hafa á Húsavík. Það kom greinilega í Ijós að flest slysin ger- ast heima, en síðan kemur skólinn og íþróttirnar. Þessar tölur sýndu nákvæmlega það sama og tölur frá öðrum stöðum á Islandi hafa gert. Það urðu umræður um að skyn- samlegast væri að byrja þar sem flest slysin verða,“ sagði Herdís. A fundinn voru boðaðir fulltrú- ar frá hinum ýmsu félagasamtök- um og stofnunum. Rætt var um að þeir mundu síðan segja frá ei'ni fundarins og í framhaldi af því yrði skipaður starfshópur. Hröiui Káradóttir, formaður Kvenna- deildar Slysav:u-nafélagsins, sér um að skrá hverjir gefa kost á sér sem fulltrúar í starfshópirai. I nóv- ember veröur haldinn fundur og skipuð undirbúningsnefnd. Verk- efni nefndarinnar verður að for- gangsraða verkelnum. Stundum þarf bara tiltekt. Skólastjóri grunnskólans sýndi áhuga á að slysavamir yrðu teknar Ilrönn Káradóttir, forniaður Slysa- varnadcildar kvcnna á Ilúsavík og Hcrdís Storgaard, barnaslysafull- trúi Slysavarnafclags Islands. inn í fræðsluna. Þar sem námsefni í vetur hefur verið skipulagt, verð- ur ekki af slíku fyrr en næsla haust, enda talið gott að hafa sem lengstan tíma til aö undirbúa fræðsluna. „Það voru allir ákaflega já- kvæðir. Fólk var sammála um að fara hægt af stað og taka ákveðna þætti fyrir. Mitt hlutverk er aö ferðast urn líindið og halda fyrirlestra í tengsl- um við deildir Slysavamafélags- ins. Verkefnið sem félagasamtök- in taka síðan að sér er tvískipt: Aö firaia áhættustaði; leitað er skipu- lega að slysagildrum á skólalóð- um og í skólunum, leiksvæðum barna og leikskólalóðum, einnig á stöðum úti í náttúmnni sem krakk- :;r sækja í, við hafnir og vinnu- svæði. Þar em oft staðir sem eru börnum hættulegir og það þarf oft ekki annað en tiltekt til að kippa hlutunum í lag. Það er gott að til þessara verk- efna veljist fólk sem er tengt böm- um, foreldrar eða aðrir sem starfa með bömum, því slíkar vettvangs- ferðir eru ákaflega lærdómsríkar fyrir fólkið. Það veróur mikiö meðvitaðra um umhverfi bamanna á eftir. í Keflavík og Njarðvík hcf- ur náðst góður árangur og fólk er orðið ákaflega meðvitað um um- hverfið, þó tölur um lækkun slysa- tíðni sjáist ekki stax. Þarf ekki að vera leiðinlegt. Seinni hluti átaksins er fræðsla sem beinist að börnum. Þau viraia verkefni til aö gera sér grein fyrir hvar hætturnar liggja. Böm eru mjög hugmyndarík og gera sér oft grein fyrir hvernig koma megi í veg fyrir slys. Fræðsla til foreldra gegn um börran fer fram og bein fræðsla til foreldra gegn um fjöl- miðla. Eirarig eru settar upp sýn- ingar og bömin fengin til aö kyraia verkefni sín. Það eru marg- ir möguleikar til aö viraia aó þessu verkefni, og þaö þarf ekki að vera leiðinlegt. Eg er mjög ánægð með góðar móttökur á fundinum héma og mér fannst fólkinu finnast fyrir- lesturinn athyglisverður. Bæjar- stjórinrí sagói að ýmislegt hér á Húsavík væri hægt að laga. Eg heyri að hann er mjög jákvæður, og verið er að ræða athugun nú í nóvember hve kostnaðarsamt verkefnið verður. Mögulciki cr því á aö þaö komist inn á fjárhags- áætlun næsta árs,“ sagði Herdís, greinilega ánægð með áhuga Hús- víkinga á slysavömum fyrir böm- in í bænum. IM Athugasemdir við síðbúið svar Jóns Gauta Jónssonar í Degi 26. október sl. hirtist síð- búið svar Jóns Gauta Jónssonar vegna greinar minnar í Degi frá 13. október sl. Eg vil hér með koma með nokkrar athuga- semdir varðandi grein mína og samtal við Jón Gauta. Varðandi fullyrðingar mínar um að reynt væri að stíla fundi hjá atvinnumálanefnd þegar einn full- trúi þeirrar nefndar ætti frí frá námi í Reykjavík. Eg viðurkenni þau mistök aó ég taldi fulltrúaiui vera í námi í Reykjavík og skal það hér með leiðrétt. Þau svör fengust á skrifstofu atviraiuniiðl- unar þegar spurt var um hvenær næsti fundur yrði hjá atvinnu- málanefnd, aö reynt yrði að haga næsta fundi þegar eirai fulltrúi at- vinnumálanefndar ætti frí frá námi. Þetta voru þau svör scm ég fékk. Þó svo að Jón Gauti segi í grein siraii að cnginn fulltrúi í at- vinnumálanefnd sé í námi, þá upplýsti liann núg í samtali að fulltrúi Framsóknarflokksins í at- vinnumálanefnd væri í námi hér á Akureyri og sú fyrirspurn hefði komið fram að reynt væri að hliðra fundum til vegna þessa. Því var víst hafnað og eru því fundir haldnir á eðlilegum tíma. Þessar óáreiðanlegu heimildir sem Jón Gauti nefnir aó ég hafi notað í skrifum mínum voru konuiar frá skrifstofu atvinnumálanefndar. Það er ekki rétt hjá Jóni Gauta að ég liafi verið búinn að draga allt til baka í samtali sem ég skrifaði í þessari grein. Það er ekki rétt. Eg Sigurjón Ilaraldsson. sagðist rnundi birta opinberlega leiðréttingar á þeim mistökum sem ég hefði skrifað um, ef ein- hverjar væru. Alit nútt á þessum málum stendur óbreytt. Þó svo að þetta eina mál sem Jón Gauti nefiúr að hafi verið keyrt í gcgn- um kerfið á mettíma þá er við- komandi aðili ekki farirm að fá neina pappíra í hendumar um þetta mál (þegar þessi orð eru skrifuð). Jón Gauti tjáði mér að nú væru þessi mál komin í réttan far- veg og er það ánægjulegt ef svo er. Það má því vænta einhvers ár- angurs á næstu mánuðum. Það sem var megin tilgangur núnn meó grein minni var sá að rjúfa þá þögn sem virðist haf ein- kciuit alla umræðu og meðferð at- viiuiumála hér á Akureyri. Þegar ég ritaöi grein mína var ekki búið að keyra áóumefnt mál í gegnum kerfið og er það ánægjulegt að grein mín skuli hafa haft þau áhrif að atvinnumálanefnd sé farin að eflast í afköstum á þessu sviði. Samt sem áður hefur þaö verið einkennandi fyrir störf þessara að- ila fram aö þessu, að fólk hefur virkilega þurl't að hafa sig eftir efninu. Engin eiiúilít skýring hefur konúó fram hvers vegna þeir sem sóttu um styrk 15. júra' sl. þurftu að bíða hátt í þrjá mánuði eflir af- greiöslu og allan þaiui tíma var þeim ekki sent eitt einasta brél' um það hvernig málið stæði. Ráðum og nefndum bar heldur ekki simi- an um liver upphæðin ætti að vera. Það er því ánægjulegt ef að tekist hefur að stytta þennan biðtíma úr þremur mánuðum í tíu daga. Mér hefur ekki fundist atviiuiu- mál hér á Akureyri vera með þcim hætti að þaó sé hægt að þegja eða hæla sér af því. Kannski er það vilji þeirra maima sem sinna þess- um málum aó viö förum að sætta okkur við þetta ástand og að það muni verða varanlegt. Það mundi auðvitað miraika þá kröfu á þessa menn að gera eitthvað í málunum. Sigurjón Haraldsson. Höfundur er við rekstrarfræðinám við Sam- vinnuháskólann að Bifröst. Búsettur á Akureyri og hefur starfað sem kerf- isfræðingur í um tíu ár fyrir ýmis virt fyrirtæki s.s. IBM og KEA.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.