Dagur - 19.11.1993, Blaðsíða 6

Dagur - 19.11.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 19. nóvember 1993 Spurníng víkunnar — sptirt á Husavfk - Ætlar þú að mæta á kjörstað á laugardagínn? Hjálmar Hjálmarsson: Já, ég ætla að kjósa. Ég er löngu ákveöinn hverju ég svara. Martha Dís Brandt: Já, ég býst við því. Ég er ekki ákveðin, en haÚast að því að samþykkja því það verður sameining fýrr eða síðar. Baldvín Bjamason: Það er vafasamt að ég geri nokkuð. Mér fmnst ég ekki bú- inn að fá nógu góðar upplýs- ingar um hvernig þetta verkar og veit því ekki beint um hvað ég á að kjósa. Stefán Steíngrímsson: Já. Ég hef verið frekar hlynntur sameiningunni og held að hún sé af hinu góða. Það hefur gengið í þá áttina undanfarið að samstarf er um margt. Sveitarfélögin eiga svo margt sameiginlegt: skóla, sjúkrahús og elliheimili. Guðni Halldórsson: Já, ég ætla að kjósa. HVAÐ ER AÐ GERAST? mma^m^mmm^^mmmmmmmmmmmmm^^^^mmmmm LETTIH Hestamannafélagid Léttir xzSkemmtikvöld á vegum Hestamannafélagsins Léttis í tilefni af 65 ára afmæli félagsins verður í Laugarborg laugar- daginn 20. nóv. kl. 22.00 ásamt stórdansleik með hljómsveitinni Namm. Húsið opnað kl. 21.30 en skemmtiatriði hefjast stundvíslega kl. 22.00. Söngur, grín og gleði langt fram á nótt. Allir velkomnir. Sætaferðir: Frá Sunnuhlíð 12 kl. 21.00. Frá Hrísalundi 5 kl. 21.10. Frá bílastæði við Alþýðuhús kl. 21.20. k Miðaverð aðeins kr. 1.500. Skemmtinefnd Léttis. Kynning! Kynning! Kynnum Maria Galland snyrtivörur föstud. 19. nóv. kl. 13-18. Einnig verður kynnt ný líkamskremlína. 10% kynningarafsláttur Myndlist í Deiglunni Guðrún J. Friðriksdóttir frá Vopna- firði sýnir á morgun og sunnudag í Deiglunni í Listagilinu á Akureyri kl. 14-19 báða dagana akrýlmálverk, vatnslitamyndir, ámálaða tréhluti, ámálað tau og boli og handunnin syk- urblóm. Flóamarkaður Hjálpræðisherinn á Akureyri efnir til flóamarkaðar í dag, föstudag, kl. 10- 17 aó Hvannavöllum 10. Mikið af ódýrum fatnaði til sölu. Peru- og jóladagatalasala Lionsklúbburinn Huginn á Akureyri stendur á morgun, laugardag, fyrir ár- legri sölu á ljósaperum og jóladagatöl- um. Að þessu sinni rennur ágóðinn af sölunni til kaupa á ristilspeglunartæki fyrir Fjóróungssjúkrahúsió á Akureyri. Fólk er hvatt til að taka vel á móti Lionsmönnum og styrkja gott málefni. Köku- og laufabrauðs- nasar Jafnaðarmannafélag Eyjafjarðar held- ur árlegan köku- og laufabrauðsbasar að Gránufélagsgötu 4 (JMJ-húsinu) á Akureyri á morgun kl. 14til 16. Sala á kökum og laufa brauði A morgun kl. 15 veróur köku- og laufabrauósbasar Hjálpræðishersins að Hvannavöllum 10 á Akureyri. Einnig verður selt kaffi og nýbakaðar vöfflur. Annað kvöld veröur síðan kvöldvaka með fjölbrevttri dagskrá. Böm, sem sótt hafa fundi í vetur, munu syngja. Yfirmenn Hjálpræðishersins á Islandi og Færeyjum, Anne Gurine og Daníel Óskarsson, stjóma og tala. Einnig verða veitingar og happdrælti. Allir em hjartanlega velkomnir. Kökubasar Kvenfélagið Framtíðin heldur köku- basar á morgun, laugardag, kl. 14.30 í anddyri þjónustumiðstöðvarinnar í Víðilundi á Akureyri. Fólk er hvatt til að kaupa kökur til jólanna og styrkja um leið gott málefni. Bingó Náttúrulækningafélag Akureyrar stendur fyrir bingói í Húsi aldraóra á Akureyri á sunnudaginn kl. 15. Agóð- inn rennur til Kjamalundar. Stórtónleikar í Ýdölum Kvennakórinn Lissý og Karlakórinn Hreimur í S-Þing. halda tónleika í Ydölum í Aðaldal annað kvöld, laug- ardag, kl. 21. Rúmlega 100 manns koma fram á tónleikunum. Stjórnandi Kvennakórsins Lissý er Ragnar L. Þorgrímsson en Robert Faulkner stjómar körlunum í Hreim. Undirleik- ari beggja kóra er Juliet Faulkner. Ein- söngvarar á tónleikunum em þeir Rangárbræður Baldur og Baldvin Kr. Baldvinssynir. í hléi standa kóramir fyrir kaffisölu. Emil ogAnna Sigga Um helgina heldur sönghópurinn Emil og Anna Sigga þrenna tónleika á Norðurlandi. Hópinn skipa þau Anna Sigríður Helgadóttir, Ingólfur Helga- son, Skarphéðinn Þ. Hjartarson, Sig- urður Halldórsson, Bergsteinn Björg- úlfsson og Sverrir Guömundsson. Píanóleikari og undirleikari er Daníel Þorsteinsson. Efnisskrá er fjölbreytt; dægurlög, djass, ensk þjóðlög o.fl. Tónleikamir verða í sal Gagnfræða- skólans á Akureyri á morgun kl. 16, í Dalvíkurkirkju annaó kvöld kl. 21 og í sal Tónlistarskólans á Sauóárkróki kl. 17 á sunnudag. Aðgangseyrir að tón- leikunum er kr. 1000. Karlakór Akureyrar - Geysir á Dalvík Karlakór Akureyrar - Geysir verður með söngskemmtun í Dalvíkurkirkju nk. sunnudagskvöld, 21. nóvember, kl. 20.30. A söngskránni em lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Ein- söngvarar með kórnum verða þeir Ingvi Rafn Jóhannsson, tenór, og Egg- ert Jónsson, bassi. Stjómandi kórsins er Roar Kvam en um undirleik sér Richard Simm. Ollum cllilífeyrisþeg- um á Dalvík og nágrenni er boðinn frír aðgangur að tónleikunum. Heimspekifyrirlestur Mikael M. Karlsson, dósent í heim- speki við Háskóla Islands, flytur l'yrir- lestur í stofu 24 í aðalbyggingu Há- skólans á Akureyri á morgun, laugar- daginn 20. nóvember, kl. 14. Fyrirlest- urinn nefnist: Um aflhæfar forskrift- ir og sérhæfar. Fyrirlestur Mikaels fjallar um tvær tegundir af forskriftum (normum), alhæfar og sérhæfar, og sambandið á milli þeina. í daglegu lífi lætur maður í ljósi alhæfar forskriftir með algildum reglum eins og reglunni um að aldrei megi svipta mann lífinu. Sambandið á milli slíkra reglna eða forskrifta og einstakra ákvarðana eóa sérhæfra forskrifta er ekki eins einfalt og virðast kann í fyrstu. I þessum fyr- irlestri ætlar Mikael að sýna, hvernig best er að skilja það samband. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum á meðan húsrúm leyfir. Pláhnetan í Sjallanum og á Húsavík Hljómsveitin Pláhnetan leikur í kvöld á Húsavík og annaö kvöld í Sjallanum á Akureyri. Pláhnetuna skipa þeir Stefán Hilmarsson, Ingólfur Sv. Guð- jónsson, Friðrik Sturluson, Sigurður Gröndal og Ingólfur Sigurðsson. I kvöld veróur hins vegar Kvartett Karls Örvarssonar í Sjallanum. I Kjallaran- um verða Rúnar Þór og félagar í kvöld og annað kvöld. Amma Dýrunn á Uppanum Hljómsveitin Amma Dýrunn leikur á Uppanum í kvöld, föstudag. Herbert Guðmundsson kynnir lög af nýútkom- inni hljómplötu sinni „Being Human“. „Happy hour“ verður á milli kl. 23 og 24. Boðið verður upp á eldbakaðar pizzur á 700 kr. Skákfélagið með barna- og unglingamót Skákfélag Akureyrar stendur fyrir haustmóti bama- og unglinga á morg- un, laugardag, kl. 13.30 í húsnæði Skákfélagsins við Þingvallastræíi. Teflt verður í þrem flokkum; IJokki 13-15 ára, 12 ára og yngri og telpnaflokki. Blómarósir í Ólafsfirði Leikfélag Ólafsfjarðar frumsýnir í kvöld kl. 21 í Tjamarborg í Ólafsfirði Blómarósir eftir Ólaf Hauk Símonar- son. Leikstjóri er Þómnn Magnea Magnúsdóttir. Önnur sýning verður á sunnudagskvöld kl. 21. Miðapantanir í síma 62352. Næstsíðasta sýning á Afturgöngum Næstsíðasta sýning LA á Aft- urgöngum veróur annað kvöld kl. 20.30. Síðasta sýning á Ferðinni til Panama verður á sunnudag í Sam- komuhúsinu á Akureyri kl. 16. Skemmtikvöld Léttis Skemmtikvöld Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri í tilefni af 65 ára af- mæli félagsins verður í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit annað kvöld kl. 22. Aö skemmtun lokinni sér hljómsveitin Namm um fjörið. Sætaferðir frá Sunnuhlíð 12 kl. 21, Hrísalundi 5 kl. 21 og bílastæðl við Alþýðuhús kl. 21.20. Miðaverð kr. 1500. Bólumarkaðurinn Bólumarkaðurinn Eiðsvallagötu 6 á Akureyri verður opinn á morgun kl. 11-15. Sérstök athygli er vakin á því að Gallerý Bardúsa á Hvammstanga verður meó söluaöstöðu. Boðið verður upp á handunnin jólakort, lax, silung, brauó, fatnað, keramik, postulín, jóla- dúka, kerti o.fl. Bótin-markaður Bótin-markaöur að Óseyri 18 á Akur- eyri verður opinn á morgun kl. 11-17. Aö venju verða söluaðilar með fjöl- breyttan vaming á boöstólum, matvör- ur, fatnað og ýmislegt lleira. Sýning á Nissan Terrano Á morgun og sunnudag kl. 14-17 verður Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar á Akureyri með sýn- ingu á Nissan Terrano II jeppanum. Einnig veröa á sýningunni Nissan Micra, Subaru Legacy og fleiri gerðir af Nissan og Subaru bílum. Sýning á Hyundai Sonata Á morgun, laugardag, kl. 10-17 verð- ur sýning hjá Bílavali á Akureyri á hinum vinsæla bíl Hyundai Sonata. Að sýningunni standa auk Bílavals (sem er söluaðiii á Akureyri) Þórs- hamar hf. (umboðsaðili) og Bifreiðar og landbúnaðarvélar (innflutningsað- ili).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.