Dagur - 30.11.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriójudagur 30. nóvember 1993
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREVRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SIGRÍÐUR ÞORGRI'MSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTÉSEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Að afla og eyða
Sumir halda því fram aö fjármál séu flókin og að
ekki sé á hvers manns færi aö skilja þau. Þetta er
ekki alls kostar rétt, a.m.k. hvaö varðar grundvall-
aratriði fésýslu.
Flestum er væntanlega ljóst að jafnvægi verður
að ríkja milli þess sem við eyðum og þess sem við
öflum. Tekjur og gjöld verða að standast á. Ef út-
gjöldin eru meiri en tekjurnar, söfnum við skuldum
en eignumst sparifé ef dæminu er snúið við. Vitan-
lega er hægt að brúa bilið tímabundið ef gjöldin
reynast hærri en tekjurnar. Þegar til lengri tíma er
litið verður dæmið hins vegar að vera í jafnvægi ef
ekki á illa að fara. Ef til vill kann einhverjum að
þykja þarflaust að rifja upp þetta undirstöðuatriði
farsællar fjármálastjórnar. Raunveruleikinn sýnir
þvert á móti að svo er ekki. Hann sýnir að einstak-
lingar, stjórnendur fyrirtækja og síðast en ekki síst
ráðamenn þjóðarinnar þurfa á því að halda að vera
minntir á þessi einföldu sannindi sem oftast.
Ríkissjóður hefur verið rekinn með halla um
langt árabil. Enginn virðist lengur geta svo mikið
sem ímyndað sér hvernig fara á því að reka þenn-
an sameiginlega sjóð okkar á núlli, hvað þá með
tekjuafgangi. Nú er svo komið að hallinn nemur 8-
14 þúsund milljónum króna ár hvert og sér
væntanlega hvert mannsbarn að slíkur búskapur
getur ekki endað nema á einn veg. Fyrr eða síðar
kemur að því að við fáum ekki lán til að fjármagna
umframeyðsluna. Þann dag blasir þjóðargjaldþrot
við.
Hið einfalda lögmál tekna og gjalda má allt eins
heimfæra á gjaldeyrisviðskipti þjóðarinnar. Þjóðin
aflar sér gjaldeyris með útflutningi. Þar með er
ljóst að gjaldeyririnn sem hún hefur til ráðstöfunar
er ávallt takmarkaður og helgast af útflutnings-
tekjunum. Þær ráða því hversu mikið fé við höfum
til að nota í viðskiptum við aðrar þjóðir. Ef við eyð-
um umfram það sem við öflum á þessu sviði verð-
ur halli á viðskiptum okkar við útlönd. Slíkur halli
hefur reynst niðurstaða gjaldeyrisreiknings þjóð-
arinnar mörg undanfarin ár.
Ljóst er að sumar vörur verðum við að kaupa af
útlendingum. í þeim stóra flokki eru bílar, flugvél-
ar og ýmsar hátæknivörur; korn, ýmsar tegundir
ávaxta; o.s.frv. Til kaupa á þessum vörum fer stór
hluti gjaldeyristeknanna. Þess vegna verðum við
að velta því gaumgæfilega fyrir okkur hvernig við
verjum því sem eftir stendur. Staðreyndin er sú að
þjóðin hefur einfaldlega ekki efni á kaupa innflutt-
ar vörur, sem hægt er að framleiða hér á landi. Það
er til að mynda sóun á gjaldeyristekjum þjóðarinn-
ar að flytja inn svínakjöt. Það er sömuleiðis sóun á
gjaldeyristekjum þjóðarinnar að flytja inn græn-
meti til að keppa við sams konar innlenda fram-
leiðslu. Ef hvatinn að innflutningnum er hátt verð
innlendu framleiðslunnar, verðum við fremur að
leita leiða til að ná því verði niður.
Það er löngu orðið tímabært að sérhver lands-
maður hugsi málið á þessum nótum. Við íslend-
ingar erum fámenn þjóð og þurfum nauðsynlega á
því að halda að standa saman. Við höfum hvorki
efni á því að reka ríkissjóð með halla árum saman
né heldur að sóa dýrmætum gjaldeyri í óþarfa.
BB.
Benedikt Hjaltason:
Nýtt blóð í héraðs-
dýralækningar!
Undirrituóum varó það nokkurt
umhugsunarefni er hann sá upp-
lýsingar um fjölda þeirra sem
sóttu um embætti héraðsdýralækn-
is í Eyjafjaröarumdæmi hinu
vestra, ekki þó af undrun yfir aó
menn sæktu hér í þá stöðu, heldur
sóttu aö mér áhyggjur út af því
hverjum yröi veitt þetta embætti.
Mér er máliö viðkomandi sem
bónda, mjólkurframleiðanda, eig-
anda dýra og þá um leið sem
væntanlegs skjólstæðings tilvon-
andi héraðsdýralæknis, og mér er
líka málið skylt sem almennum
borgara í Eyjafirði og neytanda
landbúnaðarafuróa.
Eg hef átt þess kost aó njóta
starfa ýmissa þeirra sem á um-
sóknarlistanum eru, en til sumra
þekki ég hins vegar ekkert.
Eg ætla hér með opinberlega að
skora á landbúnaðarráðherra að
veita ákveónum umsækjanda
starfið, láta skynsemina og hag
okkar bænda ráða í þessu máli og
veita embættið Ólafi Jónssyni,
dýralækni á Akureyri.
Eg skal hér færa fyrir því rök
að svo bcrlega er gengið til verks
aó hálfu undirritaós, það er minn
háttur aó tala hreint út án nokkurr-
ar undantekningar. Um leið vil ég
samt ekki gleyma því að þakka
öölingsmanninum Guðmundi
Knudsen áratuga dygga þjónustu
við okkar bændur.
En nú eru nýir tímar og aðrar
kröfur, varla dettur úr ár svo ekki
komi til harðnandi reglur mjólkur-
reglugerðar sem eiga að tryggja
neytendum sem best verður á kos-
ið betra og betra hráefni frá okkur
mjólkurframleiðendum og þó við
séum ekki allir sáttir við reglu-
geróarfarganió, þá er ekki um
annað að ræða en fylgja með eða
hætta ella.
Eg hcf átt þess kost að kynnast
störfum Olafs Jónssonar, dýra-
læknis, þar sem hann hefur verið
mér innan handar sem dýralæknir
Mjólkursamlags KEA. Þar kynnt-
Bencdikt Hjaltason.
ist ég nýjum áherslum, markviss-
um vinnubrögðum, þar sem virki-
lega var hugsað um hvernig átti að
leysa vandamálin án þess að
bóndinn yrði áþreifanlega var við
það á mjólkurinnleggi sínu aö ver-
ið væri til dæmis að ná niður
frumutölu þegar vió þann vanda
var að etja, það var ckki endalaus
lyfjaaustur og síðan hnífurinn
þegar búió var að prófa eitt og
annaó. Heldur voru allir gripir
skoðaðir, tekin sýni úr spenum til
þess að fá fullvissu um virkni
lyfja og til þess að sjá hvaóa
sýklahópar það væru sem réðu
ríkjum. Síðan var sest niður meö
niðurstöður frá rannsóknarstofu
og málin rædd, tekin ákvörðun um
hvaóa tilfelli borgaði sig að eiga
viö með lyfjum og hver ekki.
Mjaltaröð breytt til samræmis vió
niðurstöður og unnið markvisst að
því að halda sem mestri smitgá
nieð ýmsum aðferóum scm of
langt yrði upp að tclja. Og árang-
urinn lét ekki á sér standa. Með
fullri virðingu fyrir öllum öörum,
þá var þetta mér nýlunda, aðgcrðir
sem skiluðu varanlegum árangri
og voru sem sársaukaminnstar.
Eg nefndi þetta dæmi hér aó
framan til þess að rökstyója mál
mitt með eigin reynslu og ég veit
að bændur skilja hvað ég hef verið
að segja, þó svo að hinn almenni
neytandi afurðanna, sem horfir á
mjólkina í fernu á eldhúsborðinu,
skilji ekki alveg hvað ég er að tala
um, en ég get þó fullvissaó hinn
almenna neytanda um það aó þetta
skiptir hann miklu máli, hann fær
betri mjólk og betri landbúnaöar-
afuróir.
Eg veit líka að gríðarlegar
framfarir hafa orðið hér á sam-
lagssvæðinu í lækkandi frumutölu
mjólkur og að þar hefur Olafur
Jónsson hjálpað okkur mikið og
viö erum nú meðal frumulægstu
mjólkurframleiðslusvæða á land-
inu.
Nú kann einhvcr að spyrja;
gcta ckki allir dýralæknar náð
sama árangri og tamió sér svipuð
vinnubrögð þessum? Það kann vel
að vera, en Olafur ruddi brautina
hér í héraðinu, en búinn aö vera
hér frá því 1988 að einu ári und-
anskildu og er þegar orðinn vcl
kynntur af verkum sínum og hefur
orðió okkur til farsældar hér, lcyfi
ég mér aó fullyrða.
Mörgum kann aö greina á um
mcnn, en ég veit fyrir víst að við
crum margir seni viljuni fá hann
hér til starfa.
Hann er nýi tíminn í dýralækn-
ingum, en samt um leió án allra
öl'ga, því hann er alltaf tilbúinn aö
hlusta á tillögur annarra og vill
ævinlega vinna verkin í samvinnu
vió skjólstæóinga sína og manna
fúsastur að éta ofan í sig sé um
þaö að ræóa.
Herra landbúnaðarráöhcrra.
Gerðu okkur þann grciða að ganga
rneö okkur á vit framfara og láttu
úreltar reglur lönd og leið í þessu
máli.
Benedikt Hjaltason.
Höfundur er bóndi á Hrafnugili í Eyjafjuröar-
Eru íslenskir hagsmunir í fyrirrúmi?
í Morgunblaðinu 23. nóvember
síóastliöinn er sagt frá því aó Is-
lenskur útgerðarmaður sé þessa
dagana að láta smíóa einn togar-
ann enn úti í Noregi. Þar er sagt
frá því að Norómenn kalli þetta
>jjólagjöf' frá íslendingum til sín
sem það raunverulega er. I staóar-
blaði, sem er gefið út þar sem
skipið skal smíðað, er sagt frá því
að þar fái 150 manns vinnu við að
smíða togara fyrir Islendinga. A
næstu opnu í sama Morgunblaði
er sagt frá því að Grandi sé líka að
kaupa nýjan togara frá Noregi.
Islenskir sjómenn sýna fræki-
lega frammistöðu í Smugumálinu.
Þeir sýna enn á ný mikla dirfsku
eins og þeim einum er lagið. Þeir
ganga fram fyrir skjöldu fyrir
hönd íslensku þjóóarinnar og
bjóöa heimsveldunum birginn í
nýrri sókn fyrir íslenska hagsmuni
með því að vilja hefja veiðar vió
Svalbarða sem er umdeilt veiði-
svæði. En mér finnst þeir ekki
njóta stuðnings íslenskra stjórn-
valda í málinu, þrátt fyrir að
Norómenn hóti að beita íslensku
sjómennina harðræði hefja þeir
veióar við Svalbarða.
Mér finnst ríkisstjórnin leggjast
á sveif meó þessum svokölluðu
frændum og vinum okkar Norð-
mönnum, og þvinga íslenska sjó-
Hákon Hákonarson.
mcnn til að fara af hinu umdcilda
veiðisvæði við Svalbarða. Þetta á,
að sögn íslcnskra stjórnvalda, aó
vera gert til að þjóna íslenskum
hagsniunum. Eg spyr: Er það verj-
andi að stjórnvöld láti það af-
skiptalaust aó verkefni séu tckin
frá okkur Islcndingum og afhcnt
Norómönnum, ,Jóla^jafir“ rneóan
atvinnuleysi heldur áfram að auk-
ast innan lands og hcilu starfs-
grcinarnar eru að lcggjast í rúst?
Er nema von að spurt sé: Hvcrnig
endar þctta hjá okkur Islcnding-
um?
Hákon Ilákonarsson.
Höfundur er formuóur Félugs málmiónuður-
munnu á Akureyri.
Veitingahúsið „Við Pollinn“:
Tríó og trúbador
Annað kvöld mun tríóið Zig-
Zag koma fram á veitingahús-
inu „Við pollinn“ á Akureyri.
Tríó þetta er skipaó þeim Krist-
jáni Edelstein gítarleikara, scm
síóast hefur gert garðinn frægan
með Skriðjöklum; Sigfúsi Ottars-
syni, trymbli hinna sálugu sveita
Bara-fiokksins og Rikshaw og
sjálfum Pálma Gunnarssyni, sem
spilar á bassann að vcnju, en hvílir
hins vegar raddböndin að þcssu
sinni. Tríóið hefur leik urn kl.
22.00 og kostar 500 kr. inn.
Næstu þrjú kvöld á eftir mun
svo trúbadorinn ungi, Haraldur
Rcynisson, spila fyrir gcsti vcit-
ingahússins. Hefur hann vakið at-
hygli fyrir fyrstu plötu sína, „Und-
ir hömrunum háu“, sem út kom
fyrir stuttu.