Dagur - 30.11.1993, Síða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 30. nóvember 1993
EN5KA KNATTSPYRNAN
ÞORLEIFUR ANANÍASSON
Allt samkvæmt venju í Úrvalsdeildinni
- Sigur Man. Utd. í Coventry - Arsenal hafði betur gegn Newcastle - Swindon í vanda
Það var fátt um óvænt úrslit í
ensku úrvalsdeildinni á laugar-
daginn og meistarar Manchest-
er Utd. halda ótrauðir áfram á
sigurbraut sinni og auka jafnt
og þétt forskot sitt í deildinni.
Manchester-liðið stígur vart
rangt niður fæti á meðan helstu
keppinautar þeirra eru að tapa
stigum hér og þar. En hvað um
það, enn er langt þar til Eng-
landsbikarinn verður afhentur í
vor og margt getur enn átt eftir
að gerast í deildinni. En eins og
staðan er í dag virðist ekkert lið
komast með tærnar þar sem
Man. Utd. hefur hælana og því
vandséð hvernig titillinn verður
af þeim tekinn. En lítum nánar
á leiki laugardagsins.
■ Sjónvarpsleikurinn milli Arsen-
al og Newcastle var einn besti
leikurinn úr ensku knattspyrnunni,
sem við höfum fengið aó sjá í
langan tíma. Bæði lið voru ákveð-
in í að Ieika sóknarleik og buðu
áhorfendum uppá stórgóða knatt-
spyrnu og spennandi leik þar sem
mörkin hefóu hæglega getaö oróið
mun fleiri. Heimamenn voru
sterkari aóilinn og sigruðu 2-1 og
hefði sá sigur hæglega getað oróið
stærri, en markveróir beggja liða,
þeir David Seaman hjá Arsenal og
Mike Hooper hjá Newcastle, áttu
báðir góóan leik og komu í veg
fyrir fleiri mörk. Andy Cole,
skæóasti sóknarmaðurinn í hinu
unga og efnilega liði Newcastle,
Úrslit í vikunni
Úrvalsdeild
Chelsea-Manchester City 0:0
Blackburn-Coventry 2:1
Everton-Leeds Utd. 1:1
Aston Villa-Southampton 0:2
Manchester Utd.-Ipswich 0:0
Newcastle-Sheffield Utd. 4:0
Sheffleld Wed.-Oldham 3:0
Swindon-Q.P.R. 1:0
Tottenham-Wimbledon 1:1
West Ham-Arsenal 0:0
1. deild
Bolton-Crystal Palace 1:0
U.E.F.A. keppnin
3. umferð, fyrri leikur
Norwich-Inter Milan 0:1
Um helgina
Úrvalsdeild
Arsenal-Newcastle 2:1
Coventry-Manchester Utd. 0:1
Ipswich-Blackburn 1:0
Leeds Utd.-Swindon 3:0
Manch. City-Sheff. Wed. 1:3
Oldham-Norwich 2:1
Q.P.R.-Tottenham 1:1
Sheffield Utd.-Chelsea 1:0
W imbledon-E verton 1:1
Liverpool-Aston Villa 2:1
Southampt.-West Ham mánudag
1. deild
Barnsley-Bolton 1:1
Birmingham-T ranmere 0:3
Derby-Southend 1:3
Leicester-Wolves 2:2
Luton-Stoke City 6:2
Middlesbrough-Charlton frestað
Millwall-Grimsby 1:0
Peterborough-Bristol City 0:2
Sunderland-Nott. For. 2:3
W.B.A.-Portsmouth 4:1
Notts County-Oxford 2:1
Watford-Chrystal Palace 1:3
hafði haft um þaó mörg oró að
hann ætlaði að skora gegn sínum
gömlu félögum í Arsenal, en þaó
tókst honum þó ekki og varð aö
sætta sig vió aö Ian Wright mið-
herji Arsenal stæli af honum sen-
unni að þessu sinni.
Wright náði forystu fyrir Ar-
senal á 15. ntín. með góðum
skalla eftir hornspyrnu Steve
Morrow og það var greinilegt að
leikmenn Arsenal höfðu æft vel
hornspyrnurnar því á 60. mín.
bætti Alan Smith vió öóru rnarki
Arsenal með skalla, nú eftir horn-
spyrnu frá Paul Merson. Aðeins
mín. síðar lagaði Peter Beardsley
stöðuna fyrir Newcastle meó góðu
marki eftir skemmtilega samvinnu
viö Cole, en lengra komust liðin
ekki þrátt fyrir góð færi á báða
bóga, sérstaklega var Wright
óheppinn að ná ekki að bæta við
marki.
■ Eftir mjög gott gengi Q.P.R.
undanfarnar vikur kom bakslag
hjá liðinu í vikunni gegn Swindon
og á laugardag varð liðið að sætta
sig við jafntefli á heimavelli gegn
Tottenham. Les Ferdinand náði þó
forystu fyrir Q.P.R. strax á 2. mín.
með góðu skallamarki eftir horn-
spyrnu frá Ian Holloway og það
virtist ætla aó duga liðinu til sig-
urs. Darren Anderton, leikmaður
Tottenham, kom mikió við sögu í
Ieiknum og rétt fyrir hlé var dæmt
af honum mark vegna rangstöóu. I
síðari hálfleik var síðan dæmd
vítaspyrna á Darren Peacock mið-
vöró Q.P.R. fyrir brot á Darren
Caskey, en Anderton skaut frant-
hjá úr vítaspyrnunni og þar með
virtist möguleiki Tottenham á
stigi úr sögunni, en er 3 mín. voru
til leiksloka náói Anderton að
jafna fyrir Tottenham með góðu
skoti úr teignum og tryggja liói
sínu jafntefli.
■ Manchester Utd. heldur áfram
að hala inn stig og eykur hægt og
örugglega forskot sitt í deildinni.
Liðið varð þó aó gera sér marka-
laust jafntefli á heimavelli gegn
Ipswich aó góðu í vikunni og
margir bjuggust því við erfiðum
leik hjá liðinu á útivelli gegn Co-
ventry. Sú reyndist einnig raunin,
meistararnir léku illa og áttu í
hinu mesta basli meó leikmenn
Coventry sem voru hættulegir,
sérstaklega Mick Quinn, sem tví-
vegis lét Peter Schmeichel mark-
vörð Man. Utd. verja vel frá sér úr
Eric Cantona tryggði Man. Utd. sigurinn gegn Coventry og Chris Bart
Williams skoraði frábært mark fyrir ShcfT. Wed. í lciknum gegn Man. City.
góðum færum. En það fær fátt
stöðvað Utd.-liðið þessa dagana
og þaó er styrkleikamerki að leika
illa, en sigra samt og það gerði
liðið í þessum leik. Eric Cantona
skallaói inn sigurntark Utd. og
eina mark leiksins á 15. mín. síð-
ari hálfleiks eftir góða sendingu
Dennis Irwin fyrir markið.
■ Stuart Barlow, hinn ungi sókn-
armaður Everton, náði forystunni
fyrir lið sitt með glæsilegu skalla-
marki eftir sendingu Andy
Hinchcliffe í leik liðsins á útivelli
gegn Wimbledon. En eins og fyrri
daginn voru þeir Wimbledonmenn
ekki tilbúnir til uppgjafar og Greg
Berry náði að jafna fyrir liðið á
48. mín. af stuttu færi eftir aó Ne-
ville Southall markvörður Everton
hafði misst frá sér skot Dean
Holdsworth.
■ Hið léttleikandi lið Chelsea nær
ekki þeim árangri sent leikur liðs-
ins verðskuldar og enn eitt tapið
bættist við á laugardag er liðió
tapaói með eina marki leiksins á
útivelli gegn Sheff. Utd. Það var
Willie Falconer sem tryggði
Sheff. Utd. sigurinn mcð skalla-
marki á 32. mín. og þar við sat
þrátt fyrir að þeir Frank Sinclair
og Neil Shipperley ættu skot í
stöng og þverslá fyrir Chelsea.
Bæði þessi lió standa illa í deild-
inni og mega taka sig verulega á
ef ekki á illa aó fara.
■ Það tók Leeds Utd. langan tíma
aó brjóta ísinn í leik sínum á
heimavelli gegn Swindon og
fyrsta markið kom ekki fyrr en 10
mín. fyrir leikslok. Gordon Stra-
chan lék nú aó nýju með Leeds
Utd. eftir að hafa misst úr nokkrar
vikur vegna meiðsla og það var
eftir sendingu frá honum sem Bri-
an Deane náði forystunni fyrir lið-
ið með skoti af stuttu færi. Og
gamli maðurinn hafói ckki sagt
sitt síðasta orð í leiknum því á 86.
ntín. sendi hann langa sendingu
innfyrir vörn Swindon þar sem
Rodney Wallace tók við boltanum
og skoraói annað rnark liðsins og
aðeins mín. síóar kont þriója mark
Leeds Utd. og enn eftir undirbún-
ing Strachan, en nú var það Gary
Speed sem rak endahnútinn á
sóknina með góðu skoti úr teign-
um. Með sigrinum komst Leeds
Utd. í annaó sæti deildarinnar mcð
hagstæðari markatölu en Arsenal.
■ Þaó var markalaust í hálfleik í
viðureign Man. City á heimavelli
gegn Sheff. Wed., en í síðari hálf-
leik fóru hlutirnir aö gerast. Ryan
Jones náöi forystu fyrir Sheff.
Wed. á 66. mín. og Chris Bart-
Williams bætti öðru ntarki liðsins
við á 75. mín. eftir glæsilegan cin-
leik þar sem hann afgreiddi alla
vörn City og markvöróinn áður cn
hann skoraói. Nigel Jemson kom
liðinu síðan í 3-0 með fallegu
skallamarki á 84. mín., en 2 mín.
síðar skoraði Mike Sheron eina
mark Man. City með góóu skoti
frá vítateig.
■ Chris Makin, bakvörður Old-
ham, var áberandi í leik liðsins
gegn Norwich þar sem hann skor-
aði sigurmark Oldham mcö góðu
skoti á 60. mín., en var síðan rek-
inn af velli skömmu síóar eftir aö
hafa fengið tvær áminningar. Gra-
eme Sharp hafði náð forystu lyrir
Oldham á 2. mín. síðari hálfleiks
með laglegu marki, en Chris Sut-
ton jafnaði fyrir Norwich eftir
aukaspyrnu frá Ian Crook.
■ Það var hörkuleikur milli Ips-
wich og Blackburn, þar sem Ips-
Spenna á Anfield er
Iiverpool lagði Aston \Ula
Á sunnudaginn léku Liverpool
og Aston Villa í sjónvarpsleik á
Anfleld Road í Liverpool. Bæði
þessi lið eru að gæla við topp-
sæti í deildinni og leikurinn því
mikilvægur fyrir báða aðila. Og
áhorfendur voru ekki sviknir af
því sem þeir fengu að sjá, því
leikurinn var bæði spennandi og
vel leikinn.
Eftir heldur daufa byrjun lifn-
aði heldur betur yfir Ieiknum undir
lok fyrri hálfleiks. Þá náöi Liver-
pool forystunni í leiknum er
Robbie Fowler skallaöi aftur fyrir
sig sendingu frá Dontinic Matteo
og boltinn fór yfir Mark Bosnich
hinn snjalla markvöró Aston Villa.
En heimamenn voru heppnir rétt á
eftir þegar skot Dean Saunders
hafnaði í þverslá, en hann hefói
örugglega ekkert haft á móti því
að skora gegn sínum gömlu félög-
um. Það var ekki langt lióið á síð-
ari hálfleikinn er Villa náói að
jafna leikinn. Steve Nicol, vamar-
manni Liverpool, urðu þá á mistök
er hann ætlaði að skalla boltann til
markvarðar, en Dalian Atkinson
komst í milli og skoraði af öryggi.
Þaö var síðan nokkuö gegn gangi
leiksins er Jamie Redknapp skor-
aði sigurmark Liver-pool er um 20
rnín. voru til leiksloka er hann
slapp í gegnum vörn Villa eftir
góða sendingu frá Fowler og náói
aö skjóta milli fóta Bosnich í
markinu.
Lokakallinn var spennandi og
bæói lið fengu góð færi á að
skora. Bruce Grobbelaar varði frá-
bærlega gott skot frá Atkinson og
Garry Parker átti hörkuskot í
þverslána á Liverpool-markinu.
En heimamenn fengu einnig sín
færi, Matteo lét Bosnich hirða
boltann af tám sér eftir að vcra
korninn einn í gegn og Bosnich
varói tvívegis frábærlega frá Mark
Walters, sem kontið hafði inná
scm varamaóur. Það var hins veg-
ar Parker sem kom Bosnich til
hjálpar er hann bjargaði á línu
hörkuskoti Fowler undir lokin.
Jafnteili hefði sennilega verið
sanngjarnari úrslit, bæði lió léku
vel, en Liverpool-menn nýttu
tækifærin betur og um það snýst
leikurinn.
■ Chrystal Palace lagaði stöðu
sína við topp 1. deildar meó 3-1
sigri á útivelli gegn Watford, þar
sem Gareth Southgate, Paul Willi-
ams og John Salako skoruóu rnörk
liðsins. Þ.L.A.
wich hafði aó lokum betur eftir
jafnan leik og harðan. Gamli jaxl-
inn John Wark lék sem aftasti
maður í vörn Ipswich og náði að
halda hinunt hættulega miðherja
Blackburn Alan Shearer í skefj-
um. Eina mark leiksins skoraði
Eddie Youds fyrir Ipswich á 41.
mín. eftir að Tim Flowers í marki
Blackburn hafði misst frá sér bolt-
ann eftir skot Ian Marshall. Ann-
ars átti Flowcrs góöan leik í marki
Blackburn eins og Craig Forrest í
markinu hjá Ipswich. Heimamcnn
fengu gullið tækifæri til aó bæta
vió öðru marki er dænid var
vítaspyrna á klunnalegt brot Dav-
id Batty á Stuart Slater, en Paul
Mason lét Flowers verja frá sér
vítaspyrnuna.
1. deild
■ Stoke City hóf leikinn vel gegn
Luton og komst tvívegis yfir með
mörkum Dave Regis og sjálfs-
rnarki, en Luton tók síðan öll völd
og sigraði 6-2, þar sem Kerry Dix-
on skoraöi þrennu.
■ Steve Bull kom Wolvcs í 2-0 á
útivelli gegn Leicestcr, en það
dugði þó ekki til sigurs því Leic-
ester náði að jafna 2-2.
■ Sunderland rak í vikunni fram-
kvæmdastjórann, Tcrry Butcher,
en það kont ekki að notum í
heimaleiknum gegn Nottingham
For. Martin Gray og Martin Smith
skoruóu fyrir Sunderland, en Scott
Gemmill og tvö mörk Stan Colly-
rnore tryggðu Forest sigurinn.
Þ.L.A.
Staðan
Úrvalsdeild
Man. Utd 17 14 2 1 34:13 44
Leeds 17 8 6 3 29:18 30
Arsenal 17 8 6 3 17:9 30
Blackburn 17 8 5 4 22:16 29
Aston Villa 17 8 S 4 19:1529
Newcastle 17 8 4 5 32:17 28
Norwich 16 7 6 3 25:17 27
QPR 17 8 3 6 29:23 27
Liverpool 16 8 2 6 25:14 26
Tottenham 17 5 7 5 22:1822
Wimbledon 17 5 7 5 19:24 22
Everton 17 6 3 8 19:23 21
Ipswich 17 5 6 6 16:22 21
Sheff.Wed 17 4 7 5 27:25 20
Coventry 17 4 8 5 17:2020
West Ham 16 5 5 6 11:1620
Manch. City 17 3 7 7 16:20 16
Sheff. Utd 17 3 6 8 18:2815
Chelsea 17 3 5 9 11:19 14
Southampton 16 4 2 1018:2614
Oldham 17 3 5 9 12:28 14
Swindon 17 1 6 10 15:39 9
1. deild:
Charlton 1810 5 3 23:14 35
Tranmere 19104 5 31:2134
Chrystal Pal 17 10 34 34:1833
Southend 18 10 3 5 34:22 33
Leicester 17 9 3 5 26:18 30
Millwall 19 8 6 5 27:25 30
Derby 18 8 2 7 29:30 29
Bristol City 19 8 5 6 28:22 29
Portsmouth 18 7 7 4 27:27 28
Stoke 17 7 3 7 26:31 27
Nott. Forest 18 7 5 6 28:24 26
Wolves 18 5 9 4 29:21 24
Middlesbro 17 6 5 6 25:20 23
Bolton 18 6 5 7 24:25 23
N, County 18 7 2 9 24:30 23
Grimsby 18 4 8 6 22:21 20
Luton 18 6 2 10 23:26 20
Birmingham 18 5 5 8 19:27 20
WBA 17 5 4 8 28:2919
Watford 17 5 4 8 24:33 19
Oxford 18 5 4 9 24:33 19
Sunderland 18 5 2 11 18:3017
Barnsley 17 4 41123:36 16
Peterboro 17 3 6 8 15:24 15