Dagur - 30.11.1993, Síða 11

Dagur - 30.11.1993, Síða 11
MANNLIF Þriðjudagur 30. nóvember 1993 - DAGUR - 11 Til SofSu Guðmundsdóttur Afmælismót Soffíu Guðmundsdóttur í bridds: Reynir og Sigurbjöm sigruðu - alls mættu 74 pör til leiks Reynir Helgason og Sigurbjörn Haraldsson frá Akureyri sigr- uðu á afmælismóti Soffíu Guðmudsdóttur í bridds, sem haldið var í Verkmenntaskólan- um á Akureyri um helgina. Alls mættu 74 pör víðs vegar af landinu til leiks, þar á meðal siglfirsku Islandsmeistararnir í sveitakeppni og fjölskyldur þeirra og nokkrir fremstu spil- ararnir úr Reykjavík. Keppnin var tvímenningur og var spilað með Mitchell fyrir- komulagi. A laugardag voru spil- aðar tvær 26 spila lotur og ein 30 spila lota á sunnudag. Reynir og Sigurbjörn hlutu samtals 1279 stig en Sveinn Rúnar Eiríksson og ísak Orn Sigurósson úr Reykja- vík, urðu í 2. sæti meö 1260 stig. I 3. sæti komu svo Akureyringarnir Anton Haraldsson og Pétur Guð- jónsson meö 1257 stig. Sigurvegar í afmælismóti Soffiu Guðmundsdóttur, þeir Reynir Ilclgason og Sigurbjörn Haraldsson frá Akureyri, ásamt gcstgjafanum í mótslok. Sveinn Rúnar Eiríksson og ísak Örn Sigurðsson frá Reykjavík, sem hér eru með Söffiu, llöfnuðu í 2. sæti mótsins. Myndir: Robyn Röó næstu para varö þessi: 4. Gunnar Sveinsson/Ingibergur Guó- mundsson Skagastr. 1239 5. Stefán Stefánsson/Sigurbjöm Þorgeirs- son Ak. 1221 6. Þórarinn B. Jónsson/Páll Pálsson Ak. 1207 7. Erla Sigurjónsdóttir/Kristjana Stein- grímsdóttir Rvk. 1 199 8. Björn Theódórsson/Kristján Blöndal Rvk. 1 197 9. Bjöm Þorláksson/Jón Bjömsson Rvk. I 172 10. Frímann Frímannsson/Grettir Fri- mannsson Ak. 1165 11. Höróur Steinbergsson/Örn Einarsson Ak. 1161 12. Siguróur Haflióason/Sigfús Slein- grímsson Sigluf. I 158 13. Guólaug Jónsdóttir/Dröfn Guó- mundsdóttir 1156 14. Soffía Guómundsdótlir/Jón Ingi Björnsson Ak/Rvk. 1139 Kcppnisstjóri var Páll H. Jóns- son, mótsstjóri Hcrmann Tómas- son cn um útreikning sá Margrét Þórðardóttir. KK Kæra Soffia! íslandssagan grcinir l'rá rnörg- um kvcnskörungum scm gcrt hafa garðinn frægan og bætt þjóólífió, hvcr á sinn hátt. Eg tcl þig í þeirra hópi. Eg minnist þcss þcgar ég ungur að árum rcyndi að nema bridgcfræðin hvað ég bar ótak- markáða lotningu l’yrir mcisturun- um í fræðunum og ekki hvað síst Soffiu, Rósu og Dísu. Það var ckki algcngt á þcim árum að kon- ur stunduöu bridge cn það var un- un að sjá hvað þiö valkyrjurnar „spiluðuð" mcð karlpeninginn oft á tíöum. Mér l’annst það ábcrandi hvaö þið hélduö ró ykkar fremur cn „stcrka" kynið og lcynduð bet- ur tilfinningum í mótbyr. Mér fannst þaó mikill hciður þcgar ég lékk um skamma hríð að vera með þér í sveit og fyrir það þakka ég. Þó að árin þín séu oróin 75 virðist ekkert lát vera á færni þinni og áhuga og ert þú ungum og upprennandi spilurum í félag- inu okkar mikil hvatning. Það sem kom mér til að hripa þcssar fátæklegu línur er hin fá- dæma veglega bridgc- og kaffi- vcisla sem þú og fjölskylda þín bauð til um síóustu hclgi. Það er ekki ol'mælt þó að ég segi aö eng- um öðrurn cn þér gat dottið slíkt í hug. Hcimili þitt hefur alltaf stað- ið opið öllu bridgefólki en nú lést þú þig ekki rnuna um að efna til fjölmennasta bridgemóts hér á landi utan höfuðborgarinnar og ckki voru það ncinir aukvisar í íþróttinni sem sóttu þig heim vcrðskuldaó. Það var að verðleik- um að fyrrverandi hcimsmeistari heiðraði núverandi íslandsmeist- ara í parakeppni meó þátttöku sinni. Soffia mín, ég þakka þér af al- hug og þó svo að ferðir mínar í bridgekeppnir séu orðnar strjálar vona ég aó við eigum eftir að kljást oftar vió græna borðió. Kær kveðja, Magnús Aðalbjörnsson. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, 3. h., Akureyri, föstudaginn 3. desem- ber 1993 kl. 10.00, á eftirfarandi eign- um: Ásgeir Guðmundsson SF-112, þingl. eig. Haraldur hf., gerðarbeið- andi Tryggingarstofnun ríkisins. Óseyri 20, 3/5 hluti, ásamt vélum og tækjum, Akureyri, þingl. eig. J.H. Tak hf., gerðarbeiðandi Iðn- lánasjóður. Sýslumaðurinn á Akureyri 29. nóvember 1993. □yQBQQBBBQQQQHBQQQQyQQQQQQBQQBQQQBE] H a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a VETRARSKOÐUN ÞÓRSHAMARS HF. 1. Mótorstilling. 2. Ath. viftureimar. 3. Hreinsa rafg. sambönd. 4. Ath. loftsíu. 5. Mæla frostþol. 6. Yfirfara og stilla Ijós. Verö 3 cyl. kr. 5.400.00 4 cyl. kr. 5.600.00 7. Ath. þurrkur og rúðusprautur. 8. Bremsur prófaðar. 9. Lamir og læsingar smurðar. 10. Hurðapakkningar frostvaróar. 11. Mótorþvottur. 6 cyl. kr. 6.200.00 8 cyl. kr. 6.500.00 D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D nnHHBnHHnHHHHHHÖHHHHHHBHBBBBHHÖHHHE Ath. 10% afsláttur af varahlutum sem notaðir eru við vetrarskoðunina. Vinsamlegast pantið tíma hjá verkstjóra í síma 22700. ÞÓRSHAMAR HF Við Tryggvabraut • Akureyri Sími 22700 Fax 27635 Öllum þeim er vottuðu mér vináttu sína ;; þann 18. nóv. sl. þakka ég af heilum huga. ][ I! Megi hamingjan brosa við ykkur öllum um ókomna tíö. il EIRÍKUR BJÖRNSSON frá Arnarfelli. Nýtt heiti Framkvæmdadeildar Innkaupastofnunar ríkisins Framkvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins fer meö yfirstjórn verklegrar framkvæmdar skv. lögum nr. 63 / 1970 um opinberar framkvæmdir. Nafni Framkvæmdadeildar hefur veriö breytt og heitir hún nú Framkvæmdasýslan. Breytingin er gerö til samræmis við nýja tíma og vegna breyttra áherslna hvað varðar starfsemi stofnunarinnar. Aukin áhersla er nú lögð á undirbúning framkvæmda, útboðum beitt við val hönnunar - og framkvæmdaaðila auk þess að lokaskil framkvæmda verða undantekningalaust innt af hendi. Því er nafni stofnunarinnar breytt í hentugra og þjálla orð. FRAMKVÆMDASÝSLAN Framkvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins Borgartúni 7 - 105 Reykjavík Kt.: 510391- 2259 Sími: 91 - 623 666 Bréfasími: 91 - 623 747

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.