Dagur - 18.12.1993, Page 8

Dagur - 18.12.1993, Page 8
8 - DAGUR - Laugardagur 18. desember 1993 í litlv geisladiskabúðinni í göngugötunni! Veríð velkomin! Einkaklúbbsfélagar: Munið afslóttinn Menntskælingar: Munið afsláttinn VMA nemar: Munið afsláttinn Háskólafóik: Munið afsláttinn Tónlistarskólafólk: Munið afsláttinn þar sem geisladiskar eru gersemi Hafnarstræti 98 • 600 Akureyri • Sími 12241 Frí heimsending! Þú hringir í síma 12241 • Við komum með geisladiskana til þín Erum við símann til miðnættis alla daga fram að jólum Heyrumst! Munið að gefa smáfuglunum BÓKARKYNNINC S A landinu blaa - kafli úr samnefndri bók Jónasar Árnasonar Fáir íslenskir höfundar hafa not- ið meiri vinsælda en Jónas Árna- son. í tilefni af sjötugsafmæli hans hefur Hörpuútgáfan á Akranesi gefið út bókina „Á landinu bláa“. Hún hefur að geyma úrval af smásögum og þáttum Jónasar og kennir þar ýmissa grasa. Hér á eftir fer hluti úr einum kafla bókarinnar. Kaflinn ber heitið „Þrír á báti“. Pétur átti fimm trossur í sjó, fyr- ir utan þá sem við höfðum nú lagt, þrjár með grásleppunetjum og tvær meö rauðmaganetjum, en í grá- sleppunetjum eru leggirnir sex tommur og í rauðmaganetjum fjór- ar; hvert net er 26 faðmar; þrjú net að jafnaði í hverri trossu. Við fór- um fyrst í gráslepputrossu er var skammt þar frá sem við höfðum lagt nýju trossuna. Pétur reri þang- að, brá bakborðsárinni undir duflið, dró það að bátnum, lagði árarnar inn, reis á fætur, setti á sig svuntu mikla úr segldúk og hóf að draga korkateininn. Hann stóð fremst í bátnum og lyfti teininum í beltis- stað, eða hæfilega hátt til þess að sjá hvort eitthvað var í, en lét hann síðan jafnóðum niður aftur, því að hrognakelsanet eru sjaldan tekin inn, heldur aðeins „farið meó“ sem kallað er. Stundum liggja þau á sama stað alla vertíðina, og hrogn- kelsavertíð við Seltjarnames hefst oft í endaðan mars og getur staðið fram í miðjan ágústmánuð, og jafn- ve! fram í byrjaðan september. Ég sat afturí og þurfti ekkert að gera. Pétur dró föstum og ákveðnum handtökum og teinninn urgaðist ólundarlega við borðstokkinn um Ieið og báturinn færðist fram með trossunni. Pétur hafói lítinn gogg í hægri hendi, og ég varð gripinn veiðigleði í hvert sinn sem hann laut fram, enda brást það ekki, inn kom grásleppa. En einu sinni laut hann fram og rétti sig strax upp aft- ur án þess að hafa neitt á goggnum. „Hvað var?“ spurði ég. „Rauðmagi,“ svaraði Pétur, „einn þessara stóru sem við köllum risa; risarnir eru sumir eins og rosknir karfar; en Móri tók hann. Þó er ekki óhugsandi að hann verði kominn aftur í netið á morgun." „Jæja, er hann dálítið illa gefinn rauðmaginn? Ég meina sko fyrst hann lærir ekki að varast netið eftir að hafa einu sinni lent í því?“ „Ég þori að vísu ekkert um það að segja hvernig hann mundi standa sig á landsprófi,“ sagöi Pétur, „en slæman grun hef ég um að hann sé ekki stórgáfaður. Þó veit hann viti sínu eins og skepnan öll, og er full- komlega skólagenginn á sína vísu, og eiginlega hámenntaður þegar til- lit er tekið til kringumstæðna. Mest- ur er hann þó fyrir samviskusemi sína og riddaraskap.“ „Er hann nokkuð samviskusam- ari en gengur og gerist um fiska? Og í hverju lýsir sér riddaraskapur hans?“ „Það er meðal annars til marks um riddaraskap rauðmagans," mælti Pétur, „að hann er tíðum í neti á sama staó og grásleppan. Þá hefur hann viljað bjarga henni - því rauðmaginn er góður við gráslepp- una og ann henni hugástum - en festist fyrir bragðið í netinu sjálfur; og þekkjum við reyndar þessu lík dæmi úr mannlífinu, engu síður en hrokkelsalífinu, því að „Angur og meinfyrir auðarrein oft hafa skatnar þegið. “ Og hvað viðvíkur samviskusem- inni, þá leyfi ég mér að spyrja hvort nokkur annar fiskur - að undan- teknu kannski hornsílinu - mundi nenna að liggja yfir hrognunum eins og rauðmaginn gerir. Að minnsta kosti er ég hræddur um að svipur kæmi á vin vorn þorskinn, ef slíks yröi krafist af honum, og eru þó haldnir alþjóðafundir til að prísa kosti hans og hlaða á hann lofi.“ Síóan skýrði Pétur það fyrir mér hvernig rauðmaginn heldur vöró um hrognin löngur eftir að hann er búinn aó frjóvga þau með svilum sínum; þeir kalla þetta að hann sé að púa í hrognin. Aftur á móti er grásleppan venjulega rokin á haf út strax og hún er búin að hrygna. „Það er nú öll móðurástin hjá henni,“ sagði Pétur. „Og fari hún vel, því aó gotin grásleppa er sjald- an mikils viröi. En rauðmaginn, hann hættir ekki að hugsa um af- kvæmin fyrr en hann er orðinn máttvana og missir jafnvægið, og þá sér maður hann stundum synda öfugan í yfirborðinu. Slíkan rauð- maga köllum við lónakút og fleygj- um honum þegar hann kemur í net- in, enda á hann þá orðið lítið erindi á matborð fólks vegna megurðar, þó að siðferðisþrek hans gæti á hinn bóginn orðið mörgum fyrirmynd á þessari syndum spilltu öld.“ Það voru tólf grásleppur í fyrstu trossunni, en enginn rauðmagi nema þessi stóri sem Móri hafði tekið. I næstu trossu voru ellefu grásleppur og þrír rauðmagar. Ég sat og virti fyrir mér aflann, og Pét- ur tók eftir því og sagði: „Þú stritast við að hugsa, eins og Njáll forðum, nema hann lét sér í þaö skiptið nægja að stritast við aö sitja, og hefði betur gert það ávallt, því að fáa menn hygg ég verið hafa þá í fornum sögum er gáfu jafn- mörg ráð af jafn- litlum heilindum og hann, enda var árangurinn eftir því, veginn Gunnar og fleiri sæmd- armenn, en hann brenndur sjálfur, og skal ég standa við þessa kenn- ingu mína fyrir hvaða fræðimanni sem er. Eða hvað er þér í hug er þú horfir svo mjög á hrokkelsið? Undrastu ófríðleik þess, eða dáirðu hitt, sem meira skiptir máli, blíðuna úr svip þess? Það er ekki gassinn þarA Ég kvaðst ekki hafa verið að skoða hrognkelsið frá fagurfræði- legu sjónarmiði, og þaðan af síður siðferðilegu, heldur hefði ég verið að velta því fyrir mér hvort ekki mundi meira upp úr hrognkelsa- veiðum að hafa ef hægt væri að borða grásleppuna, þennan stóra og föngulega fisk, nýja eins og rauð- magann, sem væri helmingi minni og auk þess miklu sjaldfengnari. Og Pétur svaraði: „Feit grásleppa upp úr sjó er al- veg eins góð og rauðmagi. Enda kemur stundum til mín fólk sem bióur um hana blauta beint af hnífn- um. En slíkt fólk er venjulega ein- hvers staöar utan af landi. Reykvík- ingar geta hinsvegar ekki hugsað sér hana öðruvísi en signa eða salt- aða, og er ekki ofsögum sagt af kúnstunum í mannfólkinu, sbr. hrossaketið. En þó að verkun grá- sleppunnar sé að vísu tímafrek, þá er það bót í máli, að menn verða seint leiðir á siginni grásleppu, og á jafnvel að vera hægt að auka sölu hennar þegar kemur fram á túna- slátt; og á engjaslætti vil ég helst gera signa grásleppu algenga eins og Salómon konungur gerði gullið algengt í Jerúsalem. En hitt er hverju orði sannara, aö enginn reið- ir gildan sjóð frá hrokkelsaveiðum við Seltjarnarnes, því segja má að U-—-------- I jólagjöf Pökkum frábærar viðtökur á liðnu árí og óskum viðskíptavinum okkar og öðrum gleðílegra jóla. Vaxtarræktin, sími 25266 Fimí, sími 25809 mánaðar- eða þríggja mánaða kort í líkamsrækt Bókinum hlátur og gleymsku Mál og menning hefur sent frá sér skáldsöguna Bókin um hlátur og gleymsku eftir Milan Kundera. Þessi bók vakti gífurlega at- hygli þegar hún kom fyrst út í Frakklandi árió 1979. Sagan skipt- ist nióur í sjö nokkuð sjálfstæóa hluta sem höfundurinn tvinnar saman í listræna heild, skáldsögu. Milan Kundera er einn þekkt- asti skáldsagnahöfundur samtím- ans. Hann fæddist í Prag og bjó þar framan af ævinni, en hefur verið búsettur í París undanfarna tvo áratugi. Þetta er fjórða saga Kundera sem kemur út á íslensku, en hinar eru Kveðjuvalsinn, Óbærilegur Iéttleiki tilverunnar og Ódauðleikinn. Friðrik Rafnsson þýddi bókina, sem er 219 bls., unnin í prent- . smiðjunni Odda. Bókin kostar kr. 2.680.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.