Dagur - 21.12.1993, Side 5

Dagur - 21.12.1993, Side 5
FRETTI R Þriðjudagur 21. desember 1993 - DAGUR - 5 Þessi mynd var tekin við afhendingu gjafarinnar í fyrri viku.. Á myndinni eru fulltrúar endurhæfingadeildar, þau Stefán Yngvason, læknir, Gígja Gunnarsdóttir, dcildarstjóri, og Olöf Lcifsdóttir, yfiriðjuþjálfi, Vignir Sveinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri FSA, Linda Ragnarsdóttir, formaður Lionessukiúbbsins Aspar, Aðalheiður Inga Mikaclsdóttir, gjaldkcri klúbbs- ins, og Ester Steindórsdóttir, ritari. Mynd: Robyn. Lionessuklúbburinn Ösp á Akureyri: Gefur endurhæfingadeild Kristnesspítala tölvubúnað Fulltrúar Lionessuklúbbsins Aspar á Akureyri aíhentu í síð- ustu viku forráðamönnum end- urhæfingadeildar Kristnesspít- ala að gjöf þjálfunarbúnað í iðjuþjálfun, sem er tölvubúnað- ur frá Haftækni hf., umboðsað- ila Apple á Akureyri, og tilheyr- andi skrifstofubúnað frá Penn- anum. Gjöfin er afrakstur ár- legrar plastpokasölu Aspar- kvenna. Notkun tölvubúnaðar í endur- hæfingu hefur farið vaxandi á undanförnum árurn. Notkunar- gildið er fjölþætt. Má þar nefna þjálfun sjúklinga með heilaskaóa, þar sem einkenni geta verið með ýmsum hætti, t.d. minnistap, lcstr- artrullanir, hugtakabrcnglun, skert skipulagshæfni eða sjónsviðs- skerðing. Einstaklingar meö stoð- kerfisvandamál fá leiðsögn í lík- amsbeitingu og vinnustellingum. Þegar fötlun af völdum slyss eða sjúkdóms veldur því að einstak- lingur getur ekki snúið til fyrri starfa er tölvukunnátta oft góó leió til aó komast aftur út á vinnu- markaðinn. Endurhæfingadeildin á Krist- nesi er eina deildin sinnar tegund- ar utan suðvesturhorns landsins. Starfsemin hefur vaxið frá stofnun deildarinnar, haustiö 1991. Yfir eitt hundrað einstaklingar hafa dvalist á deildinni á þessu ári. Sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun eru buróarásar þeirrar þjálfunar sem veitt cr, en auk þcss starl'a þar læknir, talmeinafræóingur og hjúkrunarfólk legudeildar. óþh Minnihluti Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis: Vill lækka vsk FuIItrúar Framsóknarflokks og Kvennalista í Efnahags- og við- skiptanefnd Alþingis hafa lagt fram níu veigamiklar breytinga- tillögur við svokallaðan skatta- bandorm ríkisstjórnarinnar. Flutningsmenn telja að tillögurn- ar þjóni betur því markmiði að jafna tekjur en „þær hroðvirkn- islegu aðgerðir sem ríkisstjórnin boðar“, auk þess sem tillögurnar styrki stöðu innlendrar matvöru gagnvart innfluttri. Fulltrúar Framsóknarllokks og Kvennalista mynda 2. minnihluta Efnahags- og viðskiptanefndar. Minnihlutinn vill að haldió verði áfram að endurgreiða virðisauka- skatt af matvælum, svo sem gert hefur verið seinni hluta þessa árs. I öðru lagi verði almenna VSK-pró- sentan lækkuð úr 24,5% í 23%. Talið er að þessar tvær aðgerðir skili launafólki sömu nióurstöðu hvað varðar tekjujöfnun og tvö mishá skattþrep virðisauka myndu gcra. Til frekari tekjujöfnunar fyrir þá lægst launuóu vill minnihlutinn verja 200 milljónum króna í aukn- ar vaxtabætur og 350 milljónum í barnabótaauka. Hann vill einnig hætta við aó hækka tryggingar- gjald á atvinnulífið upp á 0,35%, sem hefði kostað atvinnulífið 560 milljónir króna og færi aó verulegu leyti út í verðlagið. Loks vill minnihlutinn aó hætt verði við aó taka upp virðisaukaskatt á ferða- þjónustu en greinin greiði áfram sama tryggingargjald og aðrar greinar. Talið er aó þessi liður kosti ríkissjóó um 250 milljónir króna. Til að mæta þeirri tekjuskerð- ingu sem fólgin er í ofangreindum tillögum cr lagt til að tekjuskattur ielaga verði hækkaður úr 33% í 35% (sem gefur 150 milijónir í tekjur); að engar breytingar verói gerðar á vörugjöldum (sem bætir stöóu ríkissjóðs um 165 milljónir) og að fjármagnseign verði gerð skattskyld eins og aórar eignir. Jafnframt verði skattleysismörk eignaskatts hækkuð um sem svarar einni milljón hjá hjónum og hæra þrepið afnumið en þar er um að ræða hinn umdeilda „ekknaskatt". Talið er að þessi aógerð gefi ríkis- sjóði um 800 milljónir króna í auknar tekjur. I ákvæði til bráðabirgða er lagt til að skipuð verói nefnd allra þingflokka á Alþingi, aðilja vinnu- markaðarins og fjármálaráðherra. Nefnd þessi kanni kosti og galla tveggja þrepa virðisaukaskatts og aðrar aðgeróir í skattamálum sem geta lcitt til tekjujöfnunar. Fulltrúar minnihlutans telja til- lögur sínar þjóna betur því mark- miði aó jafna tekjur en skattaband- ormur ríkisstjórnarinnar gerir. Aö mati Þjóðhagsstofnunar yrðu verð- lagsáhrifin einnig meiri því verð- lag myndi lækka um 1,25% í stað 0,9%. Flutningsmenn benda jafn- framt á að þeir séu ekki að loka á að tekin verði upp tvö þrep í virð- isaukaskatti síðar en þá verði aó undirbúa breytinguna betur en nú hefur verið gert. BB. er íslensk hágæða mjólkurafurð sem gefur ótal möguleika við matargerð. Sýrður hentar vel m.a. í salöt, sósur, ídýfur og með ávöxtum og tertum Gallar á fullorðna - verð kr. 7.900,- Gallar á börn - verð kr. 3.600,- úrval af húfum og vettlingum Glerárgötu 28 • Sími 11445

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.