Dagur - 21.12.1993, Page 6
6 - DAGUR - Þriójudagur 21. desember 1993
Arinviður -
Gervikubbar
Skoðaðu úrvalið í Nestunum
ESTIN
Leiruvegi ★ Veganesti ★ Tryggvabraut
tytbie
rh KIj
Leikfangamarkaburinn
Hafnarstraeti 96
Sími 27744
Akureyri
Er þetta eðlilegt?
Eftir að hafa fylgst all náið mcð íþrótta-
málum hér í bæ sl. tuttugu ár hefur mér
fundist með hreinum ólíkindum hversu
misjafna afgreiðslu íþróttafélögin Þór
og KA hafa fengið hjá bæjaryfirvöldum
sl. fjögur ár.
Það vefst sjálfsagt ekki fyrir við-
komandi aðilum að hrekja þau dæmi
sem ég ætla að nefna hér á eftir, en ég
hcld aö öllum Þórsurum og öðrum bæj-
arbúum sem fylgst hafa meó þessum
málum sé farið að ofbjóða. Reyndar
sýnist mér að forystumönnum stjóm-
málaflokkanna sé sjálfum farið að
veröa þetta Ijóst því a.m.k. fulltrúar
tveggja flokka hafa verið að gera hosur
sínar grænar fyrir forystumönnum Þórs
síðustu daga. Okkur frnnst þetta hálf
spaugilegt og viljum heldur sjá verkin
tala, en eitthvert „kosningaundirbún-
ingsbros" þessara aðila á 4ra ára fresti.
Forystumenn stjómmálaflokka hér í
bæ hafa lýst því yfir í kjölfar nýsam-
þykktrar fjárhagsáætlunar Akureyrar-
bæjar að hún sé mjög ábyrg og greini-
lega sjáist á henni aó ekki sé verið að
kaupa sér vinsældir. Þetta finnst okkur
Þórsurum athyglisvert orðalag, þar sem
það hlýtur að mega túlka þessi orð
þannig að menn hafi iðkað það áður að
kaupa sér vinsældir með ákvöróunum
teknum skömmu fyrir kosningar.
Fyrir fjórum ámm samþykktu bæj-
aryfírvöld aó ráðast í byggingu íþrótta-
húss við Lundarskóla og það mótmælir
því enginn að það vantaöi hús fyrir
leikfimikennslu við skólann. Hins veg-
ar held ég að í upphafi hafi ekki verið
ætlunin aö byggja 150 milljóna króna
hús sem rúmaði 1000 áhorfendur. Aó
nínu mati er þetta sérkennileg ákvörð-
in þar sem Iþróttahöllin var enn í
vggingu og nýja húsinu greinilega
dað aö veita Höllinni samkeppni.
•róðlegt verður að vita hvort Iþróttafé-
lagið Þór nýtur sambærilegrar fyrir-
greiðslu til að koma sér upp sambæri-
legri aðstöðu í framtíðinni. Fram að
þessu hafði þess ætíð verió gætt að
mismuna ekki félögunum Þór og KA í
úthlutun íþróttatíma í húsum bæjarins,
rekstrarstyrkjum eða öðru því sem bær-
inn aðstoðaði félögin við varðandi
þeirra starfsemi.
Eg get hins vegar ekki annað en
samglaðst KA-mönnum því það er auð-
vitað ekki þeim að kenna að njóta svo
góðrar fyrirgreiðslu sem raun ber vitni.
Mig langar nú að nefna nokkur
fleiri dæmi í þessu sambandi þar sem
mér finnst þessi mismunun augljós.
Peningagreiðsla vegna ís-
landsmeistaratitils
Peningagreiðsla frá bænum til KA
vegna sigurs m.fl. karla á Islandsmót-
inu í knattspymu árið 1989, en synjun
um sambærilega greiðslu til Þórs vegna
Guðmundur Sigurbjörnsson.
sigurs m.fl. karla á íslandsmótinu í inn-
anhússknattspymu 1993.
Fjárstyrkur
Fjárstyrkur til KA að upphæð kr. 1300
þúsund. Vió þennan fjárstyrk vildi eng-
inn kannast lengi vel, en um hann var
gerður skriHegur samningur sem undir-
ritaður var haustið 1992 og var um
mánaðarlegar greiðslur aö ræða í eitt
ár. Nú hefur verið gerður annar sam-
bærilegur samningur við KA-inenn um
önnur 1300 þúsund, sem greiðast eiga á
næstu 12 mánuðum. Beiðni Þórs um
sambærilegan styrk hefur verið fálega
tekió en ekki afgreidd formlega ennþá.
Auglýsingaskiltí
Handknattleiksdeild Þórs sótti í haust
um leyfi til að fá að setja upp auglýs-
ingaskilti til að selja fyrirtækjum afnot
af og var þetta hugsað sem fjáröflun
fyrir deildina. Menn sáu fordæmi fyrir
slíku auglýsingaskilti við Þingvalla-
stræti og töldu að þetta hlyti aó fást
samþykkt, þó svo menn myndu ekki
samþykkja þann stað sem deildin hafói
helst augastað á.
En nú brá svo við að hér í bæ er
komin út reglugerð um auglýsingaskilti
upp á 6 blaðsíður, sem skiptast í 6 kaíla
og þcir síðan í 60 greinar. Þessi reglu-
gerð tók gildi 1. október, en ekki cr sjá-
anlegt að fara eigi eftir henni í bráð að
öðru leyli en því að hafna þcssari
beiðni handknattleiksdeildar Þórs.
Skóladagheimilið í Hamri
Búið er að samþykkja í bæjarstjórn aó
leggja niður skóladagheimilið í Hamri,
en þar hefur bærinn leigt húsnæði af
Þór sl. tvö ár og hefur þetta verið kjöl-
festan í rekstri hússins. Ein af skýring-
unum sem okkur hefur verió sögð varð-
andi þessa ákvörðun er að við Þórsarar
höfum viljaó losna við skóladagheimil-
ið út úr húsinu! Þetta finnst okkur skýr-
ing í ódýrari kantinum, því við könn-
unist alls ekki við hana eins og öllum
ætti að vera Ijóst sem til þekkja.
Stækkun íþróttasvæðisins
Við höfum falast eftir auðum svæðum í
nágrenni félagssvæðis okkar og haft í
huga að koma þar meðal annars upp
sparkvöllum, fjölskyldutjaldsvæði og
annarri skyldri starfsemi. Um er að
ræða ónotuð svæði norðan Skarðshlíð-
ar, beint norðan félagssvæðisins og
einnig hálfgcrt mýrlendi vestan félags-
svæðisins. Þessum beiðnum hefur að
sjálfsögðu verið fálega tekið, en minna
má á að KA hefur verið úthlutað „til
bráðabirgða" svæói austan síns svæðis,
þar sem meðal annars er (eóa kannski
var) fyrirhuguð gata sem var liður í
samgöngukerfi bæjarins.
Byggingarmál félaganna
Menn hafa gjarnan borið saman Hamar,
félagsheimili Þórs og íþróttahús KA
þegar rætt er um fyrirgreiðslu bæjaryf-
irvalda til þessara félaga, en málið er
bara ekki svona einfalt.
Þegar Þór hóf byggingu Hamars var
við ríkið að semja, en ekki bæinn.
Tveir sjóðir styrktu þá þess konar
byggingar, annars vegar Iþróttasjóður
ríkisins og hins vegar Félagsheimila-
sjóður ríkisins. Þegar þama var komið
sögu hafði KA þegar byggt sitt félags-
heimili og notið til þess framlags frá
ríkinu eins og lög gerðu ráð fyrir.
Þegar Þórsarar voru síóan nýfamir
af stað breyttust verkaskiptareglur milli
ríkis og sveitarfélaga þannig að þessi
málafiokkur lluttist frá ríkinu til sveit-
arfélaganna. Síóar á byggingartímanum
þegar Þór stóð í mjög ströngum samn-
ingaviðræóum við bæjaryfirvöld var
eins og ákvcðnir aóilar sæju sér leik á
borði að gera samning við sína menn í
leiðinni og á ég þá við samning Akur-
eyrarbæjar og KA varðandi íþróttahús-
ið.
Lokaorð
Eins og lesa má af þessum skrifum
mínum er mér nokkuð heitt í hamsi
varðandi þann augljósa mismun sem
hér er ríkjandi í fyrirgreióslu til þessara
tveggja íþróttafélaga og ég er langt frá
því að vera einn á þessari skoðun. Eg
hvet alla Þórsara til að íhuga þessi mál
á næstunni og vona að við berum gæfu
til að jafna þennan augljósa aðstöðu-
mun sem þessi íþróttafélög búa vió í
dag. Eg held að vió félagar í Þór ættum
að hittast í hinu glæsilega félagsheimili
okkar og ræða þessi mál og hvort vió
getum ekki sameinað krafta okkar til
efiingar félaginu. Þaó er greinilegt að
ef við stöndum ekki saman í baráttunni
fyrir sjálfsögðum rétti okkar gera aórir
það ekki fyrir okkur.
Með íþróttakveöju,
Guðmundur Sigurbjörnsson,
ritari Iþróttafélagsins Þórs.
Stórútsölumarkaðurinn
2. hæð opnaður kl. 13.00
20% aukaafsláttur á kassa
Gerðu göð kaup fyrir jólin
Markaðinum lokað 24. desember