Dagur - 21.12.1993, Qupperneq 17
Þriðjudagur 21. desember 1993 - DAGUR - 17
Laufey Pálmadóttir, starfsmaður KEA Hrísalundi, dregur eitt af tíu umslögum vinningshafanna úr hinum væna
bunka.
Metþátttaka í jólagetraun Dags
Á laugardaginn var dregið um
það hverjir hlytu vinningana tíu
í jólagetrauninni, sem Dagur
efndi til í samvinnu við KEA
Hrísalundi. Þátttakan var ótrú-
lega góð því alls bárust svör frá
869 lesendum. Það jafngildir því
að rúmlega sjötti hver áskrif-
andi hafi tekið þátt í leiknum og
hlýtur það að vera Islandsmet í
getraun af þessu tagi.
Utdrátturinn fór fram í KEA
Hrísalundi síðdegis á laugardag-
inn og var margt um að vcra í
tengslum við hann. Nemendur úr
Tónlistarskóla Akurcyrar lcku Ictt
lög, jólasveinar komu í heimsókn
og lelagar úr Kór Akureyrarkirkju
sungu jólalög.
Laufcy Pálmadóttir, starfsmað-
ur KEA Hrisalundi, sá um að
draga nöfn vinningshafa úr bunk-
anum stóra. Fyrst dró hún út sjö
umslög og hljóta eigendur þeirra
vöruúttekt í KEA Hrísalundi að
verðmæti krónur 5.000 hver. Þeir
eru: Gígja Möller, Ásvegi 16;
Helgi Heiðar Jóhannsson, Einholti
4 b; Hjörtur Unason, Lerkilundi
13; Ivar Eiríkur Sigurharðarson,
Vallargerði 2 d; Sigrún Stefáns-
dóttir, Stórholti 10; Soffía
Tryggvadóttir, Lcrkilundi 28 og
Þórunn Stcindórsdóttir, Engimýri
9; öll á Akureyri.
Vöruúttekt í KEA Hrísalundi
aó verðmæti kr. 10.000 hlýtur
Þórir Ingjaldsson, Öxará og vöru-
Fjölmenni var viðstatt útdráttinn.
Nemcndur úr Tónlistarskóla Akureyrar léku nokkur létt lög í versluninni
við góðar undirtektir gesta. Myndir: Robyn.
4.
6.094
Heildarvinningsupphæó þessa viku:
Kr. 14.445.324
úttekt að verðmæti kr. 15.000
hlýtur Helgi Jósefsson, Tungusíöu
10, Akureyri. Hæsta vinninginn,
vöruúttekt í KEA Hrísalundi að
verómæti kr. 30.000, hlýtur Kol-
beinn Hjálmarsson, Núpasíöu 4 e,
Akureyri.
Fjöldi manns fylgdist með út-
drættinum en enginn viðstaddra
var þó svo heppinn aó hljóta vinn-
ing. Þeir vinningshafar sem við
náðum sambandi við símleiðis á
laugardaginn voru hins vegar að
vonum ánægðir með þennan
óvænta glaöning.
Vió viljum að lokum óska
vinningshöfum til hamingju og
þakka öllum fyrir þátttökuna.
Jólagetraun af þessu tagi verður
væntanlega árviss viðburður í
framtíðinni; svo góðar voru undir-
tektirnar. BB.
□□ -
—"‘D0 □□ “□“
□ □ □
Jólatréssala
íHamri
Normannsþinur
Opið virka daga kl. 13-21
Laugardaga kl. 10-22
Sunnudaga kl. 10-17
Sækjum og sendum
Sama verð
og í fyrra
Jólasveinar til taks
Jólasveinarnir Stúfur og Þvöru- | Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér
sleikir hafa ákveðið að vera til þessa þjónustu geta haft samband
taks á aðfangadag og bera út ísíma 26179. (Fréttatiikynning)
pakka til þeirra sem þess óska. I
HÚSAVÍK - AKUREYRI - HÚSAVÍK
JOLAAÆTLUN 1993 - 1994
FRÁ HÚSAVÍK FRÁ AKUREYRI
ÞRIÐJUDAGUR .21/12 8:00 & 16:45 7:30 & 15:30
MIÐVIKUDAGUR .22/12 8:00 & 16:45 7:30 & 15:30
FIMMTUDAGUR .23/12 8:00 & 16:45 7:30 & 15:30
FÖSIUDAGUR .24/12 ENGIN FERÐ ENGIN FERÐ
LAUGARDAGUR .25/12 ENGIN FERÐ ENGIN FERÐ
SUNNUDAGUR .26/12 17:00 ENGIN FERÐ
MÁNUDAGUR .27/12 8:00 & 16:45 7:30 & 15:30
ÞRIÐJUDAGUR .28/12 16:45 , 7:30
MIÐVIKUDAGUR .29/12 8:00 & 16:45 7:30 & 15:30
FIMMTUDAGUR .30/12 16:45 7:30
FÖSTUDAGUR .31/12 ENGIN FERÐ ENGIN FERÐ
LAUGARDAGUR . 1/1 '94 ENGIN FERÐ ENGIN FERÐ
SUNNUDAGUR .2/l'94 17:00 ENGIN FERÐ
MÁNUDAGUR .3/1 '94 8:00 & 16:45 7:30 & 15:30
ÞRIÐJUDAGUR .4/l'94 8:00 & 16:45 7:30 & 15:30
AFGREIÐSLUR:
Húsavík: Shell-Nesti Héðinsbraut 6, (farþegar) s:41260
BSH hf. Garðarsbraut 7, (pakkar) s:42200
Akureyri: Umferðarmiðstöðin Hafnarstræti 82, s:24442
GÓÐA FERÐ
s
Eg sendi kór og söfnuði Grundarkirkju bestu
jóla- og nýársóskir og þakka gjafir og
margháttaðan sóma sem mér var sýndur
við starfslok mín við Grundarkirkju
í nóvember sl.
SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR SCHIÖTH.
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför systur minnar,
GUÐRÚNAR SÆMUNDSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Dvalarheimilinu Hlíð fyrir
góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Þóroddur Sæmundsson
og aðrir aðstandendur.
f
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÓLÖF KRISTJANA INGIMARSDÓTTIR,
Skarðshlíð 13d, Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 22. des-
ember kl. 13.30.
Guðlaug Jóhannsdóttir,
Hulda Jóhannsdóttir, Jóhannes Óli Garðarsson,
Stefanía Jóhannsdóttir, Vöggur Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.